Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 2
VI S IR . Laugardagur 9. nóvember 1968.
Á Island að gerast aðili að EFTA?
Samhliöa því yrði að marka
heildarstefnu hins opinbera,
sem stuðlaði að örari iðnþróun
á samkeppnisgrundvelli. Við
það að ganga í EFTA fasr iðnað-
urinn tollfrjálsan aðgang að
100 millj. manna markaði og
tollar á vélum og hráefni verða
lækkaðir eða alveg felldir niður.
Fríverzlunin mun einnig leiða
til aukinnar hagræðingar, nánari
samvinnu og samruna' fyrir-
tækja. Þá skapar hún einnig
□ Spurningin um aðild Islands að fríverzlunarbandalaginu
EFTA er nú á allra vörum. Eftir alilangan aðdraganda er
málið nú komið fyrir Alþingi. Nefnd fulltrúa allra stjórn-
málaflokka hefur áður fjaliað um það og viðskiptamálaráðu-
neytið hefur í samvinnu við ýmsa aðila samið skýrslu um
EFTA. Skýrsian er verk þeirra embættismanna, sem að henni
standa, en ekki hinnar stjórnmálalegu nefndar. — Hér á eftir
fara nokkrir stuttir kaflar úr skýrslunni, sem í heild er
rúmar 100 blaðsíður. Er þar rætt um væntanleg áhrif aðildar á
tollakerfið, tekjur ríkisins og einstaka atvinnuvegi.
Jsland verður að fylgjast með
þeirrj þróun viðskipta- og
efnahagsmála, sem átt hefur sér
stað í Vestur-Evrópu á síðasta
áratug, því að viðskiptaleg
einangrun leiðir af sér efna-
hagslega stöðnun. Um 60% af
vöruviðskiptum Islands eru
við lönd markaðsbandalaganna
tveggja — um 40% við EFTA-
löndin og um 20% við lönd
Efnahagsbandalagsins. ísland er
eina Vestur-Evrópulandið fyrir
utan Spán, sem ekki er aðili að
eða tengt bandalögunum. Þetta
samstarf hefur verið lyftistöng
fyrir atvinnulíf aöildarríkjanna
og hlýtur sú reynsla að styðja
þá skoðun, að ísland hafi, eins
og öll hin löndin, hag af slíku
samstarfi.
Eins og nú standa sakir,
kemur ekki til greina, að ísland
geti eða vilji gerast aðili að
Efnahagsbandalaginu, en EFTA-
aðild stendur því væntanlega
til boða. Það er afar þýðingar-
mikið að geta samið við EFTA
um hægfara aðlögun að frt-
verzlun og aö vera langt kom-
inn með að afnema verndar-
tolla, ef sameiginlegur markað-
ur flestra Vestur-Evrópulanda
myndast, sem ekki ber að úti-
loka að verði þó slíkar fyrir-
ætlanir liggi trúlega á hillunni
næstu ár. EFTA-aðild myndi
styrkja aðstöðu íslands gagn-
vart slíkum sameiginlegum
markaði, en hún myndi ekki
leiöa. til sjálfkrafa þátttöku í
honum, heldur yröi það samn-
ingsatriði hvers og eins EFTA-
ríkis. Aðildarsamningur íslands
við EFTA myndi verða efnisleg
fyrirmynd um tengsl við stækk-
að Efnahagsbandalag þegar og
ef af yrði.
EFTA-aðild og pauösynlegar
ráðstafanir, sem henni eru sam-
fara, munu leiða til fjölbreytt-
ara atvinnulífs og örari iðnþró-
unar. Öflugur iðnaöur héfur
ekki getað þróazt hér nema við
úrvinnslu sjávarafurða, m. a.
vegna þess að innanlandsmark-
aðurinn er yfirleitt of lítill og
vélar og hráefni iðnaðarins hafa
verið tolllagðar. Með þátttöku
í fríverzlun EFTA-Iandanna má
draga úr þessum hömlum á
uppbyggingu heilbrigðs iðnaðar,
sem framleiddi bæði fyrir inn-
anlandsmarkað og útflutning.
svo sem síldarlýsi og hvallýsi
og sennilega samdrátt í sölu
freðfiskflaka til Bretlands. Þetta
tjón er ekki hægt að reikna út
í krónum né heldur hve mikill
hagur yrði af afnámi tolla í
EFTA-löndunum fyrir islenzkan
útflutning.
Um 40% af útflutningnum
fer til EFTA-landa og eru þau
langstærsti viðskiptaaðili Is-
lands. Bretlands er lang þýð-
ingarmesti markaðurinn fyrir
íslenzkar afurðir innan EFTA-
landanna. Þar er nú lagður
10% tollur á fryst flök, sildar-
lýsi, fiskimjöl, niðursoðinn fisk,
hvalkjöt, búrhvalslýsi og frystar
rækjur. Þessir tollar myndu
allir falla niður og auk þess
vörumagnstollijr á þorskalýsi.
Auk þess myndi Island væntan-
lega hafa aðstöðu til að bæta út-
flutningsmöguleika fyrir öðrum
afurðum sínum t.d. lamb^kjöti.
íslands að EFTA, heldur einnig
sú staðreynd, að ísland er
Evrópuland og vill teljast til
Norðurlandanna. Stjómmálaleg
og menningárleg tengsl Islands
við þessi lönd eru langsterkust,
en hætt er við því, að úr þeim
dragi, ef ísland stendur til
Iengdar fyrir utan það viðskipta
samstarf, sem hefur verið kjami
samvinnu þessara landa á síð-
ustu árum.
Á Norðurlöndunum hefur nú
risið upp hreyfing fyrir nánara
tolla- og efnahagssamstarfi inn-
an EFTA. Viðræður um þessi
mál, sem fylgzt hefur verið með
af íslands hálfu, hafa staðið síð-
an i vor. Enn verður ekki séð
fyrir um niðurstöður, en vænt-
anlega munu þær liggja fyrir
snemma á næsta ári. Frá sjón-
armiði Islendinga hafa sumar
þær hugmyndir, sem fram hafa
komið um efnahagslega sam-
EFTA-nefndir talið frá vinstri, Lúðvík Jósepsson, P-tur Benediktsson, Gylfi Þ. Gislason, Þór-
hailur Ásgeirsson (ritari nefndarinnar), Helgi Bergs og Magnús Jónsson.
möguleika til að koma á sam-
starfi milli íslenzks iðnaðar og
iðnfyrirtækja í EFTA-löndun-
um um framleiðslu, tækni-s og
fjármagnsaðstoð og markaðs-
fyrirgreiðslu.
Ný framleiðsla
Á næstu áratugum verður
gifurleg fjölgun vinnandi fólks
og er áætlað, að árið 19S5 verði
34.000 fleiri starfsmenn en 1965
og er það fjölgun um 45%. Til
þess að skapa þessum fjölda
starfsmöguleika þarf að opna
mögúleika til nýrrar framleiðslu
auk þess sem eldri möguleikar
verði betur nýttir. Með fríverzl-
un fylgir venjulega efnahagsleg
og sálræn hvatning, sem nauð-
synleg er til að tryggja aukinn
hagvöxt og áframhaldandi iðn-
þróun.
EFTA-aðild mun greiða fyrir
útflutningi islenzkra afurða,
fyrst og fremst útflutningi sjáv-
arafurða, sem EFTA-samningur-
inn nær til, svo sem freðfisks,
síldarlýsis, þorskalýsis og niður-
suðuvara, en einnig opna nýjar
leiðir til útflutnings iðnaðar-
vara. Tollamismunun í EFTA-
löndunum hefur þýtt lægra verð
fyrir útflutningsafurðir okkar
Minni verðhækkanir.
Afnám verndartolla og endur-
skoðun á fjáröflunartollum er
mjög æskileg af eftirfarandi á-
stæðum:
a) Tollalækkanir, svo og
innflptningsfrelsi, draga
úr hækkunum verðlags
og framleiðslukostnaðar
og skapa þannig stöðugra
efnahagslíf.
b) Lækkun og afnám tolla
skapar jafnari og sann-
gjarnari aðstöðu fyrir
hinar ýmsu atvinnugrein-
ar og fyrirtæki heldur en
verið hefur, og tryggir
jafnframt hagkvæmari
nýtingu vinnuafls og
fjármuna.
c) Tollalækkun mun draga
úr óeðlilegum og óleyfi-
legum innflutningi ferða-
manna og farmanna, sem
er afleiðing af hinum
mikla verðmun á hátolla
vörum hér og erlendis.
Að svo sé gert er hags-
munamál rikissjóðs,
verzlunarinnar og jafnvel
iðnaðarins lika.
Það eru ekki aðeins efnahags
leg rök, sem mæla með aðild
stöðu, verulega þýðingu, svo
sem stofnun fjárfestingarbanka,
aukið iðnaðarsamstarf og sam-
vinna í sölumálum sjávarafurða.
Til þess að geta tekið þátt í
þessari samvinnu, að sjálfsögðu
með ýmsum fyrirvörum, þarf
ísland fyrst að gerast aðili að
EFTA, þvi að heildarafnám tolla
gagnvart Norðurlöndunum ein-
um, án þess að þar með fáist á
móti nein veruleg fríðindj fyrir
íslenzkan útflutning, er alger-
lega óhugsandi.
Endufskoða tollalög-
gjöfina.
Meginskuldbindingin með að-
ild að EFTA er niðurfelling
vemdartolla svo og hafta á
iðnaðarvörum, en þessi ákvæði
eru þegar komin til fram-
kvæmda í öllum löndum sam-
takanna nema Portúgal. Gera
má ráð fyrir, að Island fengi að
minnsta kosti jafnlangan aðlög-
unartíma til niðurfellingar tolla
og EFTA-löndin ætluðu sér í
upphafi, þ.e. 10 ár, en yrði strax
við inngöngu í EFTA aðnjótandi
þess tollfrelsis, sem aðildarrikin
hafa komið á innbyrðis.
Stefnubreyting varð í inn-
VITIÐ ÞÉR
★ að glæsilegasta og mesta úrval
landsins af svefnherbergishús-
gögnum er hjá okkur.
★ að verðið er lægst hjá okkur.
★ að kjörin eru bezt hjá okkur.
Leitið ekki langt yfir skammt.
44-
aacirpcXjc>\ lirr _
<J 0 Simi- 22900 Laugaveg 26
# k L
flutningsmálum árið 1960, þeg-
ar verulegur hluti innflutnings-
ins var gefinn frjáls. Eru nú
um 87% innflutningsins frjáls.
Ennfremur hafa tollar á mörg-
um vörum verið lækkaðir, en
heildarendurskoðun á tollum
hefur ekki átt sér stað.
Ný tollskrá var lögtekin árið
1963. í henni fólust ýmsar
þarfar breytingar, og var há-
markstollur settur 125% en
hafði áður verið 300%. Með
nýju tollskránni og þeim fjór-
um tollalækkunum, sem Alþingi
hefur samþykkt siðan, hefur
verið komið á auknu innbyrðis
samræmi í tollstiganum hvað
snertir tollun skyldra vara,
tolla fullunninna vara og hrá-
efna þeirra o.s.frv. Varla mun
þó ofmælt, að enn sé mikið ó-
unnið í þeim efnum og hæð
margra tolla ýti undir ólöglegan
innflutning og innkaup fólks
erlendis, sem ella mundi vera í
íslenzkum verzlunum.
Auk afnáms vemdartolla og
tolla á samkeppnisvörum myndi
ennfremur nauðsynlegt að gera
frekari breytingar á íslenzka
tollakerfinu, ef iðnaðurinn i
landinu á að geta staðizt sam-
keppni fra aðildarrikjum EFTA.
Á þetta við um tolla á hráefn-
um til iðnaðarins, vélum og
orkugjöfum og getur islenzkur
iðnaður ekki þolað meiri skatt-
lagningu á þessar vörur en ger-
ist meðal erlendra keppinauta
i samtökunum.
Tekjutap ríkissjóðs.
Tekjutap rikissjóðs, ef ekkert
yrði að gert yrði mjög tilfinn-
anlegt, þegar aðlögun að frí-
verzlun væri lokið. Þetta er þó
ekki vandamál, sem bera myndi
að í náinni framtið. Hugsanlegur
aðildarsamningur að EFTA gæti
þýtt að tollalækkanir okkar
hæfust árið 1970. Ef gert er ráð
fyrir 10 ára aðlögunartimabili
yrðu íslenzkir tollar tiltölulega
mjög háir fyrstu 2—3 árin eftir
gildistöku aðildarsamnings og
tekjur þvi ekki verulega skertar.
Engu að siður er að sjálfsögðu
tímabært, að tekið verði til
gagngerðrar athugunar hvemig
bregðast megi viö því vanda-
máli, sem ríkissjóði verður á
höndum vegna hugsanlegrar að-
ildar landsins að friverzlun.
Hefur fjármálaráðuneytið nú í
undirbúningi heildarendurskoð-
un á tekjuöflunarkerfi hins op-
inbera, meðal annars út frá
þeirri forsendu að ísland taki
Þátt í EFTA og verður þar að
nokkru leyti stuðzt við erlenda
sérfræðingaaðstoð. Búast má
við, að þessu verki verði lokið
á árinu 1969, þannig að tillögur
að fjáröflun hins opinbera með
'tilliti til breyttra aðstæðna lægju
fyrir áður en þátttakan hæfist.
Tekjutap ríkissjóðs við að all-
ir verndartollar svo og hrá-
efnis-, véla- og orkutollar iðn-
aðarins hefðu ekki verið lagðir
á árið 1967, hefði að öðm ó-
breyttu numið nær 1000 millj.
kr. Er það nær fimmti hluti
heildartekna hips opinbera á
rekstrarreikningi á því ári.
Nú er það svo, að innflutnings-
tollar á verndarvörum myndu
aðeins verða felidir niður gagn-
vart EFTA-löndunum. Hæð
þessara tolla gagnvart öðrum
löndum myndi ráða innflutningi
frá þeim á þeim vörum og
myndu þær væntanlega vera
'nokkur tekjulind fyrir ríkissjóð
eftir sem áður, þótt viðskiptin
flyttust að einhverju leyti yfir
á EFTA-lönd vegna aðstöðu-
10. sfða