Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi Reykjaprent tt.í Framkvæmdastjöri Svejnn R. Eyjölfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson Fréttastjón Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstrætj 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: tmgavegi 178. SimJ 11660 (5 iinur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis' — Edda hi. Skírnarveizlu lokið l^ommúnistaflokkur íslands var á landsfundi um helgina endanlega skírður Alþýðubandalagið. Svo þunn var dulan á kommúnismanum, að fundurinn vísaði frá tillögu um að fordæma innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og lýsa samúð með Tékkum og Slóvök- um á þeim forsendum, að ekki væri tími til að ræða utanríkismál á fundinum. 1 Og flutningsmanni tillögunnar var að sjálfsögðu \ lítt þakkað framtakið. í upphafi fundar var honum / sýndur sá trúnaður að gera hann að fundarritara og ) framsögumanni stjórnmálanefndar. En þetta breytt- 1 ist, þegar tillaga hans kom í ljós. Eftir það var hann felldur við miðstjórnarkjör. Sumir menn hafa trúað því, að kommúnistar hér á landi væru orðnir andvígir ofbeldisstefnu Sovétríkj- anna eftir inrirásina, vegna skrifa Þjóðviljans. Aðrir hafa seint viljað trúa því, að þeir gætu á einum degi snarsnúizt, eftir að hafa árum saman og sumir hverjir í áratugi stutt ofbeldisverk, sem hafa verið marg- falt blóðugri en innrásin í Tékkóslóvakíu. Lands- fundurinn sýnir, að hjartað slær enn á gamla staðn- um. Landsfundurinn ákvað, að Alþýðubandalagið skyldi vera sósíalistískur flokkur. Athyglisvert er, að ráða- mannasveitin í Alþýðubandalaginu er jafnvel enn þrengri en var í Sósíalistaflokknum. Þar börðust f margar klíkur um völdin, en í Alþýðubandalaginu virðist aðeins ein klíka, Einars Olgeirssonar, hafa öll ráð í sínum höndum. Hún skipar tvö af þremur stjórnarsætum Alþýðubandalagsins. Lúðvík Jósepsson er ekki lengur varaformaður Al- þýðubandalagsins. Hann neitaði eindregið endurkjöri og sýnir það bezt, hve lítils trausts hin nýja dula á kommúnistaflokknum nýtur. Annar þingmaður flokksins, Karl Guðjónsson, sendi landsfundinum orð um, að hann neitaði öllum trúnaðarstörfum. Þriðji bingmaðurinn, Jónas Árnason, vildi ekki gefa kost á sér í miðstjórn. Fjórði þingmaðurinn, Gils Guð- mundsson, verður í næstu kosningum látinn víkja úr sæti fyrir hinum nýkjma formanni, Ragnari Arnalds, y svo að hann komist örugglega á þing. Hannibal, Björn í og Steingrímur eru farnir úr flokknum. Ástandið er f sem sagt ekki gæfulegt, þrátt fyrir skímarveizluna. Frá skipulagslegu sjónarmiði hefur Hannibal Valdi- marsson vissulega tapað sínu Alþýðubandalagsstríði. Hann og fylgismenn hans sitja uppi flokkslausir og ráðþrota, að því er virðist, en kommúnistar hreiðra uiri sig í Alþýðubandalaginu. En frá siðferðilegu sjón- armiði hefur Hannibal unnið stríðið. Hann og hans tnenn létu ekki beygja sig. Fyrir bragðið er mönnum ljóst, að Alþýðubanda- lagið verður nákvæmlega sami flokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn va'r. Því tíðar, sem skipt er um nafn, þeim mun fremur er innihaldið hið sama. i > V í SIR . Miðvikudagur 6. nóvember 1968. Abrams yfirhershöfðingi gerir Johnson grein fyrir afstöðu sinni til stöðvunar árásanna á Norður-Víetnam. Frá vinstri: Clark Clifford, landvamaráðherra, Dean Rusk utanríkisráðherra, Johnson forseti, Creighton W. Abrams og Earle Wheeler hershöfðingi, yfirmaður samein- aðs herforingjaráðs Bandarikjanna. F orsetakosningarnar og stöðvun árásanna N-Víetnam a Q Þegar þetta er skrifað eru kjósendur í Banda- rikjunum að flykkjast á'kjör- staði og í hugum manna vestra og um allan heim er það vafalaust ofarlega. ef ekki efst, á þessum degi, hvort úrslitin í forseta- kosningunum leiði í Ijós, að ákvörðun Johnsons forseta um stöðvun árásanna á N- Víetnam verði það, sem ríði baggamuninn og Humphrey sigri. Enn ofar er þetta vafa- laust í hugum manna, vegna þess að seinustu skoðana- kannanir áður en kjörfundir hófust, sýndu að Humphrey var allt í einu kominn fram úr Nixon, hafi aukið fylgið á tveimur sólarhringum svo að það var orðið 5% meira en fylgi Nixons. J þessa átt hefur krókurinn beygzt að undanförnu, og á fréttasíðum blaða hefir stað- ið með stóru letri: Er það þetta sem getur gert Humphrey kleift að sigra — og annað í þessum dúr. Fréttir frá Washington dag- inn eftir, að Johnson tilkynnti á- kvörðun sína, hermdu aö geysi þungri byrði hefði verið létt af Humphrey og eftir honum var haft: Nú höfum viö skilyrði til að sigra. Humphrey sat fundinn í Ör- yggisráöi Bandarfkjanna sem varaforseti Iandsins, en þar ræddi forsetinn ákvö>rðun sína. Áður hafði hann rætt hana við helztu ráðunauta sína og kvatt Abram yfirhershöfðingja Banda- rtkjanna í Suöur-Víetnam á sinn fund, en vafalaust hefir Johnson verið búinn að ákveða að stíga þe(tta skref fyrir fundinn og um skeið hafði allt bent til, að það væri aðeins undir því komið hvað gerðist á leynifundum um Víetnam, hvenær ákvörðunin yrði tiikynnt, og þá einnig hvort unnt yrði að gera þaö fyrir kosningamar. Johnson forseta er borið það á brýn af ýmsum að hann hafi valið daginn og stundina með tilliti til forsetakosning- anna, en hann og ráðunautar hans og talsmenn neita því. Sjálfur sagði hann um þetta: — Ég hefði viljað gefa allt sem ég á til til þess, aö skilyrðin hefðu verið fyrir hendi mánuð- um fyrr, að stíga þetta skref — en forseti Bandaríkjanna ræður ekki rás atburðanna í Víetnam. Og hann minnti á, að fyrir sjö mánuðum boðaði hann, að hann gæfi ekki kost á sér sem forsetaefni í kosningunum, til þess að geta beitt sér af fremsta megni til þess að vinna að friði í Víetnam. Jafnframt tilkynnti hann, að engu forsetaefna yrði ívílnaö að því er varðaði upplýs ingar um það, sem reynt væri og fram færi, og það loforð var haldið. Og Johnson varaði menn við að álykta, að með stöðvuninni væri friður fenginn. En þannig fór, að forsetinn Johnson. um fyrir kjördag og nú, að af- stöðnum kosningum múnu hin- ir sérfróðu menn hver í kapp við annan gera grein fyrir skoð unum sínum á því, að úrslitin urðu þau sém raun ber vitni, og þar verður áreiðanlega rætt ýtarlega um áhrif stöðvunarinn- ar á úrslit kosninganna. Hér fer á eftir tafla um úrslit forsetakosniinga í Bandaríkjun- tók ákvöröunina nokkrum dög um frá 1928: Ár Frambjóðendur Flokkuf Kjörmenn Kjósendafylgi 1928 Herbert C. Hoover R 444 21,392,190 Alfred E. Smith D 87 15,016,443 1932 Franklin D. Roosevelt D 472 22,821,857 Herbert C. Hoover R 59 15,761,841 1936 Franklin D. Roosevelt D 523 27,476,673 Alfred M. Landon R 8 16,679,583 1940 Franklin D. Roosevelt D 499 27,243,466 Wendell L. Willkie R 82 22,304,755 1944 Franklin D. Roosevelt D 432 25,602,505 Tlíomas E. Dewey R 99 22,006,278 1948 Harry S. Truman D * 303 24,105,695 Thomas E. Dewey R 189 21,969,170 1952 Dwight D. Eisenhower R 442 33.824.35J Adlai E. Stevenson D 89 27,314,986 1956 Dwight D. Eisenhower R 457 35,585,316 Adlai E. Stevenson D 74 26,031,322 1960 John F. Kennedy D 303 34,277,096 Richard M. Nixon R 219 34,108,546 1964 Lyndon B. Johnson D 486 42,995,259 Barry M. Goldwater R 52 27,175,770

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.