Vísir - 04.11.1968, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Mánudagur 4. nóvember 1968.
VÍSIR
Otgefandi Reykjaprent h.í.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands
1 lausasðlu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Ódýrasta gjaldeyrisöflunin
OHum er kunnugt um, að gjaldeyristekjur þjóðarinn-
ar hafa minnkað verulega tvö síðustu árin vegna afla-
brests og verðhruns á útfluttum sjávarafurðum. Hitt
vita færri, að í öllum þessum erfiðleikum heldur ein
grein gjaldeyrisöflunarinnar stöðugt áfram að eflast,
— þjónustan.
Gjaldeyristekjur af þjónustu nema um 45% af öll-
um gjaldeyristekjum þjóðarinnar, — á móti 55%, sem
aflast við útflutning á vörum, aðallega sjávarafurð-
um. Bráðabirgðatölur gefa til kynna, að í fyrra hafi
gjaldeyristekjur af þjónustu numið 3,5 milljörðum
króna en af vöruútflutningi 4,3 milljörðum króna.
Tekjur íslenzkra flugfélaga eru stærsti liðurinn í
þjónustutekjunum. Það sýnir, hve flugið er orðið mik-
ill þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar. Þessar tekjur vaxa
árvisst og án tillits til sveiflna á öðrum sviðum. Skyld-
ur tekjuliður eru erlendu ferðamennirnir, sem skila
nú orðið meira en 100 milljónum króna á ári í gjald-
eyri til bankanna. Líklega er tekjuaukningin á því
sviði hlutfallslega hraðari en á nokkru öðru sviði
gjaldeyristekna.
Flugfélagið SAS er byrjað á reglubundnu flugi til
íslands og brezka flugfélagið BEA hefur ákveðið að
hefja áætlunarflug síðar. Verður það þá fimmta flug-
félagið í áætlunarflugi milli íslands og umheimsins.
Tilkoma þessara nýju flugfélaga á íslandsleiðir mun,
ef að líkum lætur, enn auka skriðið á ferðamanna-
straumnum til íslands, — svo framarlega sem við
getum tekið á móti.
Ferðamannaþjónusta hefur þann kost fram yfir
flestar aðrar nútíma atvinnugreinar, að hún krefst
tiltölulega lítillar fjárfestingar. Það er mjög mikilvægt
fyrir okkur, sem höfum alla tíð búið við mikinn fjár-
magnsskort. Þess vegna eigum við auðveldari leik í
ferðamannaþjónustu en flestum öðrum greinum.
Á undanförnum árum hefur hvert glæsihótelið ver-
ið byggt á fætur öðru hér á landi, einkum í Reykja-
vík. Þessi stóru og góðu hótel hafa gert okkur kleift
að taka á móti hinum aukna ferðamannastraumi. Þess-
ari stefnu þarf að fylgja áfram á næstu árum.
Ef ráðstefnum væri meira komið fyrir utan háanna-
tímans, væri Reykjavík nokkuð vel sett með hótel.
En það líður áreiðanlega ekki á löngu, þangað til ný
hótel fer að skorta í Reykjavík. Enn meiri þörf er á
að byggja hótel víðs vegai um landið, eins og nýlega
var gert í Hornafirði. Einkum skortir hótel á stöðum
eins og við Mývatn og Laugarvatn. Sú stefna, sem
tekin hefur verið upp, að byggja heimavistarskóla
með tilliti til hótelrekstrar á sumrum, verður að telj-
ast mjög snjöll og ódýr.
Við skulum halda af fullum krafti áfram á þeirri
braut að efla ferðamannaþjónustuna sem mest við
megum.
19. skoðanakönnun VÍSIS: „Teljið þér æskilegt að skilja að ríki og kirkju?“
Helmingur þjóðarinnar er
mótfallinn aðskilnaði rfkis
og kirkju
Niðurst'óður úr 19. skoðanakönnun
VISIS urðu sem hér segir:
Já..........31%
Nei....... 50%
Óákveðnir • 19%
Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku
til málsins, litur taflan svona út:
Já..........38%
Nei.......62%
□ Nú er kirkjuþingi ný
lokið, en þar gerðust
ýmsir merkir hlutir við-
komandi trúarlífi lands-
manna. Margt var tekið
þar til umræðu, svo sem
fjölgun biskupsdæma,
endalok prestskosninga
og þar fram eftir götun-
um.
□ Á kirkjuþingi var aft-
ur á móti ekki rætt um
hugsanlegan aðskilnað
ríkis og kirkju, en það
mál hefur löngum verið
ofarlega á baugi í um-
ræðum manna um trú-
mál og þvflík efni.
□ Vísir hefur nú kann-
ekki vera til staðar, meöan
lútersk kirkja er bein ríkis-
kirkja og nýtur af þeim sökum
margvíslegra forréttinda."
Annar kvaðst vera fylgjandi
núverandi skipulagi, og sagði:
„Ég e viss um, að það er mik-
ið aöhald fyrir trúna að hafa
skipulagið eins og nú er. Þetta
aðhald mundi hverfa með að-
skiínaði ríkis og kirkju."
Allmargir svöruðu þvf til
að þeir vildu aðskilnað rfkis og
kirkju á þeim forsendum, aö
það yrði mikil lyftistöng trúar-
lífi í landinu, ef söfnuðimir
yrðu að leggja meira á sig fyrir
trúna heldur en nú er.
Ein kona sagði: „Já — þá
fyrst yrði einhver gróska í
trúmálum, að minnsta kosti
hefur mér sýnzt það, þar sem
ég hef kynnzt .þessum málum
erlendis.
Önnur kona svaraði spum-
ingunni einnig játandi, og bætti
viö: „Þá sýndu menn, hvort þeir
vilja fórna einhverju fyrir.
trúna.“
1 umræðum um þessi mál,
bæði á opinberum vettvangi og
manna á meðal hafa verið færð
fram ýmis rök af báðum aðil-
um, sem ekki er ástæða tfl að
rekja hér.
Mörgum blæðir f augum, að
ríkið skuli leggja fram fé til
kirkjunnar barfa, enda sýnir
skoðanakönnunin það, að ýmsir
vilja láta kirkjuna vera óháða
fjárframlögum annarra en
þeirra, sem raunverulega vflja
vinna að þvf að efla viðgang
kirkjunnar.
1 sambandi við þetta er at-
hyglisvert, að líta á kafla ör
ræðu, sem biskup Islands, herra
Sigurbjöm Einarsson, flutti í
upphafi Synódusar árið 1966,
en hann fjallar um þá spum-
ingu, hvort kirkjan sé fjár-
hagsleg byrði á ríkinu:
„Það er staðreynd að opinber
útgjöld til kirkjulegra þarfa
hafa farið minnkandi hægt og
hægt undanfarin ár og áratugi
f hlutfalli við önnur framlög —
í kjölfar þess, að mjög arðbær-
ar eignir, sem fyrri kynslóðir
höfðu af góðvilja lagt kirkjunni
til, hafa gengið undan henni.'
Garðakirkju á Álftanesi hefur
nú verið komið upp með æm-
um sjálfboöafómum og hún eri
stórskuldug. Sú kirkja átti tfl»
skamms tíma lönd, sem mundu ;
í dag sennilega skila af sér i
meiri arði en sem nemur ðllu,
þvi fé, sem kirkjan fær úr,
þeim rfkissjóði, sem tók þessar,
eignir til handargagns. Þetta er
lausleg ágizkun, en dæmið er'
íhugunarvert og dæmin eru1
fleiri, sem hugleiða mætti í}
þessu sambandi."
Ekki gefst hér rúm til að >
rekja fleira sem sagt hefur verið ,
um samskipti ríkis og kirkju,
enda ætti það að nægja að láta ’
skoðanakönnunina segja sína.'
sögu án allra málalenginga. ■
Skoðanakönnunin var fram-.
kvæmd á venjulegan hátt,
þannig að hún nær til allra
landsmanna og ætti því að end- '
urspegla skoöanir þjóðarheild-
arinnar.
að afstöðu manna til
spurningarinnar: „Teljið
þér æskilegt að skilja að
ríki og kirkju?“
|7ins >g sjá má af yfirlits-
töfium hér á síðunni var
yfirgnæfandi meirihluti fylgj-
andi óbreyttu skipulagi. Um
það bil þriðjungur hlynntur að-
skilnaði, og fimmti hver maður
haföi enga skoðun á málinu.
Það vakti athygli, að hlut-
fallstölur f skoðanakönnuninni
voru næstum nákvæmlega hinar
sömu, hvar sem var á landinu,
bæði í stórum kaupstöðum og
strjálbýlum sveitum.
Eins ob algengt er, voru mun
fleiri konur en karlar skoðana-
lausar á þessu sviði, og þar að
auki virðist, sem núverandi til-
högun nyti meira fylgis hjá
körlum heldur en konum.
Auk þess að svara spurning-
unni með einsatkvæðis oröi
vildu margir segja aðeins nánar
frá því, hvers vegna þeir hefðu
tekið þessa afstöðu. Og marg-
víslegar útiistanir á svörunum
fengust. t.d. sagði einhver:
„Þó að talaö sé um trúfrelsi
f landinu. finnst mér það alls
Aðskilnaður ríkis og kirkju hér á landi þekkist, því að til eru
söfnuðir, óháðir þjóðkirkjunn?.. Þessi mynd er af kirkju Óháða
safnaðarins.