Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 7
VIS1R. Laugardagur 14. september 1968. 7 Fargjaldalækkun til og frá NewYork Haile Selassie. Frá 9. september til 31. marz gilda 21 dags hagstæðu fargjöld- in samfellt í báðar áttir. — Vetrarfargjöldin lágu gilda vestur frá 29. september til 16. júlí. Gerið svo vel að kynna yður afslættina, sem við höfum nefnt Gestaboð til Bandaríkj anna. Skrifstofur Loftleiða, ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loft- leiða úti á landi gefa allar nánari upplýsingar. NJÓTIÐ HINNA HAGSTÆÐU FARGJALDA OG GÓÐKUNNU FYRIRGREIÐSLU MEÐ ROLLS-ROYCE FLUGVÉLUM LOFTLEIÐA DFTLEID/H Örl'óg Biafra og Mose Tsjombe ofarlega i hugum manna, en hvorugt málanna er á — Minna var um nýjar fréttir af I ekki í fyrrinótt og í gærdag vegna ráðstefnunni og ýmsum öðrum mál- truflana. um, þar sem NTB-fréttir bárust | dagskrá ráðstefnunnar Ráðstefna æöstu manna Eining- arsamtaka Afríku kom saman í gær í Algeirsborg. Á þennan „topp- fund“ voru þegar komnir í fyrra- dag um 20 þjóðhöfðingjar, þeirra meðal án vafa mestu; viröingar- maður HaSe Selassie Eþíópíukeis- ari. Hann mun gera r'áðstefnunni grein fyrir þeim tilraunum sem friðamefnd samtakanna gerði til þess að ná vopnahléi í borgarastyrj öldinni í Nigeriu, en hann var for- maður hennar. Ekki var gert ráð fyrir, að umræða um borgarstyrj- öldina yrði á toppfundinum, og var ákvörðun í því efni rökstudd meö því aö um innanlandmál væri aö ræða. Hefir það vafalaust verið hyggilega ráðið, því að hiti er í mörgum leiðtogum og þjóöum út af þeim málum, en margir eru þeirrar skoðunar, að Biafra geti með fullum rétti krafizt sjálfstæði, að undan- gengnu þjóöaratkvæði, en það hef- ir sambandsstjómin neitað með öllu að fallast á. Nokkur Afríku- lönd hafa viðurkennt Biafra sem sjálfstætt riki: Tanzania, Zambia, Fílabeinsströndin og Gabon — og sjálfur de Gaulle hefir gefið í skyn, að ekki sé loku fyrir það skotið, að Frakkland viðurkenni Biafra. Gowon, æðsti maður sambands- stjómar, mun að líkindum koma á ráðstefnuna og gera grein fyrir málstað stjórnar sinnar, og virðist þá sanngimi mæia með, að full- trúi Biafra fái að tala þar máli sinnar þjóðar, en tillaga í því efni frá Tunis, studd af 6 þjóðum, var dregin til baka áður en ráöstefnan var sett, til þess að firra deilum. En annars er varlegast að spá engu um þessa ráðstefnu, eins og allt er í pottinn búið. Borgarastyrj- öldin er í rauninni ekki á dagskrá, en mörg önnur mál veröa rædd. Hvort mál Mose Tsjombe verður rætt virtist óvíst, er síðast fréttist. Landamæri Austurríkis auðkennd með fánum Þegar er hernám Tékkóslóvakíu hófst fóru menn að flýja land og flestir til hins hlutlausa Austur- ríkis og var fljótt farið að auð- kenna landamærin með austur- rískum fánum til þess að girða fyrir árekstra, en búast mátti við, að reynt kynni að verða að hindra flótta manna, einkum eftir að her- nienn úr hernámsliðinu fóru að gæta landamæranna með tékknesk- um hermönnum. Til fárra alvar- legra árekstra hefir þó komið... Og nú iiggur straumur flóttamanna frá Tékkóslóvakíu — en fárra heim, bví að menn óttasi framtíð- ina þar, en fjarlæg lönd kalla og bjóða hjálp þessu bágstadda fólki, Ástralía, Kanada og fleiri. útlönd í morgun útlönd í morgun . útlönd í morgun RÁÐSTEFNA EININGARSAMTAKA AFRÍKU HAFIN í ALGEIRSBORG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.