Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 1
58. ftrg. - Mánudagur 4. nðvember 1968. — 249. tbl.
Humphrey alveg
á hælum Nixons
i Humphrey varaforseti forseta-
efni demókrata er nú alveg á hæl
Ifnktar staðreyndir
í New York
NTB-frétt frá New York hermir
að tveir piltar og tvær stúlkur hafi
tekið sér stöðu fyrir framan kosn-
ingaskrifstofu f New York til að
láta í ljós andúð sína á öllum fram
hióðendunum í forsetakosningun-
um og svo sem til áherzlu og til
bess að eftir mótmælunum væri
tekið, stóðu þau þama alls nakin.
Þetta unga fólk er sagt vera í
félagsskap, sem kallar sig „Nakt
ar staðreyndir".
um Nixons með 40% atkvæða, en
Nixon er með 42. Humphrey hefir
unnið á með degi hverjum að und-
anfömu og ofangreind úrslit eru
samkvæmt skoðanakönnun áður en
áhrifa fór að gæta af ákvörðun
Johnsons varðandi Víetnam, en
hún kann að auka sigurmöguleika
Humphreys.
Svo gæti farið að þeir yrðu svo
jafnir, Humphrey og Nixon, að
það yrði hlutskipti fulltrúadeildar-
innar að velja forseta.
Johnson forseti hefir nú enn á ný
ávarpað þjóðina og hvatt hana til
stuðnings við Humphrey og Musk-
ie. Sjá nánar á síðu erlendra frétta.
• Eins og sjá má varð áreksturinn geysiharður og skemmdir miklar, einkum á fálksbílnum.
ÞRENNT Á SLYSAVARÐ-
STOFU EFTIR ÁREKSTUR
Harður árekstur varð á Bæj-
arhálsi í nótt, þegar jeppabifreið
sem var á leið austur í sveitir
og lítil fólksbifreiö rákust á
við gatnamót Suðurlandsvegar
og Lónsbrautar.
Þrennt var í fólksbílnum,
maður. kona og 5 ára gamalt
barn, og voru þau flutt á slysa
varðstofuna. Stúlkubarnið hafði
sloppið við öll meiðsli. í jeppa-
bifreiðinni var einn farþegi auk
ökumanns og sluppu þau. án
teljandi meiðsla.
Jeppabifreiðinni var ekið aust
ur Bæjarháls og taldi ökumaður
sig hafa ekið á 35 km hraða, þeg
ar hann sá fólksbílnum ekið vest
ur Hraunbæ og beygt til hægri á
Lónsbraut og síðan viðstöðu-
laust inn á Suðurlandsveg f veg
fyrir jeppann. Tókst ökumanni
jeppans ekki að stöðva vegna
færðarinnar.
Óskuðu Hannibal alls hins bezta
en blöskraði svívirðingar hans
Rætt v/ð Ragnar Arnalds, nýkj'órinn formann Alþýðubandalagsins
• Ragnar Arnalds, lögfræðing-
ur, var kjörinn formaður Al-
þýðubandalagsins á landsfundi
þess, er lauk f gær. Fráfarandi
formaður, Hannibal Valdimars-
son, sótti ekki þingið og lét af
formennsku, sem hann hafði
gegnt f rúm tólf ár. Blaðið ræddi
í morgun við hinn nýkjöma for-
mann, sem er aðeins þrítugur að
aldri.
Ragnar sagði, að Hannibal hefði
sent fundinum bróf. Mönnum hefði
blöskrað, hversu barmafullt það var
af svívirðingum og ósannindum, en | samþykkt einróma ályktun, þar
enginn séð ástæðu til að ræða þaö I sem Hannibal eru jrökkuð störf
frekar. Hins vegar hefði fundurinn >- 10. síða
Ljóst að fundirnir hafa
hlotið hljómgrunn
segir borgarstjóri
Ég hef sjálfur haft mikið gagn af, eifmun borgarinnar að hlusta á gagn
þessum fundum fyrir starf mitt sem rýni og ábendingar, se*n margar
borgarstjóri. Það er gagnlegt fyrir hafa við rök að styöjast, sagði Geir
mig og aðra, sem vinnum að mál- ))))->• 10. síða.
ENN LEITAÐ AÐ RJUPNASKYTTU
Svii fannst heill á húfi
9 160 manna leitar- örkinni x fyrrakvöld til
sveitir voru sendar af þess að leita að týndri
rjúpnaskyttu í nágrenni
við Meyjarsæti. Saknað
var sænsks manns, Six-
Iliér er Svíinn ásamt veiöifélaga sínum rétt eftir að hann fannst. (Ljósm. Gunnar Borg).
ten Holbergs, sem hafðí
verið á veiðum á laugar-
dag ásamt öðrum manni.
Fannst hann kl. 3 aðfaranótt
sunnudags og var á göngu á veg-
inum, sem Iiggur í átt til Skjald-
breiðs. Hafði hann villzt í hrfð-
armuggu og dimmviðri sem skall
á um kl. 6 á laugardag.
Þeir féiagar tveir höfðu farið
til rjúpna á laugardag og gengið
upp á Meyjarsæti. Skildu þeir
um kl. 2, en ætluðu að hittast
við bflinn aftur síðar um daginn.
Á tiltekinr.i stundu var félagi
Holbergs mættur við bílinn og
beið hans þar í rúmar tvær klst.
en hélt þá til Þingvalla
og hringdi í bæinn til þess
að gera viðvart um, að Holberg
væri týndur.
Leitarsveitir voru kallaðar út
um kl. 11 um kvöldið og fóru
af stað menn úr björgunarsveit-
um Reykjavíkur og nágrennis.
Bjuggust menn fyrst í stað við
þvf, að Holberg mundi skila sér
sjálfur, því að sjókoma var ekki
mikil, en þegar það dróst, skiptu
leitarmenn sé til göngu.
Menn úr björgunarsveit slysa-
varnafélagsins á Selfossi komu
að Holberg kl. 3 um nóttina og
var hann þá nokkuð þreyttur
orðinn eftir mikla göingu. Hann
liaföi dottið nokkrum sinnum á
göngunni og hruflazt á hægra
hné. Kenndi hann sér einskis
meins í morgun, nema bara í
hnénu, sem hann óttaðist að
kynni að hafa brákazt f einu
failinu.