Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 1
VISIR
58. árg. — Laugardagur 14. september 1968. - 206. tbl.
Á MÁNUDAGINN 'l VÍSI:
Viðtal við EUSEBIO
Einkaviðtal Vísis við knattspyrnusnillinginn fró Portúgal
íslendingar fullnægja ekki ntörkuium fyrir
gæðavöru vegna skorts á hæfu hráefni
— segir / álitsgerð SH — vilja láta endurskoða ferskfiskmatið
Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hefur krafizt
endurskoðunar á fersk-
fiskmati og bent á nauð-
syn þess að bæta með-
ferð á sjávarafla.
Segir i álitsgerö frá auka-
fundi SH 6. september að verði
ekki gerðar róttækar ráðstafan-
ir til að tryggja bætta meðferð
þess sjávarafla, sem á land
berst, muni það leiöa tii stór-
kostlegra vandræða á næstunni,
og sé þess þegar farið að gæta.
Er í þessu sambandi minnt á
ástand skreiðar og saltfiskmark-
aða landsins. Bent er á að mik-
ill hluti þess afla, sem frysti
húsin fái til vinnslu yfir sum-
artímann, sé einungis hæfur til
vinnslu fiskblokka, en á þeim
er nú offramboð og mikið verð-
fall. Á sama tíma er mörkuð-
um fyrir gæðavöru ekki full-
nægt vegna skorts á hæfu hrá-
efni.
Skorar fundurinn á sjávarút-
vegsmálaráðherra að endur-
skoða reglugerð um ferskfiskeft
irlit og hraða svo að hún taki
gildi fyrir vetrarvertíðina næstu.
Einnig telur þessi fundur SH
að brýna nauðsyn beri til þess
að hefja tilraunir með kössun
á afla fiskibáta svo og löndun
í kössum. — Vera mætti að með
þeirri aðferð yrðu gæði aflans
meiri.
KARTÖFLURNAR í moldinni hafa sannarlega r.otið góðra daga
f september, engar frostnætur, en oft allt að 20 stiga hiti í lok
gróðurtímans. Hún Kolbrún litla Matthíasdóttir er aðeins 2y2
árs og fékk að fara í „sportreisu“ með pabba og mömmu að taka
upp kartöflur á dögunum. Um helgina verða eflaust margir við
að taka upp, en líklega freistast þó margir til að taka upp síðar
f mánuðinum, vilja fá sem stærsta uppskeru. í MYNDSJÁ í dag
segir annars nánar frá fólki og kartöflum, — hún er sem fyrr
á bls. 3.
Ósmekkleg keðjubréf:
GJALDÞROT OG DAUÐI
SÉ KEÐJAN ROFIN
„Farið með bæn I huganum: —
Treystið Guði af öllu hjarta, og all-
ir munu bera merki hans, og hann
mun lýsa þraut yðar.“ Þannig er
upphaf keðjubréfs, sem kona hefur
sent blaðinu. Böggull fylgir skamm-
rifi. Mönnum er að vísu heitið því,
að þeir verði sérlega heppnir fjör-
um dögum eftir að þeim berst
bréfið, en þeir verða að senda tutt-
ugu eintök af slíku bréfi til vina
sinna, sem eru óhamingjusamir.
Geri þeir það ekki, bíður þeirra
ógæfa, gjaldþrot og jafnvel dauði
innan skamms. Keðjunni veröur
að viðhalda innan 96 stunda frá
móttöku bréfsins.
Tuttugu og þrír aðilar höfðu
undirritað bréfið, er konan sýndi
blaðinu það. Virtust um fjórir vera
íslenzkir. Sagt er, að keðjubréfið
hafi farið niu sinnum umhverfis
iörðina.
Keðjubréfafaraldur gengur yfir
annað veifið. Mörg þeirra eru mjög
ósmekkleg, eins og það er hér segir
frá. Þaö keyrir um þverbak, þeg-1 það ekki eftir fyrirskipunum send
ar fólki eru settir afarkostir, fari' enda.
SMJÖRFJALLIÐ
ORÐIÐ ÞÚFA
Fyrir tveimur árum var þær minnkuðu yfir vetrarmánuð
mikið skrafað og skrifað um ina. Væri því ekki úm neitt
! svonefnt „smjörfjall.“ Smjör- „fjall“ að ræöa.
] birgðirnar komust þá upp í 1200 Óskar kvað ástandið með hey
tonn. Blaöamaöur Vísis leit inn skap hafa verið slæmt ð mlðju
j til Óskars Gunnarssonar, for- sumri. Hefði ekki rætzt svo vel
stjóra Osta- og smjörsölunnar, úr, sem raun ber vitni, hefði
og forvitnaöist um smjörbirgö kúm verið fækkað mun meira
ir um þessar mundir. Óskar en verður.
kvaö birgöir nú aðeins samsvara Ef til vill mættl kalla smjör
6-7 mánaða sölu. Væru þær um birgðir nú „smiörhól", en þær
j 800 tonn. Þetta væri sá tími árs, eru í raun dreifðar um lands-
er birgðir söfnuöust fyrir, en byggðina.
BEA Á ÍSLANDSLEIÐUMÍ
INNAN ÞRIGGJA ÁRA
segir forstjóri félagsins i Danm'órku
Ekki er ólíklegt að fimmta
flugfélagið bætist i hóp þeirra,
sem halda munu uppi samgöng-
um viö ísland innan skamms.
Það er brezka flugfélagið BEA,
eöa British European Airways,
sem er nú að huglciða mögu-
Icikana á því að koma upp ferð-
um hingað frá London að sögn
fulltrúa félagsins, Stephen Hans
combe. forstjóra félagsins í Kaup
mannahöfn, sem hér hefur dval-
ið að undanförnu ásamt sölu-
stjóra félagsins i Kaupmanna-
höfn, Frank Carver.
Fyrir á leiðum frá Keflavík til
Evrópu eru íslenzku flugfélög'-
in tvö, Pan American og SAS.
Um það hvenær BEA mundi
hefja flugferðir hingað sagði
Hanscombe að það væri von for
ráðamanna BEA að það yrði
ekki síðar en eftir 3 ár, helzt
mun fyrr. Það sem hingað til
hefur einkum staðið í vegi er
flugvélaskortur hjá Ulaginu,
sem annast flug til 86 borga f
Evrópu, Austurlöndum nær og
til Tripolis i Afríku.
Sú flugvélategund, sem helzt
kæmi til greina er Trident frá
Hawker Siddeley-verksmiðjun-
um, eða þá BAC one-eleven, að
sögn forstjórans. Báðar þessar
gerðir eru þotur.