Vísir - 05.09.1968, Page 8

Vísir - 05.09.1968, Page 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 5. september 1968, VISIR Útgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingast jóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Aígreiðsla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660 Ritstjóm: laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands I lausasöla kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda hJ. Innflufningsgjaldio Qjaldeyrisvarasjóöur viðreisnartímans hefur í tvö ár megnað að verja þjóðina áföllum í stormum þeim, sem leikið hafa um efnahagslífið á þessum tíma. Ef hið lága útflutningsverðlag og aflabresturinn hefðu aðeins ver- ið stundarfyrirbrigði, hefði þjóðin ekki þurft að finna að ráði til erfiðleikanna, vegna gjaldeyrisvarasjóðs- ins. Nú hafa erfiðleikarnir hins vegar staðið í um það hjl tvö ár og gjaldeyrisvarasjóðurinn megnar ekki lengur að gegna þessu hlutverki sínu. Gjaldeyrisþrot blasti við síðar á árinu. Til þess að stöðva aukningu hallans á viðskiptun- um við útlönd var í fyrradag gripið til þess ráðs að leggja 20% innflutningsgjald á allar innfluttar vörur, 20% skatt á ferðamannagjaldeyri og takmarka yfir- færslur á öðrum greiðslum. Þessar aðgerðir eru óháð- ar þeim viðræðum, sem fara nú fram milli leiðtoga stjórnmálaflokkanna, en gefa þeim nokkuð góðan umþóttunartíma til að ná samkomúlagi um endán- legar aðgerðir. Kostur innflutningsgjaldsins fram yfir ýmsar aðrar hugsanlegar aðgerðir var einmitt sá, að það heldur opnum fleiri leiðum til úrræða. 20% innflutningsgjaldið leggst ekki ofan á vöruverð í landinu, heldur aðeins á hluta þess, mismunandi mik inn eftir tollflokki vörunnar. Gert er ráð fyrir, að verð- hækkanirnar, sem fylgja í kjölfar gjaldsins, jafngildi 4—5 vísitölustigum, þegar allt er komið fram, sem tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma. Ekki er leyft að , hækka álagningu, nema að því marki sem svarar aukningu erlends kostnaðar verzlunarinnar vegna gjaldsins. í ráðstöfun þessari er ekki gert ráð fyrir neinni hindrun á því, að þessi 4—5 vísitölustig fari út í kaup- gjaldið á næsta tímabili, sem hefst 1. desember. Hins vegar er fólkinu í landinu almennt ljóst, að hver sem krónutala kaups verður í náinni framtíð, verður veru- leg kjaraskerðing ekki lengur umflúin, því að vara- \\ sjóður þjóðarinnar er þrotinn eins og fyrr segir. Þeir )) peningar, sem ríkið aflar vegna þessarar skerðingar, verða notaðir til að tryggja rekstur atvinnuveganna og hindra almennt atvinnuleysi í vetur. Nauðsyn i( þess er öllum ljós. Innflutningsgjaldið fær ríkissjóði fé til að standast skuldbindingar hans um aðstoð við atvinnuvegina og á að draga nægilega mikið úr innflutningi til þess að stöðva eða draga verulega úr rýrnun gjaldeyrisvara- sjóðsins. Þegar lengra verður liðið fram á síldarver- ) tíðina, verður endanlega hægt að meta, hve alvarlegt ástandið sé, og velja aðgerðir við hæfi. Innflutnings- gjaldið er aðeins bráðabirgðaúrræði til að halda öllum dyrum opnum. Öll þjóðin vonar, að stjórnmálamennirnir láti nú allt dægurþras á hilluna og Sameinist nú um aðgerðir, sem dugi til að ná á nýjan leik jafnvægi í efnahagslífinu. ; t \ Tékkneskur stúdent les Malada Prava — fyrsta ritskoðaða eintakið. Einn dáikur til vinstri er auður. V axandi áhyggjur sovétleiðtoga vegna hernámsins / Moskvufréttaritari brezka út- varpslns gerðl í fyrrakvöld að umtalsefni mikla „diplómatiska starfsemi“ undangengna daga af Sovétríkjanna hálfu, en eins og frá var sagt í fréttum í gær kemur hún fram í því að hver ambassadorinn af öðrum hefir veriö látinn óska viðtals við jitanríkisráðherra ýmissa vest- rænna landa — og að þær við- ræður, sem þannig er beðið um, eru að verulegu leyti tengdar því, að sovétleiðtogamir eru orðnir áhyggjufullir vegna þeirra áhrifa, sem innrásln hefir haft á þjóðimar í hinum ýmsu lönd- um heims, Og nú er þetta rætt í miðstjórninni. Ambassadorarnir munu flestir eða allir hafa látið orð falla um, að ekki verði farið inn í Rúmen- íu, en ef til vill er erindi þeirra raunvemlega annað þótt það hafi frekar komið þannig fram, að á áhyggjumar hafi aðeins ver ið drepið í viðræðum ambassa- doranna við utanríkisráðherrana — til þess að láta beint eða ó- beint í ljós undrun yfir að her- námið skuli hafa fengið svo haröa dóma sem reynd ber vitni um, hér sé einungis um aðgerðir að ræða innan áhrifasvæðis Var- sjárbandalagsins, — en eftir þessu telur sovétstjómin sér heimilt að gera hvers konar ráð- stáfanir I bandalagslöndunum. Um þetta er sagður mikíll tvi- skinnungur í Moskvu og segir t. d. fréttaritari The Sunday Times í London 1. þ. m., aö á- greinings hafi gætt varðandi her námið frá upphafi meðal leið- toga Sovétríkjanna. Og ekki sízt hefur gætt ólikra skoðana um hver þróunin muni verða og framtíðin. Samtímis kemur áberandi í ljós, eins og fréttaritarinn bendir á að um lfeið og birtar eru fréttir um að allt sé að færast í eðlilegt horf, eru birtar aðrar, sem leiða í ljós samtök fjand- samlegra afla. Sama hefir reynzt samkvæmt Sergey Borzenko og fréttum hans til Isceztiijah, en hann er sérlegur fréttaritari blaðsins, og lýsir hann á skáldlegan hátt því sem hann telur jákvætt svo sem þegar „tékkneskar stúlkur færi sovézkum hermönnum mat og annað, en hann lýsir því líka aö Sovétríkin sendi 1200.000 tn af hveiti árlega til Tékkóslóvakíu en „bófar klæddir leðurjökkum með pístólur í beltum og hnúa- jám úr látúni i vösum“, æði á bifhjólum um götur og hafi * hótunum við fólk, ef það láti hernámsliðið fá svo mikið sem einn brauömola." Samtímis eru birtar ásakanir um að helztu bókmenntarit landsins, Literny Listl, málgagn Rithöfundasambandsins, og fréttablaðið Malada Prava „upp- ræti allar mannlegar tilfinning- ar í hugum ungra pilta" o. s. frv. Þrír sérlegir fréttaritara efna- hagstimarits lýsa lömun flugvall arins f Prag, þegar 6000 starfs-; menn neituðu samstarfi, og þeg- ar farþegaþotur frá Aeroflot - fluttu hvem barnahópinn af öörum til Prag, fengu starfs- mennimir ekki leyfi til að setja bensín á tanka flugvélanna. ’ Flugstjómin haföi bannað það. . Var þetta ónotaleg mótaðgerð, þar sem Aeroflot var að flytja bömin heim úr sumarbúðum í Sovétríkjunum. Af því litla, sem hér er til tínt, má sjá að því sem sovét- leiötogarnir vilja, að trúað sé; og það sennilega jafnt heima fyrir og erlendis, er varlega trú- að, og það dylst fráleitt neinum. hvar sem er í heiminum, hvern- ig allt er í pottinn búið. Því aö fréttunum af öllu sem styrjöld- in a varðar og frá Rússum er kom ið, er varlega trúað. Með sam anburði getur jafnvel fólkið heima fyrir I Sovétrlkjunum séð að margt stangast á, dæmið gengur ekki upp, ekki eins og sakir standa. Þjóðminjasafnið fær góða gjöf Nýlega hefur Þjóðminjasafni íslands borizt að gjöf forkunn- arvandað stokkabelti (sprota- belti) og koffur úr gylltu silfri frá frú Eufemíu Ólafsson í Kaup mannahöfn og frú Eufemíu Georgsdóttur Háteigsvegi 34, Reykjavík. Hluti þessa smíðaði Ólafur Sveinsson, gullsmiður I Reykjavík (f. 27. 10. 1849, d. 9. 4. 1915), handa konu, sinni Þor- björgu Ástu Jónsdóttur áriö 1900, en þau voru foreldrar frú Eufemíu Ólafsson. Ólafur var talinn einna hagastur gullsmið ur sinnar tiöar I þjóölegum stfl. Hann hafði gullsmíða- stofu sína I Austurstræti 5 alla tíð og rak þar jafnframt skart- gripaverzlun. — Þjóðminjasafn- inu er mikill fengur að þessari góðu gjöf og kann gefenrum al- úðarþakkir fyrir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.