Vísir - 10.10.1968, Síða 7

Vísir - 10.10.1968, Síða 7
i Vl SIR . Fimmtudagur 10. október 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd Stúdentauppþot í V-Berlín við vígslu nýs sjúkrahúss Þeir voru hraktir burt eftir að hafa kallað við- stadda bandariska gesti striðsglæpamenn Henry Cabot Lod|*e. • Vestur-Berlín: Hópur stúd- enta ruddist í gær áð ræðustól við vígslu nýrrar, stórrar sjúkra- húsbyggingar og var tilgangur þeirra að mótmæla með þessum hætti, að bandarískir stjórnmála menn voru viðstaddir athöfnina. Kölluðu stúdentar: Vér mótmæl- um, að bandarískir stríðsgiæpa- menn séu hér viðstaddir. Lögreglan hrakti hópinn burt fljótlega. Bandaríkin hafa greitt hluta af kostnaðinum við að koma stofnuninni upp, en kostnaðurinn nemur 302 milljónum marka. Meðal viðstaddra voru Wilbur Cohen heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna og Henry Cabot Lodge ambassador í Bonn. Hið nýja sjúkrahús verður hluti Frjálsa háskólans í borginni. Það er eitt af stærstu og nútímalegustu sjúkrahúsum.álfunnar. Með framlagi Bandaríkjanna til byggingarinnar er bundinn endi á efnahagsaðstoð Bandaríkjanna til Evrópulanda eftir síðari heimsstyrj- öild en hún nemur samtals 12500 milljónum dollara. í sjúkrah'úsinu eru 1430 rúm og gert ráð fyrir, að 25.000 sjúklingar komi þangaö ár- lega, auk 180.000 sjúklinga sem koma í átta Iömunarveikideildir tengdar lækningamiðstöðinni. 1 ræðu, sem Henry Cabot Lodge flutti, sagði hann, að Bandaríkin myndu aldrei þola að ofbeldi yröi beitt gegn Vestur-Berlín eða hótan- ir um ofbeldi. „Viðburðir seinustu tíma í Evrópu hafa orðið til þess að minna okkur á það enn einu sinni, að vér megum ekki gleyma“. Forseti Mannréttinda- dómstólsins hlaut friðarverðlaun Nobels René Cassil, kunnur franskur lögfræðingur, forseti mannréttinda- dómstóls Evrópu hlaut friöarverð- laun Nóbels í ár, en þeim úthlutar Nóbelsverðlaunanefnd norska Stór- þingsins. Cassin varð heimskunnur maður á tima þjóðabandalagsins gamla en á vettvangi þess var hann full- trúi lands síns. Hann var fulltrúi Frakklands í alþjöðanefnd um stríösglæpi (1943 — 45), ráðherra á tímabili og fulltrúi Frakklands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hann var einn af aðalhöfundum Mannréttindavfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna. Eftir Cassin liggja mörg rit um lögfræðileg efni. Litvinov og Larissa Daniel fyrir rétti í frétt frá Moskvu segir, að tveir sovézkir borgarar verði leiddir fyrir rétt sakaðir um að hafa skipulagt ólöglega mótmælabaráttu vegna hernáms Tékkóslóvakíu. Þessir borgarar eru dr. Pavel Litvinov, em afi hans var Maxim Lltvinov, utanrikisráðherra á Stal- instímanum, og frú Larissa Daniel, “■".inkona rithöfundarins Júrí Daniels. Þrír menn aðrir eru bornir sömu sökum. Mótmælaatburöurinn átti sér stað á Ráuöa torginu 26. ágúst og hafa sakborningar verið í fangelsi síðan. I janúar skírskotuðu þau dr. Litvinov og frú Daniels til almenn- ingsálitsins í heiminum, að beina athygli að réttarhöldunum vfir sovézkum menntamönnum, en tveir heil helztu voru Alexander Gins- burg oa Júrí Galanskov. sem dæmdir voru í fjmm og sjö ára fangelsi fyrir áróöur fjandsamlegan Sovétríkjunum. Apollo á loft bá og begar Á Kennedyhöfða er unnið aö loka undirbúningi að því að skjóta á loft geimfari með þriggja manna áhöfn, en eins og hermt hefir ver- ið í fyrri fréttum er áformaö að það verði 11 daga á braut um- hverfis jörðu. Hin fyrirhugaða geimferð er I "iur í áætluninni um að senda mannað geimfar til tunglsins. LONDON: Forustumenn í Afriku- ríkjum blakkra eru sumir lítt hrifn ir af því, aö viðræður eru hafnar um lausn Rhodesíudeilunnar Kenn- eth Kaunda forseti Zambíu lét í ljós áhyggjur út af þvi, að vegna þess að reynt yrði að hraða mál- um um of yrðu hagsmunir blakkra í" Rhodesíu fyrir borð bornir. For- sprakki blakkra rhodesiskra útlaga sagði í Zambíu í gær, að samkomu lag sem ekki viðurkenndi fullan rétt blökkumahna yrði „ekki þolað“ og á álíka lund talaði talsmaður Ghrna á vettvangi Sameinuðu þjóð ann NEW YORK: Eban utanríkisráð- herra ísraels gerði í gær grein fyr ir tillögum til lausnar deilu Israels og Arabaríkjanna. Tillögurnar eru i 9 liðum: Meginefni: Að Israel fallist á að hverfa frá hernumdu svæðun- um til „varanlegra, öruggra og við urkenndra landamæra" og að Ak- abaflói og Suezskurður verði viður kenndar alþjóða siglingaleiðir. WASHINGTON: Nefnd í öldunga- deildinni hefir samþykkt lagafrum- varp um eftirlit með sölu á skot- vopnum og skotfærum, borið fram af þingmanninum Thomas Wood. í frv. er lagt bann viö sölu skot- færa milli sambandsrikja innbyrðis og innflutmngi ákotfæra frá öðrum löndum af „umfram birgðum". Með samþykktinni í nefndinni er lokið mikilvægum áfanga á leið að markinu. STO PAULO, Brazilíu: I fyrrakvöld var áframhald á alvarlegum átökum stúdenta og heimavarnarliðsmanna. sem beittu kylfum og táragasi Átökin áttu sér stað í miðhluta borgarinnar. Tala handtekinna er talin skipta hundruðum. LONDON: Vestrænir fréttamenn segja að Kekkonen og Kisygon hafi án vafa rætt stjórnmál. — Blaðið Helsinki Sanomat segir meiri leynd hafa hvílt yfir þessum seinasta fundi þeirra en nokkrum öðrum og enginn þurfi að efast um hver umræðuefni hafi 'verið. — Vest- ræn blöð minna á. að bæði Isvestia og Pravda hafa að undanförnu rætt í umvöndunartðn um afstöðu Finna til hernámsins i Tékkóslö- vakíu. Stöku sovézkar hersveitir sagðar hafa byrjað brottflutning frá Tékkóslóvakíu, en — koma aörar í staðinn? Myndin er frá Prag af sovézk- um skriðdreka við líkanið af Jóhanni Húss tekin litlu eftir innrásina. Mestar líkur eru fyrir, að sovézkt lið verði í Tékkósló- vakíu í vetur, en að hluti her- námsliðsins verði fluttur burt. í frétt frá Moskvu í gær var sagt, að komin væri þangað fjöl- menn tékknesk nefnd og í henni hátt settir foringjar úr tékk- neska hernum, og var þess getið til, að rætt yrði um sáttmála til „lagalegrar staðfestingar á dvöl sovézks herliðs í Tékkóslóvakíu“ en ekkert hefur verið um þetta sagt opinberlega í Prag, þegar þctta er skrifað, en fregn í gær- kvöldi frá Washington var sagt að Clark Clifford landvarnaráð- herra Band rikjanna hcfði sagt, að þess sæjust mcrki, að ein- stakar sovézkar hersveitir væru byrjaðar brottflutning þaðan. — Landvarnaráðuneytið tilkynnti síðar, að hér væri um „óveruleg- an fjölda herliðs að ræða“, mik- ið lið væri áfram í landinu, og hugsanlegt væri, aö nýtt lið kæmi í stað þess sem færi. Að lokinni Finnlands- heimsókn Kosygins Helsingfors: Að lokinni tveggja daga Finnlandsheimsókn Kosygins forsætisráðherra Sovétríkjanna var birt tilkynning þess efnis, að Kekk- onen forseti og Kosygin forsætis- ráðherra hefðu rætt af vinsemd og hrcinskilni alþjóðavandnmál og mál sem varða þróun framtíðarsam- starfs Finnlands og Sovétrikjanna, að þeir myndu halda áfram aö starfa i þágu friðarins og öryggis i Evrópu og að bættri friðsamlegri sambúð allra þjóða. Þá staðfestu þeir, að vináttusátt málinn frá 1948 um vináttu, sam- starf og gagnkvæma aðstoð yrði áfram hinn trausti grundvöllur þró- unar og samstarfs i finnsk-sovézkri sambúð o. s. frv.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.