Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 10
Nixon —
1. Siöu
Nokkru síðar söföu um 17 af
hundraði heildaratkvæða verið
talin og leiddi Nixon með 1%
fram yfir Humphrey. Wallace
hafði tryggt sér 39 atkvæði
kjörmanna í Suðurríkjunum.
• HUMPHREY LÝSTUR
SIGURVEGARl.
Er talning í Austur- og Suð-
urríkjunum hafði staðjð í um
tvær klukkust 'r, var Hump-
hréy lýstr sigurvegari í New
York s’.mkvæmt tölvuútreikn-
ingum. New York hefu; flesta
kjörmenn allra rikjanna, eða 43.
Þetta lyfti Humphrey, og tók
talningin að verða mjög spenn-
andi.
Um sama leyti fór Humphrey
að síga á í Mið-Vesturrikjunum
sem flest höfðu verið talin Nix-
ons fyrir kosningar. Þetta voru
einkum Ohio með 26 kjörmenn,
Illinois meö 26, Pennsylvanía
með 29. Þá tók Humphrey for-
ustuna i atkvæðum, en Nixon
hafði enn fleiri kjörmenn.
• ....OG ENN TEKUR
NIXON FORUSTU!
Humphrey hélt forustunni allt
til klukkan hálf níu i morgun
að íslenzkum tíma, en þá smaug”
Nixon fram fyrir og hafði um
50 þúsund atkvæðum fleira.
Tölur tóku að berast frá Kali-
fomíu, sem hefur 40 kjörmenn.
Miðað við örugga kjörmenn átti
Nixon meiri möguleika en and-
stæðingurinn. Wallace var þá úr
sögunni sem forseti, hafði ekki
sýnt sérstakan styrk utan Suður
rikjanna, þótt hann hefði nokk
ur áhrif á fylgi hinna frambjóð-
endanna með því litla sem hann
fékk.
riLKYNNINGAR
Óháði söfnuðurinn.
Kvenfélag og Bræörafélag safn-
aðarins gangast fvrir skemmtun i
Kirkjubæ n. k. fimmtudagskvöld
7. nóvember kl. 8.30. Allir vel-
komnir
Góð eadsékn hjá
Karli Kvaran
Góð aðsókn hefur verið að mál-
verkasýningu Karls Kvarans í
Bogasal Þjóðminjasafnsins og
nokkrar myndir selzt.
Sýningin verður opin fram yfir
næstu helgi, daglega frá kj 2 — 10.
• DEMÖKRATAR MEÐ
MEIRIHLUTA í DEILD-
UNUM.
Um það leyti varö ljóst, að
demókratar mundu halda meiri-
hluta bæði í Fulltrúadeildinni
og Öldungadeildinni, en kosnir
voru allir þingmenn hinnar fyrr
nefndu og þriðjungur Öldunga-
deildarinnar. Repúblíkanar
höfðu unnið allmarga ríkisstjóra
og höfðu nú fleiri ríkisstjóra en
demókratar.
• HUMPHREY: „Ég VAKNA
GLAÐUR 1 BRAGÐI“.
Um klukkan níu flutti Hubert
Humphrey ræðu í hópi stuðn-
ingsmanna sinna. Sagðist hann
ætla að fara að sofa og bygg-
ist við að vakna glaður i bragði.
Hann benti á óvissuna í ýmsum
ríkjum. Humphrey sagðist á-
nægður meö úrslitin til þessa
og hefðj hann sagt þjóðinni all-
an sannleika um ástandið, og
kjósendur hefðu sýnt sér mikið
traust. Nixon lét enn ekki frá
sér heyra.
LÍKURNAR KLUKKAN ELLEFU:
Byggt á því hvar frambjöðend-
urnir hafa tryggt sér kjörmenn eða
eru á undan, svo að einhverju
nemur:
Nixon 266 kjörmenn
Humphrey 229 kjörménn
Wallace 45 kjörmenn.
Atkvæðátölur:
Nixon 26.081.000
ilumphrey 25.775.000
Wallace 8.913.000.
Ríkin K. lifomía og Illinois munu
ráða úrslitum í þessum kosningum,'
eftir að tölvur hafa spáð Nixon
sigri í Ohio og Alaska. 1 IHinois
eru frambjóðendurnir nærri hnif-
jafnir, en fyrst var talið í hinni
demókratísku Chicago og síðar í
útborgum og sveitum, þar sem
Nixon er sterkari. í Kaliforníu hef
ur Nixon tekið allörugga forustu.
Samkvæmt þessu hefur Nixon
mesta möguleika á sigri, en vera
má, að enginn frambjóðandi fái
tilskilinn meirihluta, eða 270 kjör-
menn. Kæmi þá fyrst til kasta kjör
mannasamkundunnar og næði eng-
inn frambjóðandi meirihluta þar,
yrði kosið í fulltrúadeildinni milli
þeirra.
Demókratar munu væntanlega
vinna sigur í kosningum til þings-
ins og halda meirihluta með litl-
um brevtingum, Hefði Humphrey
því nokkra möguleika þar, þótt
nann fsngi minna fylgi á meðal
almennra kjósenda. Margar leiðir
koma því enn til greina.
unnin
siipp
• Mikil spjöll voru unnin á vél-
bát, sem stóð uppi í slipp í Njarð-
víkuro í siðustu viku. Unglingar á
aldrinum 10—12 ára brutust inn í
kortaklefa og vistarverur bátsins
og skemmdu stióm- og öryggis-
útbúnað bátsins. Tlónið var talið
nema 25.000 kr.
Gengu drengimir með sleggju á
hurðir. Skemmdu radar bátsins og
sprautuðu olíu á talstöðina og sitt-
hvað fleira.
Vélstjóri bátsins kom að drengj-
unum um borð eftir að spjöllin
höfðu verið unnin, en drengimir
brættu fvrir að eiga nokkurn þátt
í þeim. Síðar játuðu þeir á sig
skemmdirnar eftir frekari yfir-
heyrslur.
Hárcjreiðslusfofur
Ungur hárgreiðslusveinn (stúlka) óskar eft-
ir vinnu strax. Uppl. í síma 33304.
Repúblíkanar —
»—>■ 1. síóu
í Suður-Dakota héldust yfir-
ráð repúblíkana, því að Frank
Farrar sigraði demókratann
Robert Chamberlain.
Demókratinn Preston, sem
áður var varafylkisstjóri í Texas
sigraði frambjóöanda repúblí-
kana Pául Eggers, og fylkis-
stjóri Missouri Warren E.
Hearnes hélt sæti sínu auðveld-
lega fyrir Lawrence Roos (rep.).
Fyrir kosningarnar i gær
voru repúblikanar i 8 af því 21
fylki, sem kosið var í, en demó-
kratar í 13. Þar sem ekki er
kosið þ’tta árið eiga demókrat-
ar 11 fylkisstjóra og repúblí-
kanar 18.
1 tveimur Vesturríkjum voru
fylkisstjórarnir endurkjörnir: 1
Arizona var Jack Williams (rep.)
endurkjörinn, og hlaut mun
fleiri atkvæði en keppinautur
hans, Sam Goddard (dem.) og
fyrkisstjóri Utah, Calvin L.
Rampton (dem.) vann auðveld-
an sigur yfir andstæðing sínum,
repúblíkananum Cal W. Bueh-
ner.
SÍÐUSTU FRÉTTIR: Svo virð-
ist sem fráfarandi ríkisstjóri í
Iowa, Harold Hughes, sé eini
demókratinn sem tekizt hefur
að vinna sæti af repúblíkönum
í kosningunum til Öldungadeild
arinnar. Bourke B. Hickenloop-
er var áður þingmaður i fylkinu
en hann leitaði ekki eftir endur-
kjöri.
SKIPAÚTGERÐ
RÍKISINS
Ms. Herjólfur
fer til Vestmannaeyja, Horna-
fjarðar og Djúpavogs 7. þ. m.
Vörumóttaka í dag.
Ms. Herðubreið
fer austur um land í hringferð
13. þ. m. Vörumóttaka miðviku-
dag, fimmtudag og föstudag
til Breiðdalsvíkur Stöðvar-
fjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyð-
arfjarðar, Eskifjarðar, Norð-
fjarðar, Mjóafjarðar, Seyðis-
fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna-
fjarðar, Bakkafjarðar, Þórs-
hafnar, Raufarhafnar og Kópa-
skers.
Ottazt um —
16. síðu.
ar hann var staddur á móts
viö Skarðsfjörur um 15—20
mflur austur af Hjörleifshöfða.
Var þá ekki annað vitað en
að allt væri í lagi um borð. Bát-
urinn var þá á leið til Vest-
mannaeyja, þaðan sem hann er
gerður út. Þangað hefði hann
átt að vera kominn um eitt
ieytið í gærdag, ef allt hefði
gengið eðliiega.
Skipverjar á togaranum Or-
anusi telja sig hafa séö bát í
ratsjá kl. átta í gærmorgun,
suðaustur af Hjörleifshöfða og
gæti þar hafa verið um Þráin
að ræða, og skipverjar á Reykja
fossi sáu bát í ratsjá klukkan
um eitt f gærdag vestan við
Pétursey. Síðan hefur ekkert
verið vitað um ferðir hans.
Veður hefur verið mjög
slæmt þarna austur frá, hvass-
viðri í gær og dimmt yfir. Hafa
flugvélar því ekki getað flogið
yfir eystri hluta leitarsvæðisins
en vél landhelgisgæzlunnar hef-
ur flogið með ströndinni vestur
til og varnarliðsvél var fengin
V 1 S IR . Miðvikudagur 6. nóvember 1968-
.11 I IIIIJK^—
til þess að leita vestur í hafinu.
Þegar Vísir frétti síðast í
morgun sigldi Þór ásamt 11
skipum í samfelldri röð austur
með landinu og voru skipin
komin austur fvrir það svæði,
sem hugsazt gæti að eitthvað
hefði ':omið fyrir bátinn en
éinskis orðið vör. Bátur hefur
einnig leitað í kringum Eyjam-
ar og leitarflokkar halda áfram
að leita á landi, lögðu upp aftur
klukkan sex í morgun.
. Þráinn er 90 tonna eikarbátur
smiðaður í Svíþjóð 1943, en end-
urbyggður fyrir fimm árum. —
Skipstjóri er Grétar Skaftason.
Viðfal dagsins —
»-> 9. síðu.
ur tekið að fullgera fjárfesting-
una og í öðru lagi að lengri
tíma hefur tekið að nýta hana.
Peningamir, sem fjárfestir
eru, eru lengur að skila sér, en
ef nægjanlegt fjármagn hefði
verið fyrir hendi.
Þessi skortur á fjármagni
hefur leitt til þeirrar öfugþró-
unar að hið opinbera er alltaf
í síauknum mæli að koma upp
atvinnufyrirtækjum. Ég er þeirr
ar skoðunar að mjög auðvelt
hefði verið að safna fé meðal
almennings til að reisa t.d.
sementsverksmiðjuna.
Er nokkurt land í Vesturálfu,
þar sem ekki er rekin kauphöll?
Nei, ekki að því er ég bezt
veit. Kauphöllin í Luxembourg
er t. d. mjög þekkt. Þegar ál-
félagið setti skuldabréf sín á
markað var það gert þar.
Yrði að breyta skattalögunum
vegna tilkomu kauphallar?
Tjað yrði að sjálfsögðu að auö-
velda fyrirtækjum að
greiða arð. Fram að þessu hef-
ur áhugi manna, sem reka fyrir-
tæki fyrst og fremst beinzt að
því að hafa þar vinnu, því þau
hafa átt mjög erfitt með aö
greiöa arð. Breyting á skatta-
löggjörinni, sem ég teldi nauð-
synlega, væri, að arður yröi
skattfrjáls eins og vextir af
innstæðum í banka eru nú. Það
yrði að gera arðinn jafnrétt-
háan og vexti á sparifé. Sérstak-
lega þar sem ávnllt verður aö
líta á fjárfestingu í atvinnu-
rekstri, sem nokkurt áhættufé.
Það munu vera til lög i
Bandaríkjunum, sem auðvelda
mönnum að fjárfesta í áhættu-
sömum atvinnugreinum. Tekjur,
sem menn fjárfesta í þessum
atvinnugreinum, eru ekki skatt-
lagðar. — Væri þetta hugsan-
legt hér?
Þetta gæti a.m.k. verið æski-
legí. Útgerð virðist t. d. vera
sérstakur áhætturekstur, þar
sem svona sjónarmið gætu
komið til greina til að hvetja
menn til að fjárfesta í henni.
Að lokum, Gunnar?
Það er kannski ekki beinlínis
rétti tíminn að ræða þessi mál
nú, þegar ástandið í fjármálun-
um er eins og raun ber vitni.
Þó er jafn eðlilegt að ræða þessi
mál núna og alltaf, því við
verðum að líta til lengri tíma.
Það verðtir að skapa grundvöll
fyrir það hér á íslandi, aö at-
vinnufyrirtæki getið þrifizt án
þess að í sífellu þurfi að koma
til aðstoðar frá hinu opinbera.
íslenzka þjóðin er nýkomin af
sauðskinnsskónum og ber efna-
hagslífið þess vitnj í mörgu.
Fjármununum er eytt um leið
og þeirra er aflað í alls kyns
eyðslu og öarðbæra fjárfestingu.
Á næsta blómaskeiði þjóðar-
innar verðum við að tryggja, að
fjármunum verið varið til upp-
byggingar atvinnuveganna. Að-
eins þannig getum við aukið
velmegunina jafnt og þétt.
- vj —
BELLA
Ég ætla að skreppa út núna
og kaupa inn — ég kem aftur áð-
ur en búið er aö eyða kr. 41.85.
Besta meðal við inflúenzu eru
Leo töflur. Fást í Landstjörnunni.
Vísir 6. nóv. 1918.
RKMET
*
Stærsta útikvikmyndahúsið í
heiminum er á brezka hemáms-
svæðinu í Vestur-Berlín. Tekur
það 22 þúsund manns í sæti.
VEÐRIÐ
í DAG
Suðaustan gola
eða kaldi, skúrir
en bjart með
köflum. Hiti 5—9
stig.
FÉLAGSLÍF
Æfingatafla knattspyrnudeildar
K.R.
5. flokkur
Sunnudaga kl. 1 C
Mánudaga kl. 6.55 A-B
Miðvikudaga kl. 5.15 D
Föstudaga kl. 6.05 A-B
4. flokkur
Sunnudaga kl. 1.50 A-B
Miðvikudaga kl. 6.55 A
Föstudaga kl. 6.55 B
3. flokkur
Sunnudaga kl. 2.40
Miðvikudaga kl. 7.45
2. lokkur
Mánudaga kl. 9.25
Fimmtudaga kl. 9.25
Meistara- og 1. flokkur
Mánudaga kl. 8.35
Fimmtudaga kl. 10.15
„Harðja-Iar"
Mánudaga kl. 7.45