Vísir - 22.08.1968, Page 13
\
/
V1SIR . Fimmtudagur 22. ágúst
Hjálparsveit skáta í Njarðvík
Þann 16. júlí s.l. var stofnuð í
Ytri-Njarðvík Hjálparsveit skáta,
Njarðvík. Stofnendur sveitarinnar
eru 20 talsins. Mikill áhugi er ríkj-
andi hjá meðlimum Hjáiparsveitar-
innar og hafa þeir haldið margar
æfingar og lagt mikla vinnu f und-
irbúning. Vonast þeir félagar til að
geta búið sveitina góðum tækjum
og útbúnaði og er vonandi, að marg-
ir góðir menn rétti þeim þar hjálp-
arhönd, því að fjárhagur er þröng-
ur, þótt vilji og dugnaður séu á
háu stigi. Hjálparsveitin tók I fyrsta
skipti þátt í leitar og björgunarstörf
um nú fyrir skömmu, er flugvél
með fjórum mönnum í fórst nálægt
Látrum. Er það álit allra þeirra,
er fylgdust með, að þar hafi sveit-
in sannað ágæti sitt.
Fyrstu stjórn Hjálparsveitar skáta
í Njarðvík skipa: Birgir Olsen, for-
maður, Einar Bjarnason,1 ritari, og
Grétar Ólafsson, gjaldkeri.
Námskeið fyrir íþrótta-
kennara
Á vegum íþróttakennaraskóla ís-
lands fer fram námskeiö fyrir í-
þróttakennara dagana 26.—30. ág.
n.k. MSmskeiðið átti að fara fram
að Laugarvatni, en þar sem heima-
vistarhús skólans er eigi tilbúið,
verður að starfrækja námskeiðið f
beacær og ga@ifræðaskóla Austur-
beejar í Heyfejavtk og veröur það
sett í hátíðasal bamaskólans mánu-
daginn 26. ágúst kl. 9 árdegis.
Aðalkennarar verða Úíla-Britt
Ágren og Anders Eriksson frá í-
þróttakennaraskólum Svíþjóðar.
Einnig munu annast kennslu og
flytja erindi: Vignir Andrésson, í-
þróttakennari, Stefán Hermannsson
verkfræðingur, Hermann Sigtryggs-
son, fþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ak
ureyrar og I>orsteinn Einarsson, f-
þróttafulltrúi.
1 sambandi við námskeiðið mun
Iþróttakennarafélag Islands halda
aðalfund föstudaginn 30. ágúst.
Námskeiðið mun verða starfrækt
f fyrmefndum skólum frá kl. 9 til
kl. 18.30 daglega.
Fyrirhuguð þátttaka f námkkeið-
inu að Laugarvatni virtist ætla að
verða ágæt. Konur voru þó mun
fleiri en karlar.
Forstöðumenn námskeiðsins
treysta því, að fyrrnefnd breyting
raski ekki þátttöku.
Tilkynning frá Arkitektafélagi
Islands
Á vetri komanda mun verða starf
ræktur samnorrænn skóli f skipu-
lagsfræðum. Skólinn er eins árs
námskeið sem þó að nokkru leyti
fer fram sem heimavinna.
Þátttaka er heimil þeim einstakl-
ingum, sem vinna að skipulagi og
skipulagsforsendum, enda hafi þeir
lokið háskólaprófi í sérgrein sinni.
Aðilar geta verið arkitektar, verk-
fræðingar, bygginga- og landmæl-
ingaverkfræðingar, hagfræðingar og
þjóðfélagsfræðingar. Nánari upplýs
ingar fást á skrifstofu Arkitekta-
félags íslands á Laugavegi 28.
Skólinn verður staðsettur á
Skeppsholmen í Stokkhólmi.
Umsóknir um skólavist skulu stfl
aðar til Interimstyrelsen för Nord-
iska instituttet föar Samhallsplan-
ering, c/o Utbildningssepartement-
et Fack 103—10, Stockholm 2. Um-
sóknir skulu hafa borizt fyrir 27.
ágúst.
FÉLAGSLÍF
Ferðafélag Islands ráðgerir eftir-
taldar ferðii um næstu helgi:
1. Kerlingarfjöll — Hveravellir, kl.
20 á föstuuagskvöld.
2. Þórsmörk
3. Landmaunalaugar
4. Hítardalur, þessar þrjár eru á
laugardag kl. 14.
5. Gönguferð um Leggjarbrjót, kl.
9,30 á sunnudag.
j
Síðasta sumarleyfisferð Ferðafé- i
lags fslands i
29. ág. hefst 4 daga ferð. Fariö !
verður norður Kjöl, austur með |
Hofsjökli í Laugafell, sfðan í Jökul-
dal við Tungnafellsjökul, suður
Sprengisand og f Veiðivötn.
Nánari upplýsingar veittar á skrif-
stofunni Öldugötu 3, sfmar 19533
og 11798.
Veiðileyfi
í ölfusá, nærri Selfossi. Uppl. í síma 15065.
FRÁ BYGGINGALÁNASJÓÐl
KÓPAVOGSKAUPSTAÐAR
Umsóknir
um lán úr sjóðnum berist undirrituðum fyrir
10. sept. n.k. Umsóknareyðublöð fást á bæj-
arskrifstofunum í Kópavogi.
25. ágúst 1968
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
13
VELJUM (SLENZKT <H> (SLENZKAN IÐNAÐ
íslenzk umbúðnsamkeppni
Eins og áöur hefur verið auglýst, gengst Iðnkynningin
1968 fyrir fyrstu íslenzku umbúöasamkeppninni, en
tilgangur samkeppninnar er að efla áhuga á umbúðum,
sem auka söluhæfni og styrkja þannig samkeppnis-
hæfni íslenzkra iðnfyrirtækja. Sérstök dómnefnd veit-
ir þ^irn umbúðum viðurkenningu, sem að hennar dómi
eru ,t.aldar til ■þess þæfar.
Ákviðiö hefur verið, að áður auglýstur skilafrestur,
1. september, framlengist til 1. október n.k.
Reglur dómnefndar fást hjá skrifstofu Iðnkynningar-
innar, 4. hæð í Iðnaðarbankahúsinu, Reykjavík.
Iðnkynningin 1968
Skrifstofur Landsvirkjunar
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, verða lokað-
ar föstudaginn 23. þ. m. vegna ferðalags
starfsfólks.
Fimm ára styrkir
Lánasjóður íslenzkra námsmanna mun í ár úthluta 7 ,
námsstyrkjum til stúdenta, sem hyggjast hefja nám j
við erlenda háskóla eða 'dð Háskóla íslands. Hver
styrkur er um 50 þúsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan
styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann ár-
lega fram greinargerð um námsárangur, sem láriasjóð-
urinn tekur gilda. Þeir einir koma til greina við út-
hlutun, sem luku stúdentsprófi nú f vor og hlutu háa
fyrstu einkunn.
Styrkir verða veittir til náms bæði f raunvísindum og ■
hugvísindum.
Umsóknir, ásamt afriti af stúdentsprófsskírteini, svo
og meðmæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa borizt skrif-
stofu Lánasj. fsl. námsmanna, Hverfisgötu 21, fyrir 5.
sept. n.k. Skrifstofan afhendir umsóknareyðublöð og
veitir allar nánari upplýsingar.
Reykjavík, 20. ágúst 1968.
Lánasjóður ísl. námsmanna.
’ ■