Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 12
V1SIR . Laugardagur 7. september 1968.
„Kvem mun gerir það þótt þú
skrifir nafnið þitt?“
„Ég er að reyna að koma þér i
skilning um að ég má ekki einu
sinni til þess hugsa eins og
jer, að ég eigi fyrir höndum að
leika i enn einni kvikmynd".
„Það verður ekki minnzt á neina
vinnu við þig i langan tima. Og
’þú þarft ekki að hafa áhyggjur af
neinu. Hvíldu þig. Taktu þér langt
, orlof og gleymdu því að til sé
' nokkuð það, sem kallast kvikmynd-
1 ir. Það eina sem ég þarfnast af
1 þinni hálfu, eru nokkrir penna-
j drættir. Hafi ég í höndunum undir- j
ritaðan samning við þig og einn
í frægan karlleikara, get ég tekið til
l óspilltra málanna við fjárfestinguna
, skilurðu."
Eftir að Hawkins - hjónin höfðu
\
látið í Ijós „innilega" samúö sína
og dregið sig í hlé, hafði Gail Kerr
gengið hröðum skefum inn á sjónar
sviðið og smeygt hendinni undir
arm Christians og mælt lágt en á-
kveðið: „Veriö þér nú góði dreng-
urinn og náið í eitthvað handa mér
að drekka". Og Firmin hafði
gert sér hægt um vik og setzt í
stólinn, þar sem Christian sat áð-
ur, hvað varð til þess að þau, Gail
Kerr og hann, settust við annað
borð, Christian hljóður og þungbú-
inn, Gail Kerr skyndilega uppljóm-
uð af innri eldi, sem gæddi hana
annarlegri fegurð. Og Laura komst
ekki hjá aö veita því athygli að
hún hafði snyrt vandlega andlit og
hendur og bersýnilega lagt sig alla
fram við hárgreiðsluna.
„Ég get sagt þér það“, hélt Firm-
in áfram, „að beinn kostnaður við
töku kvikmyndarinnar nemur að
minnsta kosti sjö milljónum doll-
ara. Hún veröur tekin víðs vegar
um heim ... á Englandi, Irlandi,
Frákklandi og í Sviss, á Spáni, ítal
íu og Grikklandi, Hongkong og ef
til vill Hawaii, en það er þö ekki af-
ráðið. Og svo hérna, auðvitað, bæði
í New York og Texas Það er stór-
kostlegt atriði, sem tekiö verður
í Texas. Það gerist f dögun ...
taktu eftir vinan ... það gerist
í dögun, og þar hefur staöið mikið
samkvæmi alla nóttinna, og nú efna
gestimir til veðreiða, stökkva á
bak eins og þeir eru klæddir, herr-
arnir f kjólfötum, konumar f sam-
kvæmiskjólum, skreyttar dýrustu
skartgripum . . Ég held nú það, lit
mynd, breiðtjald, sjötíu millimetra
filma. Glæsilegustu gæðingar, glæsi
legustu konur, garpslegir djarfir
karlmenn — í stíl við riddarana á
miðöldum. Og svo er gæðingunum
hleypt, hófatakið fellur saman við
tónlistina í voldugri hljömkviðu ...
ég minntist á það við Aldo í sím-
anum að sjá um tónlistina .. . og
svo hrasar einn gæðingurinn ...“
Firmin hló, yppti öxlum og tók
að smyrja sér brauðsneið. Storm-
sveipirnir vöktu enn athygli Lauru,
gnýr þeirra rann saman við sam-
ræðutuldrið við borðin, lágt glamur
silfursins við postulínið. Hún sá, að
Gail Kerr ræddi ákaft við borð-
naut sinn, og Lauru datt í hug,
að þött hún gæti heyrt hvað hún
sagði eða lesið orðin af vömm henn
ar, mundi hún ekki verða neinu
nær... það var eins og þau Gail
og Christian töluðu saman á fram
andi tungu, sem hún ekki skildi.
Henni var himingeimur og hafdjúp |
sem lokuö bók, hún mundi því ekki
geta rætt við hann um neitt nema
bækur, skáldskap og tónlist... eða
leiklist, ekkert nema léttmeti, hugs
aði hún. Hún gat ekki einu sinni
hrósað sér af því að hún hefði
staðgóða þekkingu á bókmenntum
eða listum, hún var ekki annaö en
fríð andlitssnoppa og þokkalegur
líkami... hafði aldrei verið annað
og nú var hún ekki einu sinni það,
ekki annað en vængbrotinn fugl,
sem stormsveipir og holskeflur
höfðu að leiksoppi. Þegar henni
varð litið til þeirra við borðið,
varð henni ljóst, að hún haföi
gert rangt er hún smeygði sér þar
á milli, þótt það væri henni ósjálf-
rátt og aðeins stundaratvik.
Og samtímis varö henni það
ljóst, að það var fyrst
og fremst hennar vegna, að Gail
Kerr Ijómaði í kvöld eins og raun
bar vitni, að hún lagöi sig alla fram
vitandi og óafvitandi, til að vinna
aftur allt það sem hún hafði orðiö
að láta af hendi þennan dag, beitti
öllum sínum áhrifamætti og töfrum
til að vinna endanlegan sigur, að
hún þyrfti aldrei framar að gjalda
varhuga við skyndiárásum ein-
hverra aðvífandi afla. Þama var ber
sýnilega eitthvað það á næstu grös-
um, sem hún hafði engan rétt á að
hindra eða trufla.
Og allt i einu varð hún gripin
megnustu andúð á sjálfri sér fyrir
þessa uppgjöf og sjálfsmeðaumk-
un og sjúklegu bollaleggingar. Hún
fann því augum sínum annað við-
fangsefni í skyndi, síðasta gest-
inn, náungann, sem bað Christ-
ian fyrir alla muni að halda áfram
að leika á slaghörpuna frammi í
anddyrinu. Hann sat við borö
skammt frá, og svo undarlega vildi
til, að hann haföi ekki heldur aug
un af þeim, Gail Kerr og Christ-
ian. Og hvort sem það var fyrir hug
boðskennda skyggni, eða það var
umhverfiö, sem villti sýn með öll
um sínum annarlega áhrifamætti,
þótti Lauru sem svipurinn á búldu
leitri ásjónu mannsins með sínum
þungu syfjulegu augnalokum og
skimandi, móbrúnu augum, byggi
yfir einhverri óskýranlegri, dul-
inni ógn . .. jafnvel það, hvernig
hann lék annars hugar gómum
holdugra fingranna við egg borö-
hnífsins silfurskefta ...
„Jú, ég man það“, mælti Firm-
in enn við sama heygarðshomið,
„að Greta Garbo flúði eitthvað í
duttlungakasti, eftir uppgjörið við
Jack Gilbert. Enginn vissi hvert
hún fór, og allt komst í uppnám í
kvikmyndaverinu. Jú, ég held nú
það“.
Parker kom með hlaðinn bakka í
höndum að borði búlduleita gests-
ins og þegar hann laut fram, setti
bakkann frá sér og tók silfurlokiö
BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI
1 .......' ? I
A. iA J/
wS. , ,
N *,>*.* —
iM-mh .....
Skoðið bilana, gerið góð kaup — Óvenju giesilegt úrval
Vel með farnir bílar
í rúmgóðum sýningarsal.
Umboðssala Við iökum velútlítandi Höfum bílana tryggða
bíla 1 umboðssölu. gegn þjófnaði og bruna.
SYNINCARSALURINN
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SiMI 22466
T
A
R
Z
A
N
YOUR FREAK DAUSH7EK JAR-ZA
helpep the tail-less one over-
POWER US! BUT BY /V\Y STRENðTH
ANP CUNNING WE ESCAPEP THE
k BELTS HE TIEP US WITH!
NOW, ONLY I KiNOW
WHERE THEY ARE !
POE5 MY FATHER THE
CHIEF, AGREE THATT <
WÍLL LEAP THE
WARRIORS AFTER THEM?
YOU—
YOU WILL
LE4P
THEM,
BU-TAR)
Burroughs 'sxU
Þin undarlega dóttir, Jarza, hjálpaði
halalausa manninum að bera okkur ofur-
Sjáðu til, ég einn veit hvar þau er að
finna. Samþykkir höfðinginn faðir minn
Stuttu siðar. Þeir koma að okkur úr
öllum áttum. Við erum fallin í gildru.
liði. En með afli mínu og vizku gátum að ég stjórni hermönnunum á eftir þeim.
við losað af okkur böndin, sem hann batt Þú, þú skalt stjórna þeim, Bu-Tar.
okkur með.
82120
rafvélaverkstædi
s.melsteds
skeifan 5
Tökum aö okkur:
Mótormælingar
Mótorstillingar
Viðgerðir á rafkerfi
dýnamóum og
störturum.
Rakaþéttum raf-
kerfið
Varahlutir á staðnum
RAUÐABABSaG 34 SÉVU’ 22082
MoS BRAUKMANN hitastilli ó
hverjum ofni gctið þér sjálf ákveð-
i8 hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hitastilli
-r hægt aS setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg í 2ja m.
(jarlægð frá ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
liðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveitusvæði
----------------
SIGHVATUR EINARSSON&CO
OGREIDDIR i
REIKNIMGARI
LATIÐ OKKUR INNHEIMTA...
Það sparar yður t'ima og ójpægindi
INNHEIMT USKRIFST OFAN
Tjarnarg’ótu 10 — III hæð—Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3fínur)