Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 4
ifiSBuK Maðurinn á myndinni er Rog- er Moore, eða dýrlingurinn, sem sj ónvarpseigendur munu kannast vel við. Hann leikur nú aðalhlut verk í nýrri kvikmynd, sem ber nafnið „Crossplot". Upptaka myndarinnar fer fram f Englandi um þessar mundir. » Þar leikur Roger Moore auglýs- ingarmann, sem fer á fjörumar við fyrirsætu um borð i fljótabát á Thamesánni, en hlýtur aðeins kalt bað í fljótinu fyrir bragðið. Roger mátti sjálfur þola kalda baðið, því staðgengill hans var veikur þegar atriðið var kvfk- myndað. Stúlkan á myndinni er Claudia Lange, 23 ára gömul belgísk þokkadís, sem með eldflaugar- hraða nálgast nú toppinn á stjörnuhimninum. Það er hún, sem varpar dýrlingnum í grugg- ugt fljótiö. í þrem myndum, sem hún hef- ur leikið i til þessa, hafa það ver- ið hennar eigin klæði, sem hún hefur varpað, en ... sem sagt. — Hún er á uppleið. Bragðdauft sjónvarp Það lftur sannarlega út fyrir, að sjónvarpið, óskabara þjóöar- innar, aetli að verða daufgert og værukært í uppvextinum. Ef til vill er það með ráðum gert, að hafa efniö ekki allt of freist- andi, svo að þjóðin leggist ekki í leti og ómennsku fyrir framan sjónvarpstækin eins og kolbitar i öskustó forðum. En hvers vegna er þá verið að sjónvarpa yfirleitt, úr þvf að forráðamenn stofnunarinnar virðast helzt vilja forðast það eins og heit- an eldinn að útbreiða sjónvarps áhuga hér á landi? Sumum finnst þetta nú kann- ski fulldjúpt tekið í áripni, en það er mál manna, að sjónvarp- ið sé að veröa beinlínis leiðin- Iegt. Flestlr kvarta sáran und- an þvi, að harðjaxlaþættirnir frægu skuli gerðir fiornreka, og það er eins og fólki finnist JACKIE SENDI ATKVÆÐIÐ í PÓSTI Jacqueline Onassis — áður frú Kennedy — greiddi atkvæði sitt í forsetakosningunum bréfleiðis og sendi það i pósti tii heima- borgar Kennedyættarinnar, Hy- annis Port f Massachusetts. Stað- festi kjörstjómin að þeim hefði borizt bréf í pósti frá frúnni með atkvæðisseðli hennar. Síðustu dagana hefur frú On- assis dvalizt í Aþenu, en á með- fylgjandi mynd sést hún bíða í einkaþyrlu manns sins, eftir því að lagt verði af stað til eyj- arinnar Scorpion, sem einnig er hans einkaeign. dagskráin í heild heldur bragð- dauf. Mér til gamans sl. þriðjudag sýndi ég þremur aöilum sjón- varpsdagskrána fyrir þessa viku, og spurði, hvaða dagskrár- atriði viðkomandi hefði áhuga á að horfa á. ur hafði hún hug á því að sjá unglingaþáttinn „Ppið hús“, sem sýndur verður á laugar- dag. Blaðamaður var þriðji aðilinn, sem ég spurði. Hann sagði, að fyrst og fremst hefði hann á- huga á fréttunum. Ennfremur hjólaskauta- hlaupara Mörgæsin, Rollie, hefur fjár- málavit í betra lagi, og hefur gott nef fyrir viðskiptum. Roilie á heima i San biego dýragarðinum i Kalifomíu og þar leikur hún listir sínar á rúlluskautum gegn auðvitað góðri borgun. Dag hvera heldur hún sýningu fyrir gesti dýragarðsins og nýt- ur gífurlegra vinsælda á meðal þeirra. Sér enginn eftir aurunum fyrir þá skemmtun, að fá að horfa á hana á skautunum. Sjálf tekur hún borgun í síld og makríl fram yfir beinharða peninga. Rollie er heiðursfélagi i lands- sambandi hjólaskautahlaupara £ Bandaríkjunum, sem ku vera al- gert einsdæmi í heiminum. Reynd ar er Rollie algert einsdæmi í heiminum, eða alla vega eina mör gæsin, sem stundar hjólaskauta- hlaup eitthvað að ráði. Skautamir hennar eru sérstak- lega gerðir fyrir hana og eru úr plasti, Hún heldur jafnvæginu á þeim, með því að breiða úr vængjunum (eða ættum við held- ur að segja bægslunum) og þegar hún vill nema staðar, hallar hún sér Iangt fram á við... en dett- ur þó aldrei. Ekki lýsa þessi svör miklum sjþnvarpsáhuga, og það er jafn- vei líklegt, að almenningur horfi mun meira á sjónvarp, en þessi svör gefa til kynna. Engu að siður er það staðreynd, að tölu- vert vantar á, að fólk sé ánægt með sjónvarpið. Og þá er sjálf- KJALLARAGREININ Iðnaðarmaður varð fyrstur fyrir svörum, og hann kvaðst vilja sjá fréttiraar og bar að auki iþróttaþáttinn á laugar- dag. Ung stúlka svaraði næst. Hún vildi fylgjast með þáttunum um sögur Maupassants og ennfrem- vildi hann piarnan sjá „Nýi“ Nixon, þátt, sem sýndur var á sunnudag, Hjálparstarfið i Bíafra, sem sýnt var á mánu- dag. Á þriöjudag vildi hann sjá þættina „Setið fyrir svörum“ og „Súezdeilan 1956“. Á öðru kvaðst hann ekki liafa áhuga. sagt að spyrja: Hvar hefur for- ráðamönnum sjónvarps skjátl- azt f afstöðu sinni til efnis- vals? í fyrsta lagi er ekki hægt að hundsa smekk almennings. Fólk vill fá meira af léttu og skemmtilegii efni, spennandi þáttum, stundargamni. I öðru lagi er varla stætt á því, að ákveða fyrirfram, að svo og svo mikill hluti dagskrár- innar skuli vera fræðsluefni. Fræðsluefni á því aðeins rétt á ■sér í sjónvarpsdagskránni, að það sé lifandi og skemmtilega flutt. Fróðleiks um einstök efni eins og lif einhverrar fuglateg- undar getur maður aflað sér með því að fletta upp í fræöi- ritum — ef áhuginn er fyrir hendi. Það er meira en tímabært, að forráöamenn þessarar stofn- unar láti sér skiljast, að þeir eru ekki kvaddir til þess að ala upp bjóðina og troða inn á hana eigin áhugam„lum — og þar að auki mættu þeir gera sér bað Ijóst, að þrátt fyrir mikla bamanauð, er töluverður hluti þjóðarinnar yfir 16 ára aldri. Þráinn. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.