Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 8
V I S I R . Laugardagur 9. nóvember 1968. f9 • / Útgefandi Reykjaprent n.l Framkvænadastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Wtstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axal Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H Jóhannesson Auglýsingar: AlalstræL H. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: I augavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. EFTA-viðræður iímabærar {Jmsókn um aðild íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu, eða Efta eins og þau eru venjulega nefnd, var rædd í gær á Alþingi. Kom þar í ljós, að stjóm- arflokkarnir eru fylgjandi því, að umsókn íslands ber- ist Efta fyrir 21. nóvember, þegar ráðherrafundur samtakanna hefst, svo að viðræður geti hafizt sem fyrst. Stjórnarandstöðuflokkárnir vilja hins vegar slá málinu á frest og hugleiða það nánar. í skýrslu þeirri um Efta, sem samin hefur verið á vegum sérstakrar nefndar allra flokka, segir m. a.: „ísland verður að fylgjast með þeirri þróun viðskipta- og efnahagsmála, sem átt hefur sér stað í Vestur- Evrópu á síðasta áratug, því að viðskiptaleg einangr- un leiðir af sér efnahagslega stöðnun.“ Nokkru síðar í skýrsluipi segir: „Efta-aðild og nauðsynlegar ráðstafanir, sem henni eru samfara, munu leiða til fjölbreyttara atvinnulífs og örari iðn- þróunar. Öflugur iðnaður hefur ekki getað þróazt hér nema við úrvinnslu sjávarafurða, m. a. vegna þess að innanlandsmarkaðurinn er yfirleitt of lítill og vélar og hráefni iðnaðarins hafa verið tolllagðar. Með þátt- töku í fríverzlun Efta-landanna má draga úr þessum hömlum á uppbyggingu heilbrigðs iðnaðar, sem fram- leiddi bæði fyrir innanlandsmarkað og útflutning. ... Við það að ganga í Efta fær iðnaðurinn tollfrjáls- an aðgang að 100 milljón manna markaði.“ Um útflutning sjávarafurða segir: „Efta-aðild mun greiða fyrir útflutningi íslenzkra afurða, fyrst og fremst útflutningi sjávarafurða, sem Efta-samningur- inn nær til, svo sem freðfisks, síldarlýsis, þorskalýsis og niðursuðuvara, en einnig opna nýjar leiðir til út- flutnings iðnaðarvara.“ Aðildinni mun fylgja afnám verndartolla og endur- skoðun á fjáröflunartollum. Þessi tollalækkun á að draga úr hækkunum verðlags og framleiðslukostnað- ar hér á landi og skapa þannig stöðugra efnahagslíf. Einnig mun hún mynda jafnari og sanngjarnari að- stöðu einstakra atvinnugreina og bæta nýtingu vinnu- afls og fjármuna. Þá má gera ráð fyrir auknu efnahagssamstarfi við hin Norðurlönc” . innan Efta. Á því sviði hafa verið rædd ýmis atriði, sem hafa verulegt gildi fyrir ísland, svo sem stofnun fjárfestingarbanka, aukið iðnaðar- samstarf og samvinna í sölumálum sjávarafurða. Kostirnir við aðild að Efta eru margir og þung- vægir. Því fyrr sem við getum farið að hafa af henni hag, þeim mun betra. Bið á umsókn um aðild táknar aðeins glataða mö^uleika. En svo er á hitt að líta, að ekki kemur til greina þátttaka í Efta, nema þjóðin hafi af henni verulegan hag. Þess vegna verður að vanda vel til samningagerðarinnar. Árangur af því kemur fyrst í ljós, þegar viðræður eru hafnar. » HÁLF ÖLD LIÐIN Mánudaginn 11. nóvember er bálf ’óld liðin frá vopnahlésdeginum 1918 — lokum fyrri heimsstyrjaldar □ Á mánudag, 11. nóv- ember, eru 50 ár liðin frá lokum fyrri heims- styrjaldar, en þann dag var birt tilkynning um, að vopnahlé hefði verið gert þá um morguninn kl. 11. Útgáfa Reykja- víkurblaðanna lá niðri um þessar mundir af völdum spönsku veikinn ar, og fæstir vissu annað en það, sem orðrómur hermdi, dögum saman. Hinn 6. nóvember 1918 birti Vísir á forsíöu auglýsingu frá dagblöiðunum þess efnis, að þau gætu ekki komið út „næstu daga vegna veikinda starfsmanna". en í frétt var þess getið, að inflú- ensan væri nú orðin svo út- breidd, að slíks væru vart dæmi áðuf, og gizkað á að ekki færri en 5000 bæjarbúar hefðu tekið veikina. Og horfur voru þær, að ,,011 vinna leggist að miklu leyti niður“. Um þessar mundir voru þrjú dagblöð í Rvík: Vísir, rit- stjóri Jakob Möller, Morgunblað Ið, ritstjóri Vilhjálmur Finsen, og Fréttir, ritstjóri Guðmundur Guðmundsson skáld. Hið hættu- lega ástand I bænum af völd- um inflúensunnar, spönsku veik- innar, leiddi þannig af sér, að útkoma blaðanna stöðvaðist í bili, og íbúar borgarinnar fengu því engar blaðafréttir um einn mesta atburð veraldarsögunnar fyrr og síðar. — menn fréttu að- eins á skotspónum um þau tíð- indi, að gert haföi veriö vopnahlé þann 11. nóvember kl. 11 árdegis og þar með Ieidd til iykta heims- styrjöldin, sem brauzt út 1 ág- ústbyrjun 1914, og það var ekki fyrr en 15. nóvember, sem blöð- in gátu látið iesendum sínum í té fréttir um það, sem gerzt hafði og var að gerast, og af ær- ið skomum skammti, því að þau gáfu út sameiginlegan fregn- miða, en Vísir kom ekki út fyrr en 17. nóvember. og birti hann þá forsíðugrein, yfirlit um ófrið- arlokln. Undirfyrirsagnir þessarar yfir- iitsgreinar voru: „Vopnahié sam- ið, stjómarbylting í Þýzkalandi. Vopnahlésskiimálamir, Friðar- skilmálarnir. Svo var ástandið alvarlegt og ískyggilegt á þessum tíma, er vopnahléið komst á, að f sein- ustu blöðunum voru menn var- aðir við að segja fólki slæm tíð- indi, en heilir sem sjúkir, þeir, er þoldu að heyra gleðitíðindin, hafa glaðzt af hjarta, því að um allan heim var mönnum hinn mesti léttir að, að verstu hörm- ungarnar voru að baki. Þjóðin átti allt undir því, að hún gæti haldið uppi samgöng- um við umheiminn, og gæfa hennar var, að búið var að stofna Eimskipafélagið, en styrj- öldin hafði staðið hátt á annað misseri, er fyrstu skip þess kom- ust til landsins, eða Gullfoss (kom til Vetmannaeyja 15/4 1915 og Rvíkur daginn eftir, en Goðafoss kom til Rvíkur 13/7. Skipin voru smíðuð f Danmörku, hlutlausu landi, og tafðist smíð- in um 3 mánuði. Og þessum fjör- eggjum þjóðarinnar var hætt á þessum tíma og hættumar sí- vaxandi af völdum tundurdufla og kafbáta. Bæði Norðmenn og Danir, sem höfðu skip f förum hingað til Iands, urðu að hætta þeim. Ófriðarþjóðirnar tóku blátt áfram mörg skip til sinna nota, en önnur — eða þau, sem fóru um úthöfin, og um þetta segir f afmælisriti Eimskipafé- lagsins: ' „En þau skip, sem þeir (þ. e. Bretar) leyfðu að halda uppi ferðum, skylduðu þeir til að koma við f brezkri höfn til eftir- lits" o. s. frv. í öllum styrjaldarlöndunum urðu þeir, sem heima sátu, að horfa ,á eftir ástvinum til víg- vallanna, og bíða jafnan milli vonar og ótta fregna um þá, en hjá hlutlausu siglingaþjóðunum, ekki sízt íslendingum og Norð- mönnum, var að þessu leyti svip aða sögu að segja. Tugir, hundr- uö fslenzkra fjölskyldna áttu farmenn á millilandaskipum og sjómenn á fiskiskipum, sem þeir sigldu út með aflann, og var um að ræða mikið framlag vaskra manna á hættutíma. Bæði árin 1915—1916 voru Gullfoss og Goðafoss í sigling- um milli Islands og Danmerkur — „auðvitað með viðkomu á Bretlandi" en vorið 1915 fór Gullfoss fyrstu ferð sína til New Vork og haustið 1916 fóru bæði skipin þangað, Og þeim er þetta tekur saman, er að sjálf- sögðu minnisstæð ferð á Gull- fossi á útmánuðum 1918, en sú ferð tók yfir 3 vikur með við- komu í Halifax, vegna þess að skipið fékk á sig mikinn hnút og iaskaðist, einkum stjórnpall- ur, og þurfti bráðabirgðaviðgerð ar. Þetta var laust eftir að sprengingin mikla varð f Halifax. Slys af völdum styrjaldar- innar urðu ekki á skipunum á þessari hættuiegu leið, en eitt sinn — þann 21. sept. 1915 barst sú frétt hingað til lands, að Gullfossi hefði verið sökkt. Sló óhug miklum á alla við fregn þessa, en sem betur fór reyndist hún á misskilningi byggð. Og þá kom andirin yfir1 hið aldna þjóðskáld Matthías Jockumsson og var lokaerindið: Bresta sé ég bólstra, birtir fyrir sýnum, h’lær yfir heljarslóð heilög sunna. „Hallelújá!" ómar í lofti: Guð er iifandi, Gulifoss er heill. Þegar heimsstyrjöildin brauzt út 1914 vaon ég á búgarði norð- ur í Þrændalögum og hefi ég lýst því, er ég fór þaðan áleiðis heim, þegar Þýzkaramir hans Vilhjálms keisara, sem í Noregi voru um þesar mundir, vom að þyrpast heim f herinn. Það var krökt af þeim í lestinni á leið til Kristjaníu (Osló) og hrópað í sífellu: Nach Paris Nach St. Petersburg! Og fjölmennasti, bezt þjálfaði og bezt búni land- her heims var tilbúinn, og þjálf- að varalið að auki. Frakkar miklu veikari og allt veldi Bret- Iands á sjónum, én „þegar býð- ur þjóðarsömi, þá á Bretland eina sál“ og landið sem hafði ekki nema 160.000 manna her og illa búinn, brást ekki því heiti sínu, að koma litlu landi til hjálpar, v£pri á það ráðist, en Bretar höfðu heitið Belgíu hjálp, væri hlutleysi hennar skert. Og sjálfboðaliðamir' flykktust í herinn og vom feng- in prik í stað byssna í fyrstu, er þeir komu í þjálfun, og um allt Bretaveldi og f öllum samveld- islöndum og mörgum öðmm buðu menn sig fram, menn sem gátu ekki séð litla þjóð „viöj- um reyrða og meiðslum marða“ — menn sem skildu ekki, að mesta hugrekkið væri f því fólg ið að „þora að sitja hjá“ þegar bær nágrannans var brenndur og fólk hans flúði. Og í þeirra hópi vom á annað þúsund menn af íslenzku bergi brotnir, 10. sfða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.