Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 6
V1SIR . Laugardagur 9. nóvember 1968. TÓNABBÓ 1“—Listir -Bækur -Menoingarmág - —— —I ? Loftur Guðmundsson skrifar leildistareaenrvni: HBiBiiH! Víðfræg og snilldar vel gerö, ný, amerfsk gamanmynd. — Myndin er gerð af hinum heimsfræga leikstjóra Billy Wilder Walther Matthau fékk „Oskars-verðlaunin" fyrir leik sinn í þessari mynd. Jack Lemmon Walther Matthau. Sýnd kl. 5 og 9. =T= NYJA BIO 4. vika HER NAMS! SEIÉl .... ómetanleg heimild . . stór kostlega skemmtileg. ... Mbl. ... Beztu atriði myndarinnar sýna "iureign hersins við grimmdarstórleik náttúrunnar f landinu. ... Þjóöviljinn. Verðlaunagetraun Hver er maðurinn? Verðlaun 17 daga Sunnuferð til Mallorca fyrir tvo. Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Demantaránið mikla Hörkuspennandi, ný litmynd um ný ævintýri lögreglumanns ins Jerry Colton, með George Nader Silvie Solar íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAftUA BÍÓ Leikfélag Reykjavikur: Yvonne eftir Witold Gombrowicz Þýðing: Magnús Jónsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson ~p|g hef oft furöað mig á því að þeir myndlistarmenn, sem aöhyllast abstraktstíl í verk um sínum, eru allir snillingar, eða svo gott sem ,ef marka má gagnrýnina. Það gildir einu þótt viðkomandi listamaöur eigi ör- skamman námsferil að baki — ef hann aðeins málar eða mót- ar abstrakt, nær hann samstund is, ef marka má gagnrýnendur, þeirri fullkomnun sem aðrir listamenn ná fæstir, og þá ekki fyrr en eftir langa og stranga baráttu. SviDað er að segja um þá er semja ljóð, sögur eða leik- rit f hliðstæöum dúr við abstrakt myndlistina, þeir eru allir viður- kenndir snillingar tafarlaust. Sér hver sæmlega skvnsamur mað- ur hlýtur að sjá að það er eitt hvað bogið við þá gagnrýni. Stfll eða stefna getur ekki skapað snilli. Þama hljóta að vera að verki allmargir meðal- menn i listinni, nokkrir fúskar- ar og — örfáir útvaldir, sem berjast við viðfangsefnin af einlægni og festu, og ná mikl- um árangri eftir haröa baráttu. Þessi hugsun hefur oft ásótt mig þegar ég hef lesið skrif ým- issa gagnrýnenda. Hún ásótti mig líka nokkuð, þegar ég var viðstaddur frumsýningu Leikfé- lags Reykjavíkur á sjónleiknum „Yvonne" eftir pólska rithöfund inn Witold Gombrowicz f Iðnó sl. miövikudagskvöld. 1 leikskrá og í viðtölum, sem birzt hafa í dagblööum er fyllilega gefið í skyn, að þama sé á ferðinni snilldarverk. Ég hef lesið all- mörg leikrit, sem samin em í svipuðum stíl, og séð nokkur flutt á sviði. Að mínum dómi hafa þau verið misjöfn að gæð- um eins og leikrit, sem samin em f öðmm stíl, einstaka mjög góð, mörg skemmtilegar tilraun- ir, en önnur misheppnaðar til- raunir. En þau hafa undantekn- ingarlaust átt það sammerkt að þeim hefur verið fylgt úr hlaöi sem snilldarverkum. Þama skjöplast þvf annaðhvort mér eöa þeim, sem gáfu verkum þessum hina glæsilegustu eink- unn. Eins þegar ég tel að „Yv- onne“ sé fyrst og fremst skemmtileg tiíraun höfundarins innan ramma hins ákveðna forms, skemmtileg tilraun höf- undar, sem býr yfir svo miklum hæfileikum og hefur náð þeim þroska í list sinni, að hann læt- ur ekkert lélegt frá sér fara og kastar ekki höndum til neins. En mér er ekki unnt að undir- rita það, að þarna sé á ferð- inni stórbrotið snilldarverk. Efni leikritsins hefur áöur verið nokkuð rakið f dagblöð um, eins ferill listamannsins, og verður það ekki endurtekið hér. Magnús Jónsson hefur þýtt leik- ritiö á íslenzku og nær víða prýöilegum sprettum á lifandi máli, en á stundum er sem votti fyrir hnökrum, og má það kall- ast vel sloppið. Annars er þaö fjarstæöa að ætla sér að fella nokkum dóm um þýðingu eftir að hafa eingöngu heyrt hana flutta einu sinni á leiksviði, og hafa ekki kynnt sér neitt frek ar í sambandi við verkið. Mér finnst að vísu, að það hljóti aö hafa verið erfitt að snúa þessu leiksviðsverki á fslenzku, og að þýöingin sé vel unnin, með til- liti til þess. Sveinn Einarsson annast leikstjórn, en Una Coll- ins hefur teiknað búningana og séð svo um, að sýningin veröur hin litríkasta innan ramma hinnar fábrotnu en stílhreinu leikmyndar Steinþórs Sigurös- sonar. Leikstjórinn veit fyllilega hvað hann er að gera, þegar hann sviðsetur verkið sem eins konar brúðuleik — í óeiginlegri merkingu að vísu — breytir vel flestum leikendum í hugsun- arlausar og viljavana glysbrúð- ur f höndum örlaganna, sprikl- Frá vinstri, Þórunn Sigurðardóttir (Yvonne), Pétur Einars- son (Cyril), og Borgar Garðarsson (prinsinn). andi, háværar og annarlegar f nístandi mótsögn við „herfuna" hina þöglu, óvirku andstæðu, sem þó er einnig sínum örlög- um háð. Þórunn Sigurðardóttir, nýliöi á sviði að kalla, leikur hið vandmeðfama hlutverk „herf- unnar", Yvonne, og enda þótt það sé ærið einhliða frumraun, leysir hún hana þannig af hendi, að áhorfendum hlýtur að veröa hún minnistæö. Ef til vill f og með vegna þess hve hlutverkið er einhliða, hvaö túlkunar- máta snertir — án orða að heita, má, án sjálfstæðra hreyf- inga, aðeins svipbrigði og augnaráð. Hins vegar veitir það Þórunni ekki tækifæri til að sýna hvað í henni kann að búa til fjölþættari túlkunar, en þama tekst henni svo vel, þrátt fyrir hinn þrönga stakk, aö ekki hafa margir betur af stað farið. Af ásettu ráði, eins og áður er getið, steypir leikstjórinn leik flestra hinna í sama mðt- ið, ef svo má að orði komast. Þar er yfirdrepsskapurinn, lífs- lygin og falsið til öndvegis leitt f glæstu yfirborðsskarti og sker sig enginn frá öörum í hirö- mennskunni við hégómann. Kannski er höfundurinn í og með að tefla veruleikanum gegn þeirri hirðmennsku, aö „herfan“ Yvonne sé tákn þess hvemig hann hljóti að líta út í augum þeirrar hiröar — hann lætur allt laust og bundið um það, hvað hann sé aö fara. Þarna eru Jóh Sigurbjömsson og Sig- ríður Hagalín kóngur og drottn- ing af Búrgund; Borgar Gáröars- son prins, Jón Aðils hirðstjóri, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Helga Kristín Hjörvar, hirð- meyjar; Guðmundur Erlendsson og Jón Hjartarson fyrirmenn; Pétur Einarsson og Sigurður Karlsson og Helga Jónsdóttir eitthvað áhangandi hirðinni — og allt dregur þetta fólk dám hvert af öðru. Þær Emilfa Jón- asdóttir og Þóra Borg eru á eins konar millibili blekkingar- innar og raunveruleikans, — frænkur Yvonne — og sama er að segja um aödáanda hennar, Innocenty, leikinn af Kjartani Ragnarssyni; nafnið segir nokk- uð til um persónugerðina, og Daníel Williamsson leikur betl- ara, en Harald G. Haraldsson þjón, hvort tveggja lftil hlut- verk. Leiknum var mjög vel tekiö, enda átti hann og allir, sem að honum stóðu, það fyllilega skil- ið. Gott leikrit, samið í absúrd- stfl, ef endilega þarf að draga sérhvert verk f einhvem stfl- dilk, stendur að sjálfsögðu jafn- fætis sérhverju öðru góðu leik- sviðsverki, sem samiö er í aö- gengilegri stfltegund, hvorki betra né verra og að mínum dómi er þetta gott leikrit; skemmtileg tilraun með form og stíl, sem telja mátti nýstárlegt þegar það var samið. Það er annars dálítið merkilegt hve pólskum leikritahöfundum læt- ur vel svipaður stíll — kannski er hann þrautalending þeirra, sem ekki kjósa að leggjast við hafnarbakka pólitiskrar rit- skoðunar; kærkomið tækifæri tií að segja undan og ofan af meiningu sinni án þess á verði haft. En hvað um það — slfkri leikritun fylgir alltaf sams kon- ar hætta, eins og abstrakt myndlist og atómkveðskap, að gagnrýnin taki eitthvaö svipaða' afstööu til þeirra og hirðmenn- irnir forðum til nýju fatanna keisarans. 41UUb 1 WINNER OF 6 ACADEMY AWARDSl MHROGOiOWYN MAYEfi " ACAfilO PONTI PROtXJCTON DAVID LEAN'S FILM Of BORIS PASTERNAKS Bocroi* ZHilAGO IN mentbvoIc?oraí’° Sýnd kl. 4 og 8.30. AUSTURBÆJARBÍÓ Dulbúnir njósnarar Mjög spennaná, og skemmti- leg frönsk kvikmynd. Dansk- ur texti. Lissó Ventura Sýnd kl, 5 og 9.. Bönnuð bömum innan 12 ára. Eg er kona II Ovenju djörf og spennandi, ný dc isk litmvnd gerð eftir sam- nefndri sög. Siv Holms. Sýnd 1 5.15 og 9 Bönnuö bömum innan 16 ára. HÁSKÓLABÍð STJÖRNUBÍÓ Endalaus barátta (The long duel) Stórbrotin og vel leikin lit- mynd frá Rank. Myndin ger- ist á Indlandi, byggð á skáld- Harðskeytti ofurstinn fslenzkur texti , Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. sögu eftir Ranveer Singh. Aöalhlutverk: Yul Brynner BÆJARBÍÓ Trevor Howard Harry Andrews íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9, Bönnuð innan 16 ára. Heimsfræg mynd í sérflokki. Sigurvegararnir Stórfengleg, ensk amerísk stór mynd frá heimsstyrjöldinni síð ari, eftir sögu Alexander Bar- on. — Aðalhlutverk: George Hamilton George Peppard Melina Mercouri Sýnd kl. 9. — Bönnuð börnum innan 14 ára. YVONNE í kvöld, önnur sýn ing. MAÐUR OG KONA, sunnud. Aðgöngumiðasalan i lönó er opin frá ki 14. Sfmi 13191. Blóðrefillinn Afar spennandi ensk ameriak þardagamynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. LAUGARÁSBIO Vesalings kýrin (Poor Cow) Hörkuspennandi ný, ensk úr- valsmynd . litum. Terence Stamp og Carol 'T/hite. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. mw sísni.'b þjóðleTkhúsið Puntila og Matti Sýning f kvöld kl. 20: Hunangsilmur Sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasaian oþin frá kl. 13.15 til 20. Sími 1-1200. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.