Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 3
 :---■ ................. V í SIR. Laugardagur 14. septemDei — Þaö var ágæt uppskera hjá þeim hjónum Kristjáni Theódórs syni og Þórdísi Aðalbjörnsdóttur. ÞJÓÐMÁLAÞENKINGAR OG KARTÖFLUUPPTAKA Tjjöðmálaþenkingar og kartöflu upptaka í góðu veðri fara vel saman. Sömuleiðis kartöflurækt og vísindalegar athuganir. Mynd sjáin sannfærðist um þetta, þeg ar hún lagði leið sína í kartöfiu garðana í Borgarmýri rétt eft- ir helgina. Veðrið var blítt og fagurt. Ofan frá hæðinni sást niður til höfuðborgarinnar og stafalogn virtist vera yfir Sund unum. Sá tími nálgaðist er dags- verkinu lýkur og menn hugsa til heimferðar í kvöldmatinn. í kartöflugarðinum voru nokkrir bílar á stangli og nokkrar mann eskjur, sem voru hálfbognar yf- ir kartöfluupptökunni. Annað veifið var rétt úr bakinu, upp- skeran skoðuð og augun látin hvarfla yfir næsta nágrenni í sól skininu. Við staðnæmumst hjá þrek- legum manni, sem er að stinga upp kartöfluhnaus en við hlið ina er konan að tína uppskeruna í poka og lítil dóttir hjálpar til. Þetta er Matthías Guðmundsson verkstjóri hjá Bæjarútgerðinni, og tökum við hann tali. — Við fórum f þetta um leið og vinnu var lokið, segir hann, það er rétt verið að taka í mat inn. Þetta er prýðileg uppskera þótt það liti afarilla út í byrj- un. — Jú, við erum búin að hafa garð hér í 5 — 6 ár og það er borgin, sem veitir garðana. Nú eru þeir búnir að ná sér niðri á kindakörlunum, ætli röðin komi ekki að okkur kartöflu ræktendum næst. Hann réttir úr bakinu en sting ur skóflunni all hressilega nið- ur aftur og heldur áfram. — Ég vil láta bæinn útvega Reykvíkingum garðlönd í Korp- úlfsstaðalandi og um leið ættu þeir líka að útvega þeim land, gömlu kindakörlunum á Korp- úlfsstöðum. Það er alls staðar sótt að þess um mönnum, þeir eru reknir frá Eimskip og SÍS fyrir það eitt að þeir eru það gamlir. Á sama tíma er verið að taka Lídó og Saltvik fyrir unglingana. Þeir mega gæta sín, ef þeir vilja halda atkvæðunum sínum. Og Matthíasi liggur miklu meira á hjarta. Það þarf að fjölga togurunum um helming. Það væri engin Stór-Reykjavík tjj, ef togararn- ir hefðu ekki verið. Þaö eru barnalegir menn, sem halda, að það þurfi að lengja vinnutím- ann um borð og fækka mönnum meðan vinnutíminn er styttur i landi. Þeir ættu að fara til sjós, svona 1-2 ferðir í svartasta skammdeginu. Og svo er það annað. Fiskurinn er 14 daga gamall, þegar komið er með hann að landi og svo á að setja hann í vél og salt og það tel ég ekki vera nema í 3-4 flokk. Við íslendingar fæddumst f því landi sem ailir verða að vinna og vinna mikið. Stóriðia á rétt á sér en leysir sjávarútveginn ekki af hólmi. Svo á að hætta að aug lýsa fiskikónganna, þeir ausa veiðarfærunum í sjóinn en koma með skit að landi. Það á að koma með vfirlitið í lok vertíð- arinnar. pau njonin raattnias ouomunusson og Sigurnnn mnarsaottir asamt Kolbrunu utlu viö kar- köfluupptöku. Við kveðjum þennan hressi- lega mann og höldum aðeins ofar í stykkið þar sem eldri kona og ungur piltur vinna við kartöfluupptöku einnig. Hún segist heita Jóhanna og sonarsonurinn Ingólfur Guðna- son er að hjálpa henni. — Þaö er gaman að þessu í góða veðrinu, segir Jóhanna, ég kann vel við mig, þegar ég er komin hingað uppeftir. Ég vildi óska að ég gæti veriö hér alla daga og sem lengst frá bænum. Mér fer alltaf aö leiðast þar, þegar ég sé fyrstu grösin á vor- in. Svo rekum viö endahnútinn á viðræðurnar með því að spjalla smástund við Kristján Theódórsson og Þórdísi Aðal- björnsdóttur, sem vinna í sín- um reit. Þau hafa nýlokið við að taka upp stóran hnaus og telja undan honum tólf vænar kartöflur af Bentje-tegund. — Það eru margir, sem nota hana, segja þau hjón. Þau eru ánægð með uppskeruna, byrj- uðu í ágúst að taka upp í soðið handa sér og kunningjunum. — Þetta er eins mikiö sport hjá okkur og laxinn hjá lax- veiðimönnum og fyrirhöfnin er lítil. Þaö er nóg að koma eina kvöldstund og setja niður. Arf ann hugsum við ekkert um. Við teljum hann góðan gegn haust frostunum. Og Kristján segir frá þessari uppgötvun þeirra hjóna. — Við höfðum í eina tíð kart- öflugarð niöri við Grensásveg og þar var karl í næsta garði, sem setti niöur um vorið en skipti sér svo ekkert af arfanum og hann fékk að vaxa í friði um sumarið. Við reyttum hins veg- ar og reyttum. Svo er það, að karlinn óg við tökum upp sama daginn og þaö varð helmingi stærra hjá honum. Síðan reynd um við það sama og hefur gef- izt vel. Mér fer alltaf að Ieiöast, þegar ég sé fyrstu grö sin á vorin... segir Jóhanna, sem hefur sonar- soninn sér til aðstoðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.