Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 10
TO Vl SIR. Laugardagur 14. september 1968. Skipið er orðið eins og kiettur í fjörunni — segir Bergur Lárusson, sem freistar nú ásamt „gullleitarmönnunum" að bjarga Surprise Flokkur sex manna mun næstu daga athuga mögulelka á björgun togarans Surprise, þar sem hann situr á Landeyjasandi, neðan viö bæinn Sigluvík. Það er Samábyrgð isl. botnvörpunga, sem fengið hef ur þessa björgunarmenn til starfa. Er þetta sami flokkurinn og und angengin sumur hefur leitaö „guil- skipsins“. sem talið er grafið niður i Skeiöarársand með miklum verð mætum. — Tveir þeirra félaga, Tergur Lárusson og Pétur Kristjóns son eru komnir austur á Landeyja sand til þess að athuga aðstæður og náði Vísir tali af Bergi í Siglu- vík snemma i gærmorgun. — Við komum hérna í morgun, sagði hann og erum lítið búnir að skoða skipið. Mér virðist þetta þó ekki álitlegt. Hann liggur þama ofar lega f fjörunni, hálffullur af sjó. Þetta er orðið eins og klettur þar í Tjörunni. Við munum reyna að rétta skipiö af, ef það er hægt, sagði Bergur, en PARfS: Ásökunum Trudeau for- sætisráðh. Kanada um að franska stjórnin hafi sent einn af embættis mönnum sínum til þess að halda uppi áróðri meðal frönskumælandi manna í Manitoba er neitað í Par- ís. Er því haldið fram þar að em- bættismaðurinn Philippe Rossillon 'iafi farið á eigin spýtur til þess að -æða möguleikana á að varðveita ’ranska tungu í landinu, og fariö ;em gestur frönskumælandi manna. frudeau hélt því fram, aö laumu- 'ega hefði verið að farið, og maður bessi farið til Manitoba án vitund ir og leyfis sambandsstjórnar. það liggur þversum og hallast mik- ið. Við erum að hugsa um að festa í það taugar úr landi og reyna að þoka því þannig til. Viö vitum ekki hvort skipið er lekt fyrr en við er- um búnir að rétta það við. — Það er alls óvíst að þetta takist, en við verðum þarna næstu daga til þess að athuga möguleika. Skipið hefur ekkert færzt til í fjörunni, nema hvað því sló flötu daginn eftir strandið. — Engin olía hefur heldur lekiö úr leiðslum, síð- an gert var viö þær til bráðabirgða en veður má lítið versna ef björgun- in á að takast, og hætt er við mikl- um olíuleka á fjörurnar ef veður versnar að ráöi. SSæmar horfur — ** —> 16 síöu fjölda bænda á stórum svæðum. Mjög mikil heymiölun á sér stað milli héraða og landshluta. Flestir bændur hafa reynt að bæta úr heyskortinum eins og kostur var meö því að nýta eyði jarðir nær og fjær og taka á leigd engjar jafnvel i fjarlæg- um landshlutum. Hreint lund •— ib. síöu úrufræðafélags menn um að taka niður áminningarspjöld herferðar- innar, hvar sém þaú kúnna að vera, — og auðvitað þarf ekki að taka það fram að spjöldin eiga helzt að fara í næstu ruslatunnu eöa graf- ast í jörö. Listir — l»->- 6. síöu. verka i eigu safnsins án endur- gjalds, ég fæ ekki betur séð en slikt stangist á við anda höfund- arréttarlaganna. Nú munu áhangendur ójafn- aöar viö listpnenn benda á á- kvæði Bernarsáttmálans sem réttlætingu fyrir því aö höfund- arréttur sé tekinn ránshendi og fenginn f járaflamönnum og spekúlöntum 50 árum eftir dauða höfundar. En því er til að svara, að í Bernarsáttmálanum eru engin ákvæði. sem skuld- binda íslendinga til þess að brjóta eigin lög, þvert á móti er gert ráð fyrir því að ákvæði um þetta geti verið misjöfn í aöild- arríkjunum. Það er sjálfsögð ósk okkar til löggjafarvaldsins, að eignarréttur' listamanna verði færður til samræmis við okkar eigin stjórnarskrá. Það færi vel á því að íslendingar gengju fram fyrir skjöldu um mannréttindi listamanna í heiminum, svo mjög sem íslenzk menning á sína rót og varðveizlu á vett- vangi listarinnar. Það mætti vera til athugunar, að höfundarréttur gengi að lokn- um tilteknum tíma til ríkiseign- ar eða sérstaks sjóðs, sem sæi um innheimtu höfundarlauna, en tekjur þessar rynnu til styrktar lifandi listamönnum og þætti mér þá sennilegt að listamenn myndu losna úr þeirri aldagömlu stöðu féþiggjandans. Jjótt ég hafi hér aðallega haft á orði það sem okkur finnst vangert við okkur, þá skal það einnig þakkaö að maklegheitum, sem vel er gert og allajafna, þegar nauðsyn ber til, mæta sam tök listamanna góðum skilnmgi um úrlausn einstakra dægur- mála hjá hlutaðeigandi yfirvöld um og ég vil að þessu tilefni færa menntamálaráðherra þakk- ir fyrir veitta aöstoð og góð fyrir heit um ýmsa fyrirgreiðslu bandalaginu til handa í þessum hátíðaframkvæmdum okkar, einnig þakka ég borgaryfirvöld- um fyrir góöar undirtektir um aðstoö til frumflutnings tón- verka á þessu 40 ára afmæli bandalagsins. Hannes Kr, Davíösson. Hjónaband — m->- 9. síöu. stjórnandans. Meir heldur en bara vélritað fyrir hann bréfin hans.“ ,,Ég sé, að klæðnaöur einka- ritara verður einnig á dagskrá á námskeiðinu." „Já, því góður einkaritari tek ur fullt tillit til stjórnanda síns í klæðnaöi sínum, vegna allra aöstæöna." „Hvemig?" „Sums staðar hafa risið upp vandamál hjá virðulegum fyrir tækjum, sem vilja skapa sér virðingu og trúnað viðskiptavina sinna, en svo hefur starfsstúlka, jafnvel kannski einkaritarinn, sérstakt dálæti á mini-pilsum. Það á ekki vel við f slíku and- rúmslofti, að einkaritarinn spöki sig þar um í pilsi, sem nær varla niður á læri. Af þessu hefur svo risið upp vandamál, um hvort pils einka- ritaranna megi vera svo og svo marga sentimetra fyrir ofan hné eða hvar hafi átt að setja tak- mörkin og hver hafi svo átt að hafa eftirlit með því, að þau yröu virt.“ „En stjórnandinn? Þarf hann að taka tillit til einkaritarans i klæðnaði sínum?“ „Nei, það er ekki endilega ætlazt til þess.“ „Þér voruð eitt sinn kjörnar hinn fullkomni einkaritari. Hvernig bar þaö að?“ „Þaö haföi veriö haldið nám- skeið í „Akademiet for salg og reklame", sem viö tókum þátt f 120 einkaritarar. í lok nám- skeiðsins var haldin sam- keppni. sem 60 okkar tók þátt í, en hún fór fram með þeim hætti, að fyrir okkur voru lagð ar ýmsar þrautir, sem við þurft um að leysa úr. Þetta var nokk urs konar útsláttarkeppni, og síð asta daginn, þegar 10 voru eft- ir, var okkur stillt upp á svið og lögö voru fyrir okkur verk- efni, lík þeim, sem einkaritarar geta alltaf búizt við að fá. Síðan þurftum við að leika á sviðinu, hvernig við hugsuðum okkur aö leysa þau verkefni, ef þau bærust okkur í hendur í raunveruleikanum. Fyrir þetta var okkur gefinn viss stiga- fjöldi hjá dómurunum og það æxlaðist þannig að ég vann.“ „Hvemig munduð þér segja, að hinn fullkomni einkaritari ætti að vera?“ „Það verður varla sagt í stuttu máli, en til þess að einka ritari sé álitinn góöur, þarf hann að sýna að hann sé nýtur og nái alltaf góðum árangri. Mesta hrós, sem ég hef þegið, var þegar yfirmaður minn sagði eitt sinn við mig: „Það sem mér líkar bezt við þig, er hve fjári vel þér tekst að leysa starf þitt af hendi.“ Svimhótt — »->■ 8. síöu. ur eins og hann? Ef svo, hvað gagnar þá aö neita tilveru Guös og gagnsemi guðstrúar. Er þetta ekki fávíslegt tal: maðurinn alvís, almáttugur, al- góður? Hvers vegna það? Stefn ir maðurinn ekki að þessu marki? Honum hefur alltaf lit- izt vel á skilningstréð og heldur sér dyggilega við það enn. Hvað sagði vitra og slæga dýrið við konuna? „Guð veit, að jafn- skjótt sem þið etið af honum (ávexti skilningstrésins) munu augu ykkar uppljúkast og þiö munuö verða eins og Guö og vita skyn góðs og tfls.“ Maðurinn glímir nú ákafar en nokkm sinni fyrr viö aö skilja — skilja allt og þekkja allt. Mun hann ekki ná þvi marki, að vita allt, sem vitað verður um efnisheiminn, lögmál hans og samverkan þeirra? Meö slíka þekkingu verður hann mjög máttugur. Áreiðanlega á hann einnig eftir að kafa djúpt f leyndardóma hugarorkunnar, trúarinnar og allrar hinnar and legu tilveru. Ríkur af þeirri þekkingu verður hann enn mátt ugri, nálgast það aö vita allt og geta allt — vera alvís og almáttugur, veit allt um orku efnis og- anda og getur allt sem hann ætlar sér. Búinn slíkri vizku og slíkum mætti, sér hann og skilur, að honum er ekki fært annað en vera full- kominn f góðvild — algóður, annars grandar hann öllu mann Iífi. Þannig er stefnumark manns ins svimhátt: líkur Guði — guðshugmynd sinni um alvizku, almætti, algæzku. Tilgangslaust er þjóðum að reyna að losa mannkyn við Guð og guðstrú. Dæmið gengur upp, reiknað frá báðum endum. Maðurinn, guðs sköpun skal vaxa upp til Guðs — verða Guði líkur f öllu. Þökk guðshugmynd mannsins. — Frá Guði til Guðs. Þessi skilningur á máli málanna full- nægir mér. Mjö honum finnst mér, sem Guð hafi sett fætur mína „á klett" og lagt mér „ný ljóð í munn, lofsöng um Guð.“ BORGIN BELLA Það er kannski ódýrara að borða heima — en það er ein- hvern veginn betra að borða úti. miKMETj Lengsti lúöur í heimi mun vera Alpahorn, sem er meira en fimmt án fet á lengd og gert úr furu. vi ES I R fyrir 5( áruni Fyrirspurn. — Herra ritstjóri! Er heimilt vegna brunahættu að setja stóra móhlaða, meira en mannin>;öarháa vekki, lengra' en eina eða tvær álnir frá húshlið með mörgum stórum gluggum á?“ Vísir 14. sept. 1918. MINNINGARSPJÖLD Minningarsnfáld H: grii - .kirkju fást f Hallgrfmskirkju CGuðbrands stofu) opið kl 3—5 e.h.. sfnr 17“''5 Blóm .verzl rien. F ■il- götu 3 (Domus Medical BókahiV 22. Verzlun Bjöms Jónssonai Vesturgðtu 28 og Verzl Halldónj Ölafsdóttur Grettisgötu 26 TILKYNNINGAR Hvað ungur nemur — gamall temur. Foreldrar, sýnið bömum yðar fagurt fordæmi i umgeng». Bókasafn Sálarrannsóknafé- lags sl nds og afgreiðsla tfma- ritsins Morguns. Garðastræti 8. sími 18130 er opin á miðvikudags kvöldum kl. 5.30 til 7 e.h. Skrit- stofa félagsins ar opin á sama tima. Akureyringar! Akureyringar! Notum handþurrkur úr pappír í stað venju- legra handklæða á þeim stöðum, þar sem mat- væli eru höfð um hönd. Notum einnig sápuskammtara, sem er sápu- lögur í lokuðum umbúðum. Akureyri, 11. september 1968. Kári Guðmundsson, matvælaeftirlitsmaður heilbrigðisstjómar ríkisins. Ódýrar Þjórsárdalsferðir Síðasta hringferð sumarsins í Þjórsárdal verð- ur n. k. sunnudag kl. 10 f.h! Meðal annars er komið í Gjána, að Stöng og Hjálparfossi. Á austurleið er ekið um Skálholt, einnig ekið um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins kr. 470.—. Innifalið kaffi og smurt brauð á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100.— ef þess er óskað. Uppl. gefur B.S.Í. Umferðarmiðstöð- inni. Sími 22300. LANDLEIÐIR H.F. . ^A-ri ;n. aj'jTfTivTii r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.