Vísir - 05.09.1968, Side 7

Vísir - 05.09.1968, Side 7
VlSIR . Fimmtudagur 5. september 1968, 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlöhd í morgun útlönd; Smirkovsky segir óhjákvæmilegt að fram- kvæma Moskvusamkomulagið lið fyrir lið PRAG í GÆR: Eftir aö slóvakíu fari til Moskvu í orðrómur hafði komizt á kreik um nýjan f und helztu leiðtoga Sovétríkjanna og ; Tékkóslóvakíu er nú talið líklegast að flokksleiðtog- ar og ráðherrar frá Tékkó- Isveztija fór ntannavillt í Parisarfrétt frá NTB segir að Isveztija hafi fariö mannavillt er það sakaði Jiri Hajek utanríkisráð- herra um að hafa verið samstarfs- mann nazista í síöari heimstyrjöld, en sá hét Bedrich Hajek, sem haföi samstarfið við nazista — og tók sér síðar annað nafn. næstu vikn. Sagt var, að fyrir þessu væru áreiðanlegar heimlidir. Ekki er enn vitað hverjir fara, en að öllum líkindum Dubcek, Cernik og Smirkovsky. Rude Pravo hefur birt það sem Smirkovsky sagöi í greinargerð sinni, eftir að hann kom heim frá Moskvu, og kveöst hann hafa talað af „ýtrustu varfærni", er hann flutti þessa fyrstu ræðu sína þá. „1 dag segi ég i sömu einlægni, að eins og sakir standa er óhjá- kvæmilegt fyrir okkur, að fram- fylgja Moskvu-samkomulaginu lið fyrir lið, svo að mótaðilinn geri slíkt hið sama“. Þetta er haft eftir Smirkovsky f blaðinu. Hann sagði ennfremur, aö þaö væri í þessum anda, sem þjóðþingið yrði að vinna. . Hann gerði ráð fyrir, að þjóð- þingiö myndi koma saman til fund- ar bráðlega og þá sennilega 13. CHICAGO — ekki Prag Undir þessari fyrirsögn birtir Politíken nokkrar myndir frá Chic- ago, sem gefur öriitla hugmynd um hinn geysilega viðbúnað sem þar átti sér stað til þess að halda uppi reglu meðan flokksþing demokrata var háð. Mikið hefur verið ræt um ásakanir á hendur lögreglunni og til alvarlegra óeirða kon. íháskólabænum Berekley í Kaliforníu, er stúdentar mótmæltu hrottaskap iögreglu- og þjóð- varðliðsmanna í Chicago. september og mundi ríkisstjórnin þá gera grein fyrir þvl nauösynleg- asta, sem gera þyrfti. M. a. minnt- ist hann á lögin urri prentfrelsi, op- inber fundahöld o. fl. Smirkovsky kvað einingu ríkja milii þjóöþings- ins, flokksforustunnar og ríkisstjórn arinnar, og allt yrði að geta haldið áfram að þróast á viðunandi hátt, svo að hraða mætti framkvæmd á- kvarðana Moskvusamkomulagsins og venjulegt ástand skapaöist. MOSKVU í GÆR: Pravda heldur enn áfram áróðri í þá átt, að and- sósíalistisk öfl vinni gegn því að allt komist í eðlilegt horf í Tékkósló- vakíu og segir sovézka hermenn verða aö verja áfram það, sem á- unnizt hafi með sósíalismanum. Blaðið segir þó síga hægt í átt- ina til „normaliseringarinnar“. í ungkommúnistablaðinu Kom- somolskaya f Moskvu er talað um „nýja tegund Kagnbyltingar“ í Tékkóslóvakíu og hafi fyrst VQriö byrjaö að framkvæma „áætlunina" í janúar. Ajexander Dubcek, flokksleið- togi í Tékkóslóvakíu, kom fram í gær í fyrsta sinn opinberlega, og var sýnd af honum fréttamynd í sjónvarpinu, í miðstöð flokksins, og er hann heimsótti nokkrar verk smiðjur, ræddi við verkamenn og bað þá styðja stjórnina. Ríkisstjórnin kom saman á fund f gær og var Cernik forsætisráð- herra í forsæti. Rætt mun hafa veriö um ýmsar nauðsynlegar ráð- stafanir tengdar þvf, að hernáms- liðið hefir afhent byggingar útvarps, sjónvarps og blaða, er það hafði tekiö yfirráö yfir. Hin seinasta, f Kosice, var afhent í gær. Þá var rætt um að auka varðgæzlu að næturlagi. Af blöðunum kom aðeins Rude Pravo út f gær. Hernámsliðið hefir yfirgefiö bvgg ingu verkalýössambandsins. Efnahagssérfræðingar ræða nú hversu megi bjarga við fjárhag landsins, sem hefir enn versnað Landskjálftarnir r í Iran — 22 jbúsund fórust Gizkað er á að ,um 22.000 manns hafi farizt f Khorossanhéraöi í Iran í landskjálftunum s.l. þriðju- dag, en hin opinbera tala er enn 12.000. Keisarahjónin eru nú á land- skjálftasvæðinu. vegna hernámsins. Skattar munu hækka og ríkisútgjöld lækkuð, m. a. til heilbrigðis og menntamála. Blöðin í Varsjá segja enn bera á andspyrnu í Tékkóslóvakíu, límd- ir eru áróðursmiöar á veggi, og fólk hvatt til þes að hafa ekkert saman aö sælda við hernámsliðiö o. s. frv. Sagt er aö aðeins örfáir austur- þýzkir herflokkar séu eftir í land- inu og ferðamenn segja frá löngum fylkingum ungverskra skriðdreka- fylkinga á leið frá landamærum Tékkóslóvakíu f áttina til Buda- pest. Varnir NAT0 Norður-Atlantshafsbandalagiö hefir birt tilkynningu aö afloknum fundi skipulagsnefndar varna bandalagsins. í henni er lögö á- herzla á, haldast veröi hernaðar- legt jafnvægi í álfunni, en það hafi raskazt vegna hernámsins í Tékkó- slóvakíu. Rauði lcrossinn byrjar loftflutninga Alþjóða Rauði krossinn býst nú við að frá deginum í dag að telja og næstu 10 daga, að geta flutt loft- léiðis til flugvallar í Biafra 14000^ lestir matvæla. • Stofnað hefur verið til „loft- brúar“ í íran — frá Teheran til landskjálftasvæðanna. Læknar, hjúkrunarkonur og annað hjálpar- : lið er flutt þangaö loftleiðis. • Fréttir bárust í gær um land- skjálfta í Tyrklandi norðvestan- verðu 16 menn létu lífið og 200 meiddust. ' 20. fundur friðarráð- stefnunnar um Viet- nam í gær í París • Fulltrúar Bandaríkjanna og Norður-Víetnams komu sam an á 20. fund ráðstefnunnar um frið í Víetnam. Ásamt sendinefndinni frá N.- V. var á fundinum Le Duc Tho, sem er í heimsókn í París, Hann á sæti í stjórnmálanefnd Komm- úpistaflokks Norður-Víetnams. Xuan Thuy var fyrir sendi- nefnd N.-V., en Averill Harriman að venju fyrir þeirri bandarfsku Fyrir fundinn sagði Harriman, að hann vonaði að fulltrúar N,- V. gerðu grein fyrir afstööu stjórnarinnar, ef stöðvaðar yrðu loftárásir á N.-V., eða „hvað mundi gerast“, eins og hann kvað að orði, ef til þess kæmi. Smirkovsky þjóðþingsforseti. Sprengingar í Tel Aviv • Tel Aviv: Að minnsta kosti 10 menn særðust í gær, er margar sprengingar urðu í strætisvagnamið- stöðinni í Tel Aviv. Sprengingarnar voru öflugar og minntu á þær, sem urðu f Jerú- salem 18. ágúst. Höföu skemmdarverkamenn kom ið fyrir sprengjum á mörgum stöð- um í Gyöingahluta borgarinnar. Lögreglan í Tel Aviv handtók all- marga menn, sem henni þóttu grun- samlegir. Abd hertekin Sambandsstjórn Nigeríu tilkynmr töku Aba, hins seinasta meða) hinna stærri bæja Biafra, sem var eftir á valdi Biafrahers. Brezkir fréttaritarar segja fána Nigeríu blakta þar og að sambands- lið hafi sótt lengra norður á bóginn og rofiö samgöngur á mikilvægri samgönguleið. Fjárl'óg Frakka: Hærri skattar minna fé til landvarna Franska stjórnin hefir samþykkt fjárlagafrumvarpiö, sem lagt var fyrir hana í gær. Samkvæmt því verða útgjöld lækkuð, m. a. áf til landvarna, en , . skattar hækkaðir um 5—10 af hundraði í hærri tekjuflokkum. Hinar sérlegu gjaldeyris-varúðar- ráðstafanir frá í fyrra verða felldar niður. Gjaldeyrisforöinn minnkaði um 1200 milljónir franka í ágúst og er nú 7000 milljónir franka. Samsæri í London Lögreglan í London hefir komizt á snoðir um samsæri er efnt verður til mikilla mótmæla í haust út af Vietnam-styrjöldinni. Gert er ráö fyrir aö þátttakendur í þeim verði um 100.000 og eiga 6000 lögreglu menn að gæta þess að allt fari vel fram. Nú hefir komizt upp, að öfga- menn meðal kröfugöngumanna á- forma að kasta olíusprengjum að byggingum og nota þær sem vopn gegn Iögreglunni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.