Vísir - 12.09.1968, Síða 12

Vísir - 12.09.1968, Síða 12
12 VI SIR . Fimmtudagur 12. september 1968. 4- Þegar hún heyrði fótatak þeirra fjarlægjast, fór hún fram úr og klæddi sig í slopp, opnaði dymar og hélt inn ganginn og upp þrönga stigann, þar sem hún hafði séð manninn koma niður fyrir stundu, og upp á þriðju hæð. Aðalstiginn var frammi á ganginum, skammt frá bókasafnsherberginu. Hún heyrði raddir uppi, og þegar hún kom inn á ganginn, þar sem ekki var um að ræða aðra birtu 'en frá vasaljósi, greindi hún menn þar á hreyfingu. Þar bar hún kennsl á Merriday, sem var á náttfötun- um og baðslopp utan yfir, einnig ungu stúlkuna, sem var í fylgd með hertoganum, hún var berfætt og hafði brugðið yfir sig svartri regnkápu. Gail Kerr lá á gólfábreið unni á ganginum úti fyrir dvrunum á herbergi sínu og einhver hafði brugðið svæfli undir höfuð henni. Dr. Hawkins læknir kraup við hlið henni. • „Parker skrapp eftir ljósaöryggj- um“, sagði hr. Bean við lækninn. „Viö getum kveikt eftir andartak." Um leið og hann talaði gekk hann yfir að málmkassanum á veggn- um úti við stigann, opnaði hann, kveikti síðan á eldspýtu, og í sömu andrá að kalla varð albjart á gang- inum. I Parker kom upp stigann I sömu svifum. „Öryggin hafa ekki sprung- ið“, sagði hr. Bean harla undrandi við hann. „Þau hafa aöeins verið losuð.“ Gail Kerr opnaði augun. „Hvaö kom fyrir yður?“ spuröi læknir- inn. „Ég lá uppi í rúmi og var að lesa“, sagöi hún. „Þá slokknaði á lampanum á náttborðinu. Ég hélt að ljóskúlan hefði brunniö út, ->g þar sem ég vissi að það eru geymd ar ljþskúlur í lfnskápnum hérna frammi á ganginum, fór ég fram úr í myrkrinu og ætlaöi þangað. iJm leið og ég Kom tram úr dyr unum . .. steig ég á ... þetta, gang- kerruna, sem ræstingarkonan not- ar. Hún var fyrir framan þröskuld- inn hjá mér og þaut af stað, svo ég missti jafnvægið og skall aftur fvr- ir mig.“ Hún leit í andlit læknisins. „Ég býst við, að ég hafi rekið upp hljóð . ..“ Það var Parker, sem kinkaði kolli. „Já, þér geröuð það“, sagði hann. Öllum varö samstundis litiö þang að sem lága, flata gangkerran stóð, nú við þær dyr, sem gegnt voru dyrunum aö herbergi Gail Kerr, hin um megin viö ganginn. „Kerran stóð þarna ekki, þegar þér fóruð inn í herbergi yðar?“ spurði hr. Bean. „Áreiðanlega ekki.“ Læknirinn tók vasaljósið upp af gólfinu og beindi geislanum í augu hennar brot úr andrá, og slökkti síðan á því. „Finnið þér til sársauka einhvers staðar?" spurði hann. „Hjálpið mér að setjast upp, svo ég geti komizt að raun um það“, sagði Gail Kerr. • -ffl) • J i Hún reis oipp með aðstoð læknis ins, og þreifaði með hendinni um hnakka sér, „Það er allmyndarleg kúla, sem ég hef fengið", sagði hún. Læknirinn studdi hana á fætur. Hún var á náttfötum og slopp ut- an yfir og hafði misst annan ilskó- inn. Hr. Bean tók hann upp og fór á éftir lækninum og henni inn í herbergi hennar. Og nú var þaö stúlkan á regn- kápunni sem sneri sér að Lauru. „Ég veit hver þér eruö“, sagði hún. „Ég heiti Winifred Pell .. Sjá ið þér til“, og hún lækkaði rödd- ina, „það er eitthvað undarlegt hér á seyöi. Augnatillit hennar var ekki lengur óvingjarnlegt, heldur bjart 6g spyrjandi. Merriday, sem hafði kveikt sér í sígarettu. heyrði hvað hún sagði. enda pótt hún lækkaði róminn. „Hvað eigiö þér við?“ spuröi hann. „Hvernig undarlegt?‘‘ „Undarlegt eins og þegar maöur heyrir vein að næturþeli, það er allt og sumt, sem ég á við“, svar- aöi Winifred Pell, um leið og hún sneri sér að Parker, sem stóð þarna meö svæfilinn í höndunum. „Til dæmis þetta.... hvernig stóð á kerrunni þarna við dyrnar? Og hver losaöi ljósaöryggin?" „Það hef ég ekki hugmynd um“, svaraði Parker. Að svo mæltu hvarf hann inn í herbergi Gail Kerr með svæfilinn. „Hún hefði eins getað hálsbrotn- aö“, mælti stúlkan enn. „Hún hefði getað beðið bana.“ Hvorki Laura né Merriday virt- ust hafa löngun til að rökræöa það. Laura bjóst til að halda á brótt, en hafði ekki gengið nema nokkur skref, þegar Winifred kom á eftir henni, og stöðvaði hana. „Ég finn að mér verður ekki nokkur leið að sofna núna“, sagði hún. „Ég var i þann veginn að festa svefninn, þegar ég heyrði veinið og hrökk upp við það. Þér vilduð'.nú víst ekki spjalla við mig svolitla stund. Ég bókstaflega verð að tala við einhvern, mér til hugarléttis. Ég á yiskíflösku inni í herberginu mínu, ef þér kæriö yður um hress- ingu.“ „Ég ...“ Laura hikaði við þegar henni vr 5 hugsað til þess að setjast aftur að inni f tunglsljósinu i her- bergi sínu. Eflaust gæti hún ekki heldur fest blund. „Þér gerið það . . . .“ „Þá það.“ Þegar Laura og Winifred Pell komu að aðalstiganum, hafði lyftan staönæmzt þar. Hún stóö opin, en lágvaxii. og grönn mannvera á kín- verskum slopp og með hvítan vefj- arhött á höfði var á leið þar inn. Þetta Var kona, andlitið hrukkótt og FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA ' FRAMLEIÐANO! EíllsEaíalalstliIalalaíaíaEáESalaíatsBEi Eeldhús- I ISEIaEatalátalaEaíáHístÉiEiIli % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI Jfc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HR UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI ellilegt, en augun dökk og skær, og þrátt fyrir allt var eitthvað barnslegt við hana, aö Lauru þótti. Hún hélt á skál f höndunum, hálf- fullri af berjabúöingi. - „Gott kvöld, frú Bean“, sagði j Winifred. 1 Brot úr andrá pírði gamla konan j á hana dökk augun. „Eruð það þér, ; Winifred?“ Röddin minnti líka á i barn. „Hvað kom fyrir?“ | ,,‘Það varð slys“, svaraði Wini- ; fred. „Ungfrú Kerr datt illilega ...“ I „Ungfrú Kerr?“ j „Hún er ein af gestunum. En hún er ekki mikið meidd, held ég. Það er læknir að athuga hana.“ „Það er gott.“ Frú Bean gekk inn í lyftuna. „Góða nótt“, sagði hún og dró hurðina aö stöfum. „Hún skreppur alltaf niður um miðnættið og fær sér að boröa“, varð Winifred að orði, þegar lyftan 'j hélt af stað. Þær héldu fram gang- | inn unz Winifred staðnæmdist við ; dyr. „Þetta er grepiö mitt“, sagði i hún um leið og hún opnaöi dyrnar j og bauð Lauru að ganga inn. | Herbergið var mjög lítið. Þar inni i var mjótt rúm, stóll, fornfálegur I klæðaskápur og lítil dragkista. „Ger I ið svo vel að fá yður sæti á stóln- um“, sagði Winifred. „Ég tylli mér á rekkjustokkinn." Laura fékk sér sæti. „Ég stanza ekki nema andartak", sagði hún. „Hvers vegna ekki?“ Winifred gekk aö klæðaskápnum og dró þar fram viskíflösku. „Ég er viss um að þér eruð ekki fremur syfjuð en ég“, sagði hún. Hún tók tvö glös ofan af hillu fyrir ofan þvottaskálina og hellti slurk af vískíi í bæði. „Vatn?“ spurði hún. Laura kinkaði kolli. Þetta minnti hana á heimavistarskóla, þegar námsmeyjarnar stálust tH að fá sér einhverja hressingu undir mið nættiö og hvísluðust á svo ekki heyrðist í næsta herbergi. „Ég hef veitt yður athygli í borð salnum“, mælti Winifred, „og ég þykist hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að þér séuð viðlíka óham- ingjusöm og ég, enda þótt þér sem leikkona eigið hægara með að leyna því. Engu að síður kemur það fram öðru hverju.“ Hún lyfti glasinu. „Skál, þrátt fyrir það“, sagði hún. Laura bergði á drykknum. „Hvers vegna eruð þér óhamingju söm?“ sþúrði hún. OF COURSE NOTI ] HANS ON, THEN! X'VE ONLYMEN KNOW ) ONLY SEEN THIS THAT! ----1 DONE ONCE SEFORE! --- - <50, £T£M-f<0/ T A R Z A N ......-.... Veit önnur ykkar hvemig á að fá skepn- Auðvitað ekki. Aðeins karlmenn vita Við höfum fundið halalausa hermann- una til að hlýða? það! Haldið ykkur. Ég hef aðeins einu inn. Þessa Ieið. sinni séð þetta gert áður. Af stað, Ben- Ko! I RAUÐARÁRSTtó 31 StUll 22022 Auglýsið í VÍSI VnEIDDIR REliíNINGAR* LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... Coð sparar ydur t'ima og ójbæg/nc/i INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — III hæö —Vonarstrætismegin — Sími 13375 (31ínur)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.