Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Föstudagur 18. október 1968. Loksins lágu Danir í því! — FH gjörsigraði HG á siðustu minútunum — Mikill fjöldi lagfti leifi sina f Laugardalshöllina i gærkvöldi og horffii á F.H. hreiniega leika sér aö dönsku meisturunum, H.G., á síð- ustu mínútum leiksins. Leikurinn var annars mjög skemmtilegur á- FH-maður á hnu, — stoovaour af HG-hendi. sýndar og vel leikinn, einkum af hálfu Hafnfirfiinganna. Dönunum tókst aöeins einu sinni að ná for- ustu í fyrri hálfleik, annars var hún f höndum F.H.-inga. Danimir hafa látiö svo ummælt, afi íslands- heimsóknin eigi að verða þeim skóli í hörfium vamarleik! Brand- ari af betri geröinni fyrir þá, sem augum hafa litiö danskan hand- knattleik. En eitt geta Danimir hægiega lært af okkur og raunar veitir þeim ekki af þeim lærdómi. Þaö er, að kunna að tapa! Þegar allt var komið í óefnl hjá þeim f gærkvöldi, sýndu þeir að íþrótta- menn eru þeir ekki miklir og upp- hófu leiöindarhörku og sættu sig engan veginn við það, að tapa fyrir íslendingunum. — í hálfleik var staöan 11 mörk gegn 9 F.H. í vil. Strax í byrjun síðari hálfleiksins fylltist and- rúmsloftið í höllinni mikilli spennu, því Danimir jöfnuðu met- in fljótlega. Hélzt svipuð marka- tala nærrj fullar 25 mínútur, en er aðeins fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 17—16 fyrir F.H. Ná þá Danir knettinum og endar upphlaup þeirra með því, að dómararnir dæma vítakast á F.H. réttilega. Vítakastið fram- kvæmdi Palle Nielsen, örvhenti 10. síða. HEIMSMET A HEIMSMET OFAN í ÞRfSTÖKKINU Davenport - sigurvegarinn í 110 metra grindahlaupinu. DAVENPORT FÉKK „HEFND ' Þrístökkskeppnin á ÓL í gærkvöldi er líklega ein- hver stórkostlegasta keppn in þar til þessa, og er þá mikið sagt, svo stórkost-1 mikill, að hin stórkostlegu leg hafa afrekin verið í há- j afrek sleggjukastarans fjallaborginni. Spenningur inn um þessa grein var svo Sentimetrastríð í sleggjukasti Heimsmethafinn vann með næstsiðasta kasti sinu, 73.36 Ungverski heimsmethafinn í sleggjukasti, Guyla Zsitvotsky varð Ólympiumeistari i sleggju- kasti i gærkvöldi eftir geysiharða keppni við Rússann Romuald Klim, sem lengi hefur verið harðasti andstæðingur hans. 1 ár hafði Ungverjinn náö bezt 73.76 sem er heimsmet, en Rússinn 73.54. Klim, Ólympíumeistarinn í Tokyo leiddi keppnina þar til í næstsíðasta kasti, þá kastaði Zsivotsky 73.36, — 12 sentimetr- um lengra en Klim, og setti nýtt ÓL-met, en fyrra metið átti Klim. Þessir tveir kraftakarlar voru í algjörum sérflokki í keppninni og köstuðu einir yfir 70 metra strikið. Orslit: ÓL-meistari varð Guyla Zsivotsky, Ungverjaiandi, 73.36, Romuald Klim, Sovétr., 73.24, Lazar Lovaz, Ungverjalandi, 69.78. féllu gjörsamlega í skugg- ann. Til að verða ÓL-meistari i þri- stökki þurfti Rússinn Sanejev að setja nýtt heimsmet og bæta sinn bezta árangur um 52 sentimetra. Ailir þrír sem fóru á verðlaunapall höfðu stokkið lengra en hið gamla met Josefs Smith frá Póllandi, sem var 17.03. Lengst af virtist Brazilía ætla að ná gullinu, — arftaki da Silva, Prudenci hafði stokkið 17.27 metra og farið fram úr Gentile frá Ítalíu, sem haföi komið svo mjög á óvænt í undankeppninnj með 17.10 m. stökki. Gentile hafði þá stokkið 17.22 og bætt heimsmet sitt. Rétt á eftir þessu afreki stökk Rússinn 17.23, og siðan Italinn 17.27, — en 17.39 frá Rússanum var sem sagt hið glæsilega „loka- orð“ í keppninni. Josef Smith barðist vel, stökk 16.89, en varð aðeins 6. í röðinni. I 4. og 5. sæti voru þeir Art Walker frá Banda- rikjunum og Dudkin frá Sovét- ríkjunum, báðir með 17.12 metra // Bandariska grindahiauparanum Willie Davenport tókst „að hefna“ ófaranna frá því á Tokyo-leikunum í gærkvöldi. Hann varð sigurvegari í 110 metra grindahlaupinu á 13.3 sek., sem að sjálfsögöu er nýtt ÓL-met. Davenport vann 'þarna landa sinn Hall og ítalann Eddy Ottoz, en Hall var sjónarmun á undan ítalanum, en báðir fengu tímann 13.4 sek. 1 fjórða sætj var Banda- ríkjamaðurinn Leman á 13.6 sek., en þetta hlaup er „bandarísk grein“. og á heimslistanum í ár eru 9 í 10 efstu sætunum, aðeins Ottoz skýzt i 7. sætið á milli Bandaríkjamannanna. Svíinn Bo Forssander var með í úrslitahlaupinu og varð 6. á 13.7 sekúndum, sem veröur að teljast góður árangur. Fimm íslendingar keppa á ÓL í dag Fimm íslenzkir keppendur taka þátt I keppni ÓL í dag, þrir í sundkeppninni, sem hófst í gær með keppni í boðsundi og dýf- ingum, en í dag hefjast undanrásir einstaklingssundi; þessir verða með í dag: « Hrafnhildur Guðmundsdóttir í 100 m skriðsundi, undanr. og Guðmundur Gislason í sömu grein karla, Ellen Ingvadóttir í 100 metra bringusundi og Leiknir Jónsson i sömu grein í karlaflokki. Keppni í undanrásum hefst kl. 10 að morgni í Mexikó, en þá er klukkan 4 eftir hádegi hér. Má því búast við fréttum af íslendingunum um 6-leytið í dag. Á ÓL-leikvangnum mun Valbjörn Þorláksson hefja keppni á sama tíma í tugþrautinni, lengstu og erfiðustu keppni leikanna. Er reiknað með að fyrra degi þrautar- innar ljúki um 18.20 að mexí- könskum tíma, þ.e. að rúmlega 8 tímar fari í fyrra daginn. Loks mun Óskar Sigurpálsson keppa i dag í Insurgentes-leikhús- inu. Keppendur verða vigtaðir kl. 9 aö morgni (þá er klukkan hré 3 e. h.), en klukkutíma síðar hefst svo keppni. Seinni hluti keppn- innar fer fram kl. 16 en stundu áður fer enn fram vigtun. Verður því vart að vænta frétta af Óskari og Valbirni fyrr en seint í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.