Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 7. september 1968. KIRKJAN OCr ! Kærleikurinn er Á morgun er 13 sd. e. trin. Guðspjallið er frásögn Lúkasar um miskunnsama Samverjann. Hugvekja kirkjusíðunnar er pred ikun út af þessu guðspjalli, flutt af sr. Brynjólfi Magnússyni, sem var prestur Grindvíkinga frá ár- inu 1910 til dauðadags 3. júlí 1947. Lúkas 10.25.37. TJér hofum við fyrrr okkur hiö alkunna guöspjall: söguna vnn miskunnsama Samverjann. 1 þeirri sögu útlistar frelsarinn fyrrr okkur hvernig við eigum að llfa — hver sé aðaltrlgang- ur lífsins. — Hann er fólginn í því, að elska hvert annað, lifa hvert fyrir gnnað, að vera hvert öðru til yndis og gleði eftir þvi sem við framast getnm. Þetta er höfuðatriðið í kenn- ingu frelsarans, hoðorðið mikla: Elska skaltu Drottin Guð þinn af ölhi hjarta, allri sálu, öHum huga og náunga þinn ekis eg sjálfan þig. Þetta er höfiuðkjarninn — aö við eigum að eiska Guö og menn og breyta svo hver við annan eins og við vitjum að aðr ir breyti við okkur. Við eigum að skilja það að það eru til aðrar lífeverur heldur en vJð sjálf, sem lfka þrá ljós og Hf og fögn- uð. Og ef þær skortir þetta og lenda af einhverjum ástæðum skuggamegin í iífinu, þá eig- mn vlö að fara til þeirra og reyna eftir megni að veita inn í sáTir þeirra einhverju af sumr inu og söfskininu, sem við sjátf eigum. — Ef okkur tekst þetta verðum við lík honum, sem freTsarhm segir að sé faðir vor og aidrei fari í manngreinar- áiit en Iáti sól sína skína jafnt á vonda og góða, rigna jafnt yfir réttláta og rangláta, þann ig eigum við að vera góðgjörn og hjálpsöni viö aðra —hver sem í hiut á. Samverjinn var ekki að hugsa um hver særði maðurinn var. Honum var það nóg, að hann var sár og hjálparþurfi og ákvað því að gera allt, sem hann gat til að hjálpa honum. Þannig á kærleikur okkar að vera. Guð er faðir allra og hann ætlast til þess, að úr því að við erum bömin hans, þá sé það ekki nema sjálfsagt að viö elskum hvert annað og lifum hvert fyr- ir annað svo aö lífið verði sem sælast og fullkomnast og eins auðugt' af gleði og unnt er. Ef við gleymum þessu og lifum gagnstætt kærleikanum, hversu snautt verður þá ekki lífiö. — Hugsum okkur, að við værum komin út á eyðiey, ein og yfir- gefin, hversu aumleg væri ekki sú tilvera, hver dagur fullur þjáningar og sársauka. En við þurfum e.t.v. ekki að hugsa þannig. Kannski höfum viö reynt það sjálf að vera eins og yfirgefin og einmana mitt í stóru mannhafi án samúðar og skilnings, sem maður var að leita að og vonast eftir. An kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgrund föl og himinn líkt og líkhústjöld og lifið eintóm kvöl. — segir skáldið. Já, hver.su satt er ekki þetta. Ef við gleýmum kærleikanum, sem innihaldi lífsins, ef við gleymum því að við eigum að lifa hvert fyrir annað og elska hvert annað og förum í þess stað að ásælast hvers annars eig ur og keppa eftir sem mestum veraldlegum gæðum, völdum og vegtyllum — þá fer vanalega svo fyrr eða síðar, bæði fyrir þjóðum og einstaklingum að líf- ið snýst upp í hatur, kvöl og synd og hverjir ásækja og of- sækja aðra f blúöugri baráttu. Kf við aftur á móti tökum upp hina regluna, sem frelsarinn hvetur okkur til, og tileinkum okkur hans skiining á lífinu, þá fer okkur að skiljast það, að hvar, sem við sjáum eitthvert böl, einhvern sársauka, þá erum við þangað kölluð með balsam kærleikans og samúöarinnar til að mýkja og græða sárin. Höf- um þetta hugfast. Látum hina fögru dæmisögu frelsarans um miskunnsama Samverjann minna okkur á þetta í dag. Mun um, að alla þyrstir eftir kær- leika og að hvar, sem við sjáum einhvern sjúkan, særðan eða nið urbeygöan af sorg eða vonbrigö um Hfsins, þar erum við kölluð til að veita hjálp og líkn eftir þvi sem við getum. Munum eftir þvf, að eitt kærleikstillit, eitt bros, eitt orð, eitt vingjamlegt viöbragð á réttan hútt á réttúm tíma getur jafnvel gert meira en stórar fjárhæðir eða önnur ríkmannleg hjálp. Mér dettur í hug frásaga af enska skáldinu Oskar Wilde. — Hann rataði í miklar raunir, var dæmdur í langa fangelsis- mestur vist. Allir snerú'á^ið honum baki, vildu ekki frftwb- kannast við hann eða viðurkenna að þeir hefðu nokkurn tíma þekkt hann. Aðeins einn vinur hans gleymdi honum ekki, en kom til hans og sýndi honum sömu að- dáunina og viðurkenninguna og áður. Og á hvern hátt? Wilde segir, að hann hafi gert það með því ætíð að heilsa hon um með virðingu, er hann sam- kvæmt reglum fangelsisins varð aö standa hálfa klukkustund til sýnis öllum almenningi úti fyr- ir dyrum fangelsisins. Allir aðr- ir en þessi eini vinur hans þótt- ust annað hvort ekki sjá hann eða létu í Ijós einhverja upp- gerðar-meðaumkun með hon- um. Oft segist Wilde hafa grát- ið í fangelsinu. En í hvert sinn sem hann hugsaöi um þessa hlut tekningu og samúðarvott, sem aðeins var fólgin í því að hann lyfti hattinum með vingjarnlegu brosi þegar hann ekkert annaö gat gert til að auðsýna samúð sína, þá segir Wilde. að tárin hafði þerrazt og aö sér hafi veitzt guðlegur kraftur til að bera byröina og láta ekki bug- ast. Þannig er kraftur kærleikans. Hann er í því fólginn aö senda geisla samúðarinnar inn í myrk ur einmanaleikans, orð kærleik- ans inn í þögnina, eitt mjúkt handtak, sem talar máli einlægn innar og gúðviljans. I kringum okkur er lífið fullt af þörf fvrir slíkt í mörgum myndum. Og hvar sem þú mætir þeirri þörf í lífi meðbræðra þinna eða svstra og það getur veriö á þínu eigin heimili, þar mætir þér krafan og kallið frá honum, sem sagði: Hungraður var ég óg þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka. nakinn var ég og þér klædduö mig, Ég var í myrkva- stofu og fangelsi og þér komuð til mín — Allt, sem þér gerið mfnum minnstu bræörum það gerið þér’mér. — — — Munum eftir þessum fögru orðuni hins bezta Samverja. — Verum viss um, aö launin bregð ast ekki. Innri friður, gleði, -fögnuður, sem fylgir hverju göðu verki, sem unnið er í þjón ustu kærleikans. Guð hjálpi okk ur öllum til að verða þeirra aö- njótandi. Guð hjálpi okkur öll- um til að verða þjónar kærleik- ans í öllu okkar lífi. Grindavíkurkirkja. Kirkjur á Suðurnesjum 7 700 ár stóð kirkja Grindvíkinga á prestssetrinu — Stað í Staðarhverfi. — Eftir aldamótin síðustu var kirkjan flutt aö Járn- gerðarstöðum, þar sem byggðin er enn í örum vexti. — Staðarkirkja átti heimaland allt, 4 hundr. í fríðu og 7 hundr. í skipum. Auk þess jarðir tvær með kúgildum fyrir austan Fjall, Stóru-Borg í Grímsnesi og IIvoI í Ölvesi. Voru þær meðal jarða þcirra er konung ur, Friörik II. lagði fátækum brauðum í Skálholtsstifti til tekju bóta. Fram á síðustu öld var torfkirkja á Stað. Þegar Vídalín vísiteraði 1703. er kirkjunni svo lýst. að hún sé öll undir súð, kór þilj- aður í hólf og gólf, grátur fyrir altari, á gafli 3 glergluggar. Kór- inn er vel stæðilegur, er fram- kirkjan mjög tilgengin, sérstak- lega að yfirrjáfri. Þá á kirkjan nokkuð af timbri, sem Rasmus Nilsen Grindavíkurkaupmaður hafði gefið henni. Af gripum kirkjunnar má nefna kórbjöllu, tvær kirkjuklukkur rifnar, og auk þess eina, væna og hljóðgóða. gjöf frá Andrési Kubb, kaup- manni á Básendum. Rúmri öld síöar 1822 er Staöar- kirkju lýst við prófastsvísitazíu sr. Árna i Görðum. Hún er alþOjuð. í kór eru þilin af rósintré, altarið úr sama viði, en syllur allar úr maghoni. Má af þessu ráða, að þá nýlega muni eitthvert happa- strand hafa borið upp á rekafjör- ur Staðarkirkju. Ekki hefur það samt getað bætt úr glerleysi þessa guöshúss, því að „uppi yfir altari vantar glugga, sem alla- reiðu árið 1800 er úr fallinn af veðri“ Dyr höföu verið á kirkju þess- ari á kórgafli (fyrir prest), „en nú affelldar, þó er hurðin þar fyrir að innan, en hlaðiö fyrir að .ut- an“. Til orða kom við vísitazíu 1829, að nauðsynlegt mundi vera til að gera kirkjuna varanlega, að hún gæti gjörzt algjörlega af timbri þar eð rista og stunga er hér vegna sands nær þvf óbrúkanleg svo að hartnær á hverju ári þarf þar að endurbæta. En þetta getur ei látið sig gera nema sóknar menn vildu og gætu f stað þess að annast torfverkið, lagt henni til nokkuð að jafnviröi til veggja 13. síða. Upp er jbd runnin ... Ágústa Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri hefur kennt mér eftirfarandi bænarvers og sagt þannig frá atvikum til þess aö hún lærði það. Amma hennar, Rannveig Bjarnadóttir, ekkja Siguröar Nik- ullássonar á Klaustri, kenndi henni margar bænir, vers og sálma. Þegar Ágústa var 15 ára fór hún í ársvist vestur í Hjörleifshöfða til hjónanna Áslaugar Skæringsdóttur og síð- ari manns hennar Hallgríms Bjarnasonar. Nokkru áöur en hún fór, sagði arama: „Gústa mín, ég á eftir að kenna þ^r1 eitt bænarvers áður en þú ferð. Seztu hérna hjá mér og hlustaðu vel meöan ég fer með það.“ Síöan hafði amma yfir versið en lotning og trúarvissa 1 jómaöi út úr hverri hendingu. Aðfangadagur dauða míns, Drottinn, |>á kemur að, hyl mig í undum hjarta þíns hef ég þár góöan stað. Og svo glaöværðar eilíf jól að ég haldi með þér upp er þá runnin sælu sól, sem ég n'i þrái hér. í þeirri von um eymdadal öruggur fram ég ganga skal. Gefðu mér, Jesú, góða stund, geföu nér þig að sjá, gefðu mcr himneskan gléöifund Guðs dýrðar landi á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.