Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.08.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 10. ágúst 1968. 9 Aldurstakmark fastráðinna starfsmanna □ í grein hér í blaðinu á þriðjudag var fjallað um vandamál aldraða fólksins á vinnumarkaðnum. Voru þá m. a. nafngreind tvö fyrirtæki sem dæmi um, að öldruðum verkamönnum hefði verið sagt upp starfi hjá þeim. Var þar bent á staðreynd, sem jafnframt er vandamál í okkar þjóðfélagi, vanda- mál, sem varla verður leyst nema með víðtæku samkomulagi margra aðila. □ Við ræddum þetta mál nokkuð við Óttarr Möll- er, forstjóra Eimskipafélagsins. Kom þar m. a. fram, að langflestir þeirra fastráðinna starfsmanna, sem sagt hefur verið upp störfum vegna aldurs hjá félaginu, hafa hafið þar vinnu eftir að þeir höfðu náð fimmtugsaldri. Þar kemur og fram, að hafnar- vinna sé ekki hættulaus, eins og reyndar var bent á í greininni hér í Vísi, og nauðsynlegt er fyrir fé- lagið að koma sér upp hópi sérþjálfaðra verka- manna, sem vinna við fermingu og affermingu skipa félagsins. Þá kemur og fram, að verðlags- ákvæði eru í langflestum tilfellum mjög ströng og koma jafnvel í mörgum tilfellum í veg fyrir eðlilega uppbyggingu félagsins. — Til hve margra fastráð- inna manna náðu uppsagnir fé- lagsins hinn 1. júlí sl. Óttarr? Þær náðu til um 20 verka- manna, sem voru á aldrinum 73 — 84 ára. — Og hve gamlir voru þess- ir menn, er þeir hófu störf hjá Eimskipafélaginu? Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja voru engir þeirra undir 40 ára aldri, er þeir hófu starf hjá Eimskip. Sex þeirra voru á aldrinum 40 — 50 ára 6 voru 50—60 ára, 6 voru á aldrinum 60—70 ára, og aðeins tveir á aldrinum 70—80 ára. — Teljiö þér nauðsynlegt, að verkamenn láti af starfi viö á- kveðið aldurstakmark? Það var álit allra kunnugra manna, aö mjög erfitt yrði að gera mannamun hér á, þannig að það ráð var tekið, eftir vand lega vfirvegun, aö miða við á- kveðið aldurstakmark. — nPeljið þér að hafnarvinna "*■ sé hættulegt starf? Séu menn vanir henni og hafi þeir hlotið þjálfun við hana, er ekki hægt að segja að hún sé hættulegri umfram aðra vinnu. Hins vegar er nauösynlegt, að verkamenn við hafnarvinnu hafi sæmilega heyrn og sjón og séu styrkir í fótum. Sé svo ekki hefur reynslan sýnt að alvarleg slys hafi hlotizt af. Slysahættan er ekki einungis bundin við þann sem er lítt vinnufær heldur geta vinnufélagarnir einnig verið í hættu þess vegna. Það er þvi mikill ábyrgðarhluti að hafa menn við störf, sem ekki full- nægja þeim kröfum, sem óneit- anlega verður aö gera til heilsu manna, sem hafnarvinnu stunda. — Hvenær láta þeir menn af störfum hjá félaginu vegna ald- urs, senl vinna þau störf er ekki flokkast undir hafnarvinnu? Hjá skrifstofumönnum og yfir mönnum á skipunum miðast ald ursmörkin við 65 ár. — Hvenær byrjaði Eimskipa- félagið að fastráða yerkamenn? Allt fram á áriö 1965 höfðu hafnarverkamenn ekkert at- vinnuöryggi, þeir mættu við höfnina kl. 8 á morgnana og var þá undir hælinn lagt, hvort þeir fengju vinnu þann daginn, eöa yröu að snúa atvinnulausir og vonsviknir heim. Á þessum ár- um var mikiö um slys við hafn- arvinnu .Ljóst var, að skapa þyrfti hafnarverkamönnum at- vinnuöryggi, jafnframt því, sem félagið þiirfti að koma upp þjálf uðu liði við fermingu og afferm ingu skipanna. Þá tók Eimskipa félagið þá ákvöröun, að fastráða verkamenn í um 8 vinnuflokka (gengi), þannig að í dag eru um 250 verkamenn fastráðnir í vöruafgreiðslu félagsins, við vinnu í skipum félagsins, vöru- geymslum og á tækjum þess. Hér er um að ræða einhverja mestu kjarabót til handa hafnar verkamönnum, sem þeir hafa fengið. Hún var boðin fram af hálfu félagsins og er óhætt að fullyrða, að verkamenn hafa kunnað aö meta hana að verö- leikum. — 'p'imskipafélagið hefur oft verið gagnrýnt fyrir aö hafa of marga starfsmenn í vinnu í vöruafgreiðslum félags- ins. Hvað vilduð þér segja um það? Vafalaust á sú gagnrýni rétt á sér i vissum tilfellum. Annars má likja starfi þeirra, sem vinna í vöruafgreiðslum, við starf af- greiðslumanna í verzlunum. Þar eru á vissum tímum fáir viö- skiptavinir, en oft geta komiö verulegir annatímar, og þá kunna viðskiptavinir þvf illa að bíða eftir afgreiðslu. • Rætf við Ottarr Möller, forstjóra Eimskipafélags Islands — Nú hefur oft verið tap á rekstri vöruafgreiðslunnar? Yfirleitt hefur verið tilfinnan- legt tap á rekstri hennar, og á síöastliðnu ári um 3 miiljónir króna. — Hverjar eru helztu ástæö- ur til þess? Helzta ástæöan er léleg að- staða. Vöruafgreiðslurnar eru dreifðar vítt og breitt um bæ- inn. Ástæður til tapsins eru þó fleiri en þessi eina, og má til dæmis nefna óraunhæf verðlags ákvæði. Eins og öllum hlýtur að vera ljóst, er úrbóta þörf í þess um efnum, og hafa nú þegar verið geröar ýmsar ráðstafanir til að bæta rekstur vöruafgreiðsl unnar. Má í fyrsta lagi nefna byggingu hinnar stðru vöruaf- greiðslu Eimskipafélagsins á Austurbakka, sem aö gólffleti verður 7000 fermetrar, á tveim ur hæðum, með bílageymslu á þaki. Gólfrými veröur samtals um 21000 fermetrar. Auk þessa veröur reynt aö koma við frekari vinnuhagræð- ingu og úrbótum á sem flest- um sviðum. — llTvert er álit yöar á skyld um þjóðfélagsins gagn- vart verkamönnum og hvað vilj ið þér segja um atvinnuhorfur? Fyrri spurningunni mun ég ekki reyna að svara, enda eru aðrir færari til þess. Viö skul- um vona, að úr rætist með yfir standandi efnahagsörðugleika. Undanfarna áratugi hafa svo til allir vinnufærir karlar og konur ■ ............................. • U Óttarr Möller. fengið atvinnu við sitt hæfi. Við skulum vona, að svo verði í framtíðinni. Atvinnuleysi er mikið böl, og er tilfinnanlegt fyrir ellistyrk- þegna á áttræöis- og 1 níræðis- aldri, svo og fyrir þá, sem eru að hefja lífsbaráttuna. En at- vinnuleysiö er allra tilfinnan- legast fyrir menn á miðjum aldr:, sem þurfa að sjá fyrir stórum barnahóp. Þaö mun liggja fyrir öllum fastráðnum konum sem körlum sem ná háum aldri að hætta störfum. Hvort sem í hlut eiga starfsmenn á skrifstofu eöa skip um, sem eins og fyrr greinir hætta 65 ára að aldri eða hafnai verkamenn sem hætta störfum 70 eöa 72 ára, veröur það ávallt mikið tilfinningamál fyrir hlut- aðeigandi. Eins og áður hefur komiö fram þá hafa fastráðnir hafn- arverkamenn full dagvinnulaun, þó að ekki sé unnið við uppskip un eða útskipun, t.d. þegar ekk ert skip er I höfn. Aldurstakmark fastráðinna verkamanna þýðir ekki, að ung- ir eöa gamlir séu útilokaðir frá vinnu séu þeir vinnufærir og verkefni fyrir hendi, umfram það sem hinir fastráönu anna.. af. Séð yfir höfnina til austurs. Á bakkanum fyrir handan rís nú skemma Eimskipafélagsins, hin stærsta hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.