Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 16
Á móti aðskilnaði ríkis og kirkju • Kelmingur þjóðarinnar er mót- fallin aðskilnaði rfkis og kirkju. Þetta kemur fram í 19. skoðana- könnun Vísis, sem er á blaösíðu 8 í blaðinu í dag. • Spurningin sem borin var upp þegar könnunin var framkvæmd, er svohljóðandi: „Teljið þér æski legt að skilja að ríki og kirkju?" • 31% svöruðu spumingunni ját andi, 50% neitandi og 19% höfðu ekki neina ákveðna afstöðu. Sjá nánar á bls. 8. MIKLATUN HEITI SUNNUHVOLL OG EINARI VERÐI SNÚIÐ VIÐ f A/ Sauðfjárgirðingin verður bætt" Síðosf/ hverfafundur borgarstjóra i gær — Vóld borgarstjóra virðast hafa minnkað siðan Bjarni Benediktsson var borgarstjóri Ég heyri á öllu að borgarstjóri á sjötta og síðasta hverfafundinum í gær, þegar hann svar- aðr ábendingu forsætis- ráðherrans og fyrirrenn- ara síns í starfi. For- sætisráðherra var einn af mörgum íbúum Hlíða, Holta- og Norðurmýrar- hverfa, sem lögðu fyrir- spumir fyrir borgar- stjóra eða komu með á- bendingar. Ábending völd borgarstjóra hafa minnkað síðan Bjami Benediktsson var- borg- arstjóri Reykjavíkur, sagði Geir Hallgrímsson — frá fundi borgarstjóra i Arbæjar- og Breiðholtshverfum forsætisráðherrans fjallaði um nafngiftina á Mikla- túni, sem hann kvaðst ekki vera ánægður með. Hann vildi láta umskíra skrúðgarðinn og nefna hann Sunnuhvol eftir því býli, sem hefði átt meginhluta túns- ins, þar sem Miklatún er nú. Sú nafngift myndi heiðra minn- ingu hins merka framkvæmda- manns, Péturs Hjaltested, sem var mikili umbótamaður á sviði jarðræktar í Reykjavfk. Auk þess yröi nafnið SunnuhvoH réttnefni nú, vegna hvolsins, sem gerð;ur hefur verið f tún- inu. Þessi nafngift mvndi eimtig falia að þeirri stefnu borgarinn- ar að tengja saman gamalt og nýtt í borginni, sem ætti ekki aðeins við um gömul hús í borg- inni heidur einnig örnefni. Borgarstjórinn lofaði a8 láta þessa ábendingu ganga rétta leið tkl yfirvalda í þessum mál- um, sem eru nafngiftanefnd, bygginganefnd og fleiri sMkar nefndir. Gat hann þess að það væri misskilningur að hann hefði gefið þessu svæði nafnið Mifclatún og sömuleiðis gæti hann ekki breytt nafninu upp á eindæmi. Þssi nafngift hefði verið niðurstaða norrænufræð- inga, sem hefðu kannað heppi- legt nafn fyrir svæðið. Önnur tillaga varðandi Mikla- túnið kom fram á fondinum. Fyrirspyrjandi viidi láta snúa styttunni af Einari Benedikfcs- syni við. Hann taldi það órvið- eigandi, „að þessi mesti brag- snMiingur þjóðarinnar sfcyldi snúa baki í sólina". Ráðhúsmálm komu ti)l mn- ræðu á þessutn funtfc eins ®g þeim fiestum. Þar hafa staðið fremstir í flokfci ungrr menn í fétagsskap, sem þefc- kalia Uno m—y ». síða. ! • Milli 150 og 200 manns sóttu fund borgarstjóra í félagsheim- ili rafveitunnar í Árbæ á laug- ardag. Fundurinn var ætlaður i- búum Árbæjar- og Breiðholts- hverfa. Mönnum lá margt á hjarta, og komu fram einar fjöru tíu til fimmtíu spurningar um allt milli himins og jarðar, Mest- ur áhugi var á hitaveitufram- kvæmdum í hverfinu. Borgarstjóri kvað 87 af hundr- aði borgarbúa nú hafa hitaveitu og fengjust % af varmamagni, sem borgin hefur yfir að ráða f landi borgarinnar sjálfrar. Kostnaður við hitaveitu væri um 53% af kostn- aði við olíuhitun. Reynt verður á næstunni að leggja hitalögn í Breiöholts- og Ár- bæjarhverfi. Fjölbýlishúsahverfin ganga fyrir, en einbýlis og rað- h-'’*ahverfin mæta afgangi.. Þetta ergði greinilega íbúa ein- býlishúsanna. Kom fram á fundin- um áskorun frá íbúum einbýlis- húsa í Árbæjárhverfi um," að hitá’- veita yrði lögð þar hiö fyrsta. Þyrftu margir nú senn að fara að endurnýja hitatæki sín með mikl- um tilkostnaði. Lýst var undrun og gremju yfir því, að hverfi, byggð á eftir Árbæjarhverfinu, sky-ldu fá hitaveitu fyrr en það. Framfarafélag Selás- og Árbæjar hverfis sendi fundinum ályktun í tólf liðum, þar sem þökkuð var góð samvinna við borgarstjóra, meðal annars jólatréð, sem reist var í hverfinu um síöustu jól. Borg arstjóri hét öðru jólatré um næstu jól og tók vel málaleitan félags- ins. Þá höfðu fbúarnir áhyggjur vegna ágangs sauðfjár á land þeirra, en það mál hefur mikið verið rætt að undanförnu. Lofaði borgarstjóri að efla girðinguna um bæjariandið. AÐ LEIKA SER ÁÐ FYRIRTÆKJUM „Stjórnunarleikur" — ný ibrótt fyrir kaupsýslumenn Borgarstjóri svarar fyrirspurnum borgaranna í Hlfðahverfi. Blaðamannaskóli stofnaður Kennt verður i febr., marz og april • Blaðamannafélag íslands hef- ur í samráði við Félag blaðaút- gefenda undirbúið stofnun Um næstu helgi fer fram nýstár- legur leikur í Reiknistofnun Há- skólans. Þar verður leikinn stjórn- unarleikur (Management Garne), sem Stjómunarfélag íslands og Skýrslutæknifélag Islands efna til. Stjómunarleikur er þjálfun í aö taka ákvarðanir við rekstur fyrir- tækis, og bað er Glúmur Björnsson skrifstofustjóri sem verður leið- beinandi í leiknum. I viðtali við Vísi f morgun sagði hann að leikurinn beindist að því að likt væri eftir rekstri fyrirtækis. Þátttakendum er skipt í flokka og eiga þeir að selja sömu vöru á sama markaði. Einn ársfjórðungur er leikinn í einu, og ákveða þátt- takendur fyrirfram verð vöru sinn ar, magn, auglýsingakostnað og rannsókna- og hagræðingarkostn- að. Einnig eiga þeir að segja fyrir um aukningu á framleiðslu og á- 10. síða Saga blaðanna og blaðamanna gefin út 9 Á næsta ári mun koma út saga blaðamennsku á íslandi. Það er Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrver- andi útvarpsstjóri. sem hefur sam- ið drög að sögu íslenzkra blaða og blaðamanna, en hann er manna bezt öllum hnútum kunnur, sonur eins af stofnendum félagsins og var um skeið formaður þess. Samkomuiag hefur tekizt milli Blaðamannafélagsins og Vilhjálms að hann gangi frá þessum drögum 1 í heillega bók, er fjalli aðallega um 50 ára tímabil 1898 til 1948. Blaðamannafélagið hefur miMi- göngu um útgáfu þessarar bókar og er ráðgert að hún konii út á næsta ári. Blaðamannaskóla. Útgefendur og Ríkisútvarpið hafa fallizt á að tryggja rekstur skóians í fyrstu umferð. Skólinn hefst þegar í vetur með þriggja mánaða námskeiði 1 febrú- ar, marz og april. Undirbúningur námskeiðsins er langt kominn, en kennslan verður sniðin eftir blaða- mannaskólunum á Norðurlöndum. Kennarar verðar fengnir frá Dan- mörku, ef til vill Svíþjóð og jafn- vel Bretlandj til að kenna blaða- mennsku og ýmsar sérgreinar henn ar. tímanna verða í ísteazkri tungu og einnig verða kennd viss atriði i lögfræði, hagfræði og ýms um félagsvfsindum og munu inn- lendir kennarar sjá um kennslu í þeim greinum. Fyrirfestrar verða fjóra daga í viku, og þar fyrir utan verður sýnikennsia á blöðunum og í Ríkisútvarpinu. Námskeið þetta er hugsað sem al mennt námskeið fyrir byrjendur í faginu. Það er að segja fólk, sem hyggst leggja blaðamennsku fyrir sig og fyrir blaðamenn á fyrsta árj i starfi. Námskeiðskröfur verða miðaðar við stúdenta. Nýtt frímerki n 50 óra fuilveldishátíð • Nýtt frímerki kemur út þann 1. desember í tilefni þess að hálf öld er þá liðin frá því að ísland varð fullvalda ríki. Hinn 1. des gengu sambandslög- in í gildi, en samkvæmt þeim varð íslands frjálst og fullvalda riki í konungssambandi við Danmörku, en sú skipan hélzt ti! 1944 er land ið varö lýðveldi. Myndin á frímerkinu er af Jóni Magnússyni, sem var forsætisráð- herra þegar sanibandslögin voru sett og átti manna mest þátt í, að samkomulag náðist um þau milli Dana og fslendinga. Frímerkið verður gefiðút í tveim ur verðgiklum. fjögurra króna og er jiað lrimerki rautt og 50 króna í brúnum lit. Fátt um árekstra j fyrstu hálkudaganaj — ‘ókumenn orðnir skynsamari • Fyrstu hálkudaga hægri umferðar urðu ekki fleiri á- rekstrar, en venjulega verða, þótt akstursskilyrði séu með bezta móti. í Reykjavík urðu ekki nema 5 árekstrar í gær og svipað á laugardag, en þann dag byrjaöi að snjóa. „Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur það, að fyrstu hálkudagana hafa orðið allt upp í 30 árekstrar á dag“, sagði Óskar Ólason, yfirlögreglu þjónn hjá umferðardeild lögregl unnar. „Þannig hefur venjulega gengið fyrstu þrjá dagana og hafi snjór haldizt á jörðu sam- fleytt í nokkra daga, þá hefur það yfirleitt ekki verið fyrr en á fjórða degi, sem dregið hefur úr óhöppum aftur í umferðinni". Þessir fyrstu vetrardagar við- ast gefa tilefni til þess að ætla að íslenzkir ökumenn séu nú loksins famir að átta sig á þeim aðstæðum, sem þeir aka við. í stað þess, að áður áttuðu þeir sig ekki á hálkunni fyrr en á fjórða degi, þá hafa þeir strax sýnt aðgætni og varkámi í um- ferðinni. Þetta sama kom i ijós fyrstu frostnæturnar í haust. Áður önnuðu sendibílastöðvar varla öllum þeim beiðnum, sem bár- ust um að draga ökutæki í gang eða þá úr sköflum. Nú í haust virtust miklu fleiri hafa búið ökutæki sín undir veturinn, þótt sendibílastöðvar hafi haft tölu- verðar annir samt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.