Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 8
V ItS I|,R. „augardagur 14. september 1968.
8
m
Otgerandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: 1 augavegi 178. Sími 11660 (5 iínur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Ekki rödd fólksins
§krifin í Þjóðviljanum undanfarið benda ekki til þess,
að úr þeirri átt sé að vænta mikils samstarfsvilja í við-
ræðum stjórnmálaflokkanna um efnahagsmálin. Eins
og fyrri daginn sýna skrif blaðsins löngun þeirra, sem
þar halda á pennanum til þess að spilla fyrir að sam-
staða um úrræði geti náðst milli flokkanna. Ritstjór-
um Þjóðviljans hlýtur þó að vera ljóst eins og öðrum,
að hér er mikið undir því komið, að allsherjar sam-
komulag náist. Og engir eiga meira undir því en ein-
mitt þeir sem Þjóðviljinn læzt bera umhyggju fyrir.
Skrif blaðsins eru því enn ein sönnun þess, að það er
ekki málsvari vinnustéttanna í landinu, heldur sitja
þar önnur sjónarmið í fyrirrúmi.
En margt fleira bendir til þess að Þjóðviljinn sé ekki
„rödd fólksins“, eða þess hluta þjóðarinnar, sem hann
hefur sérstaklega þótzt bera umhyggju fyrir. Atburð-
irnir á Vestfjörðum nýlega sýna það m.a. sem
raunar var löngu vitað, að ekki er allt með felldu inn-
an herbúða Alþýðubandalagsins. Þarna er sagan enn
að endurtaká sig: Enginn „sósíalistaflokkur“ getur
þrifizt til lengdar, ef hann hefur innan sinna vébanda
sanntrúaða kommúnista og lætur þá komast í forustu-
hlutverk. Og þetta er ekki einungis íslenzk reynzla.
Þannig hefur farið alls staðar um samvinnu lýðræðis-
sinnaðra sósíalista og kommúnista. Fái kommúnistar
ekki að ráða öllu í flokknum, annaðhvort reka þeir
hina burtu, eða þeir síðarnefndu þola ekki ofríkið og
fara sjálfir — sem er nokkurn veginn hið sama.
Klofningur hefur lengi vofað yfir innan þeirra
stjórnmálasamtaka, sem í daglegu tali eru nefnd
kommúnistar, bæði vegna þess, að þeir ráða þar
mestu og að of langt væri að telja upp öll nöfnin í
bvert skipti. Hinn svonefndi Sameiningarflokkur Al-
þýðu — Sósíalistaflokkurinn hefur alltaf skoðað Al-
þýðubandalagið sem hentugt verkfæri til atkvæða-
veiða í kosningum. Þá hentar vei að hafa í framboði
vinstri sinnaða menn, sem ekki eru í Sósíalistaflokkn-
um, eins og reynslan hefur stundum sýnt, en ætli
þessir menn síðar að fara að hafa sjálfstæðar skoðan-
ir. sem ganga í berhögg við vilja kommúnista, þá tek-
ur gamanið að kárna. Þá riðar samstarfið til falls.
eins og nú hefur komið í ljós á Vestfjörðum. Og þá
segja kommúnistarnir, sem, þótt ótrúlegt sé, hafa jafn-
an töglin og hagldirnar, þegar á reynir: Látum þá held-
ur fara en gefa þeim eftir. Þeim er ljós sú staðreynd
að sé látið undan lýðræðisöflunum, riðar flokkskerfið.
til falls, eins og rússneska harðstjórnarkerfið gerði,
begar lýðræðisöflin í Tékkóslóvakíu fengu lausan
tauminn. — Það er alls staðar sama sagan: Kommún-
ismi og frelsi geta ekki farið saman, hvorki á íslandi,
Tékkóslóvakíu né annars staðar.
smkHWB
JJaukur Angantýsson, einn af
okkar yngstu og efnileg-
ustu skákmönnum er kominn
heim úr löngu keppnisferðalagi.
Eftir aö hafa teflt á heimsmeist-
aramóti stúdenta í Austurríki,
hélt Haukur til Jótlands, þar
sem hann tók þátt í unglinga-
móti. Voru þátttakendur frá 13
þjóöum, þar á meðal Lombard,
Sviss og Aspelund, Svíþjóö,
sem báöir tóku þátt í heims-
meistaramóti unglinga í Jerúsa
lem 1967. Aspelund komsf þar
f úrslitakeppnina, en hann og
íslenzki þátttakandinn, Guö-
mundur Sigurjónsson háöu
haröa keppni um réttinn í úr-
slitakeppnina, sem lauk með
sigri Svíans. Á skákmótinu í Jót
landi var Haukur taplaus, hlaut
hann 6 vinninga af 7 möguleg-
um. Eftir mótið hélt Haukur á-
samt unglingum frá hinum Norð
urlöndunum til keppni gegn sov
ézkum unglingum. Var teflt á
15 boröum, tvöföld umferð.
Sigruðu Sovétríkin með yfir-
burðum, 20y2 : 9l/2. Haukur
tefldi á 3. boröi og gerði jafn-
tefli í fyrri skákinni, eftir aö
hafa átt betri stöðu alla skák-
ina. Seinni skákinni tapaöi
Haukur eftir harða baráttu.
Haukur hefur jafnan verið
mikill keppnismaður og eftirfar
andi skák er einkennandi fyrir
skákstfl Hauks.
Alþjöðlegt unglingamót
á Jótlandi.
Hvítt: Haukur Angantýsson.
Svart: Leif Ögaard, Noregi.
Sikileyjarleikur.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd
4. Rxd Ff6 5. Rc3 a6 6. Bg5
e6 7. f4 Db6
Svartur leggur hér út í mjög
þekkt en vafasamt peðsrán.
Siðustu ra„nsóknir hafa leitt
í ljós að svartur lendir í mjög
hættulegri stöðu og sókn hvíts
gerir meira en vega upp peðs-
tapið.
8. Dd2
ÞvingaÖur leikur en sterkur.
Ef hvítur leikur 8. Rb3 De3f
9. De2 DxDf og svartur þarf
engu aö kvfða.
8. ... Dxb 9. Rb3
Þennan Ieik lék Matulovic
gegn Kawalek á millisvæða-
mótinu í Sousse 1967 og vann
fljótlega. Einnig er leikiö 9. Hbl
Da3 10. f5 Rc6 11. fxe fxe 12.
RxR bxR 13. e5 Rd5 14. RxR
cxR 15. Be2 dxe 16. 0-0 og hvit
ur hefur vinnandi sókn, w.
skákina TakBogdanovic, Budva
1967. '
9. ... Rc6 lO. 'BxR gxB 11. Be2
Venjulega er biskupnum leikið
til d3, en Haukur hefur aöra
áætlun í huga.
11. ... Da3
Svartur óttaöist 12. a4 og 13.
Ha2
12. 0-0 Bd7 13. Khl Be7
Hér var betra 13. ... 0-0-0
14. Bh5 Be8 og reyna að ná
mótsókn eftir g línunni. Nú
nær hvftur mjög sterkum tökum
á stöðunni.
14. Bh5! Hf8 15. De3 Ra5
16. f5 RxR 17. cxR 0-0-0 18.
Rd5! exR 19. exd Bb5
Ef 19. ... Hde8 20. Da7! Bd8
21. Haclf Bc7 22. Da8 mát.
20. Hfclf Kb8 21. DxB Hc8
22. Hgl Bd3 23. Dxf6 Be4 24.
Hadl Dxa 25. Dxdf Ka8 26.
Df4 Bc2 27. Hd4 Bxb
Svartur hefur nú jafnað liðs-
muninn, en hvíta d-peöið ræöur
úrslitum.
28. Bf3 Hfd8 29. d6 Hd7 30.
h3 Da3 31. Hb4 Hc5 32. Hxb7!
HxH 33. d7 Da5 34. Dd6 Gefið.
Ef 34. .. Dd8 35. Dxaf og
mátar.
Jóhann Sigurjónsson.
Ritsti Stefán
Hér er lærdómsríkt spil, sem
*spjjað var í kepp.ni nýlega. Suð-
ur gaf ög a-v voru á hættu.
4 7-5-2
¥ K-G-6-5-3
♦ 4
4 K-G-5-2
4 G-10-9-4-3 4 K-D-8-6
¥ ekkert V A-D-10
4 K-10-8-7-2 4 G-5
4> 10-8-4 4 D-9-6-3
4 A
¥ 9-8-7-4-2
4 A-D-9-6-3
4 A-7
Sagnir gengu þannig:
Suður Vestur Noröur Austur
1¥ P 4¥ P
P P
Vestur spilaði út spaðagosa
og suður átti slaginn á ásinn.
Guðjohnsen
Ef hjartað lægi vel, þá var eins
vfst að stæði slemma og suður
spilaði því hjarta. Vestur lét
spaða, sagnhafi gosann og aust-
ur drap með drottningu. í þess-
ari stööu ákvað austur að reyna
að fyrirbyggja víxltrompun hjá
suðri og hann fómaði þvf sfnum
örugga trompslag og trompaöi
út ásnum og síðan tíunni. Blind-
ur drap á kónginn og reyndi aö
fría tígulinn. Það misheppnaðist
og þar eð ekkert endaspil var
mögulegt, varð sagnhafi einn
niður.
HefÖi austur ekki fórnaö
sínum örugga trompslag, hefði
suður unnið spiliö auöveldlega
með víxltrompi og það gat hann
auðvitað gert strax. Fari hann
aldrei f trompið, þá getur austur
aldrei fengið annað en þrjá
slagi á tromp.
4
Bridgefélag Reykjavikur hóf
starfsemi sína s.l. miðvikudags-
kvöld með tvímenningskeppni.
Keppt var í tveimur riðlum.
Sigurvegarar urðu Magnús
Oddsson og Inga Bernburg í A-
riðli og Árni M. Jónsson og
Sigurhjörtur Pétursson í B-
riðli. Hljóta þau að launum
bridgebækur. Næsta keppni fé-
lagsins er einmenningskeppni,
og hefst hún n. k. miðvikudags-
kvöld kl. 20,30. Áríðandi er að
láta skrá sig sem fyrst.
¥
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur T.B.K. I stjórn fyrir næsta
ár voru kosin: Formaöur: Jón
Magnússon, gjaldkeri Jóhanna
Kjartansdóttir, ritari Matthías
Kjeld, áhaldavörður Gissur
Gissurarson og mótsritari og
varaformaður Birgir Sigurðsson.
T.B.K. mun spila á fimmtu-
dagskvöldum í vetur i Domus
Medica og hefst starfsemin 19.
þ. m. kl. 20 meö tvímennings-
keppni, sem veröur 5 umferöir.
Stjórnin hyggst taka upp
ýmsa nýbreytni í félagslífinu og
ýmsar nýjungar til hagræðis fyr-
ir félagsmenn. Nýir félagar eru
ávallt velkomnir. Þátttaka til-
kynnist í sfma 30602. (Frétta-
tilkynning frá Tafl- og Bridge-
klúbbnum.)
PÉTUR SIGURÐSSON:
Svimhátt stefnumark
„Vér fórum allir villir vega
sem sauöir. stefndum hver
sína leið.“
Þannig mælti spámaður mik-
ill, er hann hugsýn spámann-
legrar andagiftar sá fyrir komu
mannkynsleiðtoga eftir nokkr-
ar aldir.
„Hver sína leið.“ — Maöur er
dýrunum það fremri, að hann
getur talað. Þann hæfileika
sinn hefur hann notað óspart.
Mennirnir hafa farið villir vega,
ráfað hver sína leiö eins og
sauðkindin, en þeir hafa gert
það. sem sauðkindin gat ekki
gert, þeir hafa háö harðar deil
ur og erjur um leiðirnar, um
stefnurnar, jafnvel blóðugar
styrjaldir.
Einn segir já, þegar hinn seg
ir nei. Einn segir: til hægri! þeg
ar hinn segir: til vinstri! Einn
segir: við verðum að trúa á Guð
og tilbiöja hann. Annar segir:
það er enginn guð til.
Fyrir einstaklinga og allt
mannkyn er þetta stórmál. Get
ur nokkur láð nútímamanni þótt
hann hugleiði af fremsta megni
þetta stórmál og reyni aö kom-
ast að einhverri niðurstöðu,
nægilegri aö minnsta kosti hon
um sjálfum.
Um eitt geta menn ekki háð
deilur, og það er þetta: I manns
huganum fæddist guðshugmynd.
Þetta er óhrekjandi staðreynd.
Auövitað hefur guðshugmynd
manna verið ærið misjöfn, sam
kvæmt mismunandi þekkingar-
og menningarstigi þeirra. Hin
alfullkomnasta er þessi: Guð er
alvís, almáttugur, algóður.
Er ekki ástæöa til að staldra
við þessa sannreynd, að maður
inn hefur kosið sér alvísan, al-
máttugan og algóðan Guð að
trúa á og tilbiöja? Auðvitað hlýt
ur þá stefnumark þess manns,
sem slíku trúir að vera þaö, að
líkjast sem mest og bezt slík
um Guði, og þetta er svimhátt
stefnumark, en ekki ókleift. Ann
ars heföi Kristur ekki sagt:
„Verið því fullkomnir, eins og
yðar himneski faðir er fullkom
inn.“ Sjálfsagt á mannkynið eí'
ir ærið erfiða göngu að þessu
marki, en mun ekki trú á algóö
an Guð og hugsanlega fullkomn
un .oka mannkyni að marlá? Á
ekki maðurinn eftir að verða
Guði likur, alvis eins og hann,
almáttugur eins og hann, algóð-
10. síða
4
ac-.