Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Miðvikudagur 6. nóvember 1968. • VIÐTAL DAGSINS ; J»að yrðu án efa margir, sem f hugsuðu sig um tvisvar 1 áður en þeir fjárfestu 3 — 4 milljónir króna í einbýlishús, ef til væri verðbréfamarkað- ur, kauphöll hér á Iandi. Það mun vera meginregla, að fjárfesting í fasteign eigi að gefa af sér um 1% á mánuði til þess að fjárfestingin geti talizt hagkvæm, þó að þessi regla virðist ekki hafa gilt hér á Iandi. Þrjár milljónir í hús þvða því 30 þús. krónur í húsaleigu á mánuði. Flest- um myndi blöskra ef þeir þyrftu raunverulega að greiða hana í beinhörðum peningum, en vegna verðbólg unnar verður niðurstaða dæm isins ekki alveg þessi hér- lendis. Þannig mæltist Gunnari J. Friðrikssyni, formanni Félags ísl. iðnrekenda og forstjóra. Sápugerðarinnar Frigg, í við- tali við Vísi. Hann hefur lengi verið mikill áhugamað- ur um opnun kauphallar hér á landi og því eðlilegt að leita tii hans til aö fræðast um gildi kauphallar hér. Jþað er engan veginn hægt að tala um kapitalisma hér á landi, fyrr en kauphöll tekur til starfa, hélt Gunnar áfram. — Ég spái því að miklu meira fé, en flestir ímynda sér, myndi Islenzka þjóðin er nýkomin af sauðskinnsskónum. Því eyð- um við fjármununum um leið og við öflum þeirra. hlutafélög undanfarin ár. Til þess að þau geti orðið aö raun veru'.eika tel ég nauðsynlegt að opna kauphöll, þar sem almenn ingur getur keypt hlutabréf i þeim fyrirtækjum, sem hann hefur áhuga á, í þess stað að elta uppi sjálf fyrirtækin til að kaupa hlutabréfin. Teljið þér að margir atvinnu rekendur myndu vilja gefa al- menningi kost á því að fjárfesta í fyrirtækjum sínum. Vilja þeir ekki helzt vera kóngar í eigin ríki? j^/£eöan atvinnufyrirtækin þurfa að byggjast upp á fjármunum einstaklinga og fjöl- skyldna, er lítil von til þess aö þau geti náð þeirri stærð, sem æskileg er talin i nútíma þjóðfé lagi. f>að er sennilega rétt, að margir atvinnurekendur myndu ekki vilja opna fyrirtæki sín a.m.k. fyrsta kynslóð. Með ann arri kynslóð eigenda fyrirtæk- isins breytast sjónarmiðin aftur á móti mjög oft. Það geta t. d. verið 4-5 systkini, sem erfa fyr irtækið. Oft hafa aðeins einn eða tveir áhuga á því aö halda rekstri fyrirtækisins áfram. Hin vilja selja sig út úr fyrirtækjun um, sem oft hefur valdið veru- legum vanda. Fjármunir fyrir- tækisins hafa minnkað, þannig að það verður óstarfhæft vegna rekstrarfjárskorts. Meö verðbréfamarkaöi gæfist erfingj unum kostur á að selja sig út úr fyrirtækinu án þess að rekst ur þess yrði settur í hættu. Atvinnurekendur, sem viidu að fyrirfæki sín næðu fljótt hag kvæmri stærð myndu að sjálf sögðu ekki setja það fyrir sig, JT /F ENGINN KAPITALISMI A ISLANDI FYRR EN VIÐ FÁUM KAUPHÖLL renna til uppbyggingar atvinnu- veganna, ef verðbréfamarkaður tæki til starfa. Það eru áreiðan- lega mjög margir, sem vildu fjár festa í góðum fyrirtækjum með kaupum á hlutabréfum eða verð tryggðum skuldabréfum, ef slík- ur markaður væri starfræktur hér. Það er auðvitaö frumskilyrði þess að fólk vildj fjárfesta í fyrirtæi.jum að þau sýndu góðan arð, þ.e. ekki minna en banka- vexti um 10% á ári og að nokk- ur verðtrygging væri í hlutabréf inu. Á verðbólgutimum er það algjörlega nauðsynlegt að tryggja fé gegn rýrnun verð- bólgunnar, en gott fyrirtæki, sem á miklar eignir á móti hluta fénu, veitir einmitt slíka verð- tryggingu. Verðbréfamarkaöur myndi hafa afar heppileg áhrif á upp- þyggingu íslenzks atvinnulífs. Með því fyrirkomulagi, myndi fjármagnið leita inn í þau fyrir tæki, sem vel eru rekin og bezt an hagnað sýna, en eins og á- standið er nú, valda annarleg sjónarmið því oft hvert fjár- magninu er beint. Almenningur gætj tekið beinan þátt i upp- byggingu atvini’Mlffsins i staö þess eins og nú er að það eru pólitísk öfl. sem ákvarða, hvemig atvinnulífiö er byggt upp. Þrír aðalbankar landsins eru ríkisbankar og þaö segir sig þá sjálft að það eru að miklu leyti pólitískar ákvarðanir, sem ákveöa hvemig þeir lána út þá fjármuni. sem þeir hafa yfir- i«tö ynr. Miklum hluta fjármagns ins hefur t.d. verið varið til að halda uppi taprekstri, en — segir Gunnar J. Friðriksson / viðtali við V'isi. Með kauphóll fengjum við miklu meiri fjármuni til uppbyggingar atvinnuveganna og minni sóun i þjóðfélaginu þama þyrfti að komast betri jöfnuður á. Með .opnun kaup- hallar myndi fólk sennilega síð- ur setja sparifé sitt í banka, en fjárfesta i þess stað í mörgum litlum hlutabréfum (til að dreifa áhættunni). Það yrði ekki aðeins að fjármagnið myndi renna til beztu fyrirtækjanna, heldur yrði einnig mun meira fé varið í uppbyggingu atvinnuveganna. þar sem veruiega myndi draga úr óarðbærri fjárfestingu al- mennings. Menn myndu sætta sig við að byggja smæra, aka 'tm i ódýrari bílum, evða minna í glingur á móti þeirr' pármála tryggingu. sem fælist í eign góðra hiutabréfa. Verðbréfamarkaður yrði þvi til þess að minnka þá óhóflegu eyðslu. sem hér hefur ríkt und anfarna áratugj og sérstaklega undanfarin ár. Þessi ótrúiega eyðsla almennings á eflaust ræt ur sínar að rekja til vantrúar almennings á krónunni. Hvemig myndu atvinnurek- endur bregðast viö opnun kaup hallar? Tjað yrði óneitanlega mikii hvatning fyrir þá, sem vildu selja verðbréf og hluta- bréf á veröbréfamarkaði, aö reka fyrirtæki sín vel. Rekstur kauphallar krefst þess aö fyrir tæki, sem seldu á markaðinum, birtu reikninga sína tvisvar á ári, en það yrði vonlítið með sölu þeirra, nema reikningamir sýndu góðan rekstur. Það hef- ur verið mikill áhugi meðai at vinn.'.rekenda, að hér yröi opn- uð kauphöll, þó að ef til vill megi segja að vantaö hafi þrýst ing frá þeim í Seðlabankanum til þess aö hleypa þessu af stokkunum. Samkvæmt lögum um stofnun Seðlabankans, er gert ráð fyrir því, að hann hafi það hlutverk að opna kauphöll. begar hann teldi það tímabært. Lögin voru samþykkt fyrir um 10 árum og mun ýmislegt valda því að ekki er enn búið að hrinda þes?u máli í fram- kvæmd. Sumir hafa sagt að ekki sé enn tímabært að koma upp kauphöll fyrr en verzlun með hlutabréf hefur aukizt eitthvað frá því, sem nú er. — Ég held því aftur á móti fram. að verzl un með hlutabréf mum ekki aukast fyrr en komið hefur ver ið upp kauphöll. Það hefur ver ið mikið talað um almennings- þó að öörum yrði gefinn kost- ur á að fjárfesta í því. Með auk inni sjálfvirkni krefjast ný iðn- fyrirtæki aukins kapitalskostn- aðar. Vélakostur nútíma fyrir- tækja er margfalt meiri, en hann var og eykst í sífellu. Tii þess að unnt sé að vélvæða fyr irtækin verður að koma til meira kapitai en áöur fyrr. Það má taka einfalt dæmi til aö sýna fram á þetta. Trésmíða- verkstæði fyrir stríð þurfti vart á öðrum tækjabúnaði að halda en handverkfærum. Framleiðslu kostnaðurinn byggðist fyrst og fremst á launum starfsmann- anna. Nú eru stórvirk tæki not uð til þess að auka afköst hvers manns, sem aftur eykur vel- megunina í þjóðfélaginu. En til þess að unnt sé að láta tækin vinna fyrir okkur, þurfum við að hafa fjármagn til að afla þeirra. Þetta á eftir að koma enn betur í ijós á næstu árum, þegar við verðum í síauknum mæli að koma okkur upp nýj- um iönfyrirtækjum. Það má segja að vandamál fjölmargra íslenzkra iðnfyrir- tækja hafi stafað af fjármagns- skorti fremur en nokkru öðru. Vegna þess hve lítiö fjármagn hc verið til í þjóðfélaginu til uppbyggingar atvinnuveganna, hefur féð sem til er, dreifzt á milli allra og útkoman hefur ver ið að enginn eða fáir hafa fengiö nóg. Þetta hefur lejtt til bess að fyrirtækin hafa orðið vanfjármögnuö og hafa ekki getað fjárfest i tækjabúnaði nema að ganga á eigið rekstrar fé. Þetta hefur valdíð því í fyrsta lagi, að lengri tíma hef- 10. síða © Nektarkúltúr. Það er eitthvert óeðli kom- iö upp í mönnum hér á Vest- urlöndum í afstöðu til nektar- innar. Margir virðast telja það sér helzt til frægðar að tolla í einhvers konar striplingatízku. Þetta hefur „grasserað" í Sví- þjóö og Danmörku og senni- lega líka í Bretlandj og Banda- ríkjunum. Erlend blöð og tíma- rit bera það með sér, og einnig hérlendis er farið að bera á þéssu. Fyrir nokkrum árum voru ýmsir furðufuglar, sem stripluðust um á heimilum sín- um, innan lokaðra dyra, og ef til vill með nokkrum kunningj- um. Nú dýrkar æskan Bítlana, sem gera nekt sína heims- fræga, að því er virðist til að gegna einhverju forystuhlut- verki meðal ungu kynslóðarinn- ar. Þeir halda víst, að þetta sé vilji unga fólksins. En væri þessum blessuðu mönnum ekki nær að fylgja því gamla snilliyrði, „að fegurð hríf- ur hugann meir ef hjúpuð er“? Svo eru þeir hreint ekki svo faliegir, þegar öllu er á botninn hvolft. Fyrrverandi Bítladýrkandi. ® Nýbaðaður VÍSIR tók í gær hressilega máistað okkar, sem förum leið- ar okkar gangandi í umferðinni og fáum stundum „óvænt bað“ vegna tillitslausra ökumanna, símaði einn nýbaðaður í gær. Nú hefur margra ára reynsla sýnt okkur að það er tómt mál að tala yfir hausamótunum á nefndum ökumönnum. Þeir skipas' ekkert við þaö. Hitt væri frekar reynandi, aö borg- aryfirvöld sæju til þess, aö hreinsað yrði úr niðurföllum og ræsum, strax og gerir hláku, svo vatnselgurinn eigi greiða leið, en safnist ekki í tjamir.' Manni sýnast það seinleg vinnu- brögð, að senda af örkinni einn og einn karl meö skóflu og þá helzt ekki fyrr en seint og um síðir, til þess að moka frá niöur- föllunum. © Skrúfað fyrir kaffið? Ef þeir ætla nú að skrúfa fyr- ir kaffiö til okkar, þessir þless- uöu kaffiinnflytjendur, þá finnst mér þaö íhugunar- vert, hvort ekkj beri að koma á fót ríkisfyrtrtæki. sem annazt ' gæti þá þjónustu fyrir okkur, kaffikerlingamar, sagði kona, sem átti erindi við ritstjómina I gær. Alla vega finnst mér, aCj þau yfirvöld, sem annast veitingu verzlunar- og innflutningsleyfa, ættu í framtíðinni að athuga betur sinn gang, áður en þau veita þeim síðar einhverjum og einhverjum, sem bregðast svo viö, eins og nú er komið fram, þegar eitthvað harðnar á d*le- Þess skal getiö að þessu mált var siglt farsællega f h(5fn og við fáutn áfram okkar Kaaber- og Braga-kaffi — ríkiskaffið fær vonandi að bíða um sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.