Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 5
/ V í SIR . Miðvikudagur 6. nóvember 1968. • ísland verður með í heims- sýningunni í Japan 1970, fær horn af sýningarskála Norður- landanna. Tillögur danska arki- tektsins Jespers Pögen að út- liti skálans náðu fram að ganga. Myndin sýnir hugmynd hans. • Umboðsmenn fyrir Volvo A.B., Bolinder Munktell A.B. og Volvo Penta A.B., eru nú nýtt fyrirtæki, Veltir h.f., en þaö nafn er raunar þýðingin á Volvo. Gunnar Ásgeirsson h.f. sem áð- ur hafði umboðið hefur nú látið af þvf. Veltir h.f. er til húsa að Suöurlandsbraut 16, í hús- næöi Gunnars Ásgeirssonar h.f. Framkvæmdastjóri er Ásgeir Gunnarsson. >f • íslenzkir flugvirkjar bíða í ofvæni eftir úrslitum í því máli hvort Loftleiðum tekst aö fá viðgerðarþjónustu sína heim, en undanfárin ár hefur hún verið unnin erlendis. Fjöldi ungra manna hefur lok- ið undirstöðunámi í flugvirkj- un erlendis, en hefur neyözt til að flytjast af landi brott eði hverfa til annarra starfa hér heima. Ef til kæmi mundu Loftleiðir þurfa um 120 manns á verkstæði sín. Eitt af því sem eitthvað tefur fyrir er það að hentugra er að nota endastöðv- ar félagsins til viðgerða og eftirlits á vélunum. • Færri nemendur eru í vet- ur í fiskimannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík en rekja má þetta til tekjurýrnun- ar fiskimanna af völdum afla- brests og verðfalls á afuröum þeirra. í farmannadeild eru í vetur 96 en aðeins 70 í fiski- mannadeild. >f • „Fundurinn var vel sóttur. Fimm félagar voru mættir“. Þannig segir frá fundi Alþýðu- bandalags S.-Þingeyinga í ný- útkomnum Verkamanni, blaði Alþýðubandalagsins f Norður- landskjördæmi eystra. Fundur- inn fjölmenni skoraðj á Björn að endurskoða afstöðu sína til samvinnuslitanna við þingflokk- mn. • Mikil þörf er á jpví að nám-/ skeiö verði haldin í framtíðinni fyrir starfsfólk veitinga og gistihúsa. Jafnvel á finustu veitingastöðum starfar fólk, sem ekki beinlínis er vel til þess fallið, og gæti kennsla komið þar að gagni. Matsveina og veitingaþjónaskólinn hefur fullan hug á að úr þessu verði bætt 'en húsnæðisskortur háir þessu enn sem komið er. • Evrópuráðið hefur mikinn áhuga á bættri og aukinni kennslu í tungumálum í Evr- ópulöndum. M. a. voru sam- þykktar tillögur í haust á fundi menningarmálanefndar ráðsins um að öll skólaböm í álfunni læri a.m.k. eitt erlent tungumál allt frá 10 ára aldri. Birgir Thorlacius og Jóhann Hannes- son, skólastjóri sátu fund þennan. * • Sameiginlegt mót norrænu húseigendafélaganna veröur haldið í Reykjavík 1971. Var þetta ákveðið á fundi Húseig- endasambands Norðurlandanna í Kaupmannahöfn fyrir nokkru, en fundinn sóttu héðan þeir Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmað- ur og Jón Hjaltason, hrl. frá Vestmannaeyjum. X- • Var það rétt sem útvarps- hlustendum heyrðist í gær, að það vantaði eitt herbergi og eldhús búið húsgöghum? Aug- lýsandinn var stofnunin sjálf. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI laláEEIilÉitalslaElalllálaliElalalSlala ÍELDHÚS- 1 HláláESIaEaSIalalalalaláEa * KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA # HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR r.7.|.mi.-lild UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI Verzlunin Vnlvn Álftamýri 1 og Skólavörðustig 8 AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur gjafavörur og fleira. BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Skoðið bilana, Óvcniu glæsilegt úrval Vel með farnir bílar sýrjingarsal.' Umboðssala Við tökum velútlifandi bila í umboðssölu. Höfum bilann tryggðn gegn þjófnaði og bruna. SÝNINGARSALURIHN SVEINN EGILSSON H.F, LAUGAVEG 105 SlMI 22466

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.