Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 9. nóvember 1968, 3 Andri Heiðberg við þyrlu sína, sem hann hefur flogið um landið þvers og kruss í sumar. MANNLÍFIÐ AÐ OFAN — Loftsigling með Andra Heiðberg yfir Reykiavikursvæðið Cnjóföliö þyrlast upp undan hvirfilskrúfunni, sem snýst hraðar og hraðar unz vél- in nötrar, maginn tekur örlítið að ókyrrast undir öryggisbelt- inu. Siðan losnum við við jörð ina, hægt og rólega og svífum vel yfir raflínustrengina, sem liggja út að Nauthólsvíkinni, tökum stefnu upp undir Öskju- hlíð og sveigjum síðan út á Foss voginn og suður yfir Kársnes. Kópavogsbúar verða lítið var ir við okkur. Við fljúgum hátt yfir höfðum þeirra og húsin í bænum veröa eins og eldspýtna stokkar. Maður getur virt fyrir sér skipulagið á bænum á svona rólegu flugi og trúlega yrði það bæjarstjómum og verkfræðileg um ráðunautum þeirra mikill lærdómur að fljúga þannig í þyrtei yfir verkin sfn. Vogurinn sjálfur er ísiiagður neðan og sunnan við brúna og bílar spóla í brekkunni þar suð- af, enda er frost og hálka. Við dveljum skamma stund yfir Amarnesinu, þar sem milljóna- 'húsin spretta upp hvert af öðru skreytt góðviði, gluggastór og mikil um sig, Þaðan sveigjum við upp undir Vífilsstaði, renn- um okkur hljóðlega yfir fal-1- ega garðinn framan við hælið og upp að vatninu. Þar sjást bugðóttar slóöir í snjónum eftir krakka, líkar krákustígum og bert svellið er svolítið rispaö eftir skautahlaup. Nú var hann að byrja að þíða, sögðu þeir á Veðurstofunni. Skær miðdegis- sólin hafði þegar brætt krapa við tjamarbarminn. Nú spurði flugmaðurinn, Andri Heiðberg, hvert ætti að halda. Ljósmyndarinn er svo á- kafur að smella út um glugg- ana, úr framsætinu, að hann má ekki vera að því að svara. — Suður fyrir Hafnarfjörð! nema við bregðum okkur upp á Esju? Andri segir að engin vand- ræði séu að setjast uppi á Esj- unni. Honum hafði meira að segja dottið í hug að hefja áaetl unarferðir þangað í vetur. Fljúga þangað með skíðafólk og göngugarpa og skilja eftir — sækja þá síðan í næstu ferð eða þar næstu. Þannig mætti fara margar ferðir á dag. — Hann er búinn að fljúga þyrlunni þvers og kruss um landiö í sumar, með landmælingamenn á vegum Orkustofnunarinnar. Og því ekki að fara út f skemmtiflug í vetur? Það verður samt ekkert af Esjuferðinni í þetta skiptið. Heldur dólum við okkur suður á bóginn og hringsólum svolítiö yfir Hafnarfirði. Þeir eru senni lega að fá sér síðdegiskaffi „Gablararnir." Þar sést varla hrevfing á nokkrum hlut, nema hvað Landleiðavagn þokast sila lega upp brekkurnar. Það er sér kennilegt að horfa niður í gjót umar milli húsanna, sjá hvem ig hraunið hefur verið sléttað á smáblettum undir bústaðina. Síðdegissólin glampar á húsa- glugga þar á hæðunum og fáein ar trillur bærast lítið eitt við festar í höfninni. — Þrír, fjórir fiskibátar liggja við bryggju og brátt tfnast verkamenn aö hafn arbakkanum nýja, sem verið er að byggja f stað gömlu bryggj- unnar, sem orðin var fúin og hélt ekki nokkrum þunga. — Kaffitíminn er trúlega úti. Eftir að við emm búnir að fljúga lítið eitt suöur með sjó, hverfum við aftur „í bæinn", skoöum nýju hverfin, Fossvog, Breiðholt og Árbæjarhverfið, bregðum okkur út á sundin og snúum svo við niður í bæ. Andri rennir vélinni lítið eitt ofan við turninn á Hallgríms- Yfir athafnalífinu í Hafnarfirði hvíldi ró og friður, nema hvað sjá mátti merki um hafnarbætur við norðurbakkann, þar sem verið er að reka niður stálþil í hafskipabryggju. kirkju, svo að viö fáum að sjá hann fá sama sjónarhorni og Hallgrimur sálugi Pétursson, eöa svo ætlum við. i Og vestur á Melum ólmast hópur krakka á gamla vellin- um, nota svellið meðan það end ist. Hann þíðir víst bráðum . .. En þyrlan rennir sér út undir Skerjafjöröinn og sezt ósköp pent á sama stað og hún flaug frá. — Og maöur finnur innra með sér að það er næstum heilsusamlegt að lyfta sér upp í svona loftsiglingu og skoða mannlífiö að ofan. Kópavogskirkja, félagsheimili og hluti austurhverfa Kópavogs. Trén hafa fellt lauf sín í garðinum við Vífils staðahælið. / I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.