Vísir - 11.10.1968, Blaðsíða 2
VÍSIR . Föstudagur 11. oktðber 1968.
| BOB SEAGREN heltir hann þessi, sem er að reyna við 5.41 *
^ metra í stangarstökki. Hversu ótrúlegt, sem það kann að 1
^ virðast þá fór hann yfir þessa hæð og setti nýtt heimsmet. 7
\ Þetta varð til þess að hann var valinn til að keppa á ÓL í *
i Mexíkó, sem hefjast á morgun. Þess skal getið í sambandi )
við þessa hreint og beint ótrúlegu mynd, að það er bannað ?
„að klifra upp stöngina“, eins og fram kom í einhverju blað- J
\ anna á dögunum, enda ótrúieg framkvæmd.
s
Aukið öryggið
Með því að stilla og lagfæra ljósin auka öku-
menn öryggi sjálfra sin og annarra vegfar-
enda.
LÚKASVERKSTÆÐIÐ
Armúla 7 . Sími 81320
HVERS VEGNA EKKI
BIKARKEPPNI?
I Mjög er rætt um þessar
mundir um ástæðu þess að
handknattleikur hefur verið svo
illa sóttur til þessa í haust. Á
heimsókr. SAAB, Svíþjóðarmeist
aranna, komu aðeins um 2000
manns ' allt. Reykjavíkurmótið
hefur verið illa sótt fram til
þessa og engu Iíkara en að áhug-
inn sé eitthvað dvínandi.
E.t.v. er ástæðan ösköp einföld.
Heimsókn SAAB kom á versta tíma
eiginlega ekki i hinni eiginlegu
„handknattleiksvertíð“, því knatt
spymumótum var þá enn ekki lok-
ið. Reykjavíkurmótið er líka fyrir
löngu orðin úreltur hlutur og gegn
ir litlum sem engum tilgangi, nema
hvað leikmenn fá æfingu, sem þeir
ættu að öðlast á annan hátt, og
auðvitað ættu handknattleiksáhuga
menn ekki að þurfa að kosta stórfé
til að horfa á æfingar þessar.
Handknattleiksmenn þyrftu að |
I hefja æfingar af fullum krafti fyrr I
I en gert er. Síðan kæmi bikarkeppni, j
j — t.d, 16 liða keppni með útsláttar
! formi. Ekki er að efa að keppni
; þessi yrði vinsælt upphaf á hand-1
j knattieikstímabilinu. Alls yrðu j
j þetta 15 leikir og mótið yrði til- j
tölulega stutt gaman, — en
1 skemmtilegt.
' Þetta mundi gefa íslandsmótinu
meira rúm, — og öllum heimsókn
unum, eða þá æfingunum fyrir fé
: login og landsliðið. Staðreyndin er j
sú að eins og er þá getur Reykja- !
víkurmótiö vart talizt gott og gilt t
l lengur, enda sýnir almenningur :
. það að hann kann ekki að meta j
! það sem þar er á boðstólum. — j
Hvernig væri að HSÍ-þing reifaði
málið? —jbp— I
Bogi Þorsfeinsson
— gefur hann
kost á sér úfram?
• Á morgun verður ársþing
Körfuknattleikssambands
Islands haldið í Leifsbúð Hótel
Loftleiða og hefst þaö kl. 15
með þingsetningu. Á dagskrá
eru venjuleg aöalfundarstörf, en
mjög er rætt um það hvort Bogi
Þorsteinsson, hinn vinsæli for-
maður gefi ekki kost á sér á-
fram, en hann hefur haft við
orð að hann hefði hug á að
hætta formennsku.
• Hafa körfuknattleiksmenn
lagt mjög hart að Boga að
gefa áfram kost á sér til að
leiða hln ungu samtök, sem eiga
við mjög mörg vandamál að
glíma og mörg óleyst verkefni,
þrátt fyrir að margt hafi vel ver
ið gert og íþróttinni sjálfri hafi
sannarlega vaxið fiskur um
hrygg á þeim stutta tíma, sem
íslendingar hafa stundað hana.
J 'iiiir-i n»■iiM'riimi i ——wmawi—an—
„DULARFULLIR GESTIR
í LAUGARDAL í KVÖLD
DULARFULLIR ERU
þeir í meira lagi gestirn-
ir, sem lenda á Keflavík-
urflugvelli í dag meö
Loftleiðavél frá New
York. Þetta eru körfu-
knattieiksmennirnir úr
háskólaliöum Bandaríkj-
anna, kostaðir af Gill-
ette-rakblaðafirmanu
mikla.
Eitt er þó vist, — hér fer
geysisterkt körfuknattleikslið,
eitt af þessum bandarísku lið-
uin sem sýna svo frábrugöinn
körfubolta frá því, sem við
þekkjum í Evrópu. Það sem
gerir það fullvíst að hér sé um
stórkostlegt lið að ræða er það
að fyrirtæki skuli greiða kostnað
af ferðinni. Bak við liggur aug-
Iýsingagildið, og það mundi ekki
vera fyrir hendi ef þama færu
cinhverjir meðalskussar.
Það er því mikil eftirvænting
í loftinu hjá körfuknattleiks-
mönnum, sem fá verkefni, ekki
aldeilis af verri endanum í upp
hafi leiktimabilsins.
Körfuknattleiksmenn okkar
eru þegar komnir í nokkuð góða
æfingu, ekki sízt vegna þess að
þeir hafa leikiö talsvert við lið
in af Keflavíkurflugvelli. Lands
liðsnefnd hefur valið liðið og
birtist það í blaðinu í gær. Er 5
þetta sterkt lið og má vænta 1
góðs af liðinu í leiknum í Laug {
ardaishöilinni í kvöid, en hann |
hefst kl. 20.30.
Gillette-liðiö er að hefja jjj
keppnisferðalag um Evrópu og g
stoppar hér á vegum Loftleiða sj
aö svokölluðu Stop-over „pró- n
granimi“. g
Islandsliðio í körfuknattleik.