Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 12
12 V í S IR . Laugardagur 10. ágúst 1968. ANNE LORRAINE Hvemig hafði þessi orðrómur komizt á k'reik? Hún vissi ekki til, að nokkur manneskja vissi, að hún hefði verið með Tony, og enginn gat vitað, hvort þau voru trúlofuð. Ráðið hitanum sjálf með ... Með BRAUKMANN hitastilli á hverjum ofni getið þér sjálf ákvoð- ið hitastig hvers herbergis — BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli <sr hægt að setja beint á ofninn eða hvar sem er á vegg í 2ja m. rjarlægð frá ofni Sparið hitakostnað og aukið vel* líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent* ugur á hitaveitusvæði SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍM! 24133 SKIPHOLT 15 Nema ef Tony sjálfur .... En það kom ekki til nokkurra mála. Tony mundi engum segja frá trúlofun, sem ekki var fastráðin. En ef frú Manson vissi þetta, þá hlutu fleiri að vita það — hjúkrunarkonur og annað starfsfólk — jafnvel sjúkling ur, sem þekkti bæði hana og Tony. Hún hratt stólnum frá boröinu, óþolinmóð. Ef Anne frétti þetta, án þess að vera undir það búin — hvemig .nundi þá fara um hana? Mary vætti þurrar varirnar með tungunni og reyndi að hugsa skýrt. Það var ósennilegt, að Anne frétti þetta, nema einhver heimsóknar- gesturinn segði henni það — og enginn, sem heimsótti hana, gat vitað um þetta, nema Tony sjálfur. Tony — nei, Tony mundi ekki gera það, jafnvel þó að hann gæti neytt Mary til aö taka endanlega ákvörðun — með þvi að gera þaö. Drottinn minn. Hvað á ég aö gera, hugsaöi hún með sér. Hjálp- aðu mér að gera það, sem bezt er — og réttast. Tony má ekki gera Anne mein — það er Anne, sem um er aö ræða.... Mary stóð grafkyrr og hirti ekk- ert um forvitniaugu lækna og hjúkr unarkvenna, sem sátu yfir matnum við borðin í kring Hún staröi, beint framundan sér, og nú lék einkenni- legt bros um varir hennar Það var Anne, sem var aðalatr- iöið í þessu máli Loksins vissi hún það Nú var enginn efi til í henni framar. Anne var veik og gat dáið. Enginn — ekki Tony heldur — mátti hindra það eina, sem gat bjargaö henni. Hlutverk Mary var að hjálpa þeim, sem þurftu hennar við — líka Anne. Tony ímyndaði sér, að hann gæti ekki án Mary verið, en hún gat ekki gert hann hamingju- saman. Hann þurfti að eiga konu, sem ekki var fær um að standa ein — konu eins og vesalings Anne litlu. Hún elskaði hann heitar en allt annaö — hafði hún ekki sann- að það, þegar hún var i dauðans greipum? Anne gat ekki lifað áfram ein, en það gat Mary. Hjá Marv hafði Tony verið flótta hæli frá erfiðu starfi — hann haföi verið kátur og glaður og veitt henni félagsskap, sem hún haföi aldrei þekkt áður. Ósjálfrátt hafði hún haft andúð á skýjahugsjónum föður síns og haliað sér að Tony í eins konar uppreisnarhug. Hún hafði ímyndaö sér, að hún elskaði hann. Hins vegar hafði hann flú- ið undan áhrifavaldi föður síns, í ómeðvitaðri leit að einhverri sál, sem þurfti á honum að halda. Anne haföi þurft á honum að halda, en faðir hans hafði þvínær spillt því, með því að reka á eftir þeim að gifta sig. Mary fór úr mötuneytinu út í garðinn. Tony sat á bekknum, sem þau höfðu hitzt við í fyrsta skipti. Hún gekk rólega til hans og sett- ist við hliðina á honum. — Hvernig líður henni núna? spuröi hún hæg- lát. Hann leit við og starði á hana. Andlitið var með þjáningarsvip, og kvíðinn skein úr augpnum. — Ég hélt, aö hún væri svo hraust! muldraöi hann, eins og hann væri að tala viö sjálfan sig. — En hún er þaö ekki, Mary. Hún kallaði á mig í sífellu, ‘og ég gat ekki látiö hana skilja, að ég væri hjá henni. Ég er hræddur um, að hún deyi og ég get ekki látið hana sjá mig. Þú verður að hjálpa henni, Mary — hún er svo hrædd og svo einmana. Ég hef ekki skiliö fyrr en nú, að | hún er svo hrædd og ósjálfbjarga. Ég vildi óska, að ég gæti hjálpaö I henni, en ég get þaö ekki'. , Hún tók um höndina * honum. — Þú getur hjálpað henni, Tony. Þú ert sá eini, sem getur það. Farðu upp til hennar og setztu hjá henni Haltu í höndina á henni og hirtu ekki um, þótt hún virðist ekki finna þaö. Ég held, aö hún viti, hv.enær þú ert hjá henni. Láttu- kærleikann snerta hana .... Hún sá, að hann hrökk við, og svo starði hann á hana. — Gefðu henni allan þann kær- leika, sem þú átt — og föður þín- um kærleika líka, hélt hún áfram. Segðu honum, aö það taki þig sárt,' ef hann hafi haft raun af þér, og I reyndu að elska hann eins og þú , gerðir. þega.r þú varst barn. Ég | veit, að hann hefur sært þig, vald- ið þér vonbrigðum og vanrækt þig, en þú getur elskað hanr. enn! Mundu, hvað þú sagðir mér um föður minn. Það lá við, að ég hataði hann, þegar ég sá, hvernig hann hafði blekkt mig — en smám sam- an skildist mér, að ég var að vor- kenna sjálfri mér, að ég skyldi hafa orðið fyrir vonbrigðum af honum. Ég fann, að hann hafði blekkt mig, ekki sjálfan sig. En þá sá ég mann- inn eins og hann var — vonbrigöin sem hann hefur haft af sjálfum sér — og þá elskaði ég hann aftur. — Faröu aftur ti! Anne, Tony, og heilsaðu henni innilega frá' mér. Hún þafnast mikillar ástúðar nú. . — Ertu að reyna að gefa Anne mig, Marv spurði hann glottandi. Hún hristi höfuðið og ró var i augunum. — Ég hef aldrei átt þig, Tony, sagði hún. — Þú skilur það bráðum. Hún horfði á eftir honum, þegar hann fór, og gekk síðan þreytulega inn í deildina sína. ANNAÐHVORT ALLT EÐA EKKERT. Þegar Mary hafði lokið síðdegis vinnunni, fór hún upp í herbergið sitt. Hún var svo þreytt, að hún nennti ekki niður í matstofuna tii að fá sér te. Hún vildí vera ein og hugsa um allt þetta, sem var aö gerast. Síminn hringdi eftir stutta stund, og það var rétt svo, að hún nennti að svara. Hún heyrði rödd Tonys í símanum, og titringur fór um hana aíla. — Ég — ég held, að Anne hafi það af, sagði hann skjálfraddaður. — Faðir minn er hérna hjá mér, og við þökkum þér báðir fyrir hjálp- ina, Mary. Hún er ekki meö fullri rænu ennþá, en hann heldur, að hún hafi þetta af, ef ég hjálpa til. Svo brást honum röddin, og Mary fékk tár í augun. — Ég veit, að hún hefur það af, sagöi hún. — Þakka þér fyrir að þú hringdir, góði. Vertu sæll! Hún sleit sambandinu og gekk að stólnum við gluggann. Hún gat séð deildina sína út um gluggann. Hún fékk þrengsli fyrir hjartað, er hún sá lágu bygginguna, og tók hendinni fyrir munninn, eins og hún væri aö kæfa niðri í sér óp. : Bráðum var starfi hennar þar lok- ið — lokið. áður en það byrjaði aö nokkru marki. Simon Carey var ó- ánægður með hana. Hún hafði beðið ósigur, bæði sem kona og væntan- ! leg eiginkona — og sem læknir. Vitanlega vr hægt að fá annað starf, en það var vegna þessarar lækningadeildar, sem hún hafði orð ið afhuga ástalífi og hjónabandi. Nei.. . hún hristi höfuðiö ... nei, það var ekki satt. Hún hafði helgað líf sitt.þessu starfi, löngu áður en hún kynntist Simoni Carey og réðst í deildina hans. Hvers vegna var hún svona raunamædd núna, þó einn þáttur í starfi henriar hefði slitnað? Hún sá Carey koma út úr deild- inni og halda í áttina að læknabú- staðnum. Hann gekk hægt, og jafn vel í þessari fjarlægð gat Mary séð, að illa lá á honum. Venjulega var hann vanur að ganga hratt og bera höfuðið hátt. Nú var hann eins og gamalmenni, lotinn og þreytulegur. Syissnesk úr. Vestur Jjýzkar og franskar klukkur. Allt vclþckkt mcrki. Þórður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrísateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.) Sími 83616 - Pósthólf 558 • Reykjavík. 4^ Ö s>fr' Jane! Það ert þú. Ég var hræddur um að ég Nei, stríðsmaður. Maki þinn er ekki hefði misst þig. fyrir þig, ekki fyrr en þú hefur unnið verkefni fyrir okkur. Hagstæðustu verð. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni íslenzkra handa. FJÖLHöJAN HF. Sími 21195 Ægisgötu 7 Rvk. auglýsingar I iesa allir J REIKNINGAR * LATIÐ OkKUR INNHEIMTA... Þoð sparat vdur t'imo oq óbaegjndi INNHEIMTUSKRIFSTOFAN Tlarnarqötu 10 — III hæd — \/onarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur) actpaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.