Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 8
8
VISIR . Fimmtudagur 12. september 1968,
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.t.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: L lugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á tnánuði innaniands
í lausasöl j kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Hvað er þjóðleg stefna?
jþess gætir stundum hér á landi, að menn rugli saman
þjóðlegri stefnu og einangrunarstefnu. Einkiím er
þetta áberandi hjá mörgum þeim, sem telja sig vera
menningarvita. Einangrunarstefna leggur áherzlu á
,;varðveizlu“ þjóðernis og menningar, en þjóðleg
stefna á „eflingu" þeirra. Þessi viðhorf eru gerólík
frá grunni.
Einangrunarsinnar telja hættu vera á, að menning
og þjóðemi íslendinga breytist og hverfi fyrir erlend
áhrif. Þeir vilja halda landinu í töluverðri fjarlægð frá
umheiminum. Þeir horfa til fortíðarinnar og vilja varð-
veita hana, alveg eins og mannkynssagan geti staðið
kyrr á þessum bletti.
Eins og gefur að skilja eru einangrunarsinnar á móti
notkun erlends fjármagns á íslandi, á þeim forsend-
um, að þá hætti íslendingar að ráða eigin landi. Þeir
eru einnig á sömu forsendum á móti aðild íslands að
Fríverzlunarbandalaginu og annarri aíþjóðlegri efna-
hagssamvinmi. Þeir eru ekki aðeins á móti stóriðju
á íslandi, heldur jafnvel á móti nútíma iðnrekstri,'á
þeim forsendum, að hann geri íslendinga að verk-
smiðjuþrælum.
Þeir, sem fylgja þjóðlegri stefnu, eru ekki eins
hræddir um þjóðerni og menningu íslendinga. Þeir
álíta hvort tveggja standa á nægilega traustum grunni
til þess, að þjóðin geti tekið þátt í mannkynssögunni.
Þeir horfa til framtíðarinnar og vilja herða íslenzka
menningu í eldi þróunar.
Til þess að íslenzk menning fái staðizt sviptingar
þróunarinnar verður hún í fyrsta lagi að þekkja nú-
tímann hverju sinni og í öðru lagi að vera byggð á
traustum efnahagslegum grunni. Fyrra skilyrðinu er
fullnægt, ef þjóðin er opin fyrir erlendum menningar-
straumum, áhrifum tækni-, vísinda- og menningarald-
ar nútímans. Síðara skilyrðinu er fullnægt, ef þjóðin
verður sér úti um stóraukið erlent fjármagn til at-
vinnuuppbyggingar, kemur upp stóriðju og almenn-
um verksmiðjuiðnaði og tekur þátt í alþjóðlegu efna-
hagssamstarfi.
fslendingar geta ekki verið „stikkfrí" í mannkyns-
sögunni. Þess vegna er hin sanna þjóðlega stefna fólg-
in í því að efla skilyrðin fyrir því, að íslenzk menning
nái að blómstra í sviptingum þróunarinnar. Einangr-
unarstefnan verkar hins végar alveg á öfugan hátt.
Þess vegna er það misskilningur hinna einangrun-
arsinnuðu menuingarvita, ef þeir telja stefnu sína
þjóðlega. Hún er óþjóðleg, af því að hún ber dauðann
í sér. Þjóðmenning verður ekki geymd í spíritus á
safni. Hin sanna þjóðlega stefna tekur áskorun mann-
kynssögunnar og er með í leiknum. Hún stefnir ekki
að varðveizlu, heldur eflingu þjóðernis og menn-
ingar.
JÓNAS KRISTJÁNSSON, ritstjóri:
/
Vanþróaðir og
vanmetnir vitar
Þriðja og siðasta grein um islenzku intelligenziuna
TVI'enningarvitarnir eru kjarni
1 vitastéttarinnar, intelligenz-
íunnar, á íslandi. Norrænufræö-
ingar, bókmenntamenn, skáld og
kennarar mynda þann hluta stétt
arinnar, sem mest hefur látið aö
sér kveða. Tvö eru helztu af-
rek þeirra á síðustu árum. Þeir
knúöu fram takmörkun á sendi-
styrk Keflavíkursjónvarpsins,
þótt með þeim stæöi ekki nema
einn af hverjum þremur íbúa
sjónvarpssvæðisins en tveir á
móti. Og þeir stuöluöu mjög að
yfirburöasigri Kristjáns Eldjárns
í forsetakosningunum á þessu
ári. Af þessu má sjá, að þeir
hafa mikil áhrif.
Þessi virki kjarni vitastéttar-
innar á sér ekki hliðstæðu í
nágrannalöndum okkár, aö því
er ég fæ bezt séð. Hann er
bókmenntasinnaðri, þjóðernis-
sinnaöri og rómantískari. í
Frakklandi eru heimspekingam-
ir kjarni vitastéttarinnar, en hér
á landi er varla hægt aö segja
aö til séu heimspekingar og
heimspeki. í Bretlandi eru emb-
ættismenn og aðalsmenn kjami
vitastéttarinnar, en hér á landi
er hvorki til embættismanna-
stétt með slíkar tilhneigingar né
aðall. í Bandaríkjunum eru pró-
fessorar og aðrir háskólakenn-
arar kiarni vitastéttarinnar, en
hér á landi er háskólinn stein-
geld stofnun á þessu sviði.
Vissulega eru til hér aðrir
vitar en menningarvitarnir. í
gréin minni í gær var sagt frá
því, aö alls konar vísindamenn,
verkfræðingar og arkitektar,
tölfræðingar og stjórnunarfræð-
ingar, viöskiptafræðingar og hag
fræðingar, fylltu erlendis raöir
vitastéttarinnar i síauknum
mæli. Þessarar þ-óunar verður
einnig vart hér, en hún er samt
enn afar skammt á veg kom-
in. Tiltölulega fáir slíkir'menn
eru áberandi í stétt vita hér
á landi.
Bændamenningin
er á bak við
J greininni í gær fjallaði ég
nokkuð um þá gagnrýni á
vita, sem erlendis hefur komið
fram af hálfu fræðimanna. Þeir
kvarta yfir of eindregnum hug-
vísindalegum bakgrunni vita og
segja, að bókmenntalegir menn-
ingarvitar hafi ekki næga þekk-
ingu til að gegna andlegu for-
ustuhlutverki sínu í tækni- og
raunvísindaþjóðfélagi nútímans.
Vitamir leiðist gjaman út i
rómantík og fylgi viö öfgastefn-
ur, eins og greinilega hafi kom-
ið fram á þessari öld. Þeir sjái
gallana á borgaralegri vanstjórn
un og leiti athvarfs í kreddu-
kenningum öfgas*-'fnanna. Um
það mál vísa ég til umræddrar
greinar, en bendi hér á, að for-
sendur þessarar gagnrýni eiga
enn frekar við hér á landi, því
að íslenzk vitastétt er óvenju
rómantísk og þjóðemissinnuö.
Skýringin er ekki ýk.ia flókin.
Islendingar standa enn nálægt
bændamenningunni. Við höfum
á fáum áratugum ruðzt þróun-
arbraut. sem aðrar menningar-
þjóðir höfðu fetað á nokkrum
öldum. Og vitastétt hins ís-
lenzka tækni- og iðnaðarþjóð-
félags er að töluveröu leyti fædd
og alin upp til sveita. Menn
þurfa ekki að fletta Kennaratali
lengi til að komast á þá skoðun,
að kennarar og norrænufræö-
ingar séu langflestir bændasyn-
ir. Og það em einmitt þessar
tvær stéttir, sem einkenna stétt
íslenzkra vita.
Erlendir vitar em yfirleitt
fæddir og aldir upp í borgum.
Þeir finna ekki til neinna óþæg-
inda gagnvart staðreyndum
borgalífsins, verksmiðjuiðnaði
og tæknivæðingu. En íslenzka
menningarvita klígjar undir
niðri við öllu slíku. Bændamenn-
ingin íslenzka var merkileg, en
hún er oröin safngripur á
byggðasöfnum. Hún dugir ékki
lengur sem grundvöllur þeirra
vita, er eiga að vera andlegir
leiðtogar þjóðar, sem er að taka
upp þjóðlíf vísinda og tækni.
Við höfum samt verið svo lán-
samir, að þetta hefur ekki leitt
til þess, að íslenzkir vitar falli
tiltölulega mikið í faðm öfga-
stefna. En þetta hefur gert stétt-
ina frekar afturhaldssinnaða.
Glundroði nútfmans birtist í
undirmeðvitund þeirra f óhag-
stæðu Ijósi f sambandi við sveita
sælu fortíðarinnar. Þaðan stafar
allt taTið um að VARÐVEITA
þjóðerni og menningu Is-
lendinga, alveg eins og þar sé
um einhverja dauða safngripi að
ræða.
Þessi varðveizlustefna er
hættuleg frá þjóðlegu sjónar-
miði, því að menning og þjóð-
erhi okkar fá aðeins staðizt í
glundroða og sviptingum þróun-
arinnar, að við tökum þátt í
mannkynssögunni og hugsum
frekar um að EFLA þjóðemi og
menningu heldur en að varð-
veita. Einangrunarstefnan leiðir
hins vegar aftur á bak, til hnign
unar og dauða.
Svo kemur pré-
dikunin í lokin
Tjjóðinni er bráönauðsynlegt,
að vitastéttin losi sig smám
saman úr viðjum rómantíkurinn
ar. Engin ástæöa er til að ætla,
að það takist ekki. En til þess
þurfa menn að verða sér með-
vitandi um þessi vandamál í
heild sinni og þess vegna er
þessi greinaflokkur skrifaður.
Mér virðist endurbóta þörf á
þremur sviðum fyrst og fremst,
f samsetningu vitastéttarinnar, í
tengslum hennar við þjóðina og
í tengslum hennar við stjóm-
málin. Vil ég víkja að hverju
þessara atriða fyrir sig.
Vitastéttin þarf að fá endur-.
nýjun úr röðum vísindamanna
og tæknimanna. Hér á landi er
til fjöldi slíkra manna, sem hef-
ur næga nútímaþekkingu til að
gegna forustuhlutverki vitanna
með sóma. Þeir hafa bara látið
allt of lítið á sér kræla ennþá.
Þjóðin vanmetur enn þessa
menn. Þeir finna það og em
því stundum of neikvæðir í garð
þjóðfélagsins. Viö höfum jafnvel
misst suma þeirra úr landt
vegna hræðslu ráðamanna við
saltstólpa þá, sem ráða BSRB
og öðrum launasamtökum. Og
svo hafa sumir þessara manna
minnimáttarkennd gagnvart fs-
lenzkri tungu, af því að hún er
erfið í umgengni. Á því sviði
hafa bókmenntalegu menningar-
vitamir náttúrlega mikið for-
skot. En hjá þessum nýju mönn-
um rfkir vilji til að láta til sín
taka í vitastéttinni og sá vilji
mun vafalaust sigrast á hindrun
unum.
Þjóðin og stjómmálamennim-
ir veröa að læra að taka meira
tillit til vitastéttarinnar en hing-
að til hefur verið gert. Margir
Iíta á þá sem skrýtna fugla og
aðrir líta á þá sem hættulega
menn. Ekkert er heimskulegra
en að reyna að koma kommún-
istaorði á vitastéttina eins og
sumir gera. Það er oft erfitt að
skilja vitana og oft fara þeir
með rangt mál vegna ónógrar
þekkingar á málefninu. En það
má ekki hindra menn í að viöur-
kenna hlutverk þeirra og sætta
sig við tilvist þeirra f þjóðlífinu.
Með endurnýjun vitastéttarinnar
ætti að vera auðveldara að
draga úr spennunni á þessu
sviði.
Flestir vitar hafa tiltölulega
lítinn áhuga á stjómmálum og
eru þeim jafnvel fjandsamlegir.
Þessu þarf að snúa viö. Kjós-
endur verða sffellt menntaðri og
færari um aö greina rétt frá
röngu. Þeir vilja því fá mennt-
aðri stjórnmálamenn og eru á-
reiöanlega ekki andvígir þátt-
töku vita í stjórnmálum. Hæfi-
leiki vita til að skoða status
quo á gagnrýninn hátt er ómet-
anlegur í stjómmálum. Með inn-
reið vita í stjórnmálin aukast
líkurnar á því, að vandamálin
veröi ekki skoöuð á vfirborös-
legan hátt, heldur komizt fyrir
rætur þeirra. Og ín pólitfska
ólga, sem nú ríkir hér á landi,
mun örugglega leiða til meiri
stjórnmálaáhrifa vitastéttarinn-
ar.
Islenzka vitastéttin er vanþró-
uð og vanmetin, en hennar bíða
betri tímar.
75 ára Þjóðleikhúskór
O Þjóðleikhúskórinn hefur nú
starfaö í rúm 15 ár, en starfsemi
kórsins hefur að mestu verið
bundin söngleikjum Þjöðleik-
hússins, og kórinn stafnaður í
bví skynj. Síðasta verkefni var
þannig í sambandi við Brosandi
land eftir Lehar, og það næsta
þá væntanlega Fiðlarinn á þak-
inu, sem færa á upp næsta vet-
ur í leikhúsinu. Stjórn kórsins
nú skipa: Þorsteinn Sveinsson,
skrifstofustjóri, formaður, frú
Guðrún Guðmundsdóttir, ritari,
frú Svava Þorbjamardóttir,
gjaldkeri. Aðalsöngstjóri kórs-
ins fyrstu árin var dr. Victor
Urbancic, en hann lézt fyrir 10
árum. Ekkja dr. Urbancic, frú
Melitta afhenti kómum brjóst-
mynd að gjöf af manni sfnum,
en sjálf gerði hún myndina. —