Vísir - 10.10.1968, Síða 2

Vísir - 10.10.1968, Síða 2
V í S IR . Flmmtudagur 10. október 1968. Nýr landslibsþjálfari ráðinn: HILMAR BJ0RNSS0N - AÐEINS 22 ÁRA Á AÐ LEIÐA LIÐIÐ í HM Sjaldan hafa verkefnln blasað eins við I handknattleiknum eins og í vetur. Fjöldi lands- leikja, — og HM undirbúningur inn. Nú á íslenzka liðið að kom ast í aðalúrslitin! Sá sem á að leiða landsliðið okkar alla leið er Hllmar Bjömsson, aðeins 22 ára gamall handknattleiksmaö- ur úr KR. HSÍ samþykkti í gær að ráöa Hilmar til starfans samkvæmt tillögu tæknincfndar sem mælti með honum. Hilmar Bjömsson er reyndur í þjálfun, þrátt fyrir æsku sína. Hann er útskrifaður frá íþótta- kennaraskólanum á Laugavatni og starfar sem íþróttakennari. Auk þess hefur . hann þjálfað unglingalandsliðið og hefur getið sér sérstaklega gott orö sem þjálfari þess. Þá hefur hann þjálfað KR-lið með ágætum á- rangri. Hilmar hefur fengið orð fyrir að vera mjög duglegur og sam- vizkusamur í starfi, þessir kostir vega upp á móti því hversu ungur hann er. Áhuginn hiýtur aö vera þjálfaranum mest virði og eflaust munu lands- liðsmenn hjálpa sjálfir til með því að verða þjálfaranum innan handar. Er - ástæöa til að óska Hilmari til hamingju með stöð- una og hverja jafnframt hand- knattleiksmenn til dáða í starfi með honum að þeim verkefnum sem við blasa. Svíar burstuðu Norðmenn 5:0 • Heldur léku Svíar Norðmenn grátt í landsleik landanna 1 Stokkhölmi í gærkvöldi. Sviar unnu 5:0 og gjörsamlega léku „frændur“ vora sundur og sam- an. í hálfleik var staðan aðeins 1:0, en í seinni hálfleik hófst „flugeldasýningin“ fyrir alvöru. • Sérstaka athygli hinna 30 þús unda áhorfenda vöktu þeir í framlínu Svía, Örjan Persson, Bo Larsson og Ove Grahn. Hilmar Björnsson — hér skorar hann af línu í lcik með KR. Otto Rieder látinn — fórst í flugslysi FRAM GEKKILLA AD SKORA FYRSTA MARKIÐ en i seinni hálfleik var eins og flóðgátt hefói opnazt ÞAÐ GEKKILLA aö skora opnunarmarkið í gær- kvöldi í leiknum viö Ár- menninga í Rvíkurmótinu. Ármann skoraði 3 fyrstu mörkin, og það var ekki fyrr en eftir 16 mínútur að Fram tókst að skora sitt fjTsta mark. í hálfleik var staðan 4:3 fyrir Ármann. Síöari hálfleikurinn var ákaflega auöveldur fyrir Fram og var að mestu einstefna á Ármannsmarkið. Fram skoraði nú 12 mörk gegn 4 og vann leikinn með yfirburðum, 15 mörkum gegn 8. Framarar leiða því í Reykjavikur mótinu, hafa unnið alla sina leiki til þessa. ÍR vann KR í leik liðanna í gær- kvöldi með 13:10, en í hálfleik hafði IR yfir 7:4. Þá vann Víkingur Val auðveldlega með 12:8, eftir að staðan i hálfleik var 6:5 fyrir Víking. Leikirnir eru enn heldur lélegir, en mjög fljótlega verða handknatt leiksmenn búnir að hrista rykið af sér, — enda ekki seinna vænna því að alvarlegri átök eru í vænd- um, íslandsmót og landsleikir. — Staðreyndin er sú að áhuginn fyrir Reykjavíkurmótinu er næsta lítill, bæði hjá áhorfendum og leikmönn- um. Mótið er ágæt upphitun fyrir stærri átök, en heldur varla mikið meira. —jbp— Aukið öryggið Með því að stilla og lagfæra ljósin auka öku- menn öryggi sjálfra sín og annarra vegfar- enda.. LÚKASVERKSTÆÐIÐ Ármúla 7 . Sími 81320 Otto Rieder, skíðakappinn frægi frá Austurríki, sem marga vini og kunningja á hér á landi í hópi skíðamar.na er látinn Hann fórst í flugslysi þann 21. september sl. segir í bréfi ekkju hans til vina hér á landi, en það barst í gær. Rieder kom hingað tvívegis til skíðamanna og var þeim ómetanleg hjálparhella. Nánar verður sagt frá Rieder í blaöinu á morgun. Veriur Siguríur hæsti leikmaBur HBunnu — 2,09 metrur? Jim McGregor, hinn frægi þjálfari Gillette-liðsins • Siguröur Helgason verður að öllum likindum hæsti mað- urinn í leik íslenzka úrvalsins gegn GILLETTE-liðinu, sem leik ur hér á föstudagskvöldið. Is- lenzka liðið hefur nú verið valið og er Sigurður meöal leikmanna, en hann er 2.09 metrar á hæð. I gærkvöldi æfði liðið saman fyrir kenpnina við bandaríska liðið. Það er þann!" skipað: Agnar Friöriksson ÍR Birgir Örn Birgis Á Birgir Jakobsson ÍR Gunnar Gunnarsson KR Hjörtur Hansson KR Jón Sigurðsson Á Kolbeinn Pálsson KR Kristinn Stefánsson KR Ölafur Thorlacius KFR Sigurður Helgason KFR Sigurður Örn Torstensen KR Þórir Magnússon KFR Þjáifari úrvalsliðsin- Guðmund ur Þorsteinsson. I þessu liði leika fjórir menn sem ekki voru í lands liði íslands á Polar Cup, þeir Hjört ur Hansson, Ólafur Thorlacius, S!g urður Helgason. sem mun vera hæstur íslenzkra iþróttamanna og Sigurður Örn Thorstensen. mjög efnilegur leikmaður úr KR. Þessir menn koma í stað Þorsteins Hall- grímssonar; sem dvelur erlendis þessa dagana, Guttorms Ólafsson- ar, sem er við ”' "''•óttakennara | skólanum S:~ ólfssonar og 1 Einars KKÍ hafa ekki enn borizt upplýs ingar um einstaka leikmenn banda ríska liðsins en þeir eru: Rod Mcdonald, Dave Wagnon, Joe Franklín. A1 Skakely, Glendon Toreen, George Hicker, Bobby Lew is, Joe Portier Bill Langheld og Ken Morehead. Allir hafa þeir leikið með vel þekktum háskólaliðum og er ekki að efa að þetta er s*:erkt lið. enda eru hálfatvinnumannalið sem þetta stökkpallur fyrir körfuknattleiks- menn er hafa í huga að gerazt at- vinnumenn í íþróttinni. • Þjálfari bandaríska liðsins, Jim McGregor, er ekki heldur neinn aukvisi og vel þekktur bæöi í Evrópu og Bandarikjunum. Hefur hann m.a. þjálfað nokkur landslið | í Evrópu á undanförnum árum. j Fyrir tveimur árum var hann þjálf I ari liðs Gulf olíufé' gsins og fór 1 með það í kepnnisferð til Evrópu. Nokkrir leikmanna þess liðs eru nú atvinnumenn i körfuknattleik i Bandaríkiunum. Þó að keppnistimabil körfuknatt leiksmanr.a sé ekki enn hafið, eru ( reykvískir körfuknattleiksmenn í góðri æfingu. Hafa beir æft í sumar margir hverjir og auk þess hafa þrjú lið úr Reykjavík tekið þátt , í Körfuknattleiksmóti sem fram hef ur farið á Keflavíkurflugvelli nú í haust. Lið KR er nú efst í því móti og má ætla að leikmenn séu í góðri æfingu. ' Eins og fyrr segir fer leikurimi fram n.k. föstudag 11. október, ki. j 8.30 í Laugardalshöllinni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.