Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 2
VALUR varB Reykjavíkurmeistarí VALSMENN eru Reykja víkurmeistarar í hand- knattleik 1968. — Þeir unnu Fram öðru sinni í gærdag í sérlega skemmtilegum og snörp um úrslitaleik mótsins. Loks nú var eins og handknattleiksunnendur tækju við sér, þeir fjöl- Gylfi Hjálmarsson er kominn inn á línuna og skorar fyrir Fram, — það dugði þó ekki til. 16870 - 24645 Nóvember söluskróin er komin út. Komið eða hringið og við sendurn yður hana í pósti endurgjaldslaust. Vorum að fá i sölu: 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð við Kleppsveg.‘Sér- þvottaherbergi á hæðinni, suðursvalir. Tvöfalt gler. Teppalögð. íbúðin er í mjög góðu ástandi. — Verð: 1250 þús. Útb. 600 þús., má skiptea. Raðhús við Smyrluhraun í Hafnarfirði, tilbúið undir tréverk. Húsið er á 2 hæðum, um 70 ferm. hvor. Skipti á 4ra herb. íbúö möguleg. Austurstræti 17 (Silli & Valdi), 3. hæð Síniar 16870 & 24645 Hvöldsími 3 0587 Stefán J. Richter sölum. Ragnar Tómasson hd/. Hér eru Valsmenn, Reykjavíkurmeistararnir í ár, ásamt þjálfara sínum, Reyni Ólafssyni. menntu, einkum ákafir Valsaðdáendur, sem hrópuðu taktfast með liði sínu og voru ómet- anlegur stuðningur fyr- ir liðið. Valsmenn byrjuðu vel og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Þar voru þeir að verki, Bjarni Jóns son og Jón Karlsson, en Ingólf- ur og Gylfi Hjálmarsson jöfn- uðu þetta. Hermann Gunnarsson kom skömmu síðar inn á og byrjaði sannarlega vel, skoraði 3 mörk í röð og staðan varð því 5:2 fyrir Val, en tvö síðustu mörk in fyrir leikhlé skoraði Gylfi Jóhannsson fyrir Fram, staðan var því 5:4 í hálfleik. rýfur Valur sigurgöngu Fram- ara. Þetta Valslið, sem þama barð ist svo vel ætti sannarlega að vera i hópi hinna „stóru“ í handknattleiknum í vetur. Er ótrúlegt annað en að Valur blandi sér í toppstríðið. Það sem er ekki svo lítið atriði er það að Jón Breiðfjörð markvörð ur þeirra er geysigóður, vörnin er góð og í framlinunni eru margir ,beittir‘ leikmenn og leik menn sem kunna að taka lífinu meö ró, þegar á þarf að halda, t.d. Jón Ágústsson. Þess vegna ætti Reykjavikurtitillinn aðeins að verða viðkomustaður að öðru og stærra takmarki hjá Val. Framararnir voru greinilega mjög taugaóstyrkir fyrir átök- in gegn þessum nýja „óvini“. Þorsteinn varði vel í markinu, m.a. tvö vítaskot. Hins vegar fannst mér leikur Fram ein- hvern veginn bera vott um stöðnun í liðinu. Það var eins og allt hugmyndaflug vantaði í leik liðsins. Eru öll kerfin ekki far- in að gera menn leiða og þreytta? Ég bara kasta þessari spurningu fram, Gunnlaugur reyndi aldrei að skjóta gegnum vörnina, hafði þó mörg tæki- færi til þess. Féll það ekki inn í kerfið? ^PRESSULIÐIÐ Seinni hálfleikurinn var ó- venjuskemmtilegur og spenn- andi. Einu sinni tókst Fram að ja'fna metin. Þeir voru yfirleitt marki undir, en þegar tæpar tvær minútur voru til leiksloka jafnaði Amar fyrir Fram af línu 10:10. Valur átti betri til- raunir það sem eftir var og Jóni Karlssyni tókst að skora sigurmarkið þegar nokkrar sek- úndur voru eftir af leiknum. Framarar hafa undanfarin 8 ár verið svo til einir um hituna í Reykjavikurmótinu. Fyrir 3 árum tókst KR að vinna mótið en síðan Fram tvivegis og nú VALIÐ ® Pressuliðið var valið í gær, en það á að leika við landsliðið annað kvöld í Laugardalshöllinni. Blaða menn völdu eftirtalda menn í lið sitt: Hjalti Einarsson, FH, Kristinn Pedersen, Ármanni, Jón Karlsson, Val, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, fyrirliði, Guðjón Jónsson, Fram, Þórður Sigurösson, Hauk- um, Jón Ágústsson, Val, Vilhjálmur í GÆR Sigurgeirsson, ÍR, Þórarinn Ölafs- , son, Víking, Sigurður Óskarsson, KR, Stefán Jónsson, Haukum og ' Brynjólfur Markússon, IR. Leikurinn hefst kl. 20.15. , Kenyamenn vilja halda ©L árið 1976 Ti/wttás Glæsilegustu og vönduðustu svefnherbergissettin fóst hjá okkur Munið einkunnarorð okkar: Úrval, gæði og þjónusta Kenya mun reyna að fá að halda Ölympiuleik-na 1976. Var tilkynnt um ákvörðun þessi í Narobi á föstu daginn af ráðherra þeim sem fer með málefni íþróttafólks við komu Ólympíufara landsins. Fari svo að Kenya fái leikana, verður það í fyrsta skipti sem leik arnir verða háðir á meginlandi Afríku. Sú ákvörðun mundi einnig færa fram vandamál í sambandi við háfjallaloftslag eins og í Mexíkó nú. Nairobi er nefnilega, í 1660 metra hæð yfir siávarmSli. Fimm af keppendum Kenya á ÓL í Mexíkó hafa fengið tilboð um styrki í Bandarikjunum í vetur en Kenyaliðið vakti stórkostlega athygli fyrir afrek sín á leikunum. Næstu Ólympíuleikar verða haldnir í Múnchen í V-Þýzkalandi 1972. íaamrmKmmw-ia'u .__33t~

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.