Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 12. september 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd morgun útlönd^ Nixon segir hernámið tefia í hættu staðfestingu sáttmálans um útbreiðslu kjarnorkuvopna ■ Richard Nixon, forsetaefni repúblikana í Banda- ríkjunum, sagði í gærkvöldi, að vegna hemáms- ins í Tékkóslóvakíu, hefði staðfestingu öldungadeild- ar Bandaríkjaþings á sáttmálanum til þess að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna verði teflt í hættu og kvaðst hann vona, að deildin hraðaði sér ekki um of í málinu. Hann kvað ýmsa helztu menn repúblikana sér sammála í þessu máli. Belgíustjórn vill fund utan- ríkisrábherra um stöðu Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins — með tilliti til hernámsins i Tékkóslóvakiu Nýstalínisminn gagnrýndur i Júgóslavíu Einn af helztu leiðtogum kommúnista í Júgóslavíu hefir gagn rýnt hinn kaldrifjaða ný-stalinisma, sem nú sé kominn fram í Sovétríkj- unum og menn hafi fengiö for- smekk af í Tékkóslóvakíu. Hann kvað nú svo komið, eftir hernámið í Tékkóslóvakíu, að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna væri nú í fyrsta sinn i minnihiuta í alþjóða kommúnistahreyfingunni og sýndi það aö öfl umbóta og frjálslyndis hefðu tekið þar fo>-- ustuna. Richard Nixon. Frönsk Caravellehota með 95 manns fórst í gær Fregn síðdegis í gær frá Nizza, Frakklandi, hermir að saknað sé Carvelleþotu með 89 farþegum og 6 manna áhöfn. Skeyti hafði borizt frá flugstjóra flugvélarinnar að við erfiðleika væri að etja og að því er virtist hafði kviknað í flugvélinni. Sam- bandið rofnaði við flugvélina tíu mínútum áður en hún átti að lenda. Leit var hafin þegar. Flugvélin var á leið frá Ajaccio og lagði af stað þaðan kl. 10.05 og átti að lenda í Nizza 40 mín- Brussel: Talsmaður belgíska utan- ríkisráðuneytisins lýsti yfir í gær að æskilegt væri, að utanríkisráð herrafundur Norður-Atlantshafs- bandalagsins yrði haldinn eins fljótt og við verður komið. Umræðuefni veröi staöa banda- lagsins með tilliti til hernáms Tékkóslóvakíu. Þá verði reynt aö ná samkomu Iagi um auka-ráðherrafund um þessi mál ig verði hann haldinn í næsta mánuði. Samtímis skýrði utanríkisráðu- neytið frá því að ástandið í Aust- ur-Evrópu yröi aðalviðræðuefni á fundum Harmels o Manescus í ■ Búkarest 'sjá og aðra frétt hér á síðunni). Vietnam-róð- stefnan — 21. fundur í gær í París Víetnamráðstefnan í París kom saman til 21. fundar síns í gær. Fundurinn hófst nokkrum mínút- um eftir að Johnson Bandaríkjafor seti hafði sagt í ræðu sinni í New Orleans, að loftárásum á Norður- Víetnam yröi ekki hætt fyrr en sambærilegar tilslakanir kæmu frá stjórninni í Norður-Víetnam (sbr. skeyti í blaðinu í gær). Hernámsliðiö fór ekki langt — úr miðhluta Prag í útjaðra 1 útum síðar. ■ Sovézka herliöið í Prag byrjaði í gær að flytja sig úr mið'hluta Prag til nýrra stöðva við útjaðra borg-1 arinnar. Svipaðir flutningar herliðs kunna að standa fyrir dyrum í Brat- islava, Brno og fleiri borgum. Getr gátur eru uppi um að þetta eigi að sýna að Sovétríkin vilji fyrir sitt leyti halda gerða samninga. Meðal bygginga í Prag, sem her- námsliðiö hefur skyndilega yfirgef- ið, er húsiö, þar sem Rithöfunda- sambandið hefur skrifstofu sína. Leiðtojrar Tékkóslóvakíu hafa end urtekið aðvaranir til blaðanna um að birta ekki neitt, sem gæti styggt Sovétríkin. Austurrískir embættis- menn segja, að sovézkir hermenn taki þátt í landamæragæziu gegnt Austurríki og jafnvel i tollaeftir- liti. Dubcek, flokksleiðtogi, og Smir- Dr. Husak samfylkti leiðtogumsem undirrituðu yfirlýsingu um aðfylgja áfram frjálsræðisstefnunni l kovsky, þjóðþingsforseti, ræddu í gær við Kusnetzov. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hefur j staðfest efnahagsáætlun, sem Kosy- I gin og Cernik undirrituðu, en sam- kvæmt honum fær Tékkósióvakía náttúrugas, olíu og fleira frá Sov- étríkjunum. Tass-fréttastofan segir, aö Sovét- ríkin séu ekki ábyrg fyrir efnahags- tjóni af vöidum hernámsins, og segir gagnbyltingamenn ábyrga fyr- ir því, aö tékkneska þjóðin ætti að sjá um, að þeir yrðu látnir greiða kostnaðinn. Maiik, aöalfuiitrúi Sovétríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóöanna, varaði í gær við því, aö viðburðirnir í Tékkóslóvakíu yrðu ræddir á ný í Öryggisráöi. Hann kvað afleiöing- ar þess geta orðið, að starfsemi stofnunarinnar biði alvarlegan hnekki viö það, en útskýrði ekki nánara hvað hann ætti við með þessu. Afsfaða Frakka varðandi aðildir að EBi algerlega óbreytt Fregnir frá Briissel'í gær herma, að bölsýni gæti uni útvfkkun Efnahagsbandalagsins (EBE). Debré utanríkisráðherra Frakk- lands er sagður hafa skýrt hinum utanríkisráðherrum EBE-landanna, að Frakklgnd hafi ekki breytt að neinu leyti afstöðu sinin til um- sókna Bretlands. frlands. Noregs og Danmerkur að EBE. Pierre Harmel utanríkisráðherra Belgíu fer til London um miðbik næstu viku til viðræðna við Michael Stewart utanríkisráðherra um markaðsmál. Stewart kom heim í gær Michael Stewart utanríkisráöherra Bretlands kom heim ‘ gær að af- lokinni heimsókninni ' Bukarest j Hann sagöi við komuna, að et : hugsunin um beitingu valds yröi | upprætt, mundi það leiða til auk- in= skilnings þjóðanna í vestri og i austri. í NTB-frétt frá Prag í gær segir, að dr. Husak, Ieiðtogi Kommúnsta- flokks Slóvakiu, en hann er vara- forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, hafi samfylkt öðrum leiðtogum iandsins, og undirritað með þeim yf irlýsingu, sem lesin var í útvarpi frá Prag. í henni er heitið að fylgt skuli áfram frjálslyndis og umbótastefn- unni, sem boðið var í janúar. Talið er, að yfirlýsingin hafi ver- ið birt til þess að minna Sovétríkin á að halda samkomulagið sem gert var á fundi leiðtoganna i Mo^kvu. Reyndir menn, sem vel fylgjast með gangi mála, ' ‘lja að dr. Husak hafi undirritaö yfirlýsinguna til þess að draga úr beiskju manna yfir, að hann gagnrýndi einstök atriði hinnar frjálslyndu stefnu Dubceks. Hann hefir einni.H vakið | óánægju með þvi að boða tak- markanir á ferðalögum til útlanda. Aðrir,1 sem skrifuðu undir yfir- lýsinguna voru: Alexander Svo- I boda ríkisforseti, Cernik forsætis- ; ráðherra og Josef Smirkorsky i forseti þjóðþingsins. f yfirlýsingunni voru mennta- og visindamenn, og aðrir, sem útlagar eru um þessár mundir. beönir að hverfa hei.n. og var þeim heitið persónulegu öryggi. Ýmsir athugenda hafa vakið athvgli á. aö Cernik skrifaði undir yfirlýsinguna aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom heim frá Moskvu, þar sem hann og Kosygin undirrituðu efnahagssátt- mála. I’ yfirlýsingunni var tekiö fram, að engum yrði hegnt fyrir annað en brot á lögum landsins. Misheppnuðtilraun til flugvélarráns Bandarískur biökkumaður gerði i ; gær tiiraun til þess að knýja flug- j mann í kanadiskri flugvél til þess j að breyta um stefnu og fljúga til Kúbu, en- þegar þetta gerðist var flugvélin á Ieið frá New Brunswick til Toronto. Flugmanninum tókst að sannfæra hinn vopnaða ofbeldismann um, að hann yrði að lenda í Montreal til "þess að taka bensín, og leyföi þá ræninginn ferrþegum og flugþernum að fara út úr flugvélinni. Eftir 3 klukkustundir tókst flug- mönnunum með atbeina lögreglunn- ar að fá manninn ti! þess að gefast upp. . Bandaríska rannsóknarlögreglan segir, að maöurinn sé grunaður um að hafa framið bankarán, og hafi hans verið leitað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.