Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 16
a Uti fyrir Morgunblaðsbyggingunni: María Kristjánsdóttir ræðir við Áma Johnsen, blaðamann Morgunblaðsins. Yzt til hægri er Vernharður Linnet, formaður Æskulýðsfylkingarinnar. Hann klappar á öxl Árna. (Ljósm. Vísis Þráinn). Herferðinni lokið í sumar Haldið áfram næsta sumar með auknum krafti „Ekki er vafi á því að víðast hvar hefur umgengni manna stórbatnað“, segir stjórn her- ferðarinnar Hreint land - fagurt land, í fréttatilkynningu í lok herferðarinnar, þ. e. þetta árið, því auðvitað verður slík herferð aö halda áfram, því betur má ef duga skal. Réttilega er á það bent í tilkynn ingunni að enn fleygja menn rusli út um bílglugga eða við tjaldstæði. Oft er eins og þetta séu ósjálfráð viðbrögð, og því er það öruggt að aðeins stærri skammt af áróðri þarf trl að hver einstakiingur telji það skyldu sína að ganga þrifa- lega um landið sitt. I lok herferðarinnar biðja þeir að ilar, sem fyrir henni hafa staðið, þ.e. Æskulýðssamband íslands og Náttúruvemdamefnd bins fsl. nátt »->■ 10. sfða. Laugardagur 14. sept. 1968. Slæmar heyskapar- horfur á stórum svæðum Dagana 31. ágúst og 6. til 12. september ferðaðist Harðæris- nefnd um Vestur-Skaftafells- sýslu, Mýra- og Borgarfjarðar sýslu, Strandasýslu, Húnavatns sýslur báðar, Skagafjarðarsýslu, , Þingeyjarsýslur báðar og Norður Múlasýslu. Hélt nefndin fundi með stjórnum búnaðarsam- banda, hreppsnefndaroddvitum, héraðsráðunautum, forðagæzlu- mönnum viðkomandi byggðar- laga á þessu svæði. Enda þótt heyskaparhorfur séu mun betri en útlit var fyrir snemma í sumar, þá lítur út fyrir að al- varlegur heybrestur verði hjá m~>- 10. sfða Æskulýðsfylkingin mótmælir starfsaðferðum Morgunblaðsins: MÓTMÆLAAÐGERÐIR VIÐ MORG- UNBLAÐSHÚSIÐ Nokkur átök urðu fyrir ut- þessum dreifimiða eru tekin ým an Morgunblaðsbygginguna is dæmi úr skrifumMorgunblaös um fimm leytið í gær, er fé- . lagar úr Æskulýðsfylking- unni komu þar saman með spjöld og efndu til mótmæla- aðgerða gegn Morgunblaöinu. Þó komst fljótt ró á, og Æsku Iýðsfylkingarfólkið stóð fram an við húsið og hélt spjöld- um sínum uppi, svo að veg- farendur gætu lesið áletranir þeirra. Útbýtt var dreifimiöum, sem báru y/irskriftina: „Er Morgun blaðið hættulegt lýðræðinu?“ Á ins, sem ætlað er að sanna, að í skjóli útbreiðslu sinnar rang- færi Morgunblaðið ummæli and- stæðinga sinna og rógberi þá! Einn þeirra, sem stóðu undir spjöldum, var Leifur Jóelsson úr Æskulýðsfylkingunni. Hann mm skýröi blaðamanni Vísis frá því, að þessar aögeröir væru aöeins fyrsti liðurinn af mörgum til aö fá fólk til að trúa ekki að óreyndu, því sem Morgunblað- ið bæri á borð fyrir það um stjómmálaandstæðinga sína. ................... . ■■ ■ ■ . ..................................................................................................... • •■ Um tuttugu manna hópur úr ÆFR hafði safnazt saman t'ti fyrir dyrum Morgunblaðsins undir spjöldum, sem báru mótmæli gegn skrifum blaðsins. (Ljósm. Vísis G. P.) Hreint land — fagurt land: Viðvörunarkerfi slökkviliðs- ins raskaðist — Mikill libsafli sendur til þess að slökkva i skemmu SH en eldur fannst hvergi Simatruflunin sem varð á dög unum, þegar þúsund lína streng urinn slitnaðl í miðbænum, rugl- aði Slökkviliðið lítillega í rím- inu. Laust fyrir kvöldmat á fimmtudag kviknaði til dæmis rautt ljós á Ijósatöflu Slökkvi- stöðvarinnar. En tafla þessi er tengd beint við viðvörunarkerfi einstakra stórbygginga í bæn- um. Rauða ljósið sýndi að eldur væri kviknaður í skemmu Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna inni við Kleppsveg. — Flestir brunaliðs- bílar stöðvarinnar voru sendir inn að skemmunni. — Fjöldi manns safnaðist að, beiö eftir stórtíðind- um. En eldúr fannst enginn. Svipaða sögu var að segja um gamla Menntaskölann við Lækjar- götu. Slökkviliðið fór þangað fýlu- ferð í vikunni, vegna símatruflan anna. — Einnig varð liðið að senda slökkvibíla inn í Ármúla, vegna þessara truflana, og fleiri óþarfa ó- þægindum urðu slökkviliðsmenn Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar í vetur Sinfóníuhljómsveit íslands býrj- aði starfsemi sína meö tónleikum í Vestmannaeyjum. Stjómandi var Martin Hunger, organleikari i Vest mannaeyjum. Einleikari, Bjöm Ól- afsson, konsertmeistari. Á síðasta starfsári hélt hljóm- sveitin 42 tónleika alls að með- töldum skólatónleikum og tónleika feröum utan Reykjavíkur. Aöal- hljómsveitarstjóri var Bohdan Wo- diczko, sem stjórnaði 22 hljómleik- um. Einleikarar og einsöngvarar voru 27, og söngsveitin Fílharmonía eftir Verdi undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Flutt voru 103 tón- verk og frumflutt 5 íslenzk tón- verk. Hljóðrituð voru 48 tónverk eða tónverkaflokkar fyrir Ríkisút- varpið. Á starfsárinu 1968—69 verða hljómsveitarstjórar Sverre Bruland frá Noregi, Albert Walter, Dr. Ro- bert A. Ottósson, Ragnar Björns- son, Lawrence Foster, Páll P. Páls- son og Bohdan Wodiczko. Fyrstu tónleikarnir verða 26. sept. Tón- leikar verða alls 18. Sala áskrift- hafin. Orgelhljómleikar í Skálholti Haukur Guðlaugsson, orgelleikari á Akranesi, heldur á morgun orgel tónleika í Skálholtskirkju. Tónleik arnir hefjast kl. 4 siödegis og veröa á efnlsskránni verk eftir Buxte- hude, Bach, César Frank og Reger. Hukur fór í sumar í hljómleika- ferð til Þýzkalands í boði borgar- stjórnarinnar í Ltlbeck og hélt hann hljómleika í Maríukirkjunni í Lú- beck. Einnig hélt hann hljómleika í dómkirkjunni í Schleswig. -- Vöktu, þessir tónleikar mikla at- hygli og lof gagnrýnenda. Haukur hefur áður haldið marga orgeltónleika, í Reykjavík og víða um land, meðal annars í Skálholts kirkju. 1 Slökkviliöið og áhorfendur við skemmu S.H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.