Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Mánuaagur 4. nóvember 1968. 3 V wMrnw® wmmm . $p I \ Þessi lampafótur hefur einu sinni farið í brennsiu og nú er Steinunn ásamt nokkrum þeirra muna, sem nemendurnir hafa unnið og eiga eftir að prýða Leirinn er hnoðndur, mótaðu r og brenndur ð er fremur þröngt um vik þar sem þær sitja við að hnoða leirinn sinn. Þarna ríkir- samt ósvikin vinnugleði og hendumar bera sig ótt og títt við að hnoða, móta, skrapa og skafa leirinn, sem á að taka á sig ýmisleg form. Myndsjáin er stödd á nám- skeiði Steinunnar Marteinsdótt- ur, leirkerasmiðs. Á annaö hundrað konur og nokkrir karl- menn taka þátt í námskeiðun- um, sem eru tveir eða þrír tím- ar í viku eftir eigin vali og svo lengi sem hverrj þóknast. Nám- skeiðstilhögunin er frjálsleg eins og kennslan. Konurnar byrja á því að gera tvö lítil stykki úr leir til að læra að- ferðirnar, en svo geta þær mót- að að eigin vild með leiðsögn kennaranna. Rúna gætir ofnsins og þarf ekki að kvarta undan kulda við það starf. Steinunn er forsvarskona námskeiðsins, Jónína aðstoðar og leiðbeinir við mótunina og Rúna stendur við ofninn þar sem leirinn er brenndur í tvígang, áð ur en hann er litaður, settur á hann glerungur eða teiknað á hann — og á eftir, — og þá er hiutnum endanlega lokið. Þótt konurnar séu niður- sokknar i verkið, þegar Mynd- sjáin kemur inn úr dyrunum, gefa þær sér sumar samt tíma til gamanyrða eins og „við ætl- um allar að stilla út og verða listakonur" og þegar Jónína dröslar inn poka með leir, seg- ir Steinunn: „Það er ógurlegur leirburður á okkur hér“, Uppi á lofti er ofninn og þar og leirinn pússaður og gler- ungurinn settur á hann. Þær sem þar eru staddar segja, að skemmtilegast sé að móta en hálfleiðinlegt að pússa. Samt er þaö verk, sem þarf að vinna áður en verkið er fullunnið og hluturinn stendur fullbúinn höfundinum til velþóknunar og tflvonandi prýði heimilisins. Leirinn er hnoðaður og mótaður í vasa, lampafætur og hina furðulegustu hluti. „Við ætlum allar að stilla út og verða listakonur.” Þær líta varla upp frá leirnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.