Vísir - 20.09.1968, Síða 3

Vísir - 20.09.1968, Síða 3
Ví SIR / Föstudagur 20. september 1968. 3 > • \ ' -j ;■ ;■ - Með forstjórum og einkariturum á skólabekk „Cvo lengi lærir, sem lifir“, segir gamla máltækið og , skynsamra manna háttur er það að notfæra sér reynslu annarra og læra af henni, eins og unnt er. Enda urðu allmargir til þess að gripa tækifærið, sem nám- skeið Stjórnunarfélags íslands fyrir stjómendur fyrir- tækja og einkaritara þeirra veitti, til þess að fræða menn um hagnýt „kontór“ vinnubrögð Rosknir og virðulegir forstjór- ar og aðrir stjómendur fyrir- tækja og stofnana settust á skólabekkinn á mánudag til þess að hlýða á tilsögn danskrar kennslukonu, sem beinlinis er hingað komin til þess að kenna þeim, hvernig þeir geti sem bezt velt sem mestu af daglegum önn um sinum yfir á herðar vesal- ings einkaritara sinna. Heilum degi frá öörum þýðingarmiklum störfum vöröu þeir til þess að hlýða á fyrirlestra frú Elínar Hansen, sem kann góð skil á þessari list. Áhugi einkaritara á þessu námskeiði virtist ekki benda til þess, að þeir teldu sig þurfa neinnar meðaumkunar við, þótt stjómendur þeirra væru að búa sig undir að leggja á herðar þeirra meira starf og meiri á- byrgð. Nær sex tugir sóttu um þátttöku * námskeiðinu, sem veitti einkariturum tllsögn f þvi, hvemig þeir gætu gengiö til móts við stiórnendur sína við að létta af þeim sem mestu í hinum daglega erli. Til þess vörðu einkaritaramlr tveim dög- um. „Mér kemur I hug, að þeim heföi ekki veitt af tveim dögum líka, blessuðum,“ sagöi ein stúlk an við stöllu sína, svo Mynd- sjáin heyröi, um leið og þær gengu út að afloknum einum fyrirlestra frú Elínar Hansen. „Það er reyndar mín reynsla einnig heima f Danmörku,“ sagði frúin, þegar Myndsjáin bar það undir hana. „Margir stjórn- enda, sem gengið höföu á nám- skeið hjá okkur (í IBM), höfðu samt ekki lag á því aö beita einkariturum sínum til fulls. Ein kennilegt kann það að virðast, en einkum voru það yngri menn irnir, sem voru þá að vinna sig upp.“ Hún sagðist hafa ánægju af þeim áhuga, sem ríkti fyrir nám- skeiðinu, en eins saknaði hún úr kennslustundunum. Það var nán- ast viðburður, ef einhver spurði spurninga, en frúnni skildist, að það væri nánast þjóðareinkenni Útlit og klæðnaður, starfsfólk, fyrlrtækið, framkvæmdastjórinn, hegðun — yfirleitt allt, sem hugsanlega getur snert starf einkaritarans, var hugleitt og rætt á námskeiðinu. Stjómendur fyrirtækja og stofnana á skóiabekk. l tvo daga hlýduu pær á fyrirlestra og nettu uokum og leiööeiningarpésum til þess að geta komið stjórnendum sínum að sem mestu liði í starfinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.