Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 10
w
V í SIR . Fimmtudagur 12. september 1968.
...stelpurnar þær stytta, stytta og stytta
— Ekki vantar stuttu tízkuna
þar, stelpurnar þær stytta, stytta
og stytta. Nú ætla ég heim með
peysur fyrir veturinn. Það er
Sigfríð Einarsdóttir, sem lýsir
stelpunum á Akureyri á þennan
veg og ætti trútt um að tala, þvi
að verzlun hennar, Drífa, hefur
verið ein af aöal-kvenfataverzl-
unum höfuðstaðar Norðurlands
í 22 ár.
Sigfríð er nýkomin inn úr dyr-
unum á Laugardalshöllinni og
á þar gamalkunna vini, því
henni er heilsað úr öllum áttum
og þegar hún kemur að fyrlrtæk-
inu Dúk h.f., fær hún stóran
blómvönd, sem þakklætisvott
fyrir að hafa verið fyrsti við-
skiptavinurinn á kaupstefnunni
í ár og einnig hinum, sem á und-
an eru gengnar.
Hún er ekki í neinjjni vafa um
gildi kaupstefnunnar.
— Ég klára hér á einum degi,
sem við gerum á 3—4 annars.
Vegalengdimar eru orðnar svo
miklar hér í Reykjavík, að þaö
er munur að geta gengið á röð-
ina og valið.
Bjarni Benediktsson talar
á Fulltrúaráðsfundi i kvöld
1 kvöld efnir Fulltrúaráð Sjálf-
stæöisfélaganna í Reykjavík til
fundar í Sjál'fstæðishúsinu og hefst
hann kl. 20.30. Á fundinum mun
Bjami Benediktsson, forsætisráð-
herra flytja ræðu um efnið: Af
hverju er þörf á þjóðareiningu? —
Fulltrúaráðsmennirnir em hvattir
til þess að fjölmenna á þennan
fvrsta fund Fulltrúaráðsins á þessu
hausti og taka þátt f umræðum.
Ný Ijóð eftir Jónas Hallgnms-
son dregin fram í dagsljósið
1 Ef til vill mun ný ljóðabók eftir sjálfan Jónas Hallgrímsson
já dagsins ljós, áður en líður á löngu, því að fundizt hafa bréf,
sem innihalda nokkur áður óþekkt kvæði og þýðingar skáldsins.
hað var Aðalgeir Kristjánsson norrænufræðingur, sem fann þessi
svæöi á Landsarkivet for Sjælland, þegar hann rakst þar á bréfa-
safn Brynjólfs Péturssonar frá áratugnum 1840 —’50.
Söguríkt hús —
m—> síðu.
staður Mosfellssveitar, Ungmenna-
félagið Afturelding var stofnað þar
1909 og húsið er um margt sögu-
legt.
Húsið rambaði lítið eitt til á vagn
inum í flutningunum eftir þjóðveg-
inum. Það var nokkum veginn jafn
breitt veginum og ' urfti að gæta
ýtrustu varkámi að reka það ekki
utan í mannvirki á vegkantinum,
rjúfa varð allar rafmagnsleiðslur
á leiðinni. Húsið er um 100 ferm. að
flatarmáli og vegur víst ein 50
tonn. Teija margir að kirkjustaður-
; inn að Lágafelli hafi misst svip við
j þessa flutninga, en lengi hefur stað
ið til að flytja þetta aldna og virðu
Iega hús af staðnum. — Það var
flutningafyrirtæki Gunnars Guð-
mundssonar, sem annaðist flutning-
inn.
Aöalgeir hefur um árabil rann-
sakað sögu Brynjólfs, sem eins og
kunnugt er var einn Fjölnismanna,
og einn þeirra, 'sem settu mestan
'ívip á sína samtið. Fyrsta daginn,
sem Aðalgeir var staddur á Lands-
irkivet, fann hann þetta bréfasafn
sem ef til vill getur orðið til að
varpa nýju ljósi á margt í sögu
19du aldarinnar og 'aðdraganda
,:ijóöfundarins.
1 safninu eru á að gizka 1000 bréf
frá helztu forystumönnum íslend-
inga á þessum tíma, t.d. Jónasi
MÍSfÖk —
f Hallgrímssyni, Konráö Gíslasyni,
Grími Thomsen, Jóni Sigurðssyni,
Benedikt Gröndal, Sveinbirni Eg-
ilssyni og fleirum.
Það mun taka alllangan tíma, að
rannsaka þennan fund, sem er mik-
ill hvalreki fyrir þá, sem fást við
1 athuganir á þessum þætti íslands-
sögunnar.
Kjarakaup
Nokkur eldhúsborð með krómuðum fótum af
ýmsum stærðum til sölu, verð kr. 500,00—
1500,00. Ennfremur stakir stólar, notað píanó
o. fl. Uppl. aðeins í dag og kvöld í síma 22959.
TIL SÖLU
Eldhúsinnrétting ásamt uppþvottavél selst á
sanngjörnu verði. — Uppl. að Bergþórugötu
16 A, Sími 10488.
m-> i. sfðu.
af erlendum verktaka og væri stokk
urinn helmingi yngri en húsið,
sem hlyti að hafa veriö tengt
frárennsliskerfi borgarinnar frá
byggingu 1910. Við lagningu stokks
ins hafi heimæö hússins að öllum
Iíkindum verið tekin sundur. Þeg-
ar stokkurinn var lagöur í klöppina
í götustæðinu, hefur frágangur ver-
ið þannig, að hann hefur orðið of
hár. Þannig hefur heimæðin ekki
náð nægum halla, þegar hún var
tengd saman aftur yfir stokkinn.
Myndaðist á henni hápunktur, þar
sem hún lá yfir stokkinn.
Afleiðingin af þessu hefur orð-
ið sú, að sífelldar stíflur og flæði
hafa verið í kjallara Hverfisgötu
12 árum saman. Náðust þær að vísu
alltaf burt með vírahreinsun og
vatnsskolun, þar til seinustu áfin
vegna bilana úti í götunni, þegar
hinn vaxandi þrýstingur af umferð-
inni tók að segja til sín á gömlum
rörunum.
Deildarstjóri línudeildar Land-
sfmans Ólafur Þórðarson, kvað ekk-
ert hægt að segja um þetta að
svo komnu máli, þegar blaðamað-
ur Vísis bar frásögn húseigandans
undir hann. Kvað hann þetta allt
vera í rannsókn.
Gatnamálastjóri samsinnti því,
að í fljótu bragði virtist það rétt,
sem húseigandinn segði um um-
búnaðinn, en eftir væri þó að
rannsaka það til hlítar.
Hann kvað þaö komiö í Ijós, að
húseigandinn heföi aldrei sótt götu-
leyfiö, sem hefði legið frammi hjá
hverfisverkstjóra, en á því hefði
verið tekið fram, að jaröstrengir
og strengir í stokk lægju norðan
við húsið, án þess að tekið væri
fram nákvæmlega hvar.
Faxaborg —
m—> i. síöu.
Faxaborgina og reyndum að draga
hana, en taugin slitnaði strax, enda
vorum við ekki nógu vel útbúnir
með dráttarvaö.
Þegar Vísir talaði við þá skip-
stjórana klukkan níu í morgun,
var skipið búið að vera alelda
sfðan klukkan um fimm. Olíugeym
ar skipsins sprungu fljótlega og
gaus þá upp mikill eldur og
reykjarmökkinn lagði hátt í loft
upp. Stýrishúsið var gjörsamlega
brunnið um níuleytið og þá var
tekið aö loga í lunningu skipsins
og skipsskrokknum alveg niður að
sjólínu. Bjuggust þeir félagar, sem
horföu á þessa ægilegu eyðilegg-
ingu, við að báturinn sykki þá og
þegar.
Faxaborg var 109 lesta bátur,
smíðaður í Svíþjóð ’47. Eigandi var
Illugi h.f. Hafnarfirði.
Innbrot —
ss;—■> i síöu
þá innbrotsþjófarnir horfnir, en alls
ekki sporlaust. Sigurður hélt af
stað í bifreið sinni upp á Klepps-
veg og sá þar nokkra drengi vera
aö kasta steinvölum í ljósker, sem
þar eru. Ók hann nokkuö greitt upp
að þeim. HIupu þeir þá allir hver
sína leið og tók Sigurður þá til
þess ráðs, að elta einn þeirra. Hann
náði honum fljótlega og skömmu
síðar viðurkenndi drengurinn, aö
hafa brotizt inn í verksmiöjuna og
það meira að segja tvisvar áður.
Höfðu þessir ungu afbrotamenn tals
vert upp úr krafsinu í fyrri skiptin
og var lögreglan að komast á slóð
þeirra, en þeir höfðu þá stolið frí-
merkjum og hafði póstafgreiðslu-
maður tilkynnt um, aö nokkrir ung-
ir menn væru að reyna að selja
frímerki. Höfuðpaurinn f innbrotinu
í gærkvöldi er aðeins ellefu ára
gamall.
120 unglingar —
'777> “7* 'ÍÍÖU
um ICYE, þ. e. alþjóða kristi-
legra ungmennaskipta, sem ís-
lenzka þjóðkirkjan hefur verið
aðili að. Ungmennin hafa dvalið
á heimilum og hefur verið farið
með þau sem „einn af fjölskyld-
unni“ og hafa þau gengið í skóla
með jafnöldrum sfnum á heimil-
unum.
Fyrstu fjögur árin voru skiptin
eingö,ngu milli íslands og Banda-
ríkjanna, eh nú eru þau orðin öllu
alþjóðlegri, þannig að í ár dvelja
íslenzkir unglingar einnig í Belgíu,
Brazilíu, Finnlandi, Jamaíku, Sviss
og Þýzkalandi.
Þeir íslendingar, sem hafa tekið
þátt í nemendaskiptunum, hafa meö
sér samband, en samkvæmt hug-
sjón ICYE, er hlutverki skiptinema
ekki lokið, þegar heim er komið,
heldur ber þeim að halda áfram að
vinna að lausn þeirra vandamála.
sem prógrammið er stofnað til að
leysa, þ.e. auknum tengslum manna
á meðal og þjóða á meðal.
Haustmót íslenzkra skiptinema,
það annaö í röðinni, verður haldiö
í Skálholti 20.—22. september og
verður aðalumræðuefni mótsins:
Þátttaka okkar í heimi byltinga.
Aðalræðumaður mótsins verður
Henk van Andel, sem er einn helzti
hugmyndafræðingur ICYE.
■ ■iiiiim.’i
BELLA
— Ekki vildi ég vera kvikmynda-
stjarna.
— Af hverju ekki?
— Þá myndu allir leikararnir
vera vitlausir á eftir mér og þá
gæti ég svo lítið fariö út að
skemmta mér með þér.
VEÐRIB
í DAG
Austan og suð-
austan gola eöa
kaldi. Skýjað og
smá skúrir. Hiti
13—16 stig.
ARNAÐ HEILLA
I dag eiga silfurbrúðkaup þau
Ingibjörg Valdimarsdóttir og Guð-
laugur Jónsson, Skarði við Elliöa-
ár.
[ÍÍÍÍSMET
Heimsmetið í hraðritun á ritvél
á bandaríska stúlkan Margaret
Owen. Hún vélritaði á einni mín-
útu 170 orð (fimm stafir í oröi).
Bezti árangur í vélritun í heila
klukkustund samfleytt er í eigu
Alberts Tangora frá Bandaríkjun-
um. Hann náði 147 orðum á min-
útu að meöaltali.
VISIR
I M5Qfi
árum
Þingvísa:
Sjálfstæðis þeir sungu vers,
svo að þaut í grönum,
að því loknu langs og þvers,
lágu þeir fyrir Dönum.
Vísir 12. sept. 1918.
TILKYNNINGAR
Hvað ungur nemur — gamall
temur. Foreldrar, sýnið börnum
yðar fagurt fordæmi í umgengni.
Kvenfélagskonur Laugamessókn-
ar. Munið saumafundinn i kirkju-
kjallaranum fimmtudaginn 12.
sept. kl. 8.30.
KST***,,. i'tSS