Vísir - 06.11.1968, Blaðsíða 7
V Í-S T R . Miðvikudagur 6. nóvember 1968.
morgun
útlörid í morgun
útlönd í morgun
íítlönd í morgun
útlönd
Nixon.
Humphrey.
Wallace.
Nokkrar fréttir
siðrar í stuttu utáli
• Útgöngubanni hefir veriö af-
létt £ Jórdaníu.
® Vantrauststillaga borin fram af
íhaldsmönnum f neðri málstofu
brezka þingsins við umræðu um
efnahagsmálin var felld.
® Árangur varð ekki af viðræð-
um brezka ráðherrans Thomsons
og Ians Smiths forsætisráðherra
Rhodesíu í gær í Saiisbury. í dag
verður hlé á viöræðum og fer
Thomson til Bulawayo.
<9 Elisabeth Bretadrottning og
maður hennar Filippus prins fóru
í gær flugleiöis frá Rio de Janeiro
til Brazilíu, höfuðborgar Brazilíu.
Drottningin og maður hennar eru í
opinberri heimsókn í Brazilíu og
hefur brezkur þjóöhöfðingi hefur
ekkj komið þar fyrr í opinbera
beimsókn.
'1 Gull- og gjaldeyrisforði Frakk-
lands minnkaði sem svarar til 45
milljóna punda í síðastliðnum
mánuði og hefur minnkað
um 400 milljónir punda á 4 mán-
uðum.
• Nígeriustjórn sakar Tanzaníu-
stjóm um að hafa látiö Biafra fá
vopn, sem frelsishreyfingum í Af-
rtku voru ætluð, og var fiogið með
þessar vopnabirgðir til Biafra. —
Gerðu það belgískir flugmenn, aö
því er haldið er fram í tilkynningu
stjómarinnar í Lagos.
-5®
BILAR
Bronco ’66 óklæddur
Willys ’65 í topplagi
Willys ’54 ný dekk
Hilman I.M.P.
Ford Zephyre ’65
Rambler American ’66
Landrover ’64 bensín
Volkswagen ’56, ’57, ’61
Landrover ’59 lengri gerð, sæti
fyrir 9
Chevrolet ’62
Mercedes Benz 220 ’55
Mercedes Benz 220 S ’57
B'ila- og búvélasalan
vib Miklatorg
Sími 23136.
Margir töldu sigur Nixons vísan
— ab minnsta kosti jbar til kjórdagur rann
upp. Þá komu fréttirnar um, ab Humphrey
hefði skotizt fram úr Nixon
Hinn kunni fréttamaður Alistair
Cook, bandarískur, sem vikulega
flytur erindi í brezka útvarpiö,
um menn og mál fór varlega í allar
spár í fyrr^kvöld, og viðurkenndi
hve óviss úrslitin væru,
F.n hann hafði þetta að segja um
George Wallace: Gefið gætur að
Wallace. Hann kann að draga til
sín atkvæði margra úr báðum að-
alflokkunum, sem ekki hafa látið,
annað upp; til þessa en að þeir
kjósi Humhrey eða Nixon.
Þrátt fyrir fylgisaukningu
Ilumphreys að undanförnu voru
margir búnir aö bíta það í sig, að
Nixon myndi sigra.
Skoöanir þeirra voru sem sé í j
samræmi viö fréttir sérlegrá frétta- ,
ritara frá mörgum Evrópulöndum, j
manna, sem fylgdust meö forseta- j
efnunum á ferðalögum um Banda- !
ríkin, og höfðu því hin ágætustu i
skilyrði til þess að fylgjast með |
hvernig vindurinn blés á hinum |
ýmsu stöðum £ landinu, og þeir;
ræddu við forsetaefnin og starfs-
menn þeirra og stuðningsmenn.
Eftirfarandi kaflar úr skeyti A. J.
Anker Nielsens sérlegs fréttaritara
Politiken lýsa vel viöhorfi þeirra
Skeytið var sent frá Washington
á sunnu dag, birt £ Politiken í
fyrradag, mánudag:
Ef allir útreikningar raskast
ekki — aö meðtöldum hinum nöktu
staðreyndum reikniheilanna, verð-
ur Richard Nixon sigurvegari í
forsetakosningunum. Forusta hans
að því er varöar meirihluta kjós-
endaatkvæðj hefir aldrei veriö
dregin í efa, og seinustu útreikn-
ingar sýna, að forsetaefni republik-
ana ætti að sigra í nógu mörgum
ríkjum til þess að fá nægan kjör-
mannafjölda, eöa 270 af 538 í kjör-
mannaráðinu, sem um miðjan des-
ember velur forsetann.
A. J. Anker Nielsen byggir þetta
á þvf, að fylgisaukning Humphreys
hafi komið of seint, en menn minn-
ist þess að skeytið er sent áður en
Humphrey skauzt fram úr Nixon
rétt fyrir kjördag.
Hann segir seinasta tækifæriö
hafa veriö stöðvun árásanna á
Norður-Víetnam, en hún geti verk-
að öfugt, ef kjósendurnir trúa ekki
á vopnahlé fljótlega. Mótspyrna
Saigonstjórnarinnar að taka þátt í
viðræ.ðunum £ París hefir aukið
hinn nagandi efa, að Johnson for-
seti, þrátt fyrir allar fullyrðingar
um hið gagnstæða, hafi hraðað á-
kvörðu sinni um stöðvunina með
tilliti til innanlandsmála, og þetta
hafa margir leiðtogar republikana
sagt, en Nixon sagði:
Ég ákæri ekki Johnson forseta
fyrir að hafa tekið ákvörðun sína
af stjórnmálalegum ástæöum.
Og hann gerðj allt, sem hann
gat, til þess að menn stæöu áfram
í þeirri trú, aö hann vildi í engu
spilla horfunum í París, og frétta-
ritarinn sakar demokrata um að
hafa reynt aö nota sér stöðvunina
stjórnmálalega — en Humphrey
væri þó ekki £ þeirra tölu.
Þá telur fréttaritarinn annan
íaugaóstyrkleik republikana út af
fylgisaukningu Humphreys horf-
inn, og menn treysti nú á, að Nix-
son fái að minnasta kosti 300
kjörmannaatkvæði.
Vitnar hann £ óháða athugun
Washington Post, en niðurstaða
hennar var, að Nixon kynni að
sigra £ 31 riki, sem hafa samtals
295 kjörmenn, Humphrey sé nokk-
urn veginn viss meö 7 ríki með 67
kjörmönnum og Wallace geti tæp-
lega unnið nema 6 af Suðurríkjun-
um sem hafa 53 kjörmenn. Þá eru
eftir atkvæði 123 kjörmanna, en
þótt Nixon fengi ekkert • þeirraj
sem ekki sé líklegt, eigi hann meiri
hluta vísan.
Þá telur fréttaritarinn, að repu-
hlikanar muni auka þingmannatölu
sína í báðum deildum, en ekki
nægilega til þess að fá meirihluta
— í hvorugri deildinni.
í öldungadeildinni er staðan nú
63 gegn 37 republikönum og um
bau 34 sæti sem kosið er skipa
demokratar 23 og republikanar 11.
I fulltrúadeildinni eiga sæti 435
þingmenn og er kosiö um alla þing-
menn deildarinnar á tveggja ára
fresti. Þar eiga-nú sæti 247 demo-
kratar og 188 republikanar.
Margir Bandaríkjaforsetar hafa
búið við þaö, að stjórnarandstaðan
var í meiri hluta á þingi.
Nixon mundi eiga víst fylgi ríkis-
stjóra margra sambandsríkja. Af
þeim eru nú 26 republikanar og 24
demokratar. Kosiö er um ríkis-
stjóra í 21 sambandsríki og kunna
republikanar að sigra í fjórum eða
fimm sambandsríkjum til viðbótar.
Um 75 milTjónir manna munu
hafa neytt atkvæðisréttar sfns.
Hið mikla fylgi Humphreys er
þakkað mörgu og það sem talið er
hafa aukiö það seinustu daga er
stöðvunin á árásunum á Norður-
Víetnam, hvatningar Johnsons for-
seta að kjósa hann og einnig, að
McCarthy ákvað að styðja hann og
hvatti fylgismenn sina til þess að
styðja hann og fleira kemur til.
Muskie varaforsetaefni Humphreys
er talinn hafa tryggt Humphrey sig-
urinn í Maine. Sumir fyrirlesarar
hafa minnt á gamla málsháttinn:
Eins og þeir kjösa £ Maine kýs öll
þjóðin.
Frá talningunni
í nótt og í
morgun
KLUKKAN 7 í morgun var búið að
teljá 61% atkvæða. Humphrey hafði
fengið 19 milljónir og 600 þúsund
atkvæði og Nixon 19 milljónir og
450.000, en Wallace rúmlega 7 millj
ónir.
Þeir Humplirey og Nixon máttu
heita jafnir — munurinn aðeins
150.000 Humphrey í hag og höfðu
þeir 42% atkvæða og Wallace 16
af hundraði.
Nixon skorti samkvæmt þeim úr-
slitum sem jtá lágu fyrir 106 at-
kvæði til þess að ná tilskildum
meirihluta kjörmanna eða 270, og
Humphrey 127.
Það hefur vakiö mikla athygli, að
Humphrey sigraði í Texas og Penn-
sylvaníu, þar sem repúblikanar
hafa verið taldir traustir í sessi
seinustu 10 ár. Mikið veltur á rfkj-
unum Ohio og Kaliforníu, en svo
lítill hefur munurinn verið síðan er
talningar liófust, á þeim Nixon pg
Humphrey, að þeir, sem gerðu
grein fýrir úrslitum, gátu þess jafn-
an, að svo lítill væri munurinn, að
svo gæti farið aö það yrði hlutverk
fulltrúadeildarinnar að velja for-
seta.
20424 -
14120
Hef kaupanda að 2ja herb. fbúð
í Reykjavík eða Kópavogi,
útb. 400 — 500 þús.
Hef kaupanda að 3ja til 4ra
herb. íbúð í Reykjavik éða
Kópavogi, útb. 500 — 600 þús.
Hef kaupanda að 5 til 6 herb.
íbúö í Réykjavík eða Kópa-
vogi, útb. 700—800 þús.
lef kaupanda að 5 til 6 herb. |
sérhæð f Reykjavík eða Kópa I
vogi, útb. kr. 1200 — 1500 þús.
Til sölu j
Fokhelt, giæsilegt einbýlishús
með tveim bílskúrum f Am-
arnesi.
Fokhelt 6 herb. sér hæö og bíl-
skúr í Kópavogi, góðir
greiðsluskilmálar.
Fusteignu-
miðstöðin
Austurstræti 12
Símar 22423 — 14120
heima 83974.
|