Vísir - 30.09.1968, Side 8

Vísir - 30.09.1968, Side 8
© VISIR Dtgefandi Reykjaprent d.t. Framlcvæmdastión Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Ritstjórriarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson AuglÝsineastjóri Bergþór Oifarsson I Auglýsingar: Aöalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla ■ Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: t mgavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Askn'ftargjald kr 115.00 ð mánuöi innanlands t lausasöl j kr 7.00 eintakið Prentsmiöja VIsis — Edda h.f. Fréftamennska \ gegja má, að til sé sjötta dagblaðið í höfuðborginni. ( Það er ekki prentað, heldur berst það munnlega manna / milli. Að sjálf sögðu brenglast staðreyndir mjög í þessu / blaði, því að saga breytist í hvert sinn, sem hún e,r/ ) sögð. En tilvera þessa óprentaða blaðs byggist fyrst \ og fremst á því, að fréttaþjónusta hinna fimm blað- \ anna er ekki fullnægjandi. ( Fréttaþjónusta dagblaðanna ber of mikinn keim ) af aðsendum fréttatilkynningum. Svipur fréttanna er \ góðlátlegur og „heit mál“ sjá þar sjaldan dagsins Ijós. 1 ( Þetta er afar þægileg fréttamennska, sem hættir sér ( ekki út á hálan ís og móðgar engan. En hún snertir / aftur á móti aðeins yfirborð staðreyndanna og veitir ) fólkinu í landinu ekki nægar upplýsingar um það, sem \ er að gerast kringum það. \ Dagblöðin reyna samt stundum að fylgja því, sem ( erlendis er talin vönduð fréttamennska, að skyggnast ( niður fyrir yfirborð hlutanna og skýra frá því, sem / þar er að sjá. En þetta er mjög erfitt. Munnar þeirra, ) sem upplýsingar hafa, eru gjarna harðlæstir, svo að \ beita þarf tímafrekri og villugjarnri „njósn“ um hin ( viðkvæmu fréttaefni. ( Vísir hefur undanfarið reynt í síauknum mæli að ( rannsaka slík mál og birta fréttir um þau. Ekki er / langt síðan blaðið rannsakaði ýtarlega byggingakostn- ) að íbúða og bar saman við söluverð þeirra. Húsbyggj- \ endur og íbúðakaupendur höfðu af þessu gagn, en \ ýmsir hagsmunaaðilar ráku upp ramakvein. Þessi ( sama saga hefur síðan gerzt aftur og aftur. ( Ekki er rúm til að lýsa þessu öllu, t. d. er Vísir reif- / aði hitaveitumálin í Reykjavík í fyrravetur. Nú síð- |j ast hefur Vísir birt fréttir um hin dapurlegu mistök, ( sem átt hafa sér stað hjá Framkvæmdanefnd bygg- / ingaáætlunar í Breiðholti, — um reikningsóreiðuna ) hjá Neytendasamtökunum, — og um óútskýranleg \ vandamál í saltfisksölu íslendinga til Ítalíu. í öllum \ slíkum tilvikum reka hagsmunaaðilar úti í bæ upp ( kveinstafi og væna Vísi um óábyrga fréttamennsku. ( Nú er það augljóst, að fréttir um huldumál verða / aldrei jafnnákvæmar og fréttir um yfirborðsmál, því ) að upplýsingasöfnunin er miklu erfiðari. Þess vegna \ er oft hætt við smávægilegum viUum, þótt heildarefni \ fréttarinnar sé rétt. Og smávillurnar leiðréttast við ( nánari skrif, sena fylgja í kjölfarið. En þessar fréttir ( eru raunverulega ábyrgari en alveg réttar fréttir um / yfirborðsmál, því að hinar fyrri gefa þjóðinni alla vega ) töluverða innsýn í málin. \ Vísir sættir sig við að verða fyrir aðkasti hags- \ munaaðila fyrir að hætta sér út á hálan ís í þessum ( efnum. Á móti hafa komið viðbrögð almennra lesenda, ( sem hafa tekið þessari viðleitni mjög vel. Blaðið á / fyrst og fremst að vera skrifað fyrir þá. Þess vegna ) mun það áfram reyna að vera lifandi blað. \ ■r- im"iii——— VISIR . Mánudagur 30. september l£S8. T> óbert Arnfinnsson stendur uppi á hrauk af húsgögn- um, sem staflað hefu verið upp á borð og veifar brennivíns- flösku. Við hlið hans stendur Erlingur Gíslason og jánkar annað veifið öllu, sem Róbert segir. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning skal þaö tekið fram strax í upphafi, aö þetta ger- ist á sviði í Þjóðleikhúsinu, og þeir félagamir em að vinna, að en ekki að skemmta sér. Fjóröa október frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið „Puntila“ eftir þýzka mestarann Bertliold Brecht, og til að gera þessa sýn- ingu sem bezt úr garði voru fengnir hingað til lands tveir Þjóöverjar, hálfgildings læri- Manfred Grund sér um leikmyndina, og Wolfgang Pinzka stjórnar sýningunni á „Puntila“, eftir Brecht. Áhorfandinn á að á tilfinningunni hafa að hann sé í leikhúsi — Spjallað við tvo þýzka leikhúsmenn, sem setja hér upp sýningu á Puntila eftir Brecht sveinar Brechts. Annar þeirra, Wolfgang Pinzka, stjórnar leik- ritinu, en hann Manfred Grund, sér um leiktjöld og alla leik- muni. Báðir starfa þeir við þekkt leikhús í heimalandi sínu. „Volksbiine“ í Austur Berlín. Núna á dögunum hitti blaöa- maður ,rísis þá að máli í Þjóð- Ieikhúsinu,, þar sem einni æf- ingunni á „Puntila" var að Ijúka, og sá þar niðurlagið á atriðinu, sem minnzt var á í upphafi en það virðist vera skemmtilegt í bezta. Þeir félagar eru báöir tiltölu- Iega ungir menn. Pinzka hefur orð fyrir þeim, og við spyrj- um: „Hvernig gengur yður að setja leikrit á svið í landi, þar sem þér skiljið ekki bofs i tungu- málinu?“ „Það gengur prýöilega", seg- ir Pinzka. „Með hjálp Gísla Al- freðssonar, aðstoðarmanns míns og Þorsteins Þorsteinssonar, sem þýðir leikritið, blessast þetta allt saman, og ofan í kaupiö skilja margir leikaranna þýzku. Mér finnst tungumálamúrinn jafnvel hafa ýmsa kosti. Það er farið nákvæmar yfir leikritið, svo að við finnum réttan tján- ingarmáta“. „Hafið þér stjómað þessu leik riti áður?“ „Ég hef aldrei stjómað því í Þýzkalandi. en ég setti það á svið einu sinni á Ábæ í Finn- landi — með finnskumælandi leikurum. Að fenginni þeirri reynslu gengur uppfærslan hér betur“ „Hvaö viljið þér segja um leik ritið sjálft?“ „Til eru þeir, sem segja, að þetta sé ekki eitt af hinum stóru verkum Brechts. og þeir kunna að hafa á réttu að standa. En þetta er eitt af mínum upp- áhaldsverkum. Það gerir ljóð- rænt innihald þess og sveigjan- leiki þess — þar fyrir utan er það drepfyndið. Þess vegna er það oft sett upp sem farsi eða innihaldslaus gamanleikur. Það er mesti misskilningur. Þetta er innihaldsríkt verk, sem býr yfir miklum boðskap. f því eru dregn ar upp frábærlega athyglisverð- ar persónur. Til dæmis aðalper- Róbert Arnfinnsson, leikari, verður á meðal þeirra, sem fara með hlutverk i ,Puntila“. sónan, Puntila. Tvöfeldni hans er einstæð. Þegar hann er drukk inn, er hann gæzkuríkur og ör- látasta persónan undir sólinni, en beear af honum rennui er hann fullur af sjálfselsku og eigingirni“. Leiktjaldasmiðurinn. Grund, hefur ekki lagt orð i belg til þessa. svo að við beinum máli okkar til hans: „Gangið þér út frá einhverj- um sérstökum grundvallarregi- um i sambandi við gerð lelk- myndar?" „Já, . að má segja það. Hér er alls ekki reynt að herma eftir raunveruleikanum eða end- urskapa hann. Áhorfendur eiga allan tímann að vera varir þess, að þeir eru í leikhúsi. Til dæmis þar sem hús á að sjást á svið- inu er ekki reynt að setja upp heilt hús, heldur er aðeins hluti þess, t.d. svalir látnar sjást, og þannig eiga þær að tákna hús- ið.“ „Hvað finnst yður um sam- starfið við Islendingana hér í Þjóðleikhúsinu?" „Ég hef ákaflega gaman af þvi, og það er ánægjulegt aö fylgjast með framförunum, sjá sýninguna mótast. Ég býst sann- arlega við góðum árangri“. Grund virðist vera fjölhæfur í bezta lagi, því að hann sér ekki aðeins um gerð leikmunanna, heldur einnig búninga og and- litsförðun leikaranna. „Það er nokkuð algengt, aö sami maður sjái um allt þetta“, segir hann. „Sumir telja það iafnvel nauðsynlegt til að ná samstæðri heildarmynd. Allt, sem sést á sviöinu, skiptir máli. hvort sem það eru leiktjöld, bún ingar eða andlit leikaranna. Þaö er meira aö segja lika í verka- hring leiktjaldamálarans að skipta sér af staðsetningum leiK aranna á sviðinu". Þessir tveir erlendu leikhús- menn eru sýnilega uppfullir með ótal nýjar hugmyndir, sem ef- laust eiga eftir að blása auknu lífi í sýningu Þjóðleikhússins á „Puntila". Þeir haf' greinilega áhuga á því. sem þeir eru að gera, og lýsa yfir ánægju sinni yfir að fá tækifæri til að starfa hér. og varla eiga þeir nógu sterk orð til að láta í ljós hrifning. sína á íslenzku leikhúsfólki: „Þaö er ekki nóg með að viö ræðum málin á æfingum öllum stundum, heldur förum við lika saman í laugamar og þar halda umræðumar á,fram“. Esa_

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.