Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 4
lilfíjí llPOÍiSMIl - * ; .... . uiú:.i:iilii!!;'i!iii ÆkOBM HHHKHHHMHHHHHIHB Ef aðeins einn... Kímnigáfu Dana er oft við- brugðið og hér er eitt sýnishorn. Einn fréttamanna danska blaðs- ins, POLITIKEN, skrifaði blaði sínu frá Mexikó, en þar var hann viöstaddur Óiympíuleikana: „Ef aðeins einn Ameríkani enn verður sendur heim vegna ósæmi legrar hegðunar, og einn Afríku- búinn sviptur rétti til þátttöku fyrir pilluát, og aðeins einn Þjóð verji sviptur verðlaunum fyrir hrindingar, og aðeins einn Mexi- kani þjófstartar, og einum Asíu- búa meinuð þátttaka fyrir ölvun, og ef aðeins einn Rússinn spring- ur af maeði .......... já, kæru vinir ... þá ætti Danmörk bara töluverða möguleika á því að krækja sér í bronsverðlaun. Auð vitað að þyi tilskildu að danski þátttakandinn missi ekki af stræt isvagninum." Simon Spotlight. Simon Spotlight, fréttamaður Politiken, á leiö i mark með efni í blaö sitt. Komdu með 'ann! Ég á ann! Paul Owen (10 mánaða) og eitt helzta aðdráttamúmerið í sirk- usnum hans Billy Smarts í Lond- on, fíllinn Birma, gátu ómögu- lega komið sér saman um það, hvort þeirra ætti að fá að halda pelanum. Paul varð ekki af því skekinn, að hann ætti pelann, og brast í grát, en Birma stóð á því fastar en fótunum (og hún er vel stöðug á þeim), að það væri hún, sem ætti að hafa pel- ann.. Einnig hún fór að hrína. Rifrildið fór ekki fram hjá neinum • sirkusnum. Slíkur var gauragangurinn, enda bæði radd- styrk í betra lagi. Bar þá að gæzlumanninn hennar Birmu, og leiddi hann henni fyrir sjónir, að pelinn væri rétt- mæt eign Pauls, og skyldi hún umsvifalaust skila honum pelan- um aftur. Sem hún þá gerði. En það varö ekki fyrr en þessi mynd hafði verið tekin, svo það er önnur saga að segja frá þvf, hvemig samkomulagiö var eftir það. Lengri en hæð Eiffelturnsins nemur! Hér sjáið þið lengsta skip ver- aldar, „Universe Ireland“, sem í allri sinni lengd — 380 metrar — er rúmum 50 metrum lengra en nemur hæð Eiffeltumsins í París. Skipið var nýlega statt í Bantry-olíuhreinsunarstöðinni i írlandi, þar sem það losaði 312. 000 tonn af hráolíu frá Kuwait. Þegar búiö er að hreinsa ben- sínið úr einum skipsfarmi, nægir það til þess að fyila geymana á 10 milljónum einkabíla. Hvaö eigum við lengi „að vera með“ Einhvern veginn finnst manni eftir Olympiuleikana í Mexikó- borg í haust, að mestur dýrðar- ljóminn sé farinn af þessum fomfrægu leikum. Metaregnið sannar hverslags stefnu iþrótta- mál stórþjóðanna hafa tekið. Slíkum árangri er ekki náð nema með þrotlausri þjálfun og hárfínni visindalegri tækni. / íþróttafólkið verður bókstaflega að helga lif sitt íþróttinni, eigi það að vera samkeppnisfært. Stórþjóðirnar verja ógnarlegum fjárhæðum til þess að ná sem beztu út úr þessu fólki, svo að það megi vitna um mátt og auðæfi lands síns. — Þetta eru" ekki lengur frjálsir leikar æskunnar, heldur æðislegt meta kapphlaup hinna stærri þjóða, og á einna helzt skylt við geim ferðakapphlaupið. oOo Það hlýtur því að vakna sú spuming meöal smáþjóðanna, hvaða erindi fulltrúar þeirra eigi eiginlega á þessar hátiðir. — Eigum við að setja á fót vís- indastofnun til þess að vinna skipulega að þjálfun iþrótta- fólks og tæknideild, sem gæti ef til vill fundið fullkomnari hlaupaskó, eða ennþá sveigjan- legri stökkstöng en nú þekkist eða eitthvert undralyf, sem gæti allir, er vita vildu að íslending- arnir höfðu enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í einri einustu grein. — Við send um þessa átta keppendur bara til þess að vera meö og enginn efast um að þeir hafi gert eiQS og þeir gátu, og verið landi sínu til sóma. misjöfnum árangri. Allt kostar þetta skildinginn. — Þessi ferð íþróttafólksins til Mexíkó hefur kostað upp undir milljón. Þar af hefur ríkið orðiö að borga líklega um sex hundruð þúsund. — Árlega eru sendir út hópar íþróttafólks til keppni, til dæm- is boltalið — jafnvel unglingar K/ALLARAGREININ tryggt ísienzkum keppendum frama á hátíð iþróttanna. Eða eigum við bara að halda áfram að senda okkar bezta fólk, til þess að vera með, láta það kynná land og þjóð. — Til þess að láta íslenzka fánann blakta með fánum annarra þjóða, sjá hann hylltan og bor- inn á leikvanglnn ... ? oOo Eins og sá ágæti íþróttamað- ur Guðmundur Hermannsson benti réttilega á i grein, sem hann skrifaði eftir leikana vissu Kostaði 600 þús. að láta íslenzka fánann blakta í Mexíkó. Það má ef til vill líta á það sem réttláta viðurkenningu við fólk, sem hefur sýnt elju og þrautseigju við þjálfun og góðar framfarir, að senda það á Ol- ympíuleikana, því ekki það? Við höfum ekki látið okkur vanta á vetrarólympíuleika, né heldur á alþjóðaboltaleiki, þeg ar þvi er að skipta — með rétt um fermingu. — Allar þykja þessar ferðir vist mjög Iærdómsríkar fyrir iþróttaæsk- una, og nauðsynlegar til þess aö viðhalda íþróttaáhuga þjóð- arinnar — og kynna land og þjóð. Kannski er það líka sex h ndruð þúsund króna virði að fá að draga íslenzka fánann að hún í Mexikóborg? — Hver veit? oOo En við eigum í fleiri hom að líta. Ólympíumót skákmanna f Sviss hefur fallið i skuggann af íþróttahátíðinni í Mexikó. Þar eiga íslendingar unga og efni- lega skákmenn, sem hafa sýnt og sannaö fyrr og nú aö þeir eiga í fullu tré við beztu skák- menn hinna stærri þjóða. — Mér vitanlega hafa þeir ekki fengið neinn styrk til þessarar farar, nema bann, sem samtök skákmanna hafa siálf aflað til þess arna með ýmsum fjáröfl. unarleiðum. Allt framlag ríkis- ins til Skáksambands fslands á einu ári nemur aðeins þriðjungi af framlaginu til Ólympíuferðar íþróttamanna. — íslenzkir skák menn hafa borið hróður lands- ins víða og komizt í fiokk með sterkustu skákbjóöum heims á slíku móti. — Væri ekki nær að fækka þessum íþróttaferðum, sem farnar eru einungis til þess að vera með og kosta fremur fulltrúa í keppni, sem við eig- um einhverja von í að vinna, eða að minnsta kosti standast samkeppni. Jón íflartarson. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.