Vísir - 17.10.1968, Page 7

Vísir - 17.10.1968, Page 7
V1SIR . Fimmtudagur 17. október 1968. morgun útlönd í morgun útlönd i morgun útlönd í morgun útlönd I Sprengjuárásirnar á N- Víetnam gon ræddi 1 gær tví- eöa þrívegis fyrir viss samningsatriöi til lausn Eftir viku, leynilegar umleitanir virðist herzlu- muninn vanta til jbess að Bandarikin hætti jbe/'m H Opinberlega er afstaða Bandaríkjanna varðandi jprengjuárásir á N.-Víet- nam óbreytt, en um viku tíma hafa farið fram með leynd umræður varðandi stöðvun þeirra, og var það orðið opinbert leyndarmál í gær. Nú virðist vanta herzlumuninn, að árangur náist, en enn er sprengju- árásum haldið áfram. Gorton forsætisráðherra Ástralíu staðfesti í gær, aö Bandaríkjastjóm hefði leitað álits bandamanna sinna í Víetnamstyrjöldinni varðandi stöðvun sprengjuárása á Víetnam, og myndi hann gefa ákveðna yfir- lýsingu um þetta síðar. Allan dag- inn f gær var orðrómur á kreiki um, að viðræöur færi fram, og ýmsar getgátur komu fram, og Johnson forseti sá sér ekki annaö feert en aö láta til sín heyra um þetta, og símaði hann keppinautunum um forsetatignina, að hann myndi gera þeim aðvart, ef nokkur , breyting yrði, en afstaða og stefna Banda- ríkjanna væri enn óbreytt. Ambassador Bandaríkjanna í Saí- við Thieu forseta Suður-Víetnam, : sem kvaddi til helztu ráðunauta. I Humphrey varaforseti, frambjóð- andi demókrata, sagði nokkru eftir að forsetinn símaði honum, að mál ið væri mjög viökvæmt eins og sak ir stæðu, og ef hann segði eitt- hvað frekara á þessu stigi, gæti i það ekki orðið til þess að varpa á • það frekara Ijósi. j í Washington eru stjómmála- menn sagðir þeirrar skoöunar að herzlumuninn vanti til þess að „viku umleitanir", eins og það er oröað „beri árangur". Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum er leit- ast við af hálfu Bandaríkjanna, að fá áreiðanlega vitneskju um hvað Norður-Víetnam geri, verði sprengjuárásunum hætt. Ennfrem- ur vilja þeir koma því til leiðar, að þáttaskil verði á fundinum í París, svo að nú veröi unnt að taka ar styrjaldardeilunni. Áframhald var á sprengjuárás- um á Norður-Víetnam í gær og á- formaö að halda þeim áfram í dag. Aðallega er ráðizt á samgöngumið stöðvar og samgöngutæki, brýr og þar fram eftir götunum. Tvær spanskar stúdínur dæmdar í fangelsi Madrid: Dómstóll í Madrid dæmdi í gær tvo kvenstúdenta í tveggja ára fangelsi. Ásakanir á hendur þeim voru um ólöglegan áróður og þátttöku í ólöglegu fundahaldi. Stúlkunum var og gert að greiða sekt 20.000 pesos hvorri um $ig. E=3 Neitað í Hvíta húsinu. að sprengju- árásir á N-Víetnam hætti en vist er oð mikilvægar viðræður eiga sér stað i Paris og Saigon ■ Bandaríkjastjóm neit- aði í gær, að við rök hefði að styðjast frétt um, að hún myndi tilkynna algera stöðvun loftárása á Norð- ur-Víetnam. Tekið var fram, að stefnan varð- andi styrjöldina þar væri óbreytt og eins og forsetinn og utanríkis- ráðherrann hefðu lýst henni. Það var George Thomas blaða- fulltrúi forsetans, sem tilkynnti þetta, en þrátt fyrir yfirlýsingu hans, ætla menn, að eitthvað sé að gerast. Mikilvægar viöræður eiga sér stað í Saígon. Bandaríski ambassa- dorinn í Saígon Ellsworth Bunker, fór tvívegis í gær á fund Nguyen van Thieu forseta, sem kvaddi þeg- ar háttsetta embættismenn til þátt- töku í viðræðunum. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum í París hefur aðalsamninga- maöur Bandaríkjanna á Víethani- fundinum, Averill Harriman, krtúið fast á meö samkomulag, sem gerði Johnson forseta kleift að stöðva sprengjuárásirnar. Á föstudag í fyrri viku hvatti Johnson Norður-Víetnam til þess að sýna það lágmarksréttlæti að draga úr skothríö og koma þannig móts við Bandaríkin og síðan hefur dregið úr manntióni. og þetta telia Bandaríkjamenn í Víetnam merki þess, aö Norður-Víetnamar hafi á- þuga á tillögum Harrimans. Averill Harriman. • Páll páfi gaf í skyn i gær, að hann myndi brátt birta mikilvæga yfirlýsingu, sem væri svar við gagnrýni á afstöðu hans til getnað- arvarna og fyrirmæla hans til kaþólskra manna. Páfi gaf þetta í skyn er hann ávarpaði pílagríma, og ræddi um lög og boð kirk.j- unnar. • Sadruddin Aga Khan prins flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóð anna sagði í gær í Genf, að stjóm- in í Alsír mundi ekki levfa Tshombe að fara úr landi. Hann hefir verið þar í haldi síðan í júlf í fyrra, er flugvél hans var rænt. Prinsinn sagði, að stjóm Alsírs hefði tilkynnt sér þetta nýlega, og einnig að hún mundi reyna að finna mannúðlega lausn á vandamálinu. Nóbelsverðlaun í læknisvísmdum ■ Læknisvísindaverölaunum Nóbels var úthlutaö í gær í Stokkhólmi. Hlutu þau þrír bandarískir vísindanienn en þau nema 350.000 sænskum krónum. Verðlaunin eru veitt fj'r- ir mikilvægt framlag á sviði erfðakjarnarannsókna. Verölaunaþegamir eru Mars- hall Nirenberg, Gobind Khorana og Robert W. Holley. Ota Sik kominn til Sviss Verzlunin Vnlvn Sagður hafa beðizt hælis sem pólitiskur flóttamaður Bern í gær: Ota Sik prófessor, einn af aðalmönnum umbótaþróun- arinnar i Tékkóslóvakíu, er kominn til Sviss, og hefur beðið um land- vistarleyfi þar sem pólitískur flótta maður. Þetta er haft eftir áreiðan- legum heimildum. Sik, sem fyrir skömmu var vikiö frá sem varaforsætisráðherra, stjómaði flokki vísindamanna, sem Ota Sik. vann að áætluninni um víðtækar efnahagslegar framfarir í Iandinu. í Belgrad þar sem þeir voru í leyfi, Sik, Jiri Hajek utanríkisráð- herra og Frantizek Vlasak skipu- lagsmálaráðherra, birtu þeir ávarp, Sik var í Belgrad þegar landið var hernumið. Allt frá þeim degi sætti hann harðri gagnrýni f Sovétríkj- unum. — Svissneska dómsmála- ráðuneytið staðfesti f gær, að Sik væri kominn til landsins, en ósk- aði ekki eftir að segja neitt um Debré spúir batn- andi fransk-banda- rískri sambúð París: Michel Debré utanríkis- ráðherra sagði í gær, að hann vænti þess, að brátt myndi sambúð Frakk lands og Bandaríkjanna færast í betra horf. Hann lét svo um mælt, sem að ofan greinir, er hann gaf de Gaulle forseta og stjórninni skýrslu um ferð sína til Washington, en þar ræddi hann við Johnson forseta. hvort hann hefði sótt um dvalar- leyfi sem pólitískur flóttamaöur, — hann væri í Sviss persónulögra er- inda og ekki unnt að segja neitt á þessu stigi um framtíðaráform. víttu hernámið harðlega, kröfðust burtflutnings hernámsliðsins, og fullrar endurreisnar sjálfstæðis og sjáífsákvörðunarréttar Tékkósló- vakíu. Þeir skoruðu einnig á allar rík- isstjórnir og opinberar stofnanir og kommúnistaflokka heims að standa með Tékkóslóvakíu. Sik er fæddur f Pilsen 1919. Hann var í haldi í fangabúðum 1940— 1945 (NTB). I SÍÐARI FRÉTTIR: Framhaldsfréttir í gærkvöldi hermdu, að Kosygin forsætisráð- herra og Cernik hefðu undirritað sáttmála um dvöil hernám^liðsins og veröur_hann birtur að lokinni staðfestingu í báðum löndunum. Með þessu er dvöl setuliðsins laga- lega staðfest. Sáttmálinn mun iimi- fela ákvæði um brottflutning mik- ils hluta hernámsliðsins. Álftamýri 7 og Skólavörðustig 8. AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur gjafavörur og fleira. Héraöslæknisembætti auglýst laust til umsóknar Héraðslæknisembættið í Eskifjarðarhéraði er laust til umsóknar. Laun skv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 18. nóvember 1968. — Veitist frá 1. janúar 1969. 16. október 1968. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.