Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Mánudagur 7. október 1968. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent b.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Sitstjóri: Jónas Kristjánsson AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: 4ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 • Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Hugvitsmenn á hverju strái jpVæg er sagan um róðrarkarla Gunnlaugs Magnús- sonar, sem gengu fyrir vindi og knúðu áfram bát hans. Gunnlaugur var uppi um aldamótin 1800. Allar götur síðan hafa íslendingar átt hugvitsmenn, sem hafa ótrauðir unnið að hugðarefnum sínum, þótt samtíðin hafi hvorki veitt þeim viðurkenningu né stuðning. Nú síðast hefur í fréttum verið sagt frá uppfinn- ingum tveggja manna. Jón Þórðarson á Reykjalundi hefur fundið upp aðferð til að kæla plastfilmur. Hún hefur vakið mikla athygli erlendis og er að fara sigur- för um heiminn. Einar Einarsson hefur fundið upp hjólbarða, sem hægt er að breyta í snjógaddadekk á svipstundu, og er hann nú að endurbæta þessa upp- finningu. íslenzkir hugvitsmenn hafa náð mestum árangri í uppfinningum fyrir sjávarútveginn, því að við stönd- um þar svo framarlega, að innfluttar tækninýjungar nægja ekki, og þess vegna er markaður fyrir innlend- ar nýjungar. Sigmund Jóhannsson í Eyjum hefur fundið upp garnaúrtökuvél fyrir humar, steinbítsflökunarvél, humarflokkunarvél og nýja gerð snurpuhringja. Sig- urður Kristinsson á Hólmavík hefur fundið unp kola- skurðarvél og rækjuflokkunarvél, Jón Þórðarson handfæravindu, Haraldur Haraldsson og Ásgeir Long síldarflokkunarvél. Marga fleiri mætti nefna, svo sem Andrés Gunnarsson, sem fyrstur fékk hugmyndina að skuttogurum. Um þessar mundir eru raunar tugir manna um allt land að dútla við að smíða nýjar vélar og tæki af ýmsu tagi- Þjóðina skortir ekki hugvitsmenn. En þeir eiga erfitt með að njóta sín, einkum á þeim sviðum þar sem hér á landi er lítill markaður fyrir nýjungar þeirra. Þessu þarf að breyta. í álitsgerð iðnþróunarráðstefnu sjálfstæðismanna segir: „Stofnaður verði sérstakur... tækninýjunga- sjóður, sem veiti lán og styrki til hugvitsmanna og til framleiðslu nýrra vörutegunda.“ Og svipaðar hug- myndir voru á lofti á aukaþingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Þar var einnig rætt um, að útvega þyrfti hugvitsmönnum sérfræðilega aðstoð við öflun og varðveizlu einkaleyfaréttinda erlendis og við samn- ingagerðir þeirra við erlenda framleiðendur. Hér er rétt stefna á ferðinni. Oft þarf ekki mikla aðstoð til að gera hugvitsmönnum kleift að fram- kvæma hugmyndir sínar og afla sér einkaleyfa erlend- is. Jafnframt þurfa íslendingar að stefna að því að koma sjálfir þessum hugmyndum í verð, með því að byggja upp útflutningsiðnað, er hagnýti þessar upp- finningar og auki jafnframt atvinnuna í landinu. Margar smáþjóðir, t. d. Danir, hafa geysilegar tekjur af slíkum „hugvitsiðnaði“. Og ekki er okkur vandara um, sem eigum hugvitsmenn á hverju strái. Listir-Bækur-Menningarmál ---- Þráinn Bertelsson skrifar bókmenntagagnrýni: „ÞVÍ MEIRA, SEM HLUTIRNIR BREYTAST... Halldór Laxness: Kristnihald undir Jökli. Útgefandi: Helga- fell. 334 bls., 45 kaflar. Vikings- prent, Reykjavík, 1968. Verö 490 kr. án söluskatts. T átta ár hafa menn beðið eftir A nýrri skáldsögu frá Halldóri Laxness, og nú er hún komin: Kristnihald undir Jökli. í átta ár hafa menn velt þvi fyrir sér, hvort fleiri skáldsögur yfirleitt kæmu frá skáldinu og margir hafa látið í ljósi þá skoðun, að við leikrit. í sé skáldið ekki í essinu sínu — skáldsagan sé hans vettvangur, og raunar séu nógir aðrir til þess hér á landi að skrifa skítsæmileg leikrit. Og nóbelsskáldið hefur séð sér leik á borði, hann gefur út skáldsögu, sem jafnframt ber sterkan keim af leikritum hans, bæði að efni til og stíl. Bókin er frábærlega gerö að allri upp- hýggingu, sem hlýtur að vera útspekúleruð, þar sem Halldóri Laxness getur vart verið sýnt um að nota sér framar hið hefðbundna skáldsagnaform, eftir hin frægu ummæli hans um það fyrirbæri. Frásögnin kemur ýmist í fyrstu persónu ellegar þriðju, og stundum, eöa öllu heldur mjög oft, eru samræðurnar settar upp eins og í leikriti. Það er að segja: Nafn, tvípunktur, ræðan. Stundum er frásögnin hæg, út- flúruð og yfirveguð, stundum leifturhröð og gagnorð — jafn- vei hrá. Hinn ytri söguþráður er í stuttu máli þessi: Biskupinn yf- ir íslandi sendir ungan guðfræð ing til að athuga, hvort eitthvað sé bogið við kristnihaldið undir Jökli. Biskupi býður í grun, aö ekki sé allt normalt í sambandi við starfsháttu sóknarprestsins þar, en sá heitir Jón Primus. Athuga þarf, hvers vegna maður inn gerir ekki við kirkjuna, af hverju messar hann ekki, af hverju skírir hann ekki bömin, afhverju jarðar hann ekki fólk- ið, af hverju hefur hann ekki sótt prestslaunin sín i tíu ár. Ofan í kaupið eru svo einhverj- ar tröllasögur uppi um, að hann hafi Ieyft að vista lík í Snæ- fellsjökli (ef svo er, á sendi- maður að drösla lfkinu til byggða og hola því niður í vigð- an reit). Þar að auk á Jón Prím- us að skilja við konuna sína, en þau hafa verið gift í 30 ár án þess að byggja eina cæng. Sendimaður bregður undir sig betri fætinum og heldur á Snæ- fellsnes. T sögunni gengur sendimaður- inn undir nafninu Umbi, sem er samdráttur úr orðunum umboðsmaður biskups. I sókn- inni hittir hann strax fyrir frök- en Halldóru, sem heldur hús fyr- ir prestinn. Hann hittir einnig safnaðar- formanninn, Tuma Jónsen, og hans fólk. Tumi gefur loðin svör í sambandi við kristnihald, en er þeim mun jámbentari i Eyr- byggju og þjóðlegum fróðleik. Að lokum hittast þeir síra Jón Prímus og Umbi, og er hann einnig kynntur fyrir einni for- kostulegri persónu, Helga odd- vita á Torfhvalastöðum, sem síð ar kemur töluvert við sögu sem ákafasti og raunar eini verulegi fylgismaður próf. dr. Godmans Sýngmans, sem er stórhuga mað ur f málum trúar og heimspeki, þótt kenningar hans beri mikinn keim af fræðasetningum Nýal- sinna. Fjöldinn allur af persónum er kynntur til sögu: Jódínus Alf- berg, tólftonnamaður og skáld, þrír beitarhúsamenn erlendir, sem eru f ferð með dr. Sýng- mann, og að lokum Guðrún Sæmundsdóttir frá Neðratraö- koti, sem eitt sinn nefndist syst- ir Elena og eitt sinn Úa, en þar er komin kona Jóns Prím- uss, sem hefur um áratugi flækzt víða um lönd f slagtogi með dr, Sýngmann, sem foröum tók hana frá bezta vini sfnum. í bókarlok, hverfa þau Umbi og Úa saman á burt, en áður en varir hefur þessi kona smogið úr greipum, og hann stendur einn eftir fyrir utan alfaraleið og vonast til að finna þjóö- brautina aftur. Halldór Laxness. Halldór Laxness hefur einstak lega gaman að leika sér að þver- stæðum, honum er eiginlegt að útskýra hluti með því að tala um •eitthvað, sem f fyrstu virðist ekki koma málinu nokkurn skap aðan hlut við. Stundum gengum þetta fulllangt, einkum í seinni hluta bókarinnar, sem er mun erfiðari aflestrar og talsvert lausari í reipunum. Ef til vill er hann þeirrar skoðunar, að orð séu svo ófullkomin tæki til tjáningar, að með þeim sé ekki hægt að skilgreina. klárt og af- markað, heldur verði þau að- eins notuð til að fá fólk til að skynja, það sem ekki verður með orðum lýst. Til dæmis seg- ir Jón Prímus við Umba: „Þaö er leiðinlegt að við skulum ekki blístra hvor á annan einsog fuglarnir. Orö eru villandi. Ég er einlægt að bera mig að gleyma orðum. Þessvegna skoða ég akursins liljugrös en þó eink- um og sérílagi jökulinn. Ef horft er á jökulinn nógu leingi hætta orð að merkja nokkra guðs grein." TTm sjálfan sig segir Jón Prím- us: „Einusinni átti ég hund sem var svo lengi á flækíngi að hann var búinn að gleyma hvað hann héL Hann gegndi ekki þegar ég kallaði á hann. Þegar ég gelti kom hann að vísu til mfn, en hann þekkti mig ekki. Ég er dálftið eins og þessi hundur." 1 þessari bók varpar Laxness fram nokkrum grundvallarspum ingum. Sumum svarar hann sam kvæmt sinni sannfæringu, aðr-. ar aðeins glingrar hann við. Bók in er langt frá því að vera tæmandi lausn á einhverju aökallandi vandamáli. Halldór Laxness fjallar þarna enn einu sinni um brot af sinni lífs- fílósffu, sem Iesendur hafa kynnzt áður. Að vísu er hún núna borin fram á nýjum bakka, en krásimar em þær sömu — ekki lengur spennandi nýnæmi, heldur gamalkunnir réttir, mat- reiddir með svolítið öðru kryddi, af snillingi f sinni grein. Því meira, sem hlutimir breytast, þeim mun frekar eru þeir hinir sömu. Sömu mótívin skjóta sífellt upp kollinum í bókum Laxness. Hann stendur höggdofa frammi fyrir kraftbirtingarhljómi guð- dómsins. Spumingar eins og „hvað er ekta og hvað er ó- ekta“ em áleitnar. Sumar per- sónur hans eru fremur dýrl- ingar eða hrópendur í eyðimörk fremur en mennskir menn, og. ýmsar fánýtar athafnir þeirra öðlast einhverja djúpa merkingu eða merkingarleysi. Þessar per- sónur er hafnar yfir alla fánýta' löngun, þær þurfa ekki að sækja verðmæti út fyrir sig. Óafvit- andi ef til vill feta þær hinn áttfalda meðalveg t. d. í setn- ingunn: „Vitiborinn maöur er eins og nýborinn kálfur.“ Pressarinn f Dúfnaveislunni er um margt skyldur Guðrúnu Sæmundsdóttur, sem komin er frá öömm löndum og situr við að prjóna til að geta sent þetta frá hundraö eða upp f hundrað og fimmtíu pör af sjóvettlingum til Líma á hverju ári. Það er merkilegt hvílíkan ýmugust H„lldór Laxness virð- ist hafa á þýzkri heimspeKi. Að vísu hefur hann einhvern tíma sagt, að sér heföi aldrei »-*■ 13. sfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.