Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 1
MEXICO r r Island-Bretland í skylntingum d OL Ekki vitiun við hvernig þessari skylmingakeppni Valbjarnar Þor- lákssonar og hinnar ungu skylm- ingastúlku frá Bretlandi lyktaði, en myndin er úr Ólympíuþorpinu og vár tekin fyrir Visi. Valbjöm er einn sex islendinga, sem eru i eldlínunni í dag. Hann hefur tugþrautarkeppnina kl. 4 að ísl. tima, en þá er morgunn í Mexíkóborg, klukkan þar er þá 10. Á iþróttasíðum í dag segir nánar frá Ólympiuleikunum. r Aflogahundar fótfimir á við knattspyrnumenn Tækni Danans, sem barði og sparkaði þrjá menn til óbóta um sl. helgi, virðist vera orðin fyrirmynd annarra áflogahunda. í nótt urðu ryskingar milli tveggja manna fyrir utan eitt veitingahúsið i bænum og var maöur barinn i götuna, en sá, sem að honum veittist, spark- aði í hann iiggjandi. Eftir að hafa drýgt bá hetjudáð, hvarf sá fótfimi á burt. 40 leikarar á sviðinu — á skemmtun Leikfélagsins Um miðnættið í gærkvöldi hófst í Austurbæjarbíói æfing fyrir heljar mikla skemmtun, sem Leikfélag Réykjavíkur gengst fyrir á mánu- dagskvöld. Um fjörutíu leikendur koma fram á þessari skemmtun. Efnið í hana er sótt í reviur frá timabilinu 1923 til ’57, söngvar og gamanþættir. Þessi skemmtun verður trúlega endurtekin nokkrum sinnum, eftir því sem aðsókn leyfir. — Ljósmynd ári Vísis skrapp niður i Austurbæj arbió á æfinguna í gærkvöldi, en hún mun hafa staðið fram yfir klukkan þrjú í nótt. Vísir birtir á morgun myndsjá frá þessari æf- ASÍUINFLUENZA KOMIN UPP I AUSTURLÖNDUM FJÆR — Lyfjaverzlun Rikisins búin að panta bóluefni gegn henni — „Aðal- inflúenzutimabilið hér eftir nýár", segir Margrét Guðnadóttir læknir NÝ TEGUND Asíuinflúenzu kom upp i Hong Kong í júlí- mánuði og hefur breiðzt hægt út um Austurlönd. Síðustu tvær vikur hefur frétzt af til- fellum þessarar inflúenzu í Bandaríkjunum. Sérfræðing- ar í heilbrigðismálum í Bret- iandi hafa þegar reiknað það út, að inflúenzan múni lcoma þangað í vetur og hafnar eru tilraunir með bóluefni. Hef- ur sýkillinn verið rrsktaður og verið er að reyna að koma honum inn f bóiuefnið. Hér hefur Lvfiaverzlun ríkfsins þegar gert ráðstafanir til að fá bóiuefni, þegar það verður tiltækt. Talaði blaðið í morgun við Margréti Guðnadóttur lækni á Keldum og spurðist fyrir um þessa nýju tegund Asíuinflú- enzu. Margrét sagði, að langt væri síðan þessi nýi A stdfn inítú- enzuvírus hefði veriö uppgötvað ur, en fyrst hefði borið á veik- inni í júlímánuði. Þessi inflú- enza væri ekki sú sama og Asíu inflúenzan 1957. Þetta væri væg ur sjúkdómur, sem hefði breiðzt út um Austurlönd og fylgdu hon um ekki óeðlileg dauðsföll. Núna siðustu tvær vikurnar hefðu komið upp tilfelli þessarar in- flúenzu í Bandaríkjunum. Sagði Margrét, að þegar væri búið að panta bóluefni hér. Enn fremur að aðalinflúenzutíminn væri hér iendis eftir nýár. „Maður getur g'engið að þVÍ sém Vísú, að það sé aðaltíminn", sagði Margrét. Þá sagði Margrét, að mótvarnir gegn þessari nýju inflúenzu væru ekki nema í nýju bóluefni þar sem þetta er nýtt afbrigði A stofnsins. Mætti búast við þvi, ef inflúenzan kæmi hingað, að tilfellin yrðu fleiri, en undan farin ár þar sem þá hafi verið um að ræða inflúenzu, sem væri búin að ganga svo oft, að möt- varnarefni væru þegar fyrir i fólki. Hins vegar ætti nýja in- flúenzan ekki að verða þyngri. Þá sagðist Margrét búast við að bóluefni vrði pantað eftir eft- irspurninni og þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að sjúklingar og starfslið sjúkra- húsa ættu að geta fengið bólu- efni. Algengt væri hér að beðið • æri um 20 þúsund skammta af bóluefni,' þegar inflúenzufarald ur gengi yfir, sem væri óvenju lega mikið miðað við fólks- fjölda. Hins vegar gætti fólk þess ekki að láta bólusetja sig i tíma heidur drægi það, þar t-il inflúenzan væri komin og vildu þá allir fá bóluefni í einu. Hefði jafnvel verið meiri eftirspum en þyrfti að vera. „Hanmbalistar áttu ai halda sætum í nefndm' — segir Lúðvik Jósefsson Lúðvík Jósefsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, hefur lýst því yífir, að Hannibal- Istar hefðu átt sama kost og áð- ur tll setu í nefndum á vegum þingflokks Alþýðubandalagsins. Hefðu þeir því ekki þurft aö leita til samstarfs við Framsókn arflokkinn til þess. Svo sem kunnugt er, gerðu þeir þremenn ingar, Hannibal Valdimarsson, Bjöm Jónsson og Steingrímur Pálsson, bandalag við Framsókn um kosningu í nefndir Alþing- is. Lúðvík Jósefsson segir enn fremur, að kosningabandaiaginu hafi verið beint gegn þingmönn um Alþýðubandalagsins. Hafi þeir félagar meðal annars reynt að fella Gils Guðmundsson frá setu í utanríkismálanefnd, þótt slíkt hafi ekki tekizt. Hafi þre- menningamir jafnan verið boöað ir á fund þingflokks Alþýðu bandalagsins og ástæðulaust fvrir þá aö teija sie hlunnfama. Vísir í vikulokin fylgir blaöínu a morgun til askrifenda Gefin saman í kvöld Aþenu árdegis: ■ Fréttastofan I Aþenu til- kynnti árdegis, eftir heimildum þar í borg, að þau frú Kennedy og Onassis yrðu gefin saman kl. 20 í kvöld á Skorpion-eyju að staðartíma. . Þetta hefur ekki fengizt stað- fest hjá öðrum heimildum. Fréttin kom frá NTB og síðar viðbótarfrétt, einnig frá Aþenu, þess efnis að flugvélin með frú Kennedy væri lent, og hefðl frú- in haldið áfram ferð sinni i þyrlu, án vafa á leið til Skorpi- on-eyjar. Stuttu síðar kom flug- vél Onassis til flugvallarlns. Sjá nánar á 16. 'síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.