Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 10. ágúst 1968, 3 'r (• — Fjölmenni d fyrsta degi Land- bdnaðarsýningarinnar í Laugardul Saga og nútíð landbúnaðarins ingin er þverskuröur af land- búnaði hér á landi um aldaraö- ir, jafnframt því sem hún er viðtæk kynning nýtízku búnaöar hátta. Þar má sjá gömul amboð og hin nýjustu heyskapartæki. Par er einnig aö sjá hinar elztu vél- ar, sem hingaö komu laust éft ir aldamót, þúfnabanann og hin ar elztu dráttarvélar. Auk hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja taka mörg félagasam tök þátt í sýningunni og mikla athygli vakti t.d. hannyrðasýning Heimilisiönaðarfélags íslands. Ýmis fyrirtækjanna á sýning unni buðu gestum sýningarinnar í gær að bragða á framleiðslu sinni og stungu margir upp í sig slátursbita og pylsusneið hjá bás Sláturfélagsins. Þá vekja dýrin á sýningunni mikla athygli, en þar eru til sýnis öll húsdýr á Islandi og auk þéss flestir vatnafiskar, sem hér veiðast. Mikið er einnig um uppstoppuð dýr, fugla, hús- dýr, sem og refi og önnur villt dýr, sem bændur hafa löngum elt við grátt silfur. Sýningin verður aðeins opin í tíu daga og verður áreiðanlega troðið hús þá daga, þar sem sýningin verður ekki skoðuð að neinu gagni á minna en 5—10 klukkustundum. Segja má að sýning þessi sé ævintýraheimur fyrir börnin á ,mölinni‘ sem varla hafa kynnzt búskap og búnaðarháttum ööru vísi en út um bílrúðu á sumar- ferðalögum. En allir mega af henni nokkurn lærdóm draga. Tjað var margt um manninn í Laugardalshöllinni í gær á fyrsta degi Landbúnaðarsýning arinnar ,sem opnuð var klukk an tvö í gær að viðstöddu fjöl- menni. Boðsgestir sýningarinnar skoð uðu sýninguna áður en hún var opnuð almenningi klukkan fimm en síðan streymdi að fjöldi gesta þegar á kvöldið leið. Sýning þessi á að lýsa fram leiðslu landbúnaðarins og stöðu hans í þjóðfélaginu auk þess sem ýmis fyrirtæki kynna þar margs konar vélar til búrekst- urs. Um áttatíu stofnanir og fyrir tæki taka þátt í sýningunni, sem er talin hin umfangsmesta, sem hér hefur verið haldin. Margt forvitnilegt ber fyrir augað, þegar gengið er um sali sýningahallarinnar. Þar er brugð ið upp svipmyndum af gömlum og nýjum búskaparháttum. Sýn Þær sýna gamlar íslenzkar hannyrðir, önnur spinnur úr kembdri ull og hin margfléttar. - Það er af sú tíð, að ungar stúlkur læri þessi handbrögð en þessar föngulegu stúlkur, sem raunar eru starfskonur á sýningunni, virða þau fyrir sér með athygli. Það er Heimilisiðn- Matur er mannsins megin — og svo sem gefur að skilja er víða matarlegt á Landbúnaðarsýn- ingunni, þar sem helztu matvælaframleiðendur sýna vöru sína. Sums staðar er gestum gefið að smakka og þarna eru nokkrir að gæða sér á lifrapylsu, blóðmör og fleiru góðgæti hjá Sláturfélaginu. Séð yfir sýningarsaiinn. ! \ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.