Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 9
í YÍQIR . Laugardagur 9. nóv^mber 1968.
VIÐTAL
DAGSINS
er v/ð Birgi
Sigurðsson, nýjan
mann / hópi
Ijóðskálda
„Hröð er íörin
örskömm dvöl
á áningarstað
verum því hljóð
hver snerting
er kveðja
í hinzta sinni“
• Svona yrkir Birgir Sigurðs-
son, nýtt ljóðskáld, sem
hefur nú fengið útgefna
fyrstu bðk sína — Réttu
mér fána.
— Það eru tómar mellur, sem
vinna á blöðum, segir Birgir. —
Kannski ekki vísvitandi, en
mellur samt. Ég var einu sinni
blaöamaður, þá hafði maður lag
á því að gera samvizku blaðsins
að eigin samvizku. Blöð kunna
að gera andrúmsloftiö einkar
spennandi, og þá á maður ekki
sérlega erfitt með aö glata sam-
vizkunni. Aðalhlutverk blaða
er að telja almenningi trú um,
að eitthvað sé að gerast.
— Svo hætti ég í blaða-
mennsku og fór að kenna.
Kennslan er mitt sumarfrí. Ekki
sumarfrí til að skoða blóm,
heldur til að skoða sjálfan mig,
og til að hafa tíma fyrir sjálfan
mig, en það leyfist manni ekki
á þessum tímum, þegar allt
krefst þess, að þú eyðileggir
sjálfan þig og verðir eitthvað
annað.
— Þetta er þjóðfélag fram-
leiðslueiningarinnar og þjóðfé-
lagið lifir á kostnað mannsins.
Það verður æ erfiðara að vera
maður í þjóðfélagi, sem leitast
við að afnema mannleg verð-
mæti. Kannski er verið að fram-
leiða einhver verðmæti, þau
gera a.m.k. manni kleift að fá
í vömbina.
— Það er rétt, að svangur
maður biður um brauð en ekki
ljóð, en brauðið er honum ljóð,
því að hann hefur það ekki. Nú
þurfum við ljóð, því að allur á-
róður í dag miöast við fram-
leiðslueininguna. Það er ekki
miðað við, hvers virðj maður
er öðrum einstaklingum, því að
áróðurinn stefnir að því að gera
þig að hlut meðal hlutanna.
• Birgir er um þrítugt, í útliti
ekki ósvipaður bróður sín-
um, Inglmar Erlendi Sigurðs
syni, sem margir kannast
við t.d. fyrir bækumar
„Borgarlíf“ og „Islands-
vísa“. Hann talar hægt, og
þagnar stundum inni i miðj-
um setningum:
— Öll þjóðfélög vinna aö því
að drepa sálina. Ef þjóðfélagið
á að verða samferða manninum,
verður það að skiljast, að þaö
er til vegna hans, en ekki hann
vegna þess.
— Við höfum skapað hug-
sjónir, sem eru óendanlega
miklu stærri en við sjálfir. Við
höfum skapað kerfi út frá þess-
um hugsjónum, sem eru óend-
anlega miklu minni en hugsjón-
imar. Við höfum skapað hug-
sjónir, sem menn hafa nærzt á.
Viö höfum skapaö kerfi, sem
hafa nærzt á mönnum. Og viö
höfum verið að upplifa þann
makalausa hlut, að hugsjónir
verða kerfisbundinn glæpur.
— En í raun og veru sýnir
þetta aðeins ófullkomleika
mannsins, og undirstrikar nauð-
syn hugsjónanna. Og i þessum
heimi, þar sem hver kynslóð
virðist eiga þaö eitt erindi að
fullkomna glæpi liðinna kyn-
slóða, veröur þaö æ nauðsyn-
legra að trúa á hugsjónina í
manninum, en afneita kerfinu
f hugsjóninni.
Birgir Sigurðsson.
eins konar hundahald, sem
heitir hjónaband.
— Hvort konan mín sé sama
sinnis? Tja, hún veit a.m.k.
mínar skoðanir, og ég held, að
þær hafi almennt gildi. 50 til
60 prósent af giftu fólki heldur
fram hjá — hina langar til að
gera það.
I raun og veru heldur fólk
ekki fram hjá hvort öðru, heldur
þjóðfélaginu, þvi að hjónaband
er þjóðfélagsstofnun til að
tryggja sjálft þjóðfélagið í séssi.
— Allar þær stofnanir, sem
þjóðfélagið hefur byggt inn í
manninn, eru eyðileggjandi.
Hjónabandiö er eitt af þessum
stofnunum. Hjónabandið var
gott á hellastiginu, meðan það
var eina athvarf mannsins í
fjandsamlegu umhverfi.
— Síðan hefur þetta breytzt
allmikið. Nú er það svo margt,
sem heimtar tilfinningar manns
— bækur, músik, kvikmyndir
— allt þetta úrkynjar ást þfna
til einstaklings.
— Og ef þetta frelsi, sem
flóttinn, framhjáhaldið, gefur,
er í mótsögn við gamla þjóð-
félagslega drauga, þá svíkjum
við þá og hættum aö vera myrk-
fælnir.
• Heldur þú fram hjá kon-
unni þinnl?
— Það er ekki fyrir lesendur.
Ef ég held fram hjá konunni
minni, þá er það fyrir mig
sjálfan.
— Ég held, að maöurinn eigi
ekki að reyna að vera góður.
„HJÓNABANDIÐ ER EINS
KONAR HUNDAHALD
— Ástæðan er einfaldlega sú,
að hugsjónin leitast við að end-
umýja sjálfan sig eins og lifið
sjálft gerir. En kerfið leitast
aðeins við að viöhalda sjálfu
sér. \
— Og allt sem leitast við að
viöhalda sjálfu sér óbreyttu er
á kostnað lífsins, því að Hfið er
breyting.
• Hann keðjureykir og horf-
ir út um gluggann. Hann
er órakaður með mikið og
úfið hár. Hann drepur í
stubbnum og kveikir í nýrri,
og heldur áfram:-
— Ef til vill er ekki hægt að
lifa án kerfis. En um leið og
kerfið er farið að há okkur, og
viö erum byrjaðir að ljúga að
því, svíkja það, og komast und-
an klóm þess, þá er það okkur
hættulegt, því að viö erum lífið,
en kerfið ekki.
— Ég er ekki að reyna að
svíkjast undan kerfinu, ekki ef
ég nota tíma minn til aö ráðast
á það.
— Mannlegt frelsi brýtur í
bága viö framleiðslueiningar-
áróöurinn. Maðurinn krefst
meira en er þar I fólgið. Maður-
inn er ekki grasbítur.
• Hann færist í aukana.
— Ég trúi þvi, aö sósíalismi
sé eini siðferðisgrundvöllurinn
til að byggja á sitt þjóðfélags-
kerfi. Fyrir mér eða í mínum
augum hefur sósíalisminn aldrei
verið tilraun til að skapa efna-
JW-saBWBÐSCSí
^thygli skákunnenda beinist
nú að Ólympíuskákmótinu
í Sviss. Þar hafa Sovétríkin
unniö einn sigurinn enn, en þau
hafa ávallt sigrað á þessum vett
vangi frá því þau hófu þátttöku
1952. Að þessu sinni er sigur
inn óvenjumikill, en Bandarfkin
hafa ekki náð þeim árangri sem
þau náðu á Ólympíumótinu
1966, og reyndar var búizt við
nú. Veldur því mest furðuleg
hegðun Fischers, sem hvarf á
braut frá Sviss, eftir að hafa
kvartað undan keppnisskilyrð-
um. Er Fischer hinn erfiðasti
í öllum samskiptum og hið
mesta happdrætti að bjóða hon-
um yfirleitt til keppni á skák-
mótum.
M. Botvinnik lét í ljós álit
sitt á Fischer fyrir nokkru og
dáði mjög hæfileika hans sem
skákmanns. En að þroska telur
hann Fischer vera á stigi 14—15
ára barns. Hann taki oft fljót-
færnislegar ákvarðanir, er skaði
jafnt Fischer sjálfan, sem hróð-
ur skáklistarinnar. Og á Ólym-
píumótinu í Lugano virðist
Fischer því miður hafa látið und
an bámalegum duttlungum sín-
um.
Um hæfileika Fischers við
skákborðið efast hins vegar
enginn og fyrir skömmu vann
hann stórsigur á vel mönnuðu
skákmóti í Júgóslavíu. Fékk
Fischer 11 vinninga af 13 mögu
legum og tapaði engri skák. í
2.—3. sæti urðu Matulovic og
Hort með 9 vinninga og 4. Gheo
rghiu 814 vinning.
Gegn Minic, Júgóslavíu kom
Fischer á óvart með því aö
beita kóngsbragði, en sú byrjun
er nú að mestu horfin af sjónar-
sviði alvarlegra kapptefla.
Hvítt: Fischer.
Svart: Minic
Kóngsbragð.
1. e4 e5 2. f4 exf 3. Bc4.
Á skákmóti Bandaríkjanna
1964 beitti Fischer einnig þessu
afbrigðj kóngsbragösins gegn L.
Evans. Evans lék hér 3 . .. Dh4t
4.Kfl d6? 5. Rc3 Be6 6. De2 c6
7. Rf3 De7 8. d4 BxB 9. DxB
g5 10. e5 d5(?) 11. Dd3 og hvft-
ur vann i tæpum 40 leikjum.
Framhald Bogoljubows, 3 ...
Rf6 4. Rc3 c6 er talið bezta
svar svarts í þessu afbrigði.
Minic velur hins vegar ó-
veniulegt og vafasamt fram-
hald.
3. .. Re7 4. Rc3 c6.
í þessari stöðu mælir Pach-
man með 5. De2. En Fischer er
m-+ 10. síða.
hagsveruleika. Heldur tilraun,
sem miðar aö því aö gera mann-
inn að frjálsum einstaklingi.
— Sósíalisminn er gamall, en
hann hefur aldrei verið hugsað-
ur sem sagnfræöi, heldur veru-
leiki í því lífi, sem skapast frá
degi til dags. Og ef hann ekki
fylgir þessu sífellda lögmáli
breytingarinnar, verður hann
nátttröll, eins konar rannsókn-
arréttur eða galdrabrenna.
— Ég á ekki við framkvæmd
sósíalismans eins og við þekkj-
um hana. Ég á við þann sósíal-
isma, sem getur lifað af sér
kerfi — jafnvel sfn eigin.
— Það er áreiöanlega stað-
reynd, að ef hægt værj að frelsa
manninn á einum degi eða einu
ári, þá væri löngu búiö að því.
— Frelsa hann frá hverju
segirðu. Frá óhugnaði, sjálfs-
tortímingu, sem hann hefur skap
að með kerfum sínum, vegna
þess aö hann hefur hætt að trúa
á þróun sjálfs sín og byrjað að
trúa á óforgengileik kerfanna.
.— Hann hefur meö öörum orð-
um hætt að trúa því, aö hann
sé hluti af þessum síbreytilega
veruleika, lífinu, hann trúir að
hann sé það kerfi, sem hann
býr til.
• Sígarettubirgðir eru endur-
nýjaðar, og talið beinist að
öðrum hlutum. Birgir heldur
áfram:
— Ég ér uppalinn upp við
öskutunnur í bakportum í
Reykjavík. Þar fékk ég mína
kynferðisfræðslu, sem hefur
reynzt mér haldgóö. Þar lærði
ég að vera vondi strákurinn í
námunda við tunnurnar, og gott
barn heima. Síðan hef ég haldið
mig við öskutunnumar,
— Þar lærði ég sennilega, að
ástin er líka forgengileg. Hún
hættir að vera ást og verður
Þaö er fordild, ffkn í áritaöan
passa til himnarfkis. Ég held, að
maðurinn eigi að reyna að vera
sannur og drýgja sfnar syndir
fullkomlega út í yztu æsar.
Hálfsyndir eru verstar.
• Eigum við ekki að tala um
skáldskap?
— Ég get sagt þér eitt. Ég
hef aldrei lesiö bók á ævi minni,
vegna þess að hún tilheyrði bók-
menntum, heldur aðeins vegna
þess að hún er lff, hluti af þvf
lífi, sem ég lifi. Og ég trúi þvf,
að sú bók, sem ekki er líf, sé
dauö, og eigi að vera dauð.
• Hvers veKna gefurðu út ljóð
in þfn?
— Því að ég trúi því einfald
lega, að skáldskapur sé fyrir
menn og vegna manna. Ég
þekki engar formúlur, hvorki
L’art pour I’art né hina Listina
fyrir lífið. En ég trúi því ein-
faldlega, að skáldskapur sé hluti
af lífinu og eigi að upplifast
þannig.
• Hvað finnst þér um skrif
bróður íns?
r- 1 skáldskap er maður ekki
bróðir neins. Það væri í mesta
lagi. að maður’ væri bróðir
sjálfs sín. Annars skrifa ég
verkin hans og hann mfn.
— Ég segi þér þetta í algjör-
ur trúnaði.
O Hvað um ádeiluskáldskap?
1— Það var einu sinni hæna.
Hún fór út í sólskiniö, og maður
nokkur kom og dró utan um
hana hring. Hún hringsólaöi f
honum, þangað til hún dó.
— Þessi hæna hafði raunveru
lega ætlað sér að skoða sól-
skinið, en hún var bara þann-
ig af guði gerð, að hún lenti inni
í þessum hring.
Þráinn.
WKdi