Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 16
 v:: •:, : j </- , •; VISIR Miövikudagur 6. nóv. 1968. Drætti frestaö Drætti í Landshappdrætti Sjálf -•■æðisflokksins er frestað til 22. •'óvpniher. ' andshappdrætti SjálfstæðisfloKks- •""S. ÓTTAZT UM TÍU SKIPVERJÁ Vélbátsins Þráins leitað fram á nótt — Umfangsmikil leit skipulögð i dag Vélbátsins Þráins frá slysavarnadeildunum Neskaupstað hefur ver- ið leitað í nótt og í morg- un bæði á sjó og landi. — Björgunarsveitir frá ^ufinrlamii ioitiifiu ströndina allt frá Ölfus- árósum og austur á Með alland í nótt og fjöldi skipa hefur leitað á sjó. bent gæti til aídrifa bátsins. — 10 manna áhöfn er á Þráni, allir frá Vestmannaeyjum nema einn. Síðast heyrðist til Þráins klukkan sex f gærmorgun, þeg- Matarlystm varð þjófiam að falli í Eggjaþjófurinn, sem fyrir nokkru gerði usla í hænsna- 'uii einu í Hafnarfiröi, hefur fyr- >r stuttu kómizt undir manna •'Rndur. Það var matarlystin, varð honum að falli. Það var nýbúið að slátra holda- nauti í Hafnarfirði og eigandinn ’afði hengt skrokkinn upþ í útihúsi •fir nótt, en að morgni næsta dags, seear hann ætlaði að skera úr 'krókknum bita í soðið, var ekkert •“ftir nema beinagrindin ein. Ein- hver hafðiv komizt í útihúsið um nóttina og plokkað hverja kjöt- tægju af beinunum. Eigandann tók sárt til kjötmissis ins og gerði lögreglunni viðvart, sem hóf rannsókn í máiinu, og féll þá grunur á mann einn í Hafnar- firði. Var gerð húsleit hjá honum og fannst þá kjötið í ísskáp hjá honum, nema hvað búið var að sjóða nokkra bita. 1 þessari húsrannsókn fundust umbúðir utan af eggjunum, sem stolið hafði verið úr hænsnabúinu skömmu áður. En búið var að éta öll eggin, nema fjögur, sem skilað var réttum eiganda. Ríkisstjórnin tryggði „kaffi á könnuna" áfram ftíkisstjórnin hefur nú gripíð til aðgerða til að koma í veg fyrir stöðvun á sölu hveitis, sykurs og kaffls. Eins og fram kom í blaðinu i gær, öttuðust innflytjendur þessara vörutegunda, að þeir yrðu fyrir verulegu tjónl, ef þeir hefðu selt. birgðir sínar, en gengislækk- un síðan orðið áður en þeir hefðu greitt þær í erlendum gjaldeyri, en vörur þessar eru^að mestu flutt..r inn gegn 90 daga erlendum víxlum. Ríkisstjórnin akvað á fundi sínum í gær, að bæta innflytjendum þessa vamings það tjón, sem þeir gætu hugsanlega orðið fyrir miðað við eðiilega sölu frá deginum í gær að telja. i'rdinn ínjv ■“ Ddiunini) atiu adKudu er. ísland með tillögu í SÞ um mengun sjavar Albióðalög um hagnýtingu auðæfa hafsins vantar • Alþjóðlegar stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar beina nú athygli sinni í síauknum mæli til sjávarins. Mikið er í húfi fyrir okkur Islendinga að fylgjast sem bezt með þeirri jframþróun mála, sem þar mun j eiga sér stað. ísland á fulltrúa | í undirbúningsnefnd að könnun jauðæfa hafsins, Jón Jónsson, | forstöðumann Hafrannsóknar- j stofnunarinnar. 1 1 sambandi við störf nefndar- : innar lagði íslenzka sendinefndin Brennu-Njólssaga í vasobroti — og á nútimaislenzku / • Blaðinu hefur borizt Brennu- Njáls saga, fyrra bindi. Bókin er óinnbundin í vasabroti, og er það Jón Böðvarsson, sem hefur búið liana til prentunar, og einnig samið við hana verkefni fyrir skóla. Bók- in er á nútímamáii. Bókin er 208 bls. prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Ot er komið nýtt smásagnasafn eftir Friðjón Stefánsson, níunda bók höfundar. Bókin heitir „Grann ar i glerhúsum“ og hefur að geyma 11 smásögur. Bókin er nýstárlega útgefin, þar sem hún er fjöirituð með nýtízku- tækui í Letri sf. Bókin er innbund in og 92 bls. hjá Sameinuðu þjóðunum tillögu fyrir 1. nefnd samtakanna, svo- kaliaða stjórnmálanefnd allsherjar þingsins í gær um ráðstafanir til að hindra mengun sjávar af völd- um borana, námuvinnslu, geisla- virkni o.s.frv. Dr. Gunnar Schram, deildarstjóri i utanríkisráðuneytinu fylgdi til- lögunni úr hlaði með ræðu, en áður hafði Hannes Kjartanssx>n, am bassador íslands hjá SÞ flutt ræðu um efni tillögunnar og almennt um hagnýtingu auðæfa hafsins. Þeir iögðu báðir áherzlu á að alþjóða lög vantaði með tilliti til hagnýting ar hafsins, enda hafa viðhorfin mjög breytzt á skömmum tíma vegna stórstígra tækniframfara. Islenzka sendinefndin kannaði undirtektir aðildarþjöðanna að þess ari tillögu og kom fram að allar Norðurlandaþjóðirnar, Bandaríkin Frákkland, Ítálía og fleiri stórþjóð ir eru henni fylgjandi og munu væntanlega gerast meðmælendur hennar. Island - Mongólia 2:0 á ÓL-skákmótinu og tvær biðskákir ENN í 9. SÆTI ísland hefur tvo vinninga og tvær biðskákir úr viðureigninni við Mongólíumenn í 12. og næstsið- ustu umt'erö Ólympíuskákmótsins í Lugano í Sviss. Ingi vann Utiju- man, Bragi vann Zorigt og Jón á að því er segir i skeyti frá skákmönnunum, „vonandi unna bið skák á móti Purevjav“, en Guð- mundur mun hins vegar eiga von- iitla stöðu í biðskák sinni á móti Miag Marsuren á öðru borði. íslendingar eru enn í níunda sæt- inu, höfðu 21Í4 vinning eftir 11. umferðina, en næst á undan voru Kúba með 22 Sviss með 22 V2, Finnland með 23 og Spánn með 24. ísrael var þá með 26j4 vinning í þriðja sæti í B-riðlinum, Holland með 27j4 og England í efsta sæti með 2814. — Er baráttan um efstu sætin hvergi svo jöfn i nein- um riðii keppninnar. 1 A-riðlinum höfðu Rússar til dæmis tryggt sér sigur áður en tvær siðustu umferðimar voru tefldar, átta vinn ingum fyrir ofan næstu sveit, Önnur úrslit úr 11. umíerðinni urðu þessi: England — Austurriki 2-2 Israel — Kúba 2l/2-iy2 Belgia — Sviss 2-2 Spánn — Svíþjóð 2y2-iy2 Skotland — Mongólia 2V2-1V2 Finnland — Brasilía 2-2. íslendingar eiga því von um að færa sig um set upp á við ef heppnin er með þeim í síðustu umferðinni, en þá tefia þeir við Svía, sem virðast ekki eiga sérlega sterka sveit á þessu Ólympíumóti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.