Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 10
í io____________________________ m& — )»» >■ 2. síðu. munar þeirra. Ennfremur er ekki^ gefið, að færa þurfti alla toirá á hráefnum, vélum og orkugjöfum til iðnaðarins i núll til aö skapa honum jafna sam- keppnisaðstöðu. Væntanlega yrði einnig að lagfæra fjáröflunartolla, þótt þær vörur falli ekki undir EFTA-samninginn eða gangi á einn eða annan hátt inn í inn- lenda iðnaðarframleiöslu. Þetta gæti verið nauðsynlegt til að draga úr óeðlilegu misræmi á verðlagi milli vörutegunda og til að draga úr ólöglegum inn- flutningi til tjóns fyrir ríkissjóð og innlenda verzlun. Til mála kæmi, að hugsanlegt tap ríkis- sjóðs þessa vegna, yrði bætt upp með að hækka tolla á nokkrum þýðingarmiklum toll- lágum vörutegundum svo sem komvörum, kaffi og sykri. Ekki einokun EFTA í verndarvöruflokknum eru um fjórir fimmtu númera yfir 10% og skapa þvi verulegan aðstöðumun fyrir þátttökuríki Islands I fríverzlun. Sá aðstöðu- muhur, ef hann héldist óbreytt- ur, myndi að sjálfsögðu færa þessi viöskipti að verulegu leyti yfir á EFTA-löndin, þar sem þau hafa á góðum sam- keppnisgrundvelli á boðstólum allar vörur, sem ísland þarfnast. Um þriðjungur innflutnings verndarvaranna kom árið 1967 frá Efnahagsbandalaginu og Bandarikjunum og um 8 — 9% hans kom frá löndum Aust- ur-Evrópu. Að svo miklu leyti sem þessi innflutningur yröi enn háður núverandi hátollum myndj hann því væntanlega hverfa við það að ísland hefði gengið í EFTA. Nú er það hins vegar ekki æskilegt að hæð slíks „ytri“ tolls verndarvaranna verði slík, að EFTA-þjóðum verði tryggð algjör einokunaraðstaða á á- kveðnum vöruteg. íslenzkir kaupendur kunna vafalaust að telja það æskilegt að kaupa á- kveðnar vörur frá löndum utan EFTA, þótt nokkur tollamunur sé, en sá munur má þá ekki vera óhóflegur. Þá getur slíkur munur i tollakjörum haft óhag- stæð áhrif á jafnkeypisviöskipin við Austur-Evrópu. Innflutningshöft á land- búnaðarvörum Verulegur hluti þeirra vara, sem innflutningur er ekki frjáls á, eru landbúnaðarvörur, sem frí verzlunarákvæðin ná ekki til og sem mætti því beita inn- flutningshöftum, þótt ísland væri aðili að samtökunum. Af þeim vörum, sem innflutn- ingur er ekki frjáls á hér, en fríverzlunarákvæðin ná til, er langstærsti vöruflokkurinn olíur og bensín, Nauðsynlegt er taliö að halda því fyrirkomulagi á- fram vegn- viðskipta viö Sovét- ríkin. Um þetta atriði verð- ur að semja sérstaklega við EFTA. Aðrir vöruflokkar, sem háðir eru leyfum og falla undir fríverzlunarákvæöin, eru yfirleitt ekki þýðingarmiklir fyrir austur-viðskiptin. Má í þessu sambandi minna á eftir- taldar vörur, sem fluttar eru inn frá Austur-Evrópu, en falla ekki undir EFTA-ákvæðin: syk- ur, rúgmjöl, kartöflumjöl, sikkorírætur, humall og malt. Mjög fáar iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, eru ennþá háðar leyfum, en þeirra á meðal eru húsgögn, kvensokkar, burstar, tunnur, gosdrykkir, sælgæti og sement. Aukning framleiðslu og umbætur Rannsókn á málefnum iðnað arins og einstökum greinum hans er meginverkefni, sem bíður úrlausnar. Þátttaka í EFTA mundi að sjálfsögðu gera úrlausn verkefnisins brýnni. Reynsla annarra þjóða hefur verið ótvíræð um, aö lækkun tolla og afnám hafta leiði til örari hagnýtingar á tæknilegum umbótum og nýjungum, meiri aukningar í framleiðni og betri nýtingar framleiðsluþáttanna al- mennt en ella. Slíkt aðhald í sam keppni myndi koma í stáðþeirra næsta handahófskenndu vernd- arstefnu, sem hér hefur ríkt og á engan hátt tryggt, að upp risu fyrirtæki, sem þjóöhagslega væru hagkvæm. Hins vegar er engin ástæða til aö gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem eru sam- fara framkvæmd slíkrar stefnu á íslandi og að ganga út frá, að frjáls aðgangur að stórum markaði, samfara samkeppni utan frá leysi öll vandamál. Aðild að fríverzlun yrði því opinbera sá hvati, sem til þarf að móta þá alhliða stefnu í iðn- aðarmálum, sem nauðsynleg er, og því einnig að þessu leyti iðnaðinum til mestrar hagsbót- ar. Innilega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vinarhug og sæmd á 75 ára afmæli mínu, þann 29. okt. síðastl., með gjöfum, kveðjum, heimsóknum og á annan hátt, Minnist ég þess með mikilli gleði og þakklátum huga. Kristján Jóh. Kristjánsson. Öllum þeim sem glödtíu mig á 75 ára afmæli mínu þann 12. október, sendi ég mínar hjartanlegustu þakk- ir. Páll isólfsson. Hugheilar hjartans þakkir færi ég hinum fjölmenna hópi einstaklinga, kórum, hljóðfæraleikurum, ein- söngvurum, og Ríkisútvarpi fyrir þá ómetanlegu sam- - úð og hlýhug, sem mér var sýnd við andlát og jarðarför eiginmanns míns ■ SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR TONSKÁLDS Hver hugsun hlý, nvert ástríkt orð oss æðri fylling ljær. Sem fljót er vex og fríkkar mest þá færist hafi nær. — s. j. Áslaug Sveinsdóttir. Hugsanlegt afnám tolla á fiskafurðum. Á undanfömum árum hefur oft veriö rætt um hversu brýnt mál sé að sjávarafli íslendinga verði frekar fullunninn til út- flutnings til aukningar gjald- eyristekna og atvinnu. Ein að- alástæðan fyrir því, að slíkar greinar sem niðursuða og niður- lagning sjávarafurða hafa átt erfitt uppdráttar hér á landi, er að þær hafa ekki haft frjálsan aðgang aö stóru markaössvæöi. Að sjálfsögðu verður ekki sagt fyrir með neinni vissu, hver áhrif aðildar að EFTA yrðu á framléiðslu og útflutning slikra afuröa og því veröur ekki heldur metið talnalega hver hugsanlegur ávinningur það yrði útflutningi íslenzkra sjávaraf- urða að njóta þess tollfrelsis, sem EFTA hefur komiö á. Vera kynni einnig, að Island yrði einhvers megnugt að fá tolla afnumda á sjávarafurðum. Lítil áhrif í landbúnaði Af framleiðsluvörum íslenzks landbúnaðar taka fríverzlunar- ákvæði EFTA aöeins til ullar og skinna og vara, sem unnar eru úr þeim. Aö öðru leyti veröur ekki séð, að EFTA-ákvæðin sem slík myndu hafa áhrif á stöðu ís- lenzka landbúnaðarins. íslenzk- ar búvörur, kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurafurðir og garöávextir, eru undanþegnar ákvæðum EFTA um fríverzlun. Nokkur athygli hefur beinzt að atvinnurekstrarákvæðum EFTA. Ljóst er, að með löggjöf mætti bægja útlendingum frá ís- lenzku atvinnulífi ef það væri talið æskilegt, án þess að sann- anlegt væri að það bryti í bága við að EFTA-borgurum yrðu ekki veitt á takmörkuðu sviði lakari kjör en eigin borgurum, sem spillj fyrir þeim hagsbót- um, sem búizt er við að leiði af fríverzlun. SínBf öBd — 8. slðu. yfir % þeirra fæddir jí Banda- ríkjunum og Kanada, hinir á Is- landi, en af þeim féllu í orr- ustu tæplega 150, en yfir 200 særðust. Þetta átti að verða styrjöldin, sem átti að binda enda á styrj- aldir, „the war to end war“. Ofbeldið var stöðvað, að vísu, en stjórnmálamennirnir gátu ekki leyst vandann við samninga borðin, og sagan endurtók sig. Og nú er enn óvissu- og spilling- artímabil, eins og milli fyrri og síðari heimsstyi-jaldar, enn er beitt ofbeldi, enn eru styrjaldir háðar, þótt eigi kallist heims- styrjaldir, — og margir eiga um sárt að binda, loft er lævi bland- ið og vá fyrir dyrum — og talað um frið, eins og ávallt, og sem örlitið d^emi um það, er þessi klausa úr Vísi fyrir 50 árum: „Vilhjálmi keisara fórust svo orð einu sinni í fyrra (1913). Ég þakka guði fyrir að ég get Iitið með ánægju yfir 25 síðast liðin erfiðisár og á höpp þau hin miklu, er á þeim tíma hafa fallið föðurlandinu í skaut, Sér í lagi gleður það mig, að þetta hefir orðið undir frjóvgandi geislum friöarsólarinnar. Afl þeirra hefir þannig sigri hrósandi hrakið burt hverja ó- friðarbliku, er dregið hefir á loft. Þannig hefir innilegasta ósk min ræst.“ Og í þessum dúr er enn talað, en orð og atferli er sitt hvað! A. Th. VlSIR . SBcók — -»»)- > 9. síðu. lítt upp á ráð Pachmans kom- inn og velur aðra leið. 5. Rf3 d5 6. Bb3 dxe. Eftir 6 . . d4 7. Re2 d3 8. Rxf hefur hvitur betri stöðu. 7. Rxe Rd5 Hótunin 8. Reg5 var yfirvofandi. 8. De2 Be7 9. c4 Rc7 10. d4 0—0 11. Bxf Re6 12. Be3 Bb4?f Svartur á þegar við örðugleika að etja og biskupsskákin eykur á erfiðleika hans. Betra var 12 .. Rd7. 13. Kf2! Rd7 14. c5! Rf6 15. RxRf DxR '3. Hhfl Rf4 17. BxR DxB 18. g3 Dh6 19. Kgl Bh3. Hér var 19 .. . Be6 nauðsyn- legur leikur. En svartur er með ranga áætlun í huga og heldur henni ótrauður áfram. 20. Re5! BxH. Enn var 20.. . Be6 nauðsynlegt. 21. HxB Bd2 22. Hf3! Svartur hótaði 22 .. . De3f 22... Had8 23. Rxf HxR 24. De7! Gefið. Jóhann Sigurjónsson. FERMINGARBÖRN Hallgrímskirkja. Fermingarbörn næsta árs (vor og haustfermingar börn) komi til skrásetningar í Hallgrímskirkju: Fermingarböm dr. Jakobs Jónssonar n.k. mánu- dag kl. 5. Fermingarböm séra Ragnars Fjalars Lárussonar n.k. mánudag kl. 6. Grensásprestakall Fermingar- börh næsta árs komi til viðtals í Hvassaleitissköla miðvikudaginn 13. nóvember. Stúlkur kl. 6, — drengir kl. 6.30. Felix Ólafsson. Langh -ltsprestakall. Fermingar börn ársins 1969 eru beðin að koma til viðtals í safnaðarheim- ilinu miðvikudaginn 13. nóv. kl. 6. Séra Árelíus Níelsson. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Fermingarbörn í Laugarnessókn sem fermast eiga í vor eða næsta haust eru beðin að koma til við- tals í Laugarneskirkju n.k. þriðju- dag 12. þ.m. kl. 6 e.h. Séra Garðar Svavarsson. Bústaöaprestakall. Væntanleg fermingarbörn eru beðin aö mæta í sal Réttarholtssköla n.k. mánu- dag 11 nóv. kl. 5.30. Séra Ólafur Skúlason Fríkirkjan í Reykjavík. Væntan leg fermingarbörn Fríkirkjunnar næsta ár, eru beðin að koma í kirkjuna n.k. þriðjudag kl, 6.30. Þorsteinn Björnsson. Fermingarbörn séra Jóns Auð- uns komi til viðtals mánudaginn 11 nóv. kl. 6 síðd. Fermingarbörn séra Óskar J. Þorlákssonar komi til viðtals I Dómkirkjunni þriðju- daginn 12. nóv. kl. 6. Langheltssöfnuöur. Sunnudag- inn 10. nóv. verður í safnaðar- heimilinu Óskastund barnanna kl. 4. Kynningar- og spilakvöld kl. 8.30. Kvikmyndir og upplestur verða fyrir börnin og þá sem ekki spila. Háteigskirkja. Fermingarbörn næsta árs (vor og haust) eru beðin að koma til viðtals í Há- teigskirkju sem hér segir: Ferm ingarbörn séra Jóns Þorvarðsson ar mánudaginn 4. nóv. kl. 6 s.d. Fermingarbörn séra Arngríms Tónssonar miðvikudaginn 13. nóv. kl. 6 s.d. Nesprestakall. Börn sem ferm- ast eiga hjá séra Frank M. Hall- dórssyni næsta vor og háust, komi til viðtals í Neskirkiu. — Stúlkur þriðiudaginn n.k. kl. 6. Drengir miðvikudag kl. 6. — Börn sem eiga að mæta hiá mér til fermingar næsta vor og haust, komi til viðtals í Neskirkju sem hér segir: stúlkur þriðjudags- kvöld n.k. kl. 8, og drengir n.k. miðvikudagskvöld kl. 8 Börnin hafi með sér ritföng. Séra Jón Thorarensen. Laugardagur 9. nóvember 1968. — Mér fannst kvikmyndin skemmtilegust, þegar ég sofnaði. MESSUR Elliheimiliö Grund. Guðsþjön- usta kl. 10 f.h. Séra Lárus Hall- dórsson messar. Heimilisprestur. Grensásprestakall. Bamasam- koma í Breiðagerðisskóla kl. 10.30. Messa kl. 2. Séra Felix Ól- afsson. Langholtsprestakall. Barnasam koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. (Bindindisdagur) Séra Árelius Níelsson. Hallgrímskirkja. Fjölskylduguðs þjónusta kl. 10.30. Dr. Jakob Jóns son og svstir Unnur Halldórsdótt ir. Messa kl. 2. Séra Ragnar Fjal ar Lárusson. Hafnaríjarðarkirkja. Messa kl. 2. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Séra Garðar Þorsteinsson. Bústaðaprestakall. Bamasam- koma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10. Messa kl. 11. Séra Jón Thor- arensen. Mýrarhúsaskóli. Barnasam- koma kl. 10. Séra Frank M. Hall dórsson. Laugarneskirkja. Mess.a kl. 2 e.h. Herra biskupinn helgar nýtt altari sem þá verður tekið í notk un, altarisganga. Barnaguðsþjón- usta kl. 10 f.h. Séra Garöar Svav arsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. — Séra Jón Auðuns. Altarisganga fyrir fermingarbörn og aðra kirkjugesti. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Arngrímur Jóns- son. Messa kl. 2. Séra Jón Þor- varðsson TILKYNNINGAR Kvenfélag Bústaöasóknar. — Aðalfundur félagsins er í Réttar holtsskóla á mánudagskvöld 11. nóv. kl. 8.30. Kirkjunefnd Dómkirkjunnar, (kvenna). i Kl. 2.30 hefur kirkju- nefnd kvenna basar og kaffisölu í Tjarnarbúð (Oddfellowhúsið). Kvenfélag Bústaðasóknar hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldraða, í Safnaðarheimili Langholtssókn- ar, alla fimmtudaga frá kl. 8.30 til 11.30 f.h. Pantanir teknar í síma 12924. Áfengisvarnarnefnd Hafnar- fjarðar efnir til samkomu í Hafn arfjaröarkirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 17, í tilefni bind- indisdagsins. Séra Björn Jónsson flytur ræðu, séra Garðar Þor- steinsson flytur ávarp og ritning arorð, Þórunn Ólafsdóttir syngur einsöng, Páll Kr. Pálsson leikur á orgel og kirkjukórinn syngur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.