Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 4
Marlon Brando skilinn við konu sína eftir átta ára Marlon Brando, kvikmyndaleik arinn frægi, hefur nú fengið skiln að frá konu sinni, mexíkönsku leikkonunni, Movita Castenada. Mikil leynd hvíldi yfir þvi, sem BB fylgdi með í kaupunum fram fór í réttarsalnum. Sam- kvæmt ósk beggja skilnaðaraöila, var horfið frá þeirri venju, að taka réttarhöldin upp á segul- band. Dómararnir sögðu að þessi háttur væri haföur á vegna þess að bæði hjónin vildu hlífa börn- um sínum við hneyksli, en þau eiga tvö börn, Sergiu 7 ára og Re- bekku tveggja ára. Að sögn dóm arans var skilnaðarorsökin sú, að Movita Castenada haföi aldrei fengið löglegan skilnaö frá fyrri manni sínum. Hún hefur samt ver ið gift Marlon Brando í átta ár og það er nokkuð, sem margir af aödáendum Brando’s höfðu ekki hugmynd um. Movita Castenada fékk sér dæmdan yfirráöarétt yf- ir börnunum. Marlon Brando á fyrir utan börnin tvö í hjónaband inu meö Movitu Castenada eitt barn með leikkonunni Taritu frá Tahiti og eitt barn m'eð leikkon- unni Önnu Kashfi, sem var fyrsta kona hans. Ást við fyrstu sýn virðist vera nokkuð algengt fyrirbrigði hjá leikkonunni og þokkagyðjunni Brigitte Bardot. Samband hennar og Gunther Sachs hefur alla tíð þótt nokkuö brösótt, en nú eru þau skilin að borði og sæng. Sá sem við tekur er ítalskur og heitir Gigi Rizzi og er talinn mjög auð- ,ugur. Þau dvelja nú í Monte v •. < * v * ■ Corlo og njóta tilverunnar vel, að sagt er. Hann hefur þó ekki hitt fyrrverandi eiginmann henn- ar Giinther Sachs, en vill endi- lega ná sambandi við hann. Bri- gitte hitti Gigi Rizzi er hann keypti ,,villu“ hennar í St. Trop- ez og enduðu þau kaup með þvl að Brigitte fylgdi með. Marlon Brando meö syni sínum, sem hann á með leikkonunni Önnu Kashfi. Fyrsti hj artaflutningur milli kvenna Brigitte Bardot ásamt nýja fylgdarmanni sínum, ftalanum Gigi Rizzt. Fyrsti hjartaflutningur milli kvenna fór fram á Sankti Lúkasar sjúkrahúsinu í Texas fyrir skömmu. Það var 49 ára gömul húsmóðir Bett White Brunk, sem fékk hjarta úr annarri konu. Að- gerðin var framkvæmd af hópi hjartasérfræðinga undir forustu Denton A. Looley, sem hefur stjómað átta hjartaflutningum á Sankti Lúkas sjúkrahúsinu. Heilsa Bett White er talin mjög góð eftir aðstæðum og eru lækn- arnir mjög bjartsýnir. Bett White er þó ekki fyrsta konan sem skipt er um hjarta í. Það var 1 byrjun júlí að 24 ára saumakona Maria Elena Penaloza frá Chile fékk nýtt hjarta frá 20 ára gömlum unglingi, sem fórst af slysförum. Maria Penel- oza var 23. hjartusjúklingur sem skipt var um hjarta í, en hún lézt nokkrum dögum eftir að- gerðina. í Tékkóslóvakíu var gerö til- raun með að skipta um hjarta í 50 ára gamalli konu, Helenu Horova, en lézt hún nokkrum tím um eftir aðgerðina. í einum af fyrstu hjartaflutn- ingum f Ameríku, fékk sjúkling- urinn Mike Kasperak hjarta úr 43 ára gamalli húsmóður, en það var þriðjungi minna og dó hann fjórum tímum eftir aðgerðina. Að lokinni verzlunarmannahelgi Flestum er það nauðsyn að gera sér eitthvað tll skemmtun ar, enda er í þvi fólgin hvild og upplyfting frá erilsömu starfi. Skcmmtanahald er orðin stór- virk atvinnugrein í landinu, en auk þess efna ýmis félög til móta og skemmtana til að hressa upp á fjárhag sinn og efla þannig starfsemi sína. Sú helgi sem almennast er notuð til skemmtanahalds er tvl mælalaust verzlunarmannahelg- in, en þá er hóað saman til móta þúsundum fólks, og fram koma nær alllr skemmtikraftar sem taldir eru „vinsælir." Bragurinn á slíkum mótum er talinn hafa farið batna'ndi, en hitt vekur athygli, að hópar af barn-ungu fólki skuli ætíð verða til vandræða á slíkum mótum. Leit í farangri unglinganna og bann við því að hafa áfengi um hönd, kemur ekkl i _veg fyrir það, að unglirxgar verði ofur- sannast enn að boö og bönn eru Unglingamir athuga nefnilega ölvi hópum saman. Meira að næstum haldlaus, ef þau stang- ekki, að áfengisneyzla þeirra segja eru þeir taldir talsverðir ast á við skoðanir eöa smekk er í flestum tilfellum vegna van „töffarar“ f hópi unglinganna, fjöldans. Það er því almennings- máttarkenndar í félagahópi, en Ijíffvb&íGoúz sem geta sýnt það svart á hvítu, að þeir hafi getað plataö lögg- una þrátt fyrir allt, og komið víni með sér inn á viðkomandi mótssvæði. Þeir sem að útihátiðunum standa eru varnarlausir gagn- vart drykkjuskap unglinganna vegna þess að almcnningsálitið, að minnsta kosti meðal ungs fólks, fordæmir ekki framferði þeirra drukknu. Á þessu sviði álitiö eitt, sem getur gert skemmtanahald meðal ungs fólks heilbrigðara, að þvi leyti að sá sé mestur, sem ekki þarf að hressa við sjálfstraust sitt og ímynduð skemmtilegheit meö á- fengisneyzlu. Ef það væri al- mennt talið, að áfengisneyzla unglinga kæmi vegna vanmáttar kenndar, og væri þess vegna hlægileg, þá mundi a.m.k. minnka áberandi ölæði. ekki af því að ungling- unum þyki gott að drekka vín. En of mörgum er það nauðsyn að hressa sig og örva til að vera frakkari í samskiptum við hitt kynið. Þannig er betta oft í byrjun að minnsta kosti. Baráttu gegn áfengisneyzlu unglinga verður því ekki fylgt eftir meö neinum árangri nema jarðvegurinn sé plægður, og unglingarnir færðir í allan sann leika um eðli og orsök. Á þann hátt þarf að reyna smátt og smátt að breyta viðhorfinu gagn vart áfenginu, og breyta þannig almenningsálitinu. Það er lítið gagn í að halda skemmtanir og útihátíðir og banna einhliða áfengisneyzlu nema viöhorfi unga fólksins til bannsins sé breytt. Unglingam- ir færa sig aðeins til annarra staða, bar sem siðir þeirra eru í hávegum hafðir, ef „smyglið" inn á útihátíðasvæðin mistekst Ef hið umfangsmikla úti- skemmtanahald um verzlunar- mannahelgina sem hin mörgu og góðu félög standa fyrir, á að verða til að efla bindindi al- mennt meðal ungs fólks, þarf að hefja undirbúningsfram- kvæmdimar í hugum unga fólks ins sjálfs, með breyttu viðhorfi til áfengisins. Þannig er þetta á fleiri svið- Þrándur í Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.