Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 4. nðvember IMS. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd 1 morgun útlönd Forsetakjör í Bandaríkjunum á morgun Humphrey og Nixon birtu yfirlýsingar i gær varhandi samkomulagsumleitanir um frið i Vietnam □ Forsetakjör fer fram í ilandaríkjunum á morgun. díkia athygli hefur vakið Humphrey. afstaða forsetaefnanna Humphreys og Nixons varðandi samkomulagsum leitanirnar um frið í Víet- nam. Humphrey sagöi í rœöu, sem hann flutti i Washington í gær, að hann væri viss um, að stjórnin í Suður- Víetnam myndi að lokum fallast á að senda nefnd manna á Víetnam- ráðstefnuna í París. Hann kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar, að um- mælti van Thieu forseta myndu verða til hnekkis viðleitni Banda- ríkjastjórnar, að binda endi á styrj öldina I Víetnam. í Washington er litið svo á, aö Humphrey hafi í ræðu sinni túlkað sjónarmið stjómarinnar, en hún líti svo á, að yfirlýsingar van Thieu séu fram komnar til þess að ganga ekki í berhögg við þá menn í Suð- ur-Víetnam sem vilja að styrjöild- inni verði haldið áfram. Nixon sagði í gær, aö ef hann yrði kjörinn forseti byðist hann til þess að fara þegar í stað til Parísar á vegum Johnsons forseta til þess að gera tilraun til að hraða sam- komulagsumleitunum um frið í Ví- etnam. Hann kvaö svo að oröi, að ef repúblikanar og demokratar hefðu samstöðu í málinu, myndi það auka líkurnar fyrir, að samkomulag gæti náðst um frið. Nixon lagði áherzlu á, að John- son forseti og Dean Rusk utanríkis- ráðherra veröi að taka ákvörðun um það — veröi hann kjörinn for- seti hvaða hlutverk hann hafi með höndum þar til eftir áramótin er hinn nýi forseti tekur við. New York í morgun: í Banda- ríkjunum óttast menn svo jöfn úr- slit í forsetakosningunum, sem fram fara á morgun, að endanlegt vard forsetakjörs lendi hjá fulltrúa deildinni. Nixon forsetaefni republikana hefir lýst yfir, að sá eigi að sjálf- sögðu að verða forseti, sem flest fær kjörmannaatkvæðin. I-Iann kveöst undir engum kringumstæð- um eiga nein kaup við George Wallace, hinn óháða frambjóðanda. Johnson Bandaríkjaforseti hefir haldið ræðu, og er líklegt, að hann hafi í henni flutt seinustu hvatn- ingu sína til þjóðarinnar, að greiða þeim Humphrey og Muskie atkvæði I-Iann bar mikið lof á þá sem hæfa til hlutverksins og kvað þá menn, sem ekki myndu bregöast. NTB Úrslit seinustu skoðanakannana í Bandaríkjunum um fylgi forseta- efnanna sýna, að Humphrey er nú alveg á hælum Nixons, sem fékk 42 af hundraði atkvæöa og Hump- hrey 40, Wallace fékk 14 af hundr- aði í skoðanakönnun Gallupstofn- unarinnar og 12 hjá Louis-Harris stofnuninni. Úrslitin hjá Nixon og Humphrey hafa ekki fyrr verið jafnlík hjá báðum stofnununum. Hjá Gallup voru 5% ekki búin að ákveða sig og 6 af hundraði hjá Louis Harris. Þeir, sem reyna að gera sér grein fyrir kosningunum á grundvelli ein- stakra ríkja og kjörmannatölu Nixon. þeirra og leggja saman kjörmanna- tölur þeirra allra, benda á að þótt repúblíkanar og demókratar fái jafna tölu kjósenda-atkvæða, bendi allt til að Nixon geti „skrapað saman“ eins og það er orðað, nægi- lega mörg kjörmanna-atkvæði til að sigra, eða 270. Houston:Johnson sagði í morgun, er hann ávarpaði kjósendur, að kynþáttahatur mvndi magnast og efnahagsleg ókyrrð, ef Humphrey næði ekki kosningu. Feikna fíóð á Norður-ltalíu hiklegt, að á annað hundrað manns hafi farizt Enn engar l'ikur til, að stjórn S-Vietnam og jb/óð- frelsishreyfingin taki jbdtt í Parísarráðstefnunni Mikil flóð hafa orðið á Norðar- taKU og er óttazt, að á annað hundrað matms hafi farizt. Á laugardag fór vatn aö flæða inn í bæi og þorp að undan- genginni feikna mikilli tveggja sól- arhringa úrkomu. Vatnið æddi nið- ur dal, eftir að fyrirhleðsla brast og sópaði með sér brúm og símastaur- um og eyðilagði vegi. Mest er tjónið í Vercellihéraði. — f her- tjórnarstöðinni í Torino var sagt, 'ið 40 manns hafi farizt f Vallem- isse-dalnum. I Feneyjum var vatnið orðið einn og hálfur metri á dýpt, er það byrjaði að sjatna dálítið I gær. Herlið hefur verið sent á vett- vang og björgunarþyrlur. ^á segir, að yfir 40 slasaðir menn hafi verið fluttir af flóðasvæðinu. Gistihús og önnur hús eru um- flotin vatni og hefst fólk við á efri hæðum húsanna, þar sem flætt hefir inn í kjallara og grunnhæðir. Biella, Ítalíu: Unnið er af kappi að björgunarstarfi. Kunnugt er, að 70—100 manns hafa farizt á flóða- svæðunum, en öll kurl munu hvergi nærri komin til grafar. lítför Papandreou Hernaðarstjórninni sýnd andúð Útför Georgs Papandreou fyrir verandi forsætisráðherra Grikk- lands fór fram í gær og er taliö að 250.000 manns hafi safnazt sam- an í Aþenu til þess að votta minn- ingu hans virðingu. Mikill fjöldi blómsveiga barst, m. a. frá hernaðarlegu stjórninni, en mannfjöldinn sýndi henni mikla andúð, og hrópaði mannfjöldinn: Lifi lýðræðið og Niöur með hern- aðarstjórnina. Til átaka kom við lögregluna og voru 15 menn handteknir. London í morgun: Stjórnmála- fréttaritarar ræða hina augljósu andúð, sem hernaðarlegu stjórninni var sýnd af 250.000 manns í Aþenu, við útför, er menn m. a. hrópuðu: Niður með fasistana. Telja stjórn- málafréttaritarar andúöina augljós- an vott um óvinsældir stjórnarinn- ar og ögrun við hana. Um 40 menn voru handteknir í átökum viö lögregluna. Landskjólfti í Montenegro Belgrad í gær: Mikill landskjálfti varð í gær i Montenegro og hlauzt af mikið tjón í þorpinu Pistula og víðar i suðurhluta landsins. 1 Pistula var kirkja meðal bygg- inga sem hrundu. Öldruð kona beið bana og fimm skyldmenni hennar slösuðust. Upptök eru talin 330 km. fyrir sunnan Belgrnd í grennd við Skad- arim-vatn í Albaníu. Olíuskip ferst við Spdn — Einn maður komst lífs af London í gær: Fregnir hafa bor- izt u..i að 13.000 lcsta grískt olíu- skip Spyros Lemos, skrásett í Liberíu, hafi farizt við Spánarstrend ur. Einn maður komst lífs af. Eftir honum er haft að skipið hafi klofn- að í tvennt og aðrir af áhöfninni farizt, er afturhluti skipsins sökk. París í gær: Ekki er enn vitað, hvort fulltrúar þjóðfreisishreyfing- arinnar sitja venjulegan miðviku- dagsfund Víetnamráðstefnunnar nú í vikunni. þar sem engar líkur eru fyrir því eins og stendur, að stjórn Suður-Víetnams sitji fundinn. Leið- togar S.-V. hafa hamrað á því, að stjórnin sitji ekki fundinn, þar sem hún viðurkenni þjóðfrelsishreyfing- una. Washington: Framtíð Suður-Ví- etnam verður ekki rædd á fundin- um í París á miðvikudag, en haft er eftir Averill Ilarriman, að það séu ýmis atriði, sem unnt sé að ræða, svo sem hversu draga megi frekar úr hernaðaraðgerðum. Moskva: 1 tilkynningu, sem Tass- fréttastofan hefur birt, er sagt í fyrsta sinn frá undirtektum sovét- stjórnarinnar varðandi stöðvun á- rásanna á Norður-Víetnam. Segir þar, aö sá skilningur, sem náðst hafi á Parísarráðstefnunni sé mik- ilvægt skref í áttina til friðsam- leerar lausnar. Saigon: Þrátt fyrir tilmæli John- sons Bandaríkjaforseta um að gera ekki árásir á þéttbyggð svæöi skutu Víetcongliðar af sprengjuvörpum og fallbyssum á einn mikilvægasta bæ inn á Mekongósasvæðinu. Af bandarískri hálfu í Saígon var ekki tekið hart á þessu í umsögn og var gefiö í skyn, að ýmsir herflokk- ar Víetcong væru ekki búnir að fá tilkynningu um tilmælin, en her- stjórn myndi vafalaust gefa þeim sín fyrirmæli á grundvelli þess, sem gerzt hefði og miðaði í friðarátt. Viðræður fara fram í Parfs milli fulltrúa Bandaríkjanna og Norður- Víetnatn um þau atriði, sem unnt er að ræða þrátt fyrir fjarveru þjóö frelsishreyfingarinnar og stjórnar Suður-Víetnam. Saígon í morgun: Barizt er á- fram í Suður-Víetnam. Árásum á Norður-Víetnam hefur verið hætt, en Bandaríkjamenn hafa hert loft árásir á stöðvar á valdi Víetcong og Noröur-Víetnama í Suður- Víet- nam, og á flutningaleiðir þeirra, og einnig loftárásir á hina svonefndu Ho Chi Minh-leiö í Laos. — Vfet- congliðar hafa skotið af sprengju- vörpum og fallbyssum á tvo bæi á Mekongósasvæðinu. í Saígon hallast ýmsir nú að þeirri skoðun, að stjómin kunni að senda menn á Víetnam-ráöstefnuna seinna, þótt hún geri það ekki i bili. Fulltrúar stjórnarinnar neit- uðu að láta hafa neitt eftir sér, er þeir voru spurðir nema að að opinber talsmaður sagði, að það „væri næstum því öruggt", aö stjórnin sendi ekki fulltrúa til Par- ísar fyrir fundinn á miðvikudag. Sextan þúsund lesta skip rekur stjornlaust d N-Atlandshafi Norska skipið „Étnafjell“ frá Oslo, ,16.000 lesta skip með 34 manna áhöfn var á reki í gærkvöldi á Norður-Atlantshafi. I frétt um þetta frá New York var sagt, að sjógangur væri mik ill og öldur fimm metra háar. Eldur mun hafa komið upp í skipinu, en verið slökktur. Vél skipsins var ekki í gangi og bendir það til, að eldurinn hafi komið upp í vélar rúminu. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og sendiferðabifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9, miðviku- daginn 6. nóvember kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð kl. 5. Sölunefnd vamarliðseigna. ÍBÚÐ Óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 24109 eftir kl. 4. Kjarakaup Gólfteppabútar úr 100% ull á aðeins hálfvirði. Teppi á herbergi, ganga og stiga. - Mottur, litlar og stórar, margir litir. Ennfremur vegghúsgögn . fl. á góðu verði. VÖRUÞJQNUSTAN VIÐ STAKKHOLT . SÍMI 22959

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.