Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 13
VISIR . Fimmtudagur 12. september 1968. 13 Myndsjá — 3. síðu. lltiö kostað annað en sáðfræ og áburð. Bændumir sjá um sán- ingu og áburð í sameiningu. Ræktarsvaeöinu er hins vegar skipt niður i skákir, sem bænd- urnir draga um árlega og heyja þar siðan hver sinn skika. En hver bóndi er með þetta fjóra iil weat hektara og þaðan af meira. ★ Spretta hefur vfirleitt verið mjög góð á þessari sandrækt og aldrei þó betri en í sumar. Meðalheyfengur af ræktuðu landi er yfirleitt talinn um 40 hestar af hverjum hektara. Hins vegar eru dæmi til þess að bænd umir hafi fengið allt að helmingi meira af hverjum hektara á ný- ræktinni á Skógasandi, eða nær 80 hesta. — Þessi heyfengur er þó vart eins góður og hann er mikill. Grasið hefur sprottið úr sér vegna óþurrka í sumar. ★ Bændurnir undir Eyjafjöllum hafa með þessari tilraun sinni farið inn á nýjar brautir I sand- græðslu. Árlega bæta þeir við ræktarsvæðin og einhvem tíma kann sú tfð að koma að öll auön Skógasands verði ræktað land. — Þessi merka tilraun gæti orðlð hvatning til fleiri átaka við gróðurlausar sandauðn ir suðurstrandarinnar. Að utan — $!>—>■ 6. síðu. viðtal við Torben Jarsild yfir- lækni í Vestre fangelsi: 1 svör-' um yfirlæknisins við spuming- um blaðamannsins kemur fram m.a. eftirfarandi: Eiturlyfjanotkun er mikið og vaxandi vandamál. Árið 1965 voru 10 slfk mál, sem bama- vemdin varð aö láta til sín taka, árið 1966 voru þau 50, og í fyrra — 1967 — 250. — Talsvert mikil hækkun og ekkert bendir til annars en að áframhald verði á hækkandi tölum um þetta. Það er mikilvægt að koma hin um ungu eiturlyfjaneytendum þegar í stað úr umhverfi sínu og hefja lækningar. Lækning þarf helzt að fara fram f einangraöri sjúkradeild, og svo á afskekktri ey, þar sem sjúklingamir gætu náð sér í ró og næði í fögm um- hverfl. Það yrði allar götur betra en fangelsi. Þetta eyja-fyrirkomu lag hefur verið tekið upp í Banda rfkjunum, og vér ættum að fara að dæminu. Ef fyrirfram er gert ráð fyrir, segir yfirlæknirinn, að baráttan sé vonlaus, hefir samfélagið Iýst sig gjaldþrota (spillet fallit). Það ■má ekki ske. Við eigum að hjálpa þeim, þótt þeir yilji .ekki allir sjálfir láta hjálpa sér. Blaðamaðurinn Per Arboe- Rasmussen, segir að hugmynd- in um slfka stöð af afskekktri ey hafi komið ónotalega við marga, enda hafi sumir haldið að hér væri eitthvaö svipað um að ræða og kyrrsetningarstöð eða fang- elsi á grískri ey — en þetta sé reginmisskilningur, því að megin hugsjónin sé að koma í veg fyrir að þetta unga fólk þurfi að fara í fangelsi, svo að það geti fengið framhaldsbata við beztu skilyrði. Reynslan sýnir líka að í fangelsi tekst mörgum þeirra að fá smygl að til sín eiturlyfjum, en það er hættulegast fyrir sjúklinginn, að fá þau hahda milli, áður en hann er að fullu læknaður. Og gildandi lög duga oft alls ekki til þess að tryggja, að á- rangri verði náð með þvi að leggja eiturlyfjaneytendur í sjúkrahús. Og hann nefnir svo „Gentofte-hópinn" sem dæmi um þetta: Þar var um sameiginlega hóp- neyzlu að ræða — fyrsta dæmi þess I Danmörku, að ungt fólk hópast saman til að taka eiturlyf. Þetta voru unglingar frá góðum heimilum og þeir not- uðu sömu sprautuna. Einn þeirra dó. Hinir héldu uppteknum hætti, brutust inn í lyfjabúðir, náðust, komu fyrir unglingarétt, fengu skilorðs- bundna dóma — eða voru settir í sjúkrahúsgæzlu og svo fram vegis. En þetta kom þeim ekki að gagni, þeir komust yfir eiturlyf í fangelsinu, höfðu slæm áhrif á aðra og uröu fyrir slæmum á- hrifum. Einn úr þessum hópi er nú í fangelsi fyrir brot á eiturlyfja- löggjöfinni. Hann er ungur mað- ur 22 ára, bráðgáfaður hann hafi sprautað í sig eiturlyfi í sex ár, svo komst hann í hóp, þar sem allir notuðu sömu spraut- una. Það er svo komið fyrir hon um, að það verður fyrirsjáanlega erfitt að lækna hann, en þó er enn von — um hann — og fleiri — ef menn létu hendur standa fram úr ermum með þessa ey. Og hann og margir fieiri sem eru háðir orðnir eiturlyfjum, spyrja um framkvæmd áform- anna varðandi þessa ey. Þeim fannst hún vera sín ein asta von til þess að öðlast aftur heilsuna. Þeirra eina von er, að komast burt frá freistingunum. Menn líta á þetta sem eins kon- ar samfélag á ey — á eitthvað jákvætt, sem kemur í stað fang- elsis — stað, sem freistingam- ar ná ekki til. Á slíkri ey eiga að vera skilyrði til starfsemi, sem venjuleg laun eru greidd fyrir ekki fangelsislaun, þar eiga að vera skilyrði til menntunar, og þar verða fyrir hendi félagssér- fræðingar, sálfræðingar, kennar- ar, sem taka að sér störfin af áhuga en áður en sjúkl fara til slíkrar eyjar eru þeir í sjúkra- deild, þar sem lækningin byrjar, en eins konar Reykjalundur á að 1 bíða þeirra á friðsælli eyju, er þeir eru undir það búnir að safna veikum lífsþráðum í sterk an vað, sem þarf að vera svo sterkur að hann haldi, þótt þeir sfgi í björg ómenningarogauðnu leysis. — geti hafið sig upp aftur af eigin ramleik eöa með hjálp annarra. A.Th. ÞJÓNUSTA Húsaþjónustan sf. Málmngar- vinna úti og inni. Lögum ýmisl. svo sem pípulagnir, gólfdúka, flísalögn mósaik, brotnar rúður o.fl. Þéttum steinsteypt þök Gerum föst og bind andi tilboð ef óskað er. Símar — 40258 og 83327. Bika þök, bindum bækur, bók- færsla o. fl. Uppl. f síma 40741. Bjami. Húseigendur Tek að mér gier- fsetningar tvöfalda og kftta upp. Uppl t sfma 34799 eftir kl 7 á kvöldin Geymið tuglýsinguna Bókhald og uppgjör. Getum bætt við okkur verkefnum fyrir minni og stærri fyrirtæki. Vélabókhald. — Endurskoðunarskrifst. Jóns Brynj- ólfssonar, Hverfisgötu 76, sími 10646 P.B. 1145. Mosaik, flísalagnir. — Fagmenn geta bætt við sig mosaik og flísa lögnum. Uppl. í síma 15664. Takið eftir. Breytum gömlum kæliskápum í frystiskápa. Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. f síma 52073. ATVINNA ÓSKAST Hjón óska eftir vinnu f Reykja vfk eða nágrenni. Eru vön verzl- unarstörfum. Margt kemur til greina, Uppl, i sfma 30646. Innheimta. Vil taka að mér inn- heimtu fyrir eitt eða fleiri fyrir- tæki. Hef eigin bíl. Vinsamlegast sendið blaðinu fyrirspumir, merkt „Verzlunarmafjur 1969“. Tveir unBir menn óska eftir vinnu, má vera hvaö sem er. — Uppl. í sfma 13203. 18 ára stúlka utan af landi óskar eftir vinnu, margt kemur til greina. Uppl.' í síma 41466 eftir kl. 6 e.h. Kona óskar eftir vinnu við ræst- ingar seinni hluta dags eða á kvöld- in. Uppl. í sfma 37749. Ungur reglusamur maður óskar eftir atvinnu, Uppl. í síma 37749. Tvær reglusamar konur óska eft- ir ræstingavinnu. Uppl. í sfma 35010 á kvöldin. f Æm Tek menn í fæöi. Uppl. í sfma 21835. Bílasalo - Bílaskipti Scania Vabis vörubíll árg. ’63 typa 56, má greiða að mestu með fasteignatryggðum skulda- bréfum. Austin-Mini árg. ’64. Vil skipta á Volkswagen árg. ’63—’65. Fleira kemur til greina. Volvo Amazon árg. ’58, ver8 og greiðsla samkomulag. Saab ’63 verð og greiðsla samkomu lag. Saab ’67, keyrður 15 þús. km. verð krónur 185 þúsund. Vauxhall — Velox árg. ’64, ýmis skipti koma til greina. Landrover — diesel árg. ’64. Kr. 145 þús. útb. Rússajeppi árg. ’56, bensín. Kr. 55 þús. útb. Rússajeppi diesel árg. ’59. Kr. 100 þús. samkomulag. Flestar gerðir af jeppabifreiðum Ýmsar gerðir af sendibílum með stöðvarplássi. Gjörið svo vel og kynnið yður verð og ástand. Bifreiðasalan, Borgartúni 1 Símar 18085 og 19615. Abvörun til húseigenda Vegna síendurtekinna kvartana, viljum við því hér með ítreka aðvörun okkar til húseigenda við auglýsingum ýmissa réttindalausra aðtla «m húsavi^gerðlr, og benda húseigendum á að leita lipplýsinga hjá samtökum bygg- ingariðnaðarmanna. Meistarafélag húsasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur. Laust starf Æskulýðsráð Reykjavíkur vill ráða fram- kvæmdastjóra fyrir starfsemi ráðsins að Skaftahlíð 24, (áður Lídó), nánari upplýsingar um starfið gefur framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs. Umsóknarfrestur er til 25. þ.m. Reykjavík 11. september 1968. Æskulýðsráð Reykjavíkur. KENNSLA ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ í MÍMI Fjölbreytt og skemmtilegt nám. Tfmar við allra hæfi. Málaskólinn Mfmir, Brautarholti 4, sfmi 10004 og 11109. Opið kl. 1—7 e. h. FÖNDUR Föndurkennsla fyrir böm á aldrinum 4—6 ára og 7—10 ára. — Allar upplýsingar i síma 82129 og 32546. ÖKUKENNSLA 4ðstoða við endumýjun. Otvega öll gögn. Eullkomin kennslutæki. Revnir Karlsson. Sfmar 20016 on 38135. FORELDRAR. KÓPAVOGI ÍVESTURBÆ) Tek 6 ára börn til undirbúnings/ fyrir skólanám frá 16. sept., ef næg þátttaka fæst. Uppl. að Holtagerði 36, dag- ana 10.—14. sept kl. 1—4. ÝMI5LEGT ÝMISLEGT rökuro aC oKkui avers konæ múrm og sprengiVlnnu i öúsgrunnum os ræs om LeigjuiD ú» loftDip««ui >» zfbr. sleða Vélaieiga Stein-i ■- Slgbvats ■onai ÁlfabrekkL viC Suðurlands nraut Mrnl 10435 SÖLUMAÐUR! Duglegur sölumaður óskast í heildverzlun um óákveðinn tíma. — Uppl. í síma 13863 á skrif- stofutíma. SKRIFST OFUST ÚLKA! Verksmiðju- og innflutningsfyrirtæki vill ráða frá n.k. mánaðamótum duglega skrif- stofustúlku. Þarf að vera góður vélritari, hafa ensku-kunnáttu og geta unnið sjálfstætt. — Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, aldur og meðmæli ef fyrir hendi eru, sendist augld. Vísis fyrir 20. þ.m. auð- kennt: „HÆÐ 2296“. Auglýsið í Vísi i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.