Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR . Fftstudagur 18. október 1968. VISIR Otgefandi. Reykjaprent h.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjómarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastióri: Bergpór Olfarsson Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóro: I nugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Flokkarnir og fjármagniö JVfargar athyglisverðar og nýstárlegar tiilögur um þjóðmál voru gerðar á nýafstöðnu aukaþingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og hafa þær vakið verðskuldaða athygli, t. d. tillagan um, að prófkosn- ingar verði gerðar að lagaskyldu. En líklega eru rót- tækastar þær tillögur þingsins, sem fjalla um, að fjár- málavald verði tekið úr höndum stjórnmálamanna og flutt til þjóðarinnar. Forsenda þessara tillagna er, að mörgu fólki finnst stjómmálaflokkarnir ráða of miklu af fjármagninu í landinu. Stjórnmálamenn og fulltrúar þeirra skipa bankaráðin, stjórnir opinberra sjóða og úthlutunar- nefndir. Þeir ráða því, hverjir fá listamannalaun, hús- næðismálastjórnarlán og stofn- og rekstrarlán fyrir- tækja, svo að eitthvað sé nefnt. Jafnvel þótt þessum peningastofnunum sé samvizkusamlega stjórnað, tel- ur margt fólk, að þetta peningavafstur stjórnmála- manna sé óskylt þjóðmálum og það skapi hættur, t. d. á að kvótakerfi myndist milli flokka, eins og borið hefur á í húsnæðismálastjórn. Tillaga ungu mannanna um, að ríkisbankarnir verði að miklu eða öllu leyti seldir almenningshlutafélög- um, hefur sætt óréttmætri gagnrýni ófróðra manna. Ekki er auðvelt að sjá, að nokkur önnur leið hafi jafn- mikil áhrif í þá átt að færa bankavaldið raunverulega til þjóðarinnar. Vissulega þyrfti að ganga mjög vel frá slíkri aðgerð og m. a. tryggja, að enginn einn að- ili geti ráðið meiru en prósentubroti af hlutafé stofn- ananna. Þetta er að sjálfsögðu róttæk hugmynd, en hún verðskuldar vissulega nánari athugun. Ungu mennirnir vilja, að alþingismenn hverfi úr stjómum stofnana, sem hafa peningamál með hönd- um, og í staðinn komi sérfræðingar í rekstri og fjár- málum og menn úr þeim greinum, sem skipta við stofnanimar, menn úr atvinnulífinu eða menningar- lífinu, eftir því sem við á. Telja má, að þetta muni draga úr þeirri tilfinningu, að ríki og Alþingi sjái fyrir öllu, og auka almenna ábyrgðartilfinningu gagnvart fjármunum og rekstri. Einnig má telja, að það muni efla hagkvæmnissjónarmið í rekstri peningastofnana. Loks muni stjórnmálamenn hafa meiri tíma til að sinna eiginlegum þjóðmálum. Um hagnýtt gildi þessara tillagna er ekkert hægt að fullyrða við fyrstu sýn. Þarna em á ferðinni fersk- ar og djarfar tillögur, sem gagnlegt er að ræða miklu ítarlegar. Þær eru ekki bara falleg orð um að „færa peningavaldið til fólksins í landinu“, heldur rökstudd- ar hugmyndir um áþreifanlegar úrbætur. í tillögunum felst þjóðmálaumræða um undirstöðuatriði. Þess vegna er ærin ástæða til að taka þær alvarlega og þróa þær áfram, vega og meta. SPJALLAÐ UM IDNÞRÓUNINA Ottó Schopka: ÞRÍTUGASTAIÐNÞINGIÐ □ I síöustu viku var 30. iðn þing íslendinga haldið i Félagsheimilinu Stapa i Ytri- Njarðvík. Á þinginu voru rædd ýmis þau vandamál, sem iðnaðurinn á við að etja um æssar mundir, og gerðar ályktanii um þau efni. jþaö er gömul krafa iðnaðar- ins, að hann fái aö sitja við sama borð og aðrir höfuö- atvinnuvegir þjóðarinnar, og mótuðust störf iðnþingsins aö sjálfsögðu að nokkru leyti af þeirri kröfu. Á undanförnum árum hafa náðst nokkrir áfang- ar á þeirri braut, en ennþá er þó langt í land með að fullum árangri sé náð. Þá er íslenzkum iðnaði ekki síður nauðsynlegt að búa við ekki lakari kjör en iðn- aður í þeim löndum, sem við kaupum fullunnar iðnaðarvörur frá. Bent hefur verið á, að yfir- leitt eru tollar ekki lagðir á hráefni til iönaðar í nálægum löndum. Ekki heldur á vélar, nema ef sams konar vélar eru framleiddar f landinu, og er þá tollinum mjög í hóif stillt. Islenzkur iðnaður greiðir einnig tiltölulega hátt orku- verð. Hefur verið aflað gagna frá Danmörku, sem sýna, að orkuverð þar til vélanotkunar í iðnaði er aðeins fjórðungur af því verði, sem iðnfyrirtaeki greiða hér á landi, Þetta er þó þeim mun furðulegra, þegar þess er gætt, að Danir verða annað hvort að k:.upa raforkuna frá nágrannalöndum sfnum handan Eyrarsunds og leiða hana langan veg, ef- að fram- leiða hana úr kolum og olíu, og ætti hvorugt að vera ódýrara en að vinna raforkuna úr vatns- fölíum. í þessu tilefni væri raunar athugunarefni hvemig verðhlutföllum milli rafmagns til heimilisnotkunar og véla- notkunar er háttað í Danmörku. Vel má vera, að þar sé raforka til iðnaðar seld á tiltölulega Iágu veröi en hærra verði til heimilisnotkunar, en hér á landi er þessu öfugt varið. Meðal nýrra hugmynda, sem fram komu á iðnþinginu, er tillaga um, að IÖnlánasjóði verði gert kleift að lána til eldri fjárfestinga og vélakaupa iðn- fyrirtækja, til þess að bæta fjárhagsstöðu þeirra. Á undan- fömum árum hefur verið geysi- leg fjárfesting f iðnaöinum en aögangur iðnfyrirtækja að stofnlánum fremur takmarkað- ur, og hafa mörg þeirra því safnað talsverðum lausaskuld- um, Að vísu hefur iönfyrirtækj- um staöið til boða breyting á lausaskuldum í föst lán með milligöngu Iðnlánasjóðs, en sú breyting nær eingöngu til lausaskulda við bankastofnanir, þ.e. til víxilskulda og hlaupa- reikningsskulda. Iðnfyrirtækj- um hefur hins vegar ekki tekizt að fá fullnægjandi fyrirgreiðslu til þess að bæta rekstrarfjár- stöðu sína aö öðru leyti. Nauð- synlegt er að sjá Iðnlánasjóði fyrir sérstöku fjármagni f þessu skyni, þar sem önnur fjáröflun sjóðsins nægir ekki til þess að fullnægja venjulegri stofnlána- þörf iðnfyrirtækja eins ög nú er. Um þessi atriði og mörg önnur, er varð- framtíð iðnað- arins, fjallaði iðnþingið. Iðnað- armönnum er ljóst, að þeir þurfa að eiga sterk og áhri'famikil heildarsamtök, ef kröfur þeirra eiga að ná fram að ganga. Þeir þurfa að standa fast saman um að efla þau og gera þau færari en áður um að takast á við þau viðfangsefni, sem alls stað- ar blasa viö. Á næstu tveim ára- tugum má búast við, að almenn- ur iðnaður niuni þurfa að taka við allt að 8000 nýjum starfs- mönnum og byggingariðnaður- inn allt að 4000 nýjum starfs- mönnum. Hlutverk samtaka iðn- aðarins á næstu árum og ára- tugum verður þvf aö vlnna að því að þessum atvinnugreinum verði sköpuð skilyrði til þess að geta séð auknum mannafla fyrir nægri atvinnu og um leið að tryggja þeim, sem starfa f iðnaöinum, sambærileg lífs- kjör við atvinnufólk í öðrum stéttum þjóðfélagsins. En til þess að settum mark- miðum f þessum efnum verði náð, þarf að skapa iðnfyrir- tækjum og þeim, er sjálfstæðan iðnrekstur stunda, viðunandi starfsskilyrði. Stefna þarf að því aö gera iðnreksturinn ó- háðari lánsfé en nú er og renna traustari stoðum undir eigin- fjáröflun fyrirtækjanna, bæði með því að heimila þeim að hagnast með eðlilegu móti og halda hagnaðinum eftir í rekstrinum, og einnig með því að opna einkafyrirtækjum að- gang að nýjum fjármagnsmark- aði, kaupþingi, þar sem ein- staklingar geta sjálfir ráðstaf- að fé sínu til beinnar þátttöku -í atvinnurekstri, án milligöngu bankastofnana eins og nú á sér stað. Með þessu tvennu væri skapaöur traustur grundvöllur að jákvæðri iðnþróun og sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara í framtíðinni vel tryggð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.